Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Húsagerðarlist IJST OG HÖNNUN Ilafnarborg — Svcrrissalur ARKITEKTÚRNEMAR - SUMARSKÓLI Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðudaga. Til 14. október. Aðgangur ókeypis. EINS og ýmsum mun kunnugt, er hér starfræktur alþjóðlegur skóli í arkitektúr yfir sumarmánuðina og er það venjan að sýna afrakstur námskeiðanna á haustin. Jafnan skundar maður á þessar sýningar af nokkurri forvitni, því hér er um mjög merkilegt framtak að ræða og löngu tímabært að húsagerðar- list verði fullgild námsgrein í ís- lenzku skólakerfi og þá helst í tengslum við væntanlegan mynd- listarháskóla. Það sem helst hefur þótt standa íslenzkri húsagerðarlist fyrir þrif- um, hefur lengstum verið skortur á innlendri hugsun og sjálfstæði, en líkt og í myndlistinni höfum við keppst við að sanna okkur í hópi þjóðanna, og sorglega svipað því og er fatlaðir reyna sem mest að temja sér háttu og siði heilbrigðra. Samlíkingin getur miskilist þótt hún sé pngan veginn út í hött, því hér- lendir hafa lengstum litið niður á íslenzka arfleifð og álitið hana aft- urúr fyrir þá sök að vera öðruvísi og nær náttúrunni en hús á megin- landinu og þar af leiðandi frum- stæðari, sbr. torfkofann. En hér er um mikinn miskilning að ræða, því meistarar aldarinnar í nýsköpun hafa margir hverjir einmitt leitað til náttúrunnar að fyrirmyndum og ekki einungis landslagsins, heldur einnig gróðurs jarðar og nærtæks efnis. Ber hér enn að vísa til Eliels Saarinen og stofnunar hans í Cranbrook, Ann Arbor, en með for- dæmi sínu og kennslustarfi hafði hann ómæld áhrif á þróun margs hins mikilverðasta í amerískri húsa- gerðarlist, og eru hér verk sonar hans Eero nærtæk dæmi. Það má líkja vísa til og minna á, að allar listgreinar lúta sömu grunnlögmálum um mikilvægi rök- réttrar hugsunar og skýrleika í framsetningu, eða eins og vitur maður sagði eitt sinn um orðslist- ina: „Ef þú vilt að orð þín hafi áhrif, þá verður þú að segja álit þitt með fáum og vel völdum orð- um, skipulega og sköruglega fram- bornum. Orðin eru lík sólargeislum, því meir sem þeir eru saman dregn- ir í brennigleri, því dýpra brenna þeir“ Einnig má vitna til orðspek- innar: „Hlustaðu hundrað sinnum, hugsaðu þúsund sinnum, talaðu einu sinni.“ Þetta hefur ríkan samhljóm með verkum þeirra er ruddu brautina til nýrri tíma í húsagerðarlist og skipu- lagi; Brunelleschi, Bernini og Mich- aelangelo, og gleymum ekki að þeir voru allt í senn myndhöggvarar, málarar og húsameistarar fyrir víð- tæka þekkingu á grunnatriðunum. Michaelangelo leysti þrautina um kúfþakið á Péturskirkjunni í Róm, er allir sérlærðir höfðu gefist upp á vandamálinu. Verk þessara manna, lífsþyrstra anda er þráðu vöxt og fullkomnun, gnæfa yfir 4-500 árum seinna, eins og minnis- varðar á vegferð mannsins. Kúfþak Brunelleschis á dómkirkjunni í Flór- ens, torg Berninis í Róm og fyrr- nefnt kúfþak Michaelangelos. Þessi lögmál eru enn i fullu gildi, og þó virðist hafa fyrnst fyrir því að bygg- ingarlist er skynræn mótun, lifandi form er þráir vandaðan búning, en ekki náköld reglustrikuteikning, tölvuútskrift né hugmyndafræði rasspúðafræðinga innan skóla- stofnana. Stofnanamál og hvísl milli lærðra á ekki heima á kynningu jafnmikils- verðra hluta, því öll sýningin í Sverrissal er sem sett upp fyrir þröngan hóp fagfólks og fer fyrir ofan garð og neðan hjá hinum al- menna skoðanda. Rýnirinn sem sótt hefur ótal sýningar, sem skara hönnun og arkitektúr stóð hér á gati, auk þess sem engar upplýs- ingar á íslenzku máli lágu frammi á staðnum er hann bar að. Bragi Asgeirsson Hátíðí Undir pari HÁTÍÐ stendur nú yfir hjá Undir pari, sýningaraðstöðunni Smiðju- stíg 3. I kvöld föstudag ríður Óháða kvikmyndafélagið á vaðið með stuttmynd en þar á eftir gera María Pétursdóttir og Helga Þórs- dóttir gjöming, Þorkell Máni Pét- ursson les ljóð við undirleik Péturs Þórs Benendiktssonar og hljóm- sveitirnar Bang Gang og Kvartett Ó. Jónsson og Gijóni ljúka kvöld- inu. Smáhátíðinni Undir pari lýkur svo á laugardagskvöldið með upp- lestrum, dansi, stuttmynd og síð- ast en ekki síst Elf 19: Oháða kvikmyndafélagið með stuttmynd, Haraldur Jónsson myndlistarmað- ur með fyrirlestur, Huldar Breið- fjörð les ljóð, María Guðmunds- dóttir dansar, Hallgrímur Helga- son les úr nýju bókinni sinni og Elf 19 endar kvöldið. -----♦ ♦ ♦ Kynning á tréristum GUNNHILDUR Ólafsdóttir, graf- íklistamaður og ein af þrettán listamönnum Listakots, verður með kynningu á tréristum í litla sal á annarrí hæð í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70. „Verkin sem unnin eru á þessu ári eru sótt í „nostalgíu" há- lendisins og borgarinnar," segir í kynningu en þau munu verða til sýnis frá 12.-23. október. Gallerí Listakot er opið virka daga frá kl. 12-18 en á laugar- dögum kl. 10-14. Gunnhildur hef- ur haldið þijár einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýning- um bæði hér heima og erlendis. Hús og landslag MYNPUST MÍR-salurinn MÁLVERK Gunnar R. Bjamason. Opið virka daga frá 17-18.30, laugardaga og sunnudaga frá 4-18. Til 13 október. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ER óvenjulegt, að íslenzkir málarar haldi sýningar í MÍR-salnum á Vatnsstíg 10, því að jafnaði fer þar fram kynning á list og listíðum úr sovéska austrinu, auk bókmennta- kynninga og annarra gjörninga. En Gunnar R. Bjamason fer einn- ig óvenjulegar leiðir í framkvæmdum sínum á sýningavettvangi, því þær skara ekki alltaf aðalsýningarsali borgarinnar, og svo heldur hann tryggð við eldri gildi og meitlað hand- verk. Þannig geta myndir hans oftar en ekki minnt á ýmislegt sem menn gerðu um og eftir miðbik aldarinnar. Satt að segja kemur hið trausta handverk, einlægni og meitluð form- hugsun rýninum á óvart, því hér er um fagurfræði að ræða sem margur vill meina að sé úrelt, sem telst þó ‘ dijúgur misskilningur, sækir raunar á er svo er kom- ið. Hins vegar er Gunnar enginn nýskapari í list sinni og hann á það til að fara of nákvæmt í saumana á því sem er í sjónmáli, jafnvel þótt það samræmist ekki alltaf heildarforminu, raski því. Þannig er um eina myndina að snjóföl á fjalli ertir sjóntaug- amar, og er hér komið gott dæmi um nauðsyn þess að hagræða hlutun- um svolítið á myndflet- inum, auk þess sem vísa má til að sjónblekkingar eru gegnumgangandi í listaverkum allt frá endurreisninni. Auga mannsins er afar ófullkomin smíð frá hendi náttúrunnar í öllum meintum fullkomleika sínum og um það verða málarar að vera sér með- vitaðir. Þegar Gunnar vinnur hreint og klárt myndflötinn í gegn nær hann að mati rýnisins heillegustu áhrifunum, eins og t.d. í tveim lands- lagsmyndum í olíupa- steli þar sem forgrunn- urinn er í aðalhlutverki svo sem „Jarlhettur" (10) og „Hlöðufell" (17), og svo mosa- og hraunamyndum í sömu tækni, eins og „Ur Kapelþuhrauni" (31), og „Á Mosfellsheiði“ (34). Húsamyndir Gunn- ars eru sér á báti, því þar skiptir hann mynd- fletinum og stokkar upp formin þannig að um sértækar lifanir er að ræða, þar sem geng- ið er út frá einum grunntóni og hér nær hann vafalítið samræmdustu áhrifunum í mynd- unum „Húsin á ströndinni" (18) og „í grænu húmi“ (24). Hér er birtuflæðið rétt stillt, og meira af myndvísri þörf, en til að lífga upp myr.dflötinn og þótt leik- urinn með birtuflæðið geti magnað upp töfra þarf Gunnar ekki á því að haida, en kannski aðeins meira sjálf- strausti. Bragi Ásgeirsson Gunnar R. Bjarnason Nýjar bækur AKURGERÐI og Narfakot í Innri-Njarðvíkum 1930. • ÚT er komin Saga Njarðvík- ur eftir Kristján Sveinsson, sagnfræðing, verk sem spannar sögu byggðarinnar frá landnámi til okkar daga. „Suðumesjamenn hafa á seinni öldum verið kunnir fyrir sjósókn og öfluga útgerð. Og í þeim geira þjóðlífsins hafa þeir oft verið stórhuga fram- kvæmdamenn, og öflug útgerð laðað til sín duglega sjósóknara hvaðanæva af landinu. Hin gjöf- ulu fiskimið skammt undan ströndinni fóstruðu byggðina í Njarðvík fyrr og síðar. Þetta er einnig öðrum þræði saga ungs byggðarlags sem um langa hríð hefur þróast í sambýli við her- flugvöll um leið og fólkið hefur lifað af hinum hefðbundna atvinnuvegi landsmanna í sjávarþorpi," segir í kynningu. Formlegt tilefni ritunar þessarar sögu var hálfrar aldar afmæli Njarð- víkurbæjar sem sjálfstæðs sveitarfé- lags. Höfundur var ráðinn til verks- ins á hátíðarfundi á heimili þess manns, sem lengst af þessari öld setti öðrum fremur svip sinn á at- vinnu- og mannlíf í Njarðvík. Þetta var á heimili Karvels Ogmundssonar á Bjargi vorið 1992. Síðan þá hefur höfundur unnið að verkinu, sem nú kemur fyrir sjónir lesenda. Ritnefnd bókarinnar hefur starfað óbreytt frá upphafi með höfundi og skipa hana: AlbertK. Sanders, formað- ur, Friðrik Valdimarsson, Ingvar Jóhannsson, Kristín Guðmundsdóttir og Odd- bergur Eiríksson. Um síðustu aldamót bjuggu 215 manns í Njarðvíkursókn. En í kjölfar hafnarbóta og vél- bátaútgerðar fiölgaði fólki aft- ur. Það var einmitt ágreiningur um vélbátahöfn og raforkumál milli Keflvíkinga og Njarðvík- inga sem varð til þess að sér- stakt sveitarfélag var stofnað öðru sinni í Njarðvík 1942. Allt frá þeim tíma voru þau sjónar- mið uppi að sameina bæri sveitarfé- lagið Keflavík aftur og það var loks í júní 1994, að ákvörðun vartekin um að sameina Keflavíkurbæ, Hafnarhrepp og Njarðvíkurbæ. Saga Njarðvíkur greinir frá marg- brotinni sögu byggðar í máli og myndum, bæði ljósmyndum og kort- um. Bókin eryfir 500 bls. að stærð, útgefandi er íjóðsaga ehf. Norræna húsið Kynning á áriIvars Aasens Á ÞESSU ári eru liðin 100 ár frá andláti hins norska málvís- indamanns og skálds, Ivars Aasens. Þekktastur er hann fyrir hið mikla starf sem hann vann um miðja síðustu öld við söfnun og kerfisgreiningu á norskum mállýskum sem hann því næst steypti saman í lands- málið, síðar nýnorsku. Norræna húsið gengst í þessu tilefni fyrir kynningu á ári Ivars Aasens - 1996, sunnu- daginn 13. október kl. 16. það eru Norska sendiráðið, Nor- ræna húsið og Ár Ivars Aasens 1996 sem standa fyrir þessari kynningu, en norski sendiherr- ann, Nils O. Dietz, mun setja samkomuna. Ein fremsta kvæðakona Nor- egs, Öyonn Groven Myhren, syngur stef við texta eftir Ivar Aasen. Bente Vatne stjórnandi Ivar Aasen ársins 1996 mun og flytja erindi: „Hvers vegna sérstakt ár til heiðurs Ivari Aasen?“ Enn fremur verða fluttir við þetta tækifæri tveir fyrirlestrar: Jostein Nerbövik sagnfræðiprófessor mun ræða „Manninn og verk hans“ og Kjartan G. Ottósson prófessor fjallar um „Ivar Aasen og ís- land.“ Aðgangur er ókeypis. Gunnar Snæ- land sýnir í Umbru GUNNAR Snæland opnar sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Umbru á Bemhöftstorfu laug- ardaginn 12. október kl. 14. Gunnar stundaði myndlist- amám í Myndlistar- og hand- íðaskóla íslands á árunum 1969-71 og lauk námi með BA-gráðu í iðnhönnun frá Manchester Polytechnic í Bret- landi árið 1974. Á sýningunni í Gallerí Úmbru eru vatnslitamyndir unnar á síðustu árum þar sem myndefn- ið er frá Skeijafirðinum í Reykjavík og unnið er með áhrif birtu og litar í sjónum og skýj- unum. Sýningin stendur til 3. nóv- ember og er galleríið opið þriðjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. Leir í lok aldar NÚ STENDUR yfir í Hafnar- borg sýningin Leir í lok aldar sem er haldin í tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli Leirlistar- félagsins. Tuttugu og sex með- limir félagsins taka þátt í sýn- ingunni og alls eru á sýning- unni 81 verk. „Sýningunni hefur verið vel tekið og hafa nú á þriðja þús- und manns séð hana,“ segir í kynningu. Sýningunni lýkur mánudaginn 14. október. Hafn- arborg er opin alla daga frá kl. 12-18 nema þriðjudaga, en þá er lokað. Silfur í Þjóð- minjasafni NÚ um helgina lýkur í Bogasal Þjóðminjasafns íslands sýning- unni Silfur í Þjóðminjasafni. Þar getur að líta valda silfurgripi úr safninu, allt frá jarðfundnum forngripum, miðaldasilfri og til borðbúnaðar frá tuttugustu öld. Þjóðminjasafnið er opið um helgina, bæði laugardag og sunnudag frá kl. 12-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.