Morgunblaðið - 11.10.1996, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.10.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 43 ( Opið hús í Grunda- skóla GRUNDASKÓLI á Akranesi heldur laugardaginn 12. október upp á 15 - ára afmælli skólans og glæsileg nýbygging við skólann verður til * sýnis. I Skólinn verður opinn almenningi frá kl. 15-20. Boðið verður upp á kynningu á skólastarfínu, tónlistar- dagskrá þar sem skólahljómsveit og skólakór ásamt fyrrverandi og núverandi nemendum og kennurum skólans koma fram. Dagskránni lýkur með stuttun dansleik þar sem hljómsveitin Konfekt leikur fyrir ' dansi ásamt sveit harmoníkunnenda I auk þess sem nýtt diskótek verður kynnt. Nemendur hafa gefið skól- ( anum fullkominn diskóljósabúnað sem verður afhentur við þetta tæki- færi. Skólinn býður öllum bæjarbúum; fyrrverandi, núverandi og verðandi nemendum og fyrrverandi starfs- mönnum að koma í heimsókn, skoða nýbygginguna og halda upp á af- mælið. Eldur í húsnæði j BYKO í Kópavogi Reykskemmdir í tveimur húsum ELDUR kom upp í húsnæði bygg- ingarfyrirtækisins BYKO í Breidd- inni í Kópavogi um ki. fjögur í 1 gærdag. Eldur kviknaði í sagi og hljóp inn í innblástursrör. Sam- kvæmt upplýsingum slökkviliðsins í Reykjavík gekk hratt og vel að ráða niðurlögum eldsins sem varð aldrei mikill. Nokkrar reykskemmdir urðu í tveimur húsum fyrirtækisins en töluverður reykur barst inn í þau. Að mati varðstjóra brugðust starfsmenn hárrétt við og höfðu gert tilteknar ráðstafanir til að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði. Deildakeppni Skáksambands Islands að hefjast DEILDAKEPPNI Skáksambands íslands 1996-97 fer fram dagana 11.-13. október. Teflt verður að Faxafeni 12, Reykjavík, og einn riðill í 4. deild verður tefldur á Akureyri. Keppnin hefst kl. 20 föstudaginn 11. október. 36 sveitir taka þátt í deilda- keppninni að þessu sinni, sveitir frá taflfélögum alls staðar að af land- inu. Seinni hlutinn fer síðan fram í vor. Ekið á gyllta Toyotu EKIÐ var á kyrrstæða Toyotu Co- rollu við Ingólfsstræti 8 á þriðju- dagskvöld, milli kl. 23.30 og mið- nættis. Toyotan er gullsanseruð, með skráningarnúmerið SX-070. Tjón- valdurinn ók á brott, en hann er beðinn um að gefa sig fram við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík, sem og vitni að óhapp- inu. Lokaprédikanir guðfræðinema GUÐFRÆÐINEMARNIR Anna S. Pálsdóttir, Lára G._ Oddsdóttir og Skúli Sigurður Ólafsson flytja lokapredikanir í kapellu Háskóla Islands laugardaginn 12. október. Athöfnin hefst kl. 14 og eru allir velkomnir. FRÉTTIR Nýr veitinga- staður í Ing- ólfstræti NÝR veitingastaður hefur tekið til starfa í Ingólfsstræti í Reykjavík. Staðurinn ber heitið Notre Dame og eru eigendur þeir Erlendur Frankl- ínsson, Jón B. Björgvinsson og Arn- old Cruz. Veitingastaðurinn býður upp á pizzur og pastarétti ásamt glóðar- steiktum steikum, fisk- og salatrétt- um. í tilkynningu frá staðnum kemur fram að lög sé áhersla á heilsusam- lega matreiðslu og að aliur matur og vín sé á sanngjömu verði. Notre Dame er opinn frá kl. 18 föstudaga og laugardaga fyrst um sinn. Morgunblaðið/Þorkell FRÁ veitingahúsinu Notre Dame. Framhaldsskólinn á Húsavík Kennarar vilja endur- skoðun á tillögum KENNARAFUNDUR Framhalds- skólans á Húsavík, haldinn 1. októ- ber 1996, lýsir yfir furðu og megn- ustu vanþóknun á fyrirhuguðum nið- urskurði fjárveitinga til Framhalds- skólans á Húsavík á miðju starfsári skólans. „Það er dæmafátt að sömu aðilar í menntamálaráðuneytinu, sem ný- búnir eru að samþykkja nýjan náms- vísi fyrir skólann skulu nú leggja til að þessi námsvísir skuli ómerktur með öllu. Enn fremur telja kennarar Fram- haldsskólans á Húsavík að hug- myndir um fækkun kennslustunda á bak við einingar í áfögnum séu starfsmönnum menntamálaráðu- neytisins ekki sæmandi. Verði þessar tillögur um niðurskurð að veruleika er ljóst að fjöjldi nemenda verður skilinn eftir í reiðileysi á miðjum námsferli. Margir þeirra munu mjög líklega hætta námi. Um leið og kennarar skora á hið háa ráðuneyti menntamála að end- urskoða þessar tillögur sínar er rétt að benda á að líltil skynsemi virðist í því að veita verulegum fjármunurn til gerðar nýrra skólamannvirkja meðan ekki er til fé til að reka þau sem fyrir eru með sæmilegri reisn," segir í samþykkt kennarafundar. 50ára afmælis- þing Mímis MÍMIR, félag stúdenta í íslenskum fræðum, stendur fyrir málþingi um helgina í tilefni af 50 ára af- mæli félagsins. Á þinginu verður fjallað um íslensk fræði frá mörg- ' um ólíkum sjónarhornum og koma ræðumenn m.a. úr röðum kenn- , ara, nemenda, rannsóknamanna 1 og fjölmiðlafólks. Þingið verður ; haldið í sal 2 í Háskólabíói og j munu fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína í anddyri bíósins meðan á þingi stendur. Dagskrá hefst kl. 10.30 á laug- | ardaginn með ávarpi hr. Ólafs \ Ragnars Grímssonar, forseta ís- ■ lands. Ármann Jakobsson, nem- , andi á meistarastigi í íslenskum \ fræðum, setur þingið en að því \ búnu hefst málstofa 1; Staða rann- | sókna í íslenskum fræðum. Kl. 13 hefst málstofa 2; íslensk fræði og samfélagið og hin þriðja; íslensk fræði innan fræðaheimsins hefst kl. 15. Á sunnudeginum hefst dagskrá kl. 10.30 með málstofu 4; íslenska á háskólastigi og sú fimmta hefst kl. 13; íslensk fræði og skólakerf- ið. Dagskráin er öllum opin og að- | gangseyrir er enginn. Landssöfnun Gigtarfélagsins GIGTARFÉLAG íslands stendur fyrir iandssöfnun til styrktar starf- semi sinni dagana 10., 11. og 12. október. Gigtarfélag íslands er landssam- tök gigtarfólks og hefur um árabil rekið Gigtarmiðstöð að Ármúla 15, Reykjavík. Á stöðinni hafa sjúkra- þjálfarar og læknar aðstöðu og eina starfandi göngudeild iðju- þjálfa fyrir gigtveikt fólk starfandi þar. Á síðustu árum hefur félagið aukið starfsemina og lagt aukna áherslu á fræðslu og „rétta“ lík- amsþjálfun fyrir gigtveika. Þá er lögð áhersla á að virkja félagsmenn í áhugahópum um hina ýmsu gigt- arsjúkdóma. Áætlað er að komur á miðstöðina í ár verði um 30.000 þús. og þangað kemur fólk af öllu landinu. Gigtarfélag íslands er 20 ára en það var stofnað 9. október 1976. Þrátt fyrir að margt hafí áunnist á þessum 20 árum er enn í dag aðal- baráttumál félagsins að fá gigt við- Á HEIMASÍÐU Veðurstofu íslands má nú finna ýmsar upplýsingar um jarðskjálfta sem mælst hafa í tengslum við eldgosið undir Vatna- jökli. Tengjast má heimasíðunni með http://www.vedur.is og þar fást upplýsingar undir jarðeðlis- sviði. Hér er aðeins um að ræða tak- markaðar upplýsingar ennþá en starfsmenn jarðeðlissviðs munu eft- ir því sem tími vinnst til koma fleiri upplýsingum á síðuna. Á heimasíðunni er t.d. aðgangur að forriti sem nemendur Tölvuhá- skóla Verslunarskóla íslands unnu sl. vor til að skoða jarðskjálfta- virkni eins og hún lítur út eftir úrvinnslu SIL-jarðskjálftamælinga- urkennda sem heilsufarslegt vanda- mál. í dag er u.þ.b. fjórðungur heim- sókna á heilsugæslustöðvar vegna stoðkerfisvandamála eða gigtar sem aftur endurspeglast í því að fímmti hver öryrki hér á landi er í þeirri stöðu vegna sama sjúkdóms. „Rannsóknir sýna að á Norður- löndunum eru gigtarsjúkdómar mjög aftarlega í forgangsröðun hins opinbera þegar fjárframlög og að- gerðir eru skoðaðar í samanburði við hina ýmsu sjúkdómsflokka. Ástandið er sennilega hvað verst hér á landi í þessum málum. Almennt í umræðu hér landi er talað um að gigtarsjúkdómar kosti þjóðarbúið um 8 til 10 milljarða á ári þegar tekið er tillit til útgjalda hins opinbera, framleiðslu taps og annarra útgjalda sem að henni fylgja. Nýjar athuganir á þessum málum benda til þess að hér sé um vanmetna tölu að ræða. Það er von okkar að tekið verði vel á móti sölufólki okkar.“ kerfisins á Veðurstofunni. Á síðunni verða einnig upplýs- ingar um tengingu við aðrar heima- síður sem eru með upplýsingar sem gosið varða. Gert er ráð fyrir að upplýsingar á ensku komist smám saman einnig á heimasíðu Veður- stofunnar undir „English version, Department of Geophysics". -kjarni málsins! ■ HÁRLITRÓF hefur flutt frá Espigerði 4 í Álfheima 4 og bætt við sig starfsfólki þeim Hrefnu Guðnadóttur hársnyrtimeistara og Ullu Harðardóttur hársnyrti- mann. Stofan hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Gríma hárstofa. Boðin er öll almenn hársnyrtiþjón- ustu fyrir dömur og herra. ■ OPIÐ hús verður hjá Talþjálf- un Reykjavíkur, Bolholti 6, laug- ardaginn 12. október kl. 13-18. Starfsemi Talþjálfunar Reykjavíkur verður kynnt og fólki gefst kostur á að fá stutta athugun á heyrn, framburði, málþroska, stami og rödd. Foreldrar sem hafa áhyggjur af tali eða málþroska barna sinna eru sérstaklega boðnir velkomnir. Þeir sem telja sig eða sér nákomna eiga við tal- eða málörðugleika að etja eru einnig velkomnir. ■ AUSTFIRÐINGAMÓT verður haldið laugardaginn 12. október næstkomandi á skemmtistaðnum Nashville. Þetta er árlegur viðburð- ur þar sem Austfirðingar, búsettir á höfuðborgarsvæðinu, koma sam- am til að skemmta sér, sýna sig og sjá aðra. Hljómsveitin Sól- strandargæjarnir mun leika fyrir dansi frá klukkan ellefu til þijú. LEIÐRETT Ráðstefna um viðskipti Á blaðsíðu 5 í viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær féll niður hverjir stóðu að ráðstefnu um viðskipti Is- lands og Bandaríkjanna en þeir eru; Amerísk-íslenska verslunarráðið og = Íslensk-ameríska verslunarráðið í | samstarfi við Verslunarráð íslands, | Útflutningsráð Íslands/Fjárfesting- ! arskrifstofu, skrifstofu Ferðamála- f ráðs íslands í Bandaríkjunum og Sendiráð Bandaríkjanna á íslandi. ;! Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Rangt föðurnafn Á baksíðu Morgunblaðsins á þriðju- dag var frétt um komu Óðins til Reykjavíkur og var farið rangt með nafn Svandísar sem tók á móti maka sínum, en hún er Gunnarsdóttir. Er beðist velvirðingar á þessum mistök- um. Viðeyjarsund Vegna fréttar í blaðinu í gær um sund manns frá Sundahöfn út í Við- ey skal áréttað að svokallað Viðeyj- arsund er synt frá Reykjavíkurhöfn út í Viðey og er allmiklu lengri vega- lengd. Sœtir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALA GERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata)-Kópavogi-slmi 564 1475 Opið mén.- fös. 10-18, iau. 11-14. Jarðskjálftaupp- lýsingar á alnetinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.