Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 11 FRÉTTIR Ljósmynd/Hreinn Hreinsson HLUTI nemendahópsins og leiðbeinandi þeirra með verðlaunagripinn. Frá vinstri: Bergur Sigfús- son, Hafdís Þrastardóttir, Gissur Gissurarson, Friðrik Friðriksson, Vignir Valþórsson, Gunnar Magnússon og Neil McMahon enskukennari. Á myndina vantar Önnu Báru Kristjánsdóttur, Emilíu Eiríksdóttur og Ingimund Níelsson auk þeirra sem unnu tæknivinnu. Myndband nemenda úr MK vann evrópska samkeppni Enskunám og myndbanda- gerð tvinnað saman Varsla barna- kláms refsiverð ALLLÖNG umræða átti sér stað á Alþingi í gær um skilgreiningar tengdu barnaklámi, af því tilefni, að endurskoðað frumvarp um breyt- ingu á almennum hegningarlögum, sem herða eiga ákvæði um barna- klám, var tekið til fyrstu umræðu. Frumvarpið er nú lagt fram í veru- lega breyttri mynd frá því sem var, er það var fyrst lagt fram í marz- mánuði sl. Orðalag í fyrra frumvarpinu var gagnrýnt og hefur frumvarpið í hinni endurskoðuðu mynd verið einfaldað. Á það orðalag sem nú er á því að ná yfír allt sem ástæða þykir til að gera refsivert í sambandi við barna- klám, til viðbótar við það sem þegar er refsivert skv. 210. grein hegning- arlaga. Breytingartillagan snýst um að gera vörslu efnis sem telst til barna- kláms refsiverða, sem er nýjung. í frumvarpinu segir, að „hver sem hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvik- myndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt“ skuli sæta sekt- um. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra mælti fyrir frumvarpinu. Hann ítrekaði í máli sínu, að markmiðið með því að gera vörslu barnakláms refsiverða væri að draga úr eftir- spurn eftir slíku efni, m.ö.o. að hindra að framieiðendur slíks efnis finni markað fyrir vöru af þessu tagi. í umræðunni var rifjað upp, að aðdragandi lagabreytingar þessarar hófst árið 1992, þegar ísland full- gilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, og að nýlega tóku bæði Danir og Norðmenn upp sam- bærileg refsiákvæði í löggjöf sína. Heildarendurskoðun hegningarlaga í umræðunum kom ennfremur fram sú skoðun, að tími væri kominn til að taka öll hegningarlögin til heildarendurskoðunar. Dómsmála- ráðherra lýsti þeirri skoðun sinni, að sér þætti slík heildarendurskoðun tímabær. Hann sagði, að í dóms- málaráðuneytinu væri verið að koma á fastanefnd um refsiréttarmálefni, svipaða og fjallað hefur um réttar- farsmálefni. Hann tók hins vegar fram, að ótækt sé, að þannig sé stað- ið að breytingum á hegningarlögum, að þær megi ekki fara fram nema heildarendurskoðun á lögunum eigi sér stað, en draga hefði mátt þá ályktun af orðum sumra gagnrýn- enda fyrirliggjandi breytingarfrum- varps, að þeir væru fylgjandi því. Ráðherra sagði nauðsynlegt að laga löggjöfína að breyttum aðstæðum og nýjum viðhorfum án þess að heildarendurskoðun fari fram, sem hann sagði geta tekið a.m.k. tvö til þijú ár. Ljósmynd/Neil McMahon HAFDIS og Gissur voru kynnar í myndbandinu um islenska popptónlist og á myndinni sést þegar verið var að taka upp lokaatriði myndbandsins. Frumvarp um fasteignasölu Hámarksþ óknun afnumin FIMMTÁN mínútna heimildar- mynd, sem hópur nemenda úr Menntaskólanum í Kópavogi gerði um íslenska popptónlist, hlaut ný- verið 1. verðlaun í myndbanda- samkeppni sem skipulögð er af Evrópuráðinu. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum en íslenska myndbandið var valið besta heim- ildarmyndin. 90 skólar frá 17 lönd- um tóku þátt í samkeppninni að þessu sinni og voru verðlaunin afhent á Wight-eyju, suður af Englandi, í lok september. Myndbandið var gert undir stjóm enskukennara í MK, Neil McMahon, sem jafnframt er lærð- ur kvikmyndafræðingur. Hann segir að verkefninu hafi verið ætl- að að slá tvær flugur í einu höggi, kenna nemendum grundvallara- triði í kvikmynda- og myndbanda- gerð og efla um leið enskukunn- áttu þeirra en myndbandið er á ensku. „Krakkarnir eiga hrós skil- ið fyrir fagleg vinnubrögð," sagði Neil í samtali við Morgunblaðið. „Við fengum sérstakt hól hjá dóm- nefnd fyrir vandaða ensku í mynd- bandinu.“ Hermdu eftir Major í BBC Að sögn Neil greindi BBC-stöð- in í Englandi frá samkeppninni og ráðstefnu sem haldin var þegar verðlaunin voru afhent í sjónvarps- fréttatíma stöðvarinnar í septem- ber. „íslensku þátttakendurnir fengu mikla athygli og sýnt var þegar Hafdís Þrastardóttir söng Ríðum, ríðum og Gissur Gissurar- son hermdi eftir John Major,“ sagði hann. Neil segir að myndbandið hafi gagngert verið framleitt fyrir sam- keppni Evrópuráðsins. „Við völd- um að vinna með efnið tónlist og fljótlega bundum við viðfangsefnið við íslenska popptónlist og hlaut myndbandið nafnið „Hot Tones From a Cool Place“,“ sagði Neil. Ekki var tilviljun að þetta efni varð fyrir valinu þar sem tónlistar- hefð er mikil í MK. Margir þekkt- ir tónlistarmenn voru fyrrverandi nemendur MK, þ.á m. meðlimir Fræbblanna, Dr. Gunni, Emilíana Torrini og Sigtryggur „Bogomil Font“. Þá er einn úr hópnum, Hafdís Þrastardóttir, söngvari í GusGus-hópnum. Áhrif ensku nyög sterk Neil segir að hópurinn hafi ekki viljað eingöngu gera myndband með tómum staðreyndum um ís- lenskan tónlistarheim. Fremur hafi verið kosin sú leið að kryfja efnið og kanna hver uppruni ís- lenskrar popptónlistar væri og hveijir væru helstu áhrifavaldar hennar. Niðurstaða hópsins var að sögn Neils að áhrif ensku og engilsaxneskrar tónlistar væru mjög sterk. „Popptónlist nam land með komu bandaríska og breska hers- ins á stríðsárunum. Ensk áhrif jukust enn frekar með tilkomu fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðva. Vegna þessara sterku tengsla er einnig ljóst að til að ná árangri á erlendri grund er íslenskum ís- lenskar hljómsveitir nauðugur einn kostur að syngja á ensku,“ sagði Neil. Vinna við gerð myndbandsins hófst í janúar sl. Fyrst var við- fangsefnið rannsakað en í því skyni voru tónlistarmenn og popp- fræðingar fengnir til að flytja fyr- irlestur um efnið. Síðan var hver rammi skipulagður en að því loknu var gengið í að taka upp efnið, vinna myndefnið og semja tónlist. Nemendur sáu um alla verkþætti. Neil segir að ekki hefði tekist að gera myndbandið nema með góðum stuðningi, m.a. frá Kópa- vogsbæ og ýmsum fyrirtækjum. Hann telur ekkert því til fyrirstöðu að halda þessu starfí áfram fáist til þess fjárhagslegur stuðningur. SAMKVÆMT lagafrumvarpi um fasteigna-, fyrirtækja- og skipa- sölu, sem var tekið fyrir að nýju á Alþingi í gær, er meðal annars gert ráð fyrir, að ákvæði um hámarks- þóknun fasteignasala verði afnum- ið. Þorsteinn Pálsson mælti í gær öðru sinni fyrir frumvarpi þessa efnis, en það var áður til umfjöllun- ar á síðasta þingi. í núgildandi lögum er þak á þóknun til fasteignasala fýrir milli- göngu hans um kaup eða sölu eign- ar sett við 2%. í fyrstu útgáfu frum- varpsins var gert ráð fyrir að þetta héldist óbreytt, en fasteignasalar sóttu það fast, að þetta þak yrði afnumið. Að fengnu áliti Sam- keppnisstofnunar leggur ráðherra nú frumvarpið fram að nýju með þeirri breytingu, að þóknun fast- eignasala fyrir veitta þjónustu skuli vera samningsatriði milli hans og umbjóðandans. Óttast hækkun Jóhanna Sigurðardóttur, Þjóð- vaka, gagnrýndi frumvarpið við fyrstu umræðu þess í gær. Hún segist óttast, að þessi breyting verði til þess, að sá kostnaður, sem fast- eignaeigendur þurfí að greiða fast- eignasölum muni hækka; erfitt verði að hafa eftirlit með því, að fasteignasalar hafi með sér verð- samráð. Pétur Blöndai, Sjálfstæðisflokki, benti á, að í nágrannalöndum okkar væri algengt að þóknun fasteigna- sala væri á milli 3,4% og 7%; tvö prósent hámarksþóknun, sem tíðk- azt hefði hérlendis, væri því óeðli- lega lág. Stjórnun umhverfismála í fyrirtækjum Staballinn ISO 14001 er kominn út í íslenskri þýbingu. Af því tilefni bobar Stablaráb íslands til morgunverbarfundar á Hótel Sögu, Sunnusal, mánudaginn 14. október kl. 8.15-10.00. Fundurinn er cetlaöur öllum þeim, er láta sig stjórnun umhverfis- mála einhverju varöa. Framsögu hafa Magnús Jóhannesson, umhverfisrábuneytinu, Þórarinn V. Þórarinsson, VSI, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Ibntæknistofnun og Kristján Cubmundsson, ISAL. Verb kr. 1.500 meb morgunverbi. Skráning í síma 587 ’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.