Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 43 ( Opið hús í Grunda- skóla GRUNDASKÓLI á Akranesi heldur laugardaginn 12. október upp á 15 - ára afmælli skólans og glæsileg nýbygging við skólann verður til * sýnis. I Skólinn verður opinn almenningi frá kl. 15-20. Boðið verður upp á kynningu á skólastarfínu, tónlistar- dagskrá þar sem skólahljómsveit og skólakór ásamt fyrrverandi og núverandi nemendum og kennurum skólans koma fram. Dagskránni lýkur með stuttun dansleik þar sem hljómsveitin Konfekt leikur fyrir ' dansi ásamt sveit harmoníkunnenda I auk þess sem nýtt diskótek verður kynnt. Nemendur hafa gefið skól- ( anum fullkominn diskóljósabúnað sem verður afhentur við þetta tæki- færi. Skólinn býður öllum bæjarbúum; fyrrverandi, núverandi og verðandi nemendum og fyrrverandi starfs- mönnum að koma í heimsókn, skoða nýbygginguna og halda upp á af- mælið. Eldur í húsnæði j BYKO í Kópavogi Reykskemmdir í tveimur húsum ELDUR kom upp í húsnæði bygg- ingarfyrirtækisins BYKO í Breidd- inni í Kópavogi um ki. fjögur í 1 gærdag. Eldur kviknaði í sagi og hljóp inn í innblástursrör. Sam- kvæmt upplýsingum slökkviliðsins í Reykjavík gekk hratt og vel að ráða niðurlögum eldsins sem varð aldrei mikill. Nokkrar reykskemmdir urðu í tveimur húsum fyrirtækisins en töluverður reykur barst inn í þau. Að mati varðstjóra brugðust starfsmenn hárrétt við og höfðu gert tilteknar ráðstafanir til að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði. Deildakeppni Skáksambands Islands að hefjast DEILDAKEPPNI Skáksambands íslands 1996-97 fer fram dagana 11.-13. október. Teflt verður að Faxafeni 12, Reykjavík, og einn riðill í 4. deild verður tefldur á Akureyri. Keppnin hefst kl. 20 föstudaginn 11. október. 36 sveitir taka þátt í deilda- keppninni að þessu sinni, sveitir frá taflfélögum alls staðar að af land- inu. Seinni hlutinn fer síðan fram í vor. Ekið á gyllta Toyotu EKIÐ var á kyrrstæða Toyotu Co- rollu við Ingólfsstræti 8 á þriðju- dagskvöld, milli kl. 23.30 og mið- nættis. Toyotan er gullsanseruð, með skráningarnúmerið SX-070. Tjón- valdurinn ók á brott, en hann er beðinn um að gefa sig fram við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík, sem og vitni að óhapp- inu. Lokaprédikanir guðfræðinema GUÐFRÆÐINEMARNIR Anna S. Pálsdóttir, Lára G._ Oddsdóttir og Skúli Sigurður Ólafsson flytja lokapredikanir í kapellu Háskóla Islands laugardaginn 12. október. Athöfnin hefst kl. 14 og eru allir velkomnir. FRÉTTIR Nýr veitinga- staður í Ing- ólfstræti NÝR veitingastaður hefur tekið til starfa í Ingólfsstræti í Reykjavík. Staðurinn ber heitið Notre Dame og eru eigendur þeir Erlendur Frankl- ínsson, Jón B. Björgvinsson og Arn- old Cruz. Veitingastaðurinn býður upp á pizzur og pastarétti ásamt glóðar- steiktum steikum, fisk- og salatrétt- um. í tilkynningu frá staðnum kemur fram að lög sé áhersla á heilsusam- lega matreiðslu og að aliur matur og vín sé á sanngjömu verði. Notre Dame er opinn frá kl. 18 föstudaga og laugardaga fyrst um sinn. Morgunblaðið/Þorkell FRÁ veitingahúsinu Notre Dame. Framhaldsskólinn á Húsavík Kennarar vilja endur- skoðun á tillögum KENNARAFUNDUR Framhalds- skólans á Húsavík, haldinn 1. októ- ber 1996, lýsir yfir furðu og megn- ustu vanþóknun á fyrirhuguðum nið- urskurði fjárveitinga til Framhalds- skólans á Húsavík á miðju starfsári skólans. „Það er dæmafátt að sömu aðilar í menntamálaráðuneytinu, sem ný- búnir eru að samþykkja nýjan náms- vísi fyrir skólann skulu nú leggja til að þessi námsvísir skuli ómerktur með öllu. Enn fremur telja kennarar Fram- haldsskólans á Húsavík að hug- myndir um fækkun kennslustunda á bak við einingar í áfögnum séu starfsmönnum menntamálaráðu- neytisins ekki sæmandi. Verði þessar tillögur um niðurskurð að veruleika er ljóst að fjöjldi nemenda verður skilinn eftir í reiðileysi á miðjum námsferli. Margir þeirra munu mjög líklega hætta námi. Um leið og kennarar skora á hið háa ráðuneyti menntamála að end- urskoða þessar tillögur sínar er rétt að benda á að líltil skynsemi virðist í því að veita verulegum fjármunurn til gerðar nýrra skólamannvirkja meðan ekki er til fé til að reka þau sem fyrir eru með sæmilegri reisn," segir í samþykkt kennarafundar. 50ára afmælis- þing Mímis MÍMIR, félag stúdenta í íslenskum fræðum, stendur fyrir málþingi um helgina í tilefni af 50 ára af- mæli félagsins. Á þinginu verður fjallað um íslensk fræði frá mörg- ' um ólíkum sjónarhornum og koma ræðumenn m.a. úr röðum kenn- , ara, nemenda, rannsóknamanna 1 og fjölmiðlafólks. Þingið verður ; haldið í sal 2 í Háskólabíói og j munu fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína í anddyri bíósins meðan á þingi stendur. Dagskrá hefst kl. 10.30 á laug- | ardaginn með ávarpi hr. Ólafs \ Ragnars Grímssonar, forseta ís- ■ lands. Ármann Jakobsson, nem- , andi á meistarastigi í íslenskum \ fræðum, setur þingið en að því \ búnu hefst málstofa 1; Staða rann- | sókna í íslenskum fræðum. Kl. 13 hefst málstofa 2; íslensk fræði og samfélagið og hin þriðja; íslensk fræði innan fræðaheimsins hefst kl. 15. Á sunnudeginum hefst dagskrá kl. 10.30 með málstofu 4; íslenska á háskólastigi og sú fimmta hefst kl. 13; íslensk fræði og skólakerf- ið. Dagskráin er öllum opin og að- | gangseyrir er enginn. Landssöfnun Gigtarfélagsins GIGTARFÉLAG íslands stendur fyrir iandssöfnun til styrktar starf- semi sinni dagana 10., 11. og 12. október. Gigtarfélag íslands er landssam- tök gigtarfólks og hefur um árabil rekið Gigtarmiðstöð að Ármúla 15, Reykjavík. Á stöðinni hafa sjúkra- þjálfarar og læknar aðstöðu og eina starfandi göngudeild iðju- þjálfa fyrir gigtveikt fólk starfandi þar. Á síðustu árum hefur félagið aukið starfsemina og lagt aukna áherslu á fræðslu og „rétta“ lík- amsþjálfun fyrir gigtveika. Þá er lögð áhersla á að virkja félagsmenn í áhugahópum um hina ýmsu gigt- arsjúkdóma. Áætlað er að komur á miðstöðina í ár verði um 30.000 þús. og þangað kemur fólk af öllu landinu. Gigtarfélag íslands er 20 ára en það var stofnað 9. október 1976. Þrátt fyrir að margt hafí áunnist á þessum 20 árum er enn í dag aðal- baráttumál félagsins að fá gigt við- Á HEIMASÍÐU Veðurstofu íslands má nú finna ýmsar upplýsingar um jarðskjálfta sem mælst hafa í tengslum við eldgosið undir Vatna- jökli. Tengjast má heimasíðunni með http://www.vedur.is og þar fást upplýsingar undir jarðeðlis- sviði. Hér er aðeins um að ræða tak- markaðar upplýsingar ennþá en starfsmenn jarðeðlissviðs munu eft- ir því sem tími vinnst til koma fleiri upplýsingum á síðuna. Á heimasíðunni er t.d. aðgangur að forriti sem nemendur Tölvuhá- skóla Verslunarskóla íslands unnu sl. vor til að skoða jarðskjálfta- virkni eins og hún lítur út eftir úrvinnslu SIL-jarðskjálftamælinga- urkennda sem heilsufarslegt vanda- mál. í dag er u.þ.b. fjórðungur heim- sókna á heilsugæslustöðvar vegna stoðkerfisvandamála eða gigtar sem aftur endurspeglast í því að fímmti hver öryrki hér á landi er í þeirri stöðu vegna sama sjúkdóms. „Rannsóknir sýna að á Norður- löndunum eru gigtarsjúkdómar mjög aftarlega í forgangsröðun hins opinbera þegar fjárframlög og að- gerðir eru skoðaðar í samanburði við hina ýmsu sjúkdómsflokka. Ástandið er sennilega hvað verst hér á landi í þessum málum. Almennt í umræðu hér landi er talað um að gigtarsjúkdómar kosti þjóðarbúið um 8 til 10 milljarða á ári þegar tekið er tillit til útgjalda hins opinbera, framleiðslu taps og annarra útgjalda sem að henni fylgja. Nýjar athuganir á þessum málum benda til þess að hér sé um vanmetna tölu að ræða. Það er von okkar að tekið verði vel á móti sölufólki okkar.“ kerfisins á Veðurstofunni. Á síðunni verða einnig upplýs- ingar um tengingu við aðrar heima- síður sem eru með upplýsingar sem gosið varða. Gert er ráð fyrir að upplýsingar á ensku komist smám saman einnig á heimasíðu Veður- stofunnar undir „English version, Department of Geophysics". -kjarni málsins! ■ HÁRLITRÓF hefur flutt frá Espigerði 4 í Álfheima 4 og bætt við sig starfsfólki þeim Hrefnu Guðnadóttur hársnyrtimeistara og Ullu Harðardóttur hársnyrti- mann. Stofan hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Gríma hárstofa. Boðin er öll almenn hársnyrtiþjón- ustu fyrir dömur og herra. ■ OPIÐ hús verður hjá Talþjálf- un Reykjavíkur, Bolholti 6, laug- ardaginn 12. október kl. 13-18. Starfsemi Talþjálfunar Reykjavíkur verður kynnt og fólki gefst kostur á að fá stutta athugun á heyrn, framburði, málþroska, stami og rödd. Foreldrar sem hafa áhyggjur af tali eða málþroska barna sinna eru sérstaklega boðnir velkomnir. Þeir sem telja sig eða sér nákomna eiga við tal- eða málörðugleika að etja eru einnig velkomnir. ■ AUSTFIRÐINGAMÓT verður haldið laugardaginn 12. október næstkomandi á skemmtistaðnum Nashville. Þetta er árlegur viðburð- ur þar sem Austfirðingar, búsettir á höfuðborgarsvæðinu, koma sam- am til að skemmta sér, sýna sig og sjá aðra. Hljómsveitin Sól- strandargæjarnir mun leika fyrir dansi frá klukkan ellefu til þijú. LEIÐRETT Ráðstefna um viðskipti Á blaðsíðu 5 í viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær féll niður hverjir stóðu að ráðstefnu um viðskipti Is- lands og Bandaríkjanna en þeir eru; Amerísk-íslenska verslunarráðið og = Íslensk-ameríska verslunarráðið í | samstarfi við Verslunarráð íslands, | Útflutningsráð Íslands/Fjárfesting- ! arskrifstofu, skrifstofu Ferðamála- f ráðs íslands í Bandaríkjunum og Sendiráð Bandaríkjanna á íslandi. ;! Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Rangt föðurnafn Á baksíðu Morgunblaðsins á þriðju- dag var frétt um komu Óðins til Reykjavíkur og var farið rangt með nafn Svandísar sem tók á móti maka sínum, en hún er Gunnarsdóttir. Er beðist velvirðingar á þessum mistök- um. Viðeyjarsund Vegna fréttar í blaðinu í gær um sund manns frá Sundahöfn út í Við- ey skal áréttað að svokallað Viðeyj- arsund er synt frá Reykjavíkurhöfn út í Viðey og er allmiklu lengri vega- lengd. Sœtir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALA GERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata)-Kópavogi-slmi 564 1475 Opið mén.- fös. 10-18, iau. 11-14. Jarðskjálftaupp- lýsingar á alnetinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.