Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 37 KETILL R. SIGFÚSSON Ketill R. Sigfús- son var fæddur hinn 24. febrúar 1916 að Borgarseli í Skagafirði. Hann lést á Sjúkrahúsi Reylg'avíkur hinn 3. október síðastlið- inn. Ketill ólst upp hjá foreldrum sín- um, þeim Valgerði Jónsdóttur, f. 1884, d. 1959, og Sigfúsi Bjarnasyni, f. 1871, d. Ketils, sem nú eru öll látin, voru: 1) Jón, f. 1901, 2) Kristján, f.1903, 3) Sigríður, f. 1905, og tvíbur- arnir 4) Ingibjörg og 5) Ólöf, f. 1907. Sambýliskona Ketils var Guðmundína Bjarnadóttir, f. 16. maí 1911, d. 6. des. 1988. Útför Ketils verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sól yfir landi ljómar leiftrar um strönd og sjó. Hátt dunar foss í fjalli og fuglar syngja í mó. (Siguqón Friðjónsson) Ketill vinur minn er allur. Veg- ferð langri lokið. Stundum stríð og stundum blíð. Ungur axlaði hann ábyrgð fullorðins manns. Hefur það án efa sett sín spor í sál ómótaðs unglings. Þegar við Ketill kynnt- umst var hann komin á fimmtugs- aldur. Þá hófu móðir mín og hann sambúð. Bjuggum við saman um tíma. Voru það góð ár í minning- unni. Dætrum okkar Birgis var hann sem besti afi. Vil ég með þessum fáu línum þakka samfylgdina og þá einkum elskusemi og hlýju sem hann sýndi móður minni öðrum fremur. Undir hrjúfu yfírborði sló svo undurhlýtt hjarta. Okkar samskipti voru ævin- lega hreinskiptin og einlæg. Fjöl- skyldan saknar vinar í stað sem setti sinn svip á hátíðarstundir um þijátíu ára skeið. Guð geymi þig, vinur. Ljúfsárt tekur hið liðna líður hitt fram með grun um óþekktar úthafsstrendur og ókenndra fossa dun. (Siguijón Friðjónsson) Anna Jóna Ágústsdóttir. Ketill Rebekk Sigfússon var fæddur að Borgarseli við vestari Héraðsvötnin í Skagafírði. Þaðan fór hann árið 1917 með foreldrum sínum, Sigfúsi og Valgerði, að Kráksstöðum, sem einnig eru nefndir Kot, í Hrolleifsdal í Sléttu- hlíð. Þaðan fluttu þau sig um set árið 1917 að Geirmundarhóli í sama dal og voru þar uns Sigfús lést, eða árið 1927. Þá fer Valgerður með sveininn Ketil út á Róðhól og voru þar uns þau hófu búskap í Keldnakoti 1935 en þá mun Ketill vera kominn undir tvítugt. Enn fluttu þau sig um set því Ketili tók við búskap á Syðsthóli í Sléttuhlíð og var þar með móður sinni frá 1944-955, er þau fluttust inn á Hofsós. Eftir að Valgerður móðir Ketils lést árið 1959 hafði hann ekki fasta búsetu um skeið, heldur var hann meðal annars á vertíðum suður með sjó og á síld á Siglufírði en þar kynntist hann sambýliskonu sinni Guðmundínu Bjarnadóttur um 1965. Þau Ketill og Guðmundína fóru í sambúð árið 1969 í Kópa- vogi, voru þau þar í eitt ár. Arið 1970 keypti Ketill íbúð á Háteigs- vegi 22, Reykjavík, og bjuggu þau þar meðan bæði lifðu. Guðmund- ína lést 1988. Ketill starfaði m.a. um skeið hjá trésmiðj- unni Víði, en var þó lengst af starfsmaður hjá Reykjavíkurborg. Fyrstu kynni mín af afabróður mínum, Katli eða Kalla eins og hann gjarnan var kall- aður, voru í húsum móðurforeldra minna á Róðhóli í Sléttuhlíð. Hann var mikill maður á velli, karlmannlegur, skarpleitur og dökkur á hár. Mér eru enn í barnsminni haustverkin í sveitinni, verk sem þurfti að vinna og fá orð voru höfð um. Þannig var Ketill út á við, fáorður og ekki allra, en undir skelinni leyndist kímnigáfa, frásagnargleði og afburða frásagn- arlist; íslenskt orðfæri sem unun var á að hlýða. Hörð lífskjör og lífsbarátta einkum framan af ævi settu mark sitt á manninn, bóndann sem byggði sitt á íslensku náttúruf- ari, og var veiðimaður af lífí og sál. Það var lán að fá að skyggn- ast ögn undir skelina hans Ketils, æ oftar og því meir sem árin liðu. Það var lán að fá að skyggnast ögn inn í hugarheim manns sem ólst upp við kringumstæður löngu horf- innar tíðar og tengjast vinarbönd- um. Ketill Rebekk Sigfússon, afa- bróðir minn, sem fæddist við fljótið mikla norður í Skagafírði hefur nú verið feijaður yfír sitt hinsta fljót. Steinn Kárason. Ketill, hver er hann? Hann er kærastinn hennar ömmu. Á amma þín kærasta? Já, hann er risi. Nei- hei, þú ert að plata. Nei, hann er víst risi, hann er minnsta gerðin af risa. Kæri Ketill afi. Manstu: Litla bláa kannan lesin inn á segulband og allar sögumar sem voru lyginni líkastar, Búkollu- sagan sem aldrei var eins og batn- aði í hvert sinn er hún var sögð. Ferðir á hjólinu frá Háteigsvegin- um í Kópavoginn, á bögglaberanum á fleygiferð niður Kringlumýrar- brautina með hjartað í buxunum og engan hjálm. Allar kleinumar, kollhnísarnir, flugferðirnar, og allir hinir leikirnir. Manstu aðfanga- dagskvöldin hjá ykkur ömmu og öll biðum við alltaf jafnspennt eftir skreyttu ijómatertunni. Svo hin síðari ár: Snarpar um- ræður í jólaboðum um gamlar og nýjar venjur. Svo ekki sé nú talað um hangikjötið frá Bjössa og hnakkaspikið á sviðunum. Manstu gamlárskvöldin þar sem við mátt- um hafa okkur allar við, að passa að raketturnar færu ekki í nær- liggjandi hús. Ferðir í blómabúðir á vorin til að versla „rósir“ á leiðið hennar ömmu. Alltaf tók það jafn langan tíma að velja réttu ',,rósirnar“ sem reyndust svo vera stjúpur. Manstu þegar Birna Rebekka fæddist og þú gafst Mundu leyfi til að nota Rebekk nafnið þitt. Allt eru þetta góðar minningar og við systumar viljum þakka þér samfylgdina. Harpa Dís þakkar sérstaklega fyrir síðustu dagana sem þið áttuð saman. Við biðjum þig fyrir kveðjur og kossa til henn- ar gömlu og minntu hana á að sumar ömmur gleymast aldrei. Far í friði og megir þú eiga góða ferð. Birgisdætur. Handrit afmælia- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimaslðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega Ifnulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin cn ekki stuttnefni undir greinunum. MIWNIMGAR SINDRI KONRÁÐSSON + Sindri Konráðs- son var fæddur á Akureyri 15. maí árið 1978. Hann lést af slysförum í Gnúpveijahreppi þriðjudaginn 1. október síðastlið- inn. Sindri var yngsti sonur Kon- ráðs Oddgeirs Jó- hannssonar, sonar Jóhanns Konráðs- sonar og Fanneyjar Oddgeirsdóttur, og Lifju K. Helgadótt- ur, dóttur Helga Árnasonar og Guðlaugar Kar- elsdóttur. Sindri átti fjögur systkini, þau Svanhildi, f. 18.11. 1965, Hrafnkel, f. 26.2. 1971, Jóhann Helga, f. 30.10. 1973, og Aðalheiði, f. 27.5. 1976. Fjöl- skyldan fluttist frá Akureyri í Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lðgum að beygja sig undir þann allsheijardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og nú ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Með sorg í hjarta kveðjum við þig nú, elsku Sindri. Það er svo sárt að horfa á eftir þér í blóma lífs- ins, þar sem þú áttir svo margt ógert. En við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum saman og varðveitum minninguna um góðan frænda. Við biðjum góðan Guð og engla hans að gæta þín og lýsa veginn þinn. Far vel héðan, friður sé með þér; Nú þú heyrir sönginn, sem þú þreyðir, Sólvang rósum vaxinn mót þér breiðir Eden þitt, sem enga þyma ber. (Steingrímur Thorsteinsson) Elsku Lilla, Konni, Svana, Hrafn- kell, Jóhann Helgi, Aðalheiður, Guð- rún og aðrir ástvinir. Missir ykkar er mikill og söknuðurinn sár, en ást janúar árið 1990 er Konráð og Lilja tóku við umsjón fé- lagsheimilis og fér ðamannamið- stöðvar í Árnesi i Gnúpverjahreppi. Sindri gekk í Gnúp- veijaskóla og svo lá leiðin í Grunnskól- ann á Flúðum þaðan sem hann lauk grunnskólaprófi. Hann var á þriðja ári náms síns á fé- lagsfræðibraut Fjöl- brautaskólans á Suðurlandi og stefndi á tónlist- arnám. Hann lætur eftir sig kæra vinkonu, Guðrúnu. Útför Sindra fer fram frá Dómkirkjunni i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður i Gufuneskirkjugarði. ykkar til Sindra lifir og mun verða ljós í huga ykkar. Megi algóður Guð styrkja ykkur á þessum erfíðu tímum og vísa veg- inn áfram. Herdis, Ragnheiður og Atli Már. Kveðja frá Fj ölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi Að morgni 2. október berast þær sorgarfregnir í skólann að einn nem- enda okkar hafi farist í bílslysi kvöldið áður. Við erum sem lömuð. Enn einu sinni erum við minnt á það hversu stutt er á milli lífs og dauða. Hversdagsleikinn víkur fyrir harmleik, við stöndum framnii fyrir þeirri staðreynd að piltur í blóma lífsins er hrifinn frá okkur. Enn eitt mannslífið hefur orðið umferðinni á Suðurlandi að bráð. Sindri var nemandi á þriðja ári í námi sínu við skólann til stúdents- prófs. Sindri tók virkan þátt í félags- lífi nemenda og ófáar voru þær stundir sem hann átti inni á Hreiðri, bækistöð nemendaráðs, með gítar í hönd. Þar er nú skarð fyrir skildi. Það er skuggi yfir skólanum, en eftir lifír minning um góðan dreng og þakklæti fyrir samvistir á liðnum árum. Fyrir hönd okkar allra í Fjöl- brautaskóla Suðurlands færi ég Qöl- skyldunni í Árnesi okkar dýpstu ÖRN EIRÍKSSON + Öm Eiriksson fæddist á Akur- eyri 28. janúar 1926. Hann lést í Reykjavík 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 24. júní.__________ In memoriam Það er óskemmtilegt að sjá á bak skemmti- legum vini og frænda, að sjá hann ganga fyr- ir ætternistapa óþarf- lega snemma. Ekkert er jafnhollt og heilsusam- legt og skemmtilegur félagsskapur. Örn Eiríksson siglingafræðingur, Bassi Eiríks, eins og hann var kall- aður bæði fyrir norðan og sunnan, er nú allur og með honum hvarf viss goðsögn. Hann var áberandi karakter, sem litaði umhverfið með lífsorku sinni, sem ýmist var skilið rétt eða skilið á verri veg. Hann var vinfastur úr hófi fram eins og fleiri af Skeggstaðaættinni húnvetnsku, sem Reagan er talinn vera af, plús ýmsir, sem þykja vera í sér um- slagi: Jón Leifs, Jón í Stóradal, Jón Kaldal, Klemenz kvekari í Bólstað- arhlíð, Sigurður skólameisteari, Sig- urlaug í Einarsnesi, Jón á Akri og náttúrlega Pálmi sonur hans. Það er ekki hægt annað en að sanna sitt mál með þessari upp- talningu. Bassa kippti í kynið, mest í austur- húnvetnska kynið, ekki hvað sízt varðandi ætt- rækni og þessa hviku, sem hann duldi og breiddi yfir eins og kú- reki úr villta norðrinu - A-Hún., sem sumir kalla Texas íslands. Afi Bassa, Kristján Gísla- son kaupmaður og faktor á Sauðárkróki, var ógnlega glæsilegur - minnti á lord, spilaði á orgel eins og snilling- ur, hann var afí Árna Elfars fjöl- listamanns og einnig Páls Axelsson- ar, sem löngum þótti fallegasti maður á íslandi (hann er nú búsett- ur í Kjöben). Bassi nam siglingafræði í Banda- ríkjunum, tók próf í þeirri grein með láði og einnig atvinnumannsflug- próf. Hann skilað af _sér farsælu starfi hjá Flugfélagi íslands sem „navigator" og skapaði alltaf visst andrúmsloft bæði meðal áhafnar og farþega að því er sagt er. Síðast vann hann sem flugumsjónarmaður hjá Flugleiðum á Reykjavíkurflug- velli fram að aldursmörkum. Þótti samúðarkveðjur og biðjum við henni styrks og blessunar í óbærilegri sorg. Blessuð sé minning Sindra Konráðssonar. Sigurður Sigursveinsson, skólameistari. „Ég er ekkert að monta mig, ég er bara bestur," sagði Sindri eitt sinn og hló. Þessi orð eru dæmigerð fyrir hans manngerð og þannig munum við eftir honum. Hann var stoltur og þrátt fyrir töff yfirborð var Sindri ljúfur drengur sem alltaf var tilbúinn að miðla af kunnáttu sinni og getu. Þegar gamli bekkur- inn er spurður að því hvað okkur detti fyrst í hug er við heyrum nafn- ið Sindri þá er svarið yfirleitt gítar og Zeppelin. Hann var fær á gítar- inn og var ekkert að leyna því. Við fengum t.d. góða kynningu á laginu Stairway to Heaven sem hljómaði ósjaldan í skólanum. Einhvem tím- ann ætluðu Sindri og nokkrir strák- ar úr bekknum að stofna hljómsveit en vegna vankunnáttu þeirra fauk sú hugmynd út í buskann, þótt mik- ið hafi verið reynt. 1 körfuboltanum var Sindri einnig fær og tók þátt í honum eins og við öll gerðum. Það t.d. var eitt af því sem styrkti bekk- inn sem heild þrátt fyrir slæmt orð. Hægt er að rifja upp óteljandi atriði sem snertu Sindra og okkur, en það yrði að heilli bók. Sá 10. bekkur sem útskrifaðist frá Flúðaskóla vorið ’93 er kannski hafður í minnum þar, en við stóðum saman í gegnum súrt og sætt og er Sindri, og mun alltaf verða, einn af oss. Kæri vinur. Hugsaðu til okkar, við hugsum til þín. Það er svo margt sem okkur langar til að segja og gera þegar svona stendur á, en það eina sem við getum er að geyma minninguna í bijósti okkar. Bekkurinn. Ég kynntist Sindra fyrst þegar hann kom í skólann minn. Við vorum þá þrettán ára pjakkar og urðum fljótt mjög góðir vinir. Ég gat alltaf leitað til Sindra þegar eitthvað bját- aði á, eða þegar ég var dapur, og hann sýndi mér alltaf skilning eða hressti mig upp á einhvem hátt. Sindri er búinn að gefa mér svo margar góðar stundir og þvi er erf- itt að sætta sig við að geta ekki átt fleiri stundir með honum. Mér finnst erfitt að trúa að þessi frábæri vinur minn sé farinn og komi ekki aftur. Sindri, þakka þér fyrir allt. Grímur V. Magnússon. honum illt að hætta, vildi gjama vinna lengur, hann var ekki makráð- ur maður, heldur framlínumaður. Nokkm eftir að hann hætti vinnu fór heilsa hans að gefa sig. Bassi var vel kvæntur. Eiginkona hans, Bryndís Fjjetursdóttir leik- kona, reyndist honum traustur lífs- förunautur, fæddi honum hörku vel gerða og skemmtilega stráka, sem minna óneitanlega mikið á pabbann. Frú Bryndís er af austfirzkri eðal- ætt - af góðu fólki komin. Síðasta heimsókn til Bassa frænda var eftir hámessu í Landa- koti ekki ýkja löngu áður en hann kvaddi okkur. Það sýndi sterkan karakter, hvemig viðtökur hans voru, hvernig viðmót hans var. Hann brá á glens eins og hann var van- ur. Hann minnti ekki á nokkum hátt á dauðann. Hins vegar hélt hann sinni makalausu reisn eins og einkennir margan, sem hefur horfzt í augu við hættur án þess að blikna. Honum var skenktur sedmsviðar- kross frá því fjarlæga landi Líban- on, úr kristna hlutanum að sjálf- sögðu. Krossinn, þessi kross, var allt öðm vísi kross en aðrir krossar alveg á sama hátt og Bassi var öðra vísi persónuleiki en margir aðrir. Þau hjónin buðu til málsverð- ar, háíslenzks matar, sem fer hverf- andi í íslenzku samfélagi (því mið- ur). Rétt eftir matinn hallaði Bassi sér einsog tíðkaðist í sveitinni. Svo setti hann krossinn á bijóst sér og sagði gamansögur sem ólguðu af lífi. Guð blessi Bassa og fólk hans. Steingrímur St.Th. Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.