Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sænskar þotur í árekstri TVÆR JA 37 Viggen orr- ustuþotur sænska flughersins rákust saman á flugi skammt frá bænum Ramsele í gær. Flugmennirnir skutu sér út í fallhlíf og komust lífs af. Atvikið átti sér stað á æf- ingu. Óljóst er hvað olli árekstrinum. Þoturnar til- heyrðu flugsveit sem staðsett er í Östersund. Sænsk her- þota sömu tegundar brotlenti á Eystrasalti skammt frá Örnskjöldsvik í ágúst sl. og beið flugmaðurinn bana. Freista sátta við Rússa EISTAR freista þess með auknum þunga að leysa landamæradeilur við Rússa til þess að það mál tefji ekki hugsanlega aðild þeirra að Evrópusambandinu og Atl- antshafsbandalaginu. Ágreiningur um legu landa- mæranna er leystur en Rúss- ar hafa ekki enn fengist til að viðurkenna friðarsam- komulag landanna frá 1920 þar sem Rússar viðurkenndu sjálfstæði Eistlands „til eilífð- ar“. Eistar segja samkomu- lagið mikilvægt en þó er gildi þess líklega fyrst og fremst táknrænt fyrir þá. Rússar segja innlimunina 1940 hafa gert það að engu og sam- komulagið hafi ekkert gildi vegna núverandi samninga. Fann 82 ára flöskuskeyti SKOSKUR togari fékk 82 ára gamalt flöskuskeyti í vörpuna 50 km austur af Hjaltlands- eyjum. Hafði flaskan sokkið, en vísindamenn skoska sjáv- arútvegsráðuneytisins, sem könnuðu strauma í Norð- ursjó, vörpuðu henni í sjóinn á sínum tíma í þeirri von að hún auðveldaði þeim gerð straumkorta. Finnandi var beðinn að gefa sig fram og var heitið einu pundi að laun- um. Skipstjórinn hyggst krefjast þeirra. Wang Dan fyrir rétt RÉTTARHÖLD virðast vera að hefjast gegn Wang Dan, kinverska andófsmanninum og leiðtoga mótmæla stúd- enta á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Fulltrúar dómstóls í Peking tilkynntu fjölskyldu Wangs í gær, að hún hefði sólarhrings frest til þess að fínna honum réttar- gæslumann. Páfi sagður stálhress LÆKNAR sögðu í gær, að Jóhannes Páll II. páfí væri stálsleginn, tveimur sólar- hringum eftir að hann gekkst undir botnlangauppskurð. Ráðgert er að hann messi síð- ar í mánuðinum. Carl Bildt vill hersveitir til gæslustarfa í Bosníu út 1998 London, Sarajevo, Zagreb. Reuter. CARL Bildt, sem stjómar alþjóð- legu uppbyggingarstarfí í Bosníu, sagði í gær, að erlendar gæslu- sveitir yrðu að vera áfram í Bosn íu næstu tvö árin ef landið ætti að eiga möguleika á því að rísa úr rústum borgarastyrjaldarinnar. „Nærvera þessara hersveita hefði fyrst og fremst í för með sér fælingarmátt, til að fullvissa menn um, að það er enginn hemaðar- kostur, engin hemaðarleg ógn. Þannig sköpuðust aðstæður til pólitískra sátta, samlögunar og uppbyggingar," sagði Bildt í ræðu í London í gær. Um 53.000 hermenn eru við friðargæslu í Bosniu á vegum Atl- antshafsbandalagsins (NATO). Umboð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) til handa sveitunum að stunda þar friðargæslu rennur út 20. desem- ber nk. Engin ákvörðun hefur ver- ið tekin um framhaldið, en NATO hefur beitt sér fyrir því að undan- fömu, að hersveitir verði þar áfram. Bildt sagði, að án utanað- komandi sveita væri hætta á að stöðugleiki brysti í Bosníu. Serbar orðnir samvinnuþýðir? Momcilo Krajisnik, fulltrúi Serba í forsætisráði Bosníu, virðist fallinn frá andstöðu sinni við að eiga samstarf við ráðið, að sögn Colums Murphys, talsmanns Bildts. Serbar komu ekki til þing- setningar í Sarajevo sl. laugardag. Þeir hafa hins vegar gefið til kynna að þeim hafi snúist hugur. „Bosníu-Serbar máluðu sig út í horn á laugardag. Nú eru þeir að reyna að komast út úr sjálfheld- unni,“ sagði Murphy. Saka IRA um Afgamlar fallbyssu- kúlur ÚKRAÍNSKI herinn var með æf- ingar skammt frá borginni Boris- pol í fyrradag, 110 km fyrir aust- an Kíev eða Kænugarð. Eru mikl- ir efnahagsörðugleikar í Úkraínu og hafa þeir bitnað mjög á hem- um, sem hefur ekki lengur efniá að kaupa ný vopn og skotfæri. Á æfingunum vom þvi notaðar fall- byssukúlur, sem framleiddar vom í heimsstyrjöldinni fyrri. Dublin, Belfast. Reuter. JOHN Bruton, forsætisráðherra ír- lands, sakaði írska lýðveldisherinn (IRA) í gær um að ögra sambands- sinnum á Norður-írlandi og fá þá til að tjúfa vopnahlé sitt. Sagði hann að lýðveldissinnar fengju ekki að taka þátt í viðræðum um frið á Norður-Irlandi, fyrr en þeir létu af ofbeldisverkum. Á fjórða tug manna særðist í sprengjutilræði IRA í breskri herstöð á Norður- írlandi á mánudag. Bruton lét þessi orð falla á skyndifundi, sem boðað var til á írska þinginu. Sagði hann að ekki mætti „láta IRA komast upp með þessi svik“ en á miðvikudag lýsti hann starfsaðferðum IRA við aðfar- ir nasista í heimsstyijöldinni síðari. IRA neitar því að ætlunin með sprengjutilræðinu í bresku herstöð- inni í Lisburn hafí verið að draga hryðjuverkasamtök sambandssinna inn í blóðuga borgarastyijöld að Rao hand- tekinn Nýju Delhi. Reuter. P. V. Narasimha Rao, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, var handtekinn í gær á heimili sínu. Er honum gefíð að sök að hafa tekið þátt í skjalafalsi. Samkvæmt ákærunni á Rao að hafa tekið þátt í að falsa skjöl árið 1989 í því skyni að ófrægja V. P. Singh, leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, en hann varð síðar forsætis- ráðherra. Áttu skjölin að sýna, að sonur Singhs, Ajeya Singh, ætti rúmlega 1,3 milljarða ísl. kr. á leyni- legum bankareikningi. Auk þessa hefur Rao verið sakað- ur um að hafa ásamt öðrum manni svikið 6,5 millj. kr. út úr kaupsýslu- manni og þingmenn lítils flokks hafa borið, að þeim hafí verið greidd þessi sama upphæð fyrir að greiða atkvæði gegn vantrauststillögu á ríkisstjórn Raos 1993. ögrun nýju en þeir síðamefndu lýstu yfir vopnahléi fýrir tveimur árum í kjöl- far vopnahlés IRA. Fréttir hafa borist um að hryðju- verkamenn úr röðum sambands- sinna hafi átt leynilega fundi í vik- unni til að ræða hvort að þeir eigi , að ijúfa vopnahlé sitt. Ekki er vit- að hvort að ákvörðun þeirra liggi fyrir en stjórnmálaskýrendur á Norður-írlandi efast um að það verði haldið. Þýzkaland vill sjá Bretland „í hjarta Evrópu“ Bonn. Rcutcr. ESB gagnrýnir hlutskipti kvenna í Afganistan KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýzkalands, sagði S þingræðu í gær að Þýzkaland vildi að Bretland yrði áfram „í hjarta Evrópu“, eins og John Major, forsætisráðherra Bret- lands, orðaði það í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Bonn fyrir fimm árum. Kinkel sagði hins vegar að til þess að komast að hjartanu, yrðu Bretar að breyta stefnu sinni í nokkr- um málum. Kinkel tilkynnti þinginu að ríkis- stjórnir Þýzkalands og Frakklands myndu leggja fram sameiginlega til- lögu um frekari umbætur innan Evr- ópusambandsins á næsta leiðtoga- fundi þess i desember. Hann skoraði síðan á Bretland að fjarlægjast ekki kjama Evrópusam- starfsins. „Við viljum líka sjá Bret- land í hjarta Evrópu en ekki á út- jaðri álfunnar," sagði Kinkel. Hann bætti við: „Til þess að það geti gerzt, þarf hins vegar að þoka nokkrum málum áfram.“ Ráðherrann tilgreindi ekki ná- kvæmlega í hvaða málum Bretar yrðu að breyta stefnu sinni til að vera samstíga bandamönnum sínum í ESB. Hann taldi hins vegar upp ýmis áherzluatriði Þjóðveija, sem Bretar hafa verið mjög á móti. Þar á meðal eru sameiginlegt Evrópu- mynt, fleiri atkvæðagreiðslur í ráð- herraráðinu, efling Evrópuþingsins og breyting Vestur-Evrópusam- bandsins í varnarmálaarm ESB. • FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins gagnrýnir harðlega Taleban-hreyfinguna í Afganistan, sem hefur nú meiri- hluta landsins á valdi sínu. Fram- kvæmdastjórnin segir í yfirlýs- ingfu að Taleban hafi svipt konur grundvallarmannréttindum og hlutskipti þeirra brjóti í bága við sáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlega samninga um mann- réttindi, sem Afganistan eigi að- ild að. „Samfélag þjóða getur ekki staðið aðgerðalaust hjá þegar Taleban framfylgir stefnu, sem byggist á víðtækri mismunun kynjanna," segir ESB. Fram- kvæmdastjórnin hvetur ríki heims til að þrýsta á Taleban að virða öll mannréttindi, sérstak- lega réttindi kvenna. • FRAMKVÆMDASTJÓRNIN hefur einnig gagnrýnt ástand mannréttindamála í Tyrklandi. í skýrslu framkvæmdastjórnar- innar um þróun mála í Tyrk- landi á þeim mánuðum, sem liðn- ir eru frá því tollabandalag ESB og Tyrklands tók gildi í ársbyrj- un, kemur fram að engin vanda- mál hafi komið upp varðandi tollabandalagið sjálft, en mann- réttindamál séu hins vegar í mesta ólestri. Þrátt fyrir stjórnarskrárbreytingar, sem hafi átt að bæta ástandið, hafi það farið versnandi á sumum sviðum. Pyntingar séu enn úbreiddar og aðstæður í fangels- um allsendis óviðunandi. • FRAMKVÆMDASTJÓRNIN harmar ákvörðun Rússlands um að setja innflutningskvóta á vodka um næstu áramót. Talið er að þetta hafi þau áhrif að vodkaútfluíningur ESB-ríkja hrapi úr 200 milljónum lítra á seinasta ári í um 50 milljónir lítra á næsta ári. ESB biður rússnesk stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.