Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 19 URVERINU Morgunblaðið/Hlér Guðjónsson SIGURÐUR Einarsson frá Vestmannaeyjum með íslenska loðnu í japönskum stórmarkaði, en loðna er mikilvægasta söluvara SH í Japan. Allir pakkarnir eru á sama verði, en eftir því sem loðn- an er stærri þvi hærra er kílóverðið og munar þar mjög miklu. Því eru pakkarnir með stærstu loðnunni léttastir. það byggjast að mestu leyti á því að vélvæða ferlið eins mikið og kostur væri, umfram það sem væri í verksmiðjum í Japan. Jón Þórðarson, stjórnarformað- ur ÚA, hefur kynnt sér vel úrval fisktegunda í neytendavöruversl- unum í Japan og taldi það hvergi jafn mikið í heiminum. „Ég held að hvergi annars staðar hafi fisk- urinn þá staðsetningu í matvöru- verslunum sem hann hefur í Jap- an. Fiskinum er komið fyrir á sama stað og mjólkurvörum er komið fyrir á Islandi. Þvi sem allir kaupa er komið fyrir innst í versluninni til þess að leiða menn framhjá hin- um vörunum. Það er ekki óvana- legt að sjá um 90-100 metra af kæliborðum og frystiborðum sem fyrst og fremst eru full af pökkuð- um sjávarafurðum. Til samanburð- ar má nefna að það besta, sem ég hef séð í Evrópu eru e.t.v. 20 metrar. Allavega er úrvalið, ef við teljum það í metrum, fimm sinnum meira og ef við berum saman gæðin þá er munurinn ennþá meira sláandi. Þetta er svo miklu betra að það er nánast ekki hægt að bera það saman. Það sem vekur e.t.v. mestan áhuga hvað markað- inn varðar er hve vöruúrvalið er stórfenglegt og hve stóran sess sjávarafurðir skipa í hjörtum neyt- enda. Við sáum til kaupenda, sem gengu framhjá öllu öðru í verslun- inni til þess að kaupa fisk fyrst af öllu. Þetta segir okkur að við erum að fást við þjóð, sem er ekk- ert um það bil að hætta að kaupa fisk. Þetta er og mun vafalaust halda áfram að vera einn af mikil- vægustu mörkuðunum fyrir sjávar- afurðir og við verðum að einbeita okkur staðfastlega að því að sinna honum vel, í samræmi við stöðu hans á heimsmarkaði. Ef við ætlum að ná meiri árangri þurfum við að ná þekkingunni sem Japanir búa yfir í sambandi við meðferð mat- væla, inn í fyrirtækin hjá okkur.“ Gjörnýta hráefnið Rakel Olsen, framkvæmdastjóri Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi, taldi mjög merkilegt hve Japanir nota margt af því sem hent er á íslandi og hvernig þeir gjörnýta hráefnið. Hún nefndi að á fiskmarkaðinum í Tókýó væru t.d. seldir fiskuggar, þurrkaðir og pakkaðir í neytendaumbúðir, ann- aðhvort sem skraut eða snakk. „Það er alveg ljóst að Japanir borða margar tegundir, sem við höfum aldrei reynt að vinna. Til dæmis rakst ég á þurrkaða marglyttu, en það er tegund sem ég veit ekki til að nokkurn tíma hafi verið gerðar tilraunir til að nýta. Hvort það hentar okkar skipum eða vinnslu- húsum er svo allt annað mál. Á fiskmarkaðinum í Tókýó sá ég líka margar tegundir af skelfiski, sem ekki eru unnar á Islandi ennþá, þó trúlega liggi þar miklir mögu- leikar. A sumum þessara tegunda eru þegar hafnar tilraunir. Svipaða sögu er að segja um hrognin, það er greinilega markaður fyrir allar —£ r i — —— HOFÐI £ GORBATSJOV § mögulegar tegundir hrogna úr fiskum, sem við nýtum ekki á ís- landi ennþá, tegundir sem bjóða upp á mikla möguleika. En það er auðvitað ekki neitt sem hægt er að gera án ýtarlegra athugana. Við þurfum að kanna það og skoða betur.“ Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, átti viðtöl við jap- önsk stjórnvöld um samskipti land- anna á ýmsum sviðum sjávarút- vegsmála. Hann hitti einnig jap- anska kaupendur íslensks sjávar- fangs og skoðaði fiskvinnslufyrir- tæki, sem m.a. vinna úr íslenskri vöru. Hann sagði að það hefði ver- ið mjög fróðlegt að sjá hve virkur markaðurinn væri og á hvern hátt Japanir ynnu úr íslenskum afurð- um. „Þessi markaður er geysilega flókinn og viðkvæmur, en hér eru miklir möguleikar. Við eigum ör- ugglega eftir að eiga hér mjög mikil viðskipti og hér eru mögu- leikar fyrir frekari vöruþróun. Þó að það sé alltaf vandasamt að koma meira unninni vöru inn á markað sem þennan, er ég sann- færður um það eftir þessa heim- sókn að við eigum slíka mögu- leika." Gætu keypt hvalaafurðir „Ef við lítum á hinn bóginn á þau samtöl, sem ég hef átt við sjáv- arútvegsráðuneytið, ítrekuðu jap- önsk stjórnvöld áhuga sinn á því að við gengjum aftur í Alþjóðahval- veiðiráðið. Þeir tóku það sérstak- lega fram aðspurðir að ef hvalveið- ar hæfust á íslandi, gætu þeir keypt hvalaafurðir ef við gengjum í ráðið á nýjan leik. En það er auðvitað ekki þar með sagt að vandinn sé leystur. Við ræddum líka viðskiptamál. Ég óskaði eftir því að þeir tækju til endurskoðunar innflutningskvóta sem hér er. Hingað til hefur það ekki haft telj- andi áhrif á íslenskar afurðir, því hann varðar fyrst og fremst síld- og Jjorskafurðir. Ég er bjartsýnn á áframhald- andi uppgang japanska markaðar- ins. Það er engin tilviljun að hér hefur verið mestur vöxtur í útflutn- ingi á íslenskum sjávarafurðum og ég er viss um að við getum flutt hingað meira af fullunninni vöru. Þó að auðvitað taki það tíma að þróa slíkt, er ég sannfærður um að það muni takast. Það er mjög mikilvægt að við ræktum þennan markað vel.“ OPINN ALMENNINGI Helgamar 12.-13. og 19.-20. október gefst fólki kostur á að skoða húsið Höfða í Reykjavík frá kl. 11.00 - 17.00. í tilefni að nú eru 10 ár frá því að leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjov var haldinn í húsinu. Leiðsögn verður um húsið þessa fjóra daga á klukkustundar fresti frá kl. 11.00 - 16.00. 7 .m H ö P P D IfyŒ +1 Í H j ARTA - VERHDAR |Hi(iV0iWinM®ibib Stóra skriðdýrasýningin veikomín Tropical Zoo í heimsókn Fjölbreytt safn af óvenjulegum, lifandi dýrum úr öll- .. um heims- hornum Miöaverö: Börn kr. 500 Fullorðnir kr. 600 JL-Húsið v/Hringbraut 2.hæð, 1000 (fm) sýningarsalur 5. - 27. október. Opið virka daga kl. 12-20; laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-19 Lifandi hitabeltisdýr: Risasnákar, eitursnákar, eðlur, skjaldbökur, sporðdrekar, kóngulær o.s.frv. Hitabeltisfiðrildi í hundraðatali Upplýsingar gefur Gula línan - sími 562-6262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.