Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Ferdinand DID VOU KNOU) l'LL BE STARTIN6 SCHOOL SOON? Veistu að ég byrja bráðum í skóla? IF I MAD A D06, WMICH I DON’T, ME’D RUSH OUT TO MEET ME UUHEN I 60T HOME.. SORRV, l M BOOKED UP FORTHE WHOLE VeAR.. rÉ Ef ég ætti hund, sem ég geri Mér þykir leitt, en ég er bókað- ekki, þyti hann á móti mér ur allt árið ... þegar ég kæmi heim ... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Ljósafossskóli 50 ára Frá Lísu Thomsen: A MORGUN verður minnst 50 ára afmælis Ljósafossskóla í Gríms- neshreppi. Að Ljósafossskóla standa þtjú sveitarfélög, Grímsnes-, Grafn- ings- og Þingvallahreppar. Þar hafa verið starfræktir 8 bekkir grunnskóla þar til nú að 9. og 10. bekkir eru þar einnig. Skólastjóri skólans frá upphafi og til ársins 1990 var Böðvar Stefánsson, en núverandi skólastjóri er Daði Ingi- mundarson. Afmælishátíðin hefst kl. 14 með hátíðardagskrá í hinu nýja íþrótta- húsi við skólann sem var vígt fyr- ir 2 árum. Kaffiveitingar verða í boði skólans. Allir nemendur og velunnarar skólans eru velkomnir til að fagna þessum tímamótum. LÍSA THOMSEN, Búrfelli. Ei veldur sá er varar Frá Rannveigu Tryggvadóttur: EG ER ein þeirra sem ekki get hugsað mér að við göngum í Evr- ópusambandið. Það má aldrei verða. í fyrrahaust flutti hér ræðu í boði Samtaka um vestræna sam- vinnu breskur þingmaður fyrir Grimsby, Mitchell að nafni, og hvatti hann okkur eindregið til að halda okkur utan aðildar að ESB, ella myndi sambandið eftir þriggja ára aðlögunartíma hirða 70% af fískafla þjóðarinnar. Talaði hann af biturri reynslu því fiskveiðibæ- imir í Bretlandi hafa orðið fyrir þungum búsifjum vegna mikilla veiða erlendra skipa í breskri land- helgi eftir að Bretar gengu í ESB. Sagði hann að aðild okkar að ESB myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir okkur sem fískveiðiþjóð. í The Economist 5. október 1996 er á bls. 28 fjallað um Svíþjóð og Noreg og leiðimar sem þessar þjóð- ir völdu varðandi ESB. í nóvember 1994 kusu Svíar með naumum meirihluta að ganga í ESB. Hálfum mánuði síðar höfnuðu Norðmenn aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tekj- ur beggja þjóðanna höfðu minnkað á árunum 1987-’92 en Norðmenn höfðu ekki orðið fyrir þeim sálar- legu hremmingum sem Svíar urðu fyrir við fall kommúnismans. Norð- menn vora ein stofnþjóða Nató en sænskir ráðamenn höfðu kosið leið hlutleysis og málamiðlana milli austurs og vesturs. Vegna aðildar sinnar að EES voru markaðir ESB Norðmönnum þegar opnir hvað varðaði flestar útflutningsvörur. Þegar við bætt- ust tekjur af olíu og jarðgasi þurftu Norðmenn ekki að þola sams kon- ar þrengingar í fjármálum og Svíar. Norskir bændur vildu ekki missa af rausnarlegum niður- greiðslum á afurðum sínum og þjóðin mátti ekki til þess hugsa að verða svipt yfírráðum yfir fiskimiðum sínum. Nú þakka Norðmenn sínum sæla fyrir að hafa ekki gengið í ESB, þótt ekki séu allir sama sinn- is, en Svíar sjá sárlega eftir að hafa samþykkt aðild. I Noregi er atvinnuleysið 4,7% en nærri tvö- falt meira, eða 8,4%, í Svíþjóð og spáð er á árinu milli 11 og 12% atvinnuleysi að meðaltali í löndum ESB. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmalandi 7, Reykjavík. Hvað skal segja? 35 Væri rétt að segja: Leikgerð Jóns af Skugga-Sveini er býsna gott leikhús. Svar: íslenska orðið leikhús merkir eingöngu „hús sem ætlað er til leiksýninga". Erlenda orðið teater (eða theatre) getur merkt fleira og verður því ekki alltaf þýtt með „leikhús“. Hér væri rétt að segja: Leikgerð Jóns af Skugga-Sveini er býsna gott leikverk. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.