Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 34
84 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐA GEÐHEILBRIGÐISDAGURIIMN Geðheilsa í tengslum við ofbeldi gegn konum GEÐHEILSA snýst um tilfinn- ingar gagnvart sjálfum sér og öðr- um og hvernig tekist er á við að- stæður og kröfur lífsins. Því er það nokkuð Ijóst að heimilisofbeldi hefur j veruleg áhrif á geðheilsu þeirra sem j við það búa og oft má lítið út af bera til að einn aðili fari á einhvem hátt að misnota annan og úr þróist | ofbeldissamband. í þessari grein er eingöngu lögð áhersla á andlegt ofbeldi gegn kon- um, áhrif þess á geðheilsu þeirra og þar sem gerendur eru eigin- menn/sambýlismenn. Skilgreining á ofbeldi „Norska karlanefndin" segir: „Ofbeldi er hvers kyns beiting valds, sem hindrar aðra manneskju í að framkvæma, hugsa eða hafa þær tilfinningar sem hún vill, eða að fá aðra til að gera eitthvað gegn vilja sínum." Ofbeldi getur aidrei verið réttlætanlegt og er alltaf á ábyrgð þess sem beitir því. Nauðsynlegt er að skilja á milli ^venjulegs „pirrings" og ýmissa „uppákoma", sem eru eðlilegar í flestum samböndum, og andlegs ofbeldis. Andlegt ofbeldi verður ekki fyrr en sjálfsmynd konunnar fer að brotna niður og maðurinn nýtir sér það sem stjómtæki. Stjómunin felst í því að maðurinn hefur meiri áhrif á líðan, hegðun og skoðanir konunn- ar en hún hefur sjálf. Sameiginleg atriði í andlegu ofbeldi í gegnum árin hafa komið í ljós átriði sem eru nokkuð sameiginleg og einkennandi fyrir andlegt ofbeldi s.s: Konan fer að finna sárt fyrir nið- urlægingu og skömm. Hún fer að líta á sig sem minna virði en aðra og að eitthvað sé at- hugavert við sig, e.t.v. að hún sé heimsk, ljót, vanhæf á flestum svið- um, og að fátt sem hún segi eða geri sé rétt eða viðeigandi. Líf konunnar ein- kennist af ótta og kvíða þar sem andrúmsloftið á heimilinu er hlaðið spennu vegna stöðugt yfirvofandi „árása“, sem hún reynir árang- urslaust að koma í veg fyrir. Það hefur alvar- leg áhrif á líðan og geðheilsu að hafa litla sem enga stjórn á eigin öryggi, á eigin heimili. Þegar svo er komið má segja að konan sé á vissan hátt „heimilislaus" þar sem hún finnur þar ekki lengur öryggi, skjól og vernd. Ruglun á raunveruleikaskynjun gerist þegar konan fer að efast um sínar eigin upplifanir. Það sem hún skynjar segir maðurinn henni að sé „öðruvísi" og að hennar túlkun sé röng. Konan fer að halda að „eitt- hvað sé að sér“, hún sé jafnvel „geð- veik“. Raunveruleikinn riðartil falls, konan fer að efast um eigin dóm- greind, hvað sé rétt eða rangt, gott eða vont, hvað hún vill eða vill ekki, hvemig henni líður eða „á að líða“. Maðurinn fer að líta á konuna sem sína eign, „hlut“, sem hann reynir að breyta samkvæmt eigin hugmyndum um „góða“ konu. E.t.v. þvingar hann konuna til að afneita persónulegu einstaklingseðli sínu með því að verða í útliti og klæða- burði eins og hann ætlast til að hún sé. í krafti eignarhaldsins telur hann sig einnig ráða hvað hún gerir, seg- ir og hveija hún umgengst. Maður- inn óttast einna mest álit annarra á málun- um, og konan fær sí- fellt færri tækifæri til að deila reynslu sinni með öðrum. Kona sem býr við ofbeldi líður oft af óraunhæfri ábyrgð og sektarkennd. Astæðan er m.a. að hún er gerð ábyrg fyrir veraldleg- um og tilfinningaleg- um málum heimilis- manna. Flest er á hennar ábyrgð og þeg- ar eitthvað gefur sig þá er það túlkað þann- ig að hún hafi ekki staðið sig. Þegar svo er komið verð- ur sektarkenndin dyggur förunaut- ur. Afleiðingar ofbeldis Afleiðingarnar hafa áhrif á geð- heilsu sem og líkamlega heilsu. Umræður beinast í auknum mæli að því að átta sig á þeirri staðreynd Heimilisofbeldi hefur, segir Vilborg G. Guðnadóttir, veruleg áhrif á geðheilsu þeirra er við það búa. og að þessar afleiðingar eru e.t.v. eitt alvarlegasta og útbreiddasta heilbrigðisvandamál, sem við stönd- um frammi fyrir í dag. Einna alvarlegast er að konan getur ekki nýtt hæfileika sína sem skyldi og á erfitt með að gefa og þiggja, á jákvæðan hátt, í mannleg- Vilborg G. Guðnadóttir um samskiptum. Ofbeldið hefur þannig áhrif á möguleika hennar á að „njóta sín“ í lífinu, s.s. í starfi, námi, fjölskyldulífi, frístundum og áhugamálum og hefur einnig sömu áhrif á börn hennar og þeirra mögu- leika. Þar sem geðheilsa snýst um til- fínningar, líðan og aðstæður, er nokkuð ljóst að geðheilsu konu, sem býr við ofbeldi, er verulega ógnað. Hún finnur t.a.m. gjarnan fyrir þunglyndiseinkennum, sem byggja að stórum hluta á vonleysi og rang- hugmyndum um eigin vanmátt. Að álíta konuna þá þunglynda, er að líta á hana sem sjúka. Að álita kon- una kúgaða, er að líta á hana sem ranglega sigraða af þeim sem meiri völd hefur. í ofbeldi er þunglyndi gjarnan eðlileg svörun konu sem býr við erfiðar og oft illþolanlegar að- stæður sem ekki eru alltaf greinan- legar í fljótu bragði. Stuðningur Tilgangur stuðnings er að konan endurheimti sjálfsvirðinguna og stjórnina á eigin lífi og aðstæðum, með því að átta sig sem best á stöð- unni og hvaða valmöguleika hún hafi til að vinna sig út úr ofbeldinu. Þrátt fyrir ýmislegt sameiginlegt ber að forðast að búa til „staðlaða mynd“ af ofbeldi, konum sem verða fyrir því eða mönnum sem beita því. Ef það er gert er um leið búið að taka sér það vald að dæma m.a. um það hvaða kona býr við ofbeldi og hver ekki, án þess að þekkja til aðstæðna nema e.t.v. að afar tak- mörkuðu leyti. Sérstaklega á þetta við ef ekki hefur verið um líkamlegt ofbeldi að ræða. Oft er þá takmark- aður skilningur á sársaukanum, reiðinni, óttanum, kvíðanum, sorg- inni, einangruninni og hratt dvín- andi sjálfsvirðingunni. Þetta er nokkuð sem alltaf er mjög einstak- lingsbundið og verður aldrei „staðl- að“ nema að mjög litlu leyti. Lokaorð Andlegu ofbeldi hefur stundum verið lýst sem köngulóarvef, listi- lega vel spunnum, sem sést aðeins þegar betur er að gáð og nokkuð vitað hvar hans er að leita. í þessu samhengi má líta á andlegt ofbeldi sem flókinn „vef“ hegðunar og til- finninga. Konan festist í samskipt- um, sem ógna andlegri og líkam- legri heilsu hennar. Konan situr föst á meðan hún trúir því að það sé hún sem orsaki ofbeldið og með því að breyta sinni hegðun geti hún komið í veg fyrir það. Hún situr einnig föst ef stuðningsaðilar eru með „staðlaða mynd“ af ofbeldi, sem rúmar illa, eða ekki, andlegt ofbeldi viðkomandi konu. Konan fer að vinna sig út úr erfið- leikunum þegar hún hættir að vemda manninn sem þá neyðist til að horfast í augu við eigin gerðir og afleiðingar þeirra. Taka ber fram, að margir menn ná því þó ekki, heldur festast í að leita utan- aðkomandi „sökudólga". Að maður- inn átti sig og óski sjálfur að leita sér aðstoðar, til að ná fram breyt- ingum á ofbeldishegðun sinni, er ein mikilvæg grundvallarforsenda þess að jákvæðar breytingar gætu orðið á sambandinu. Breytingar sem ann- aðhvort gætu leitt af sér áframhald- andi sambúð án ofbeldis eða skiln- að/sambúðarslit. Komið hefur í ljós að þrátt fyrir bestu aðstæður og góðan stuðning þróast þessi sam- bönd oftar til skilnaðar/sambúðar- slita. Ástæðan hefur m.a. verið talin sú, að „eyðileggingin" er orðin of mikil og grunnur góðra fyrirheita, sem lagt var af stað með í upphafi sambúðar, er brostinn. Það tekur mislangan tíma fyrir konu, sem búið hefur við ofbeldi, að endurheimta geðheilsu sína að nýju. Kona, sem hefur búið við of- beldi, verður ekki söm, þar sem of- beldi er einfaldlega þannig reynsla. Þessi reynsla getur þó með tímanum orðið dýrmæt, jafnvel eins og perla „vísdóms og leikni" þar sem kon- unni tekst þá að nýta hana til að auka persónulegt innsæi og innri styrk. Höfundur er hjúkruiuirfrædingur og framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins. Frumtengsl barna - hornsteinn samfélagsins Geðvernd barna hefst á meðgöngu HVERT ungbarn hefur frá upp- hafi lífsins fjölmargar þarfir, líkamlegar, félagslegar og tilfínn- ingalegar, sem nauð- synlegt er að mætt sé af eins miklum skiln- ingi og mögulegt er þegar frá fæðingu og eftirleiðis í uppeldinu. Á þessu veltur fram- tíðarvelferð bamsins, heilsa þess og þá eink- um geðheilbrigði og hæfni til að vaxa og þroskast eðlilega og að læra að takast •sjálft á við lífið af frumkvæði og öryggi. í þessari grein vil ég sérstaklega undir- i strika mikilvægi fyrstu tengsla móður j og barns fyrir eðlilegan þroska og 1 vöxt þess. Móðirin er barn sinna foreldra og er hún verður sjálf foreldri nýfædds einstaklings, endurupplifir hún náið og með FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR í: :e -- i; l'c li H í Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 sérstökum hætti sín eigin frum- tengsl við móður/foreldri. Þessu hlutverki fylgir mikil ábyrgð og álag sem við erum misvel í stakk búin til að mæta. Bakgrunnur okkar í æsku er mis- munandi gæfuríkur og veganesti misjafnt. Þessu þurfa heilbrigð- isstéttir að gera sér nægilega grein fyrir og heilsugæslan í landinu þarf að geta mætt mæðra- og ung- bamavernd á viðun- andi hátt. Efla þarf þekkingu, skilning, innsæi og rannsóknir til að tryggja velferð bama og foreldra. Persónuleiki og þroski hvers barns er flókinn vefur erfða og umhverfis sem getur haft úrslitaáhrif á þroskaferil bamsins. Inn í hverskonar veröld fæðist barnið? Hvernig er jarðveg- urinn/umgjörðin sem leggur grunninn að þroska- og vaxtarskil- yrðum þess? Barnið hefur marg- víslegar þarfir, heilbrigðar og sterkar, en það á sér ekki enn hugsun og mál til að tjá þær. Hverjir em talsmenn barnsins þeg- ar þörf krefur? Er samfélagið, heilsugæslan og við öll nægiiega meðvituð um þessar þarfir og um ábyrgð okkar í því efni að mæta þeim strax frá upphafi? Misbrestir á fyrsta þróunar- skeiði barnsins geta leitt af sér erfiðan vítahring. Persónustyrkur verður veikbyggður, viðkvæmur og barnið skortir alhliða getu til að ráða við krefjandi verkefni, t.d. námskröfur og samskipti við aðra, börn sem fullorðna. Eftir því sem barnið skaðast fyrr verða erfiðleik- arnir þungbærari og erfiðara verð- ur að hjálpa barninu. Allar fyrir- byggjandi aðgerðir, forvarnir i þágu geðheilbrigðis barna, skipta því miklu máli. Ein allra mikilvæg- Fyrstu tengsl móður og bams, segir Hulda Guðmundsdóttir, skipta miklu máli fyrir þroska þess. asta forvörnin í þágu geðheilbrigð- is er að styðja við fjölskyldurnar í landinu og styðja vel við tengsl móður og barns. Sé mæðra- og ungbarnavernd vanrækt er illa komið fyrir þjóðinni og horfurnar slæmar. Geðvernd/mannvernd er hornsteinn heilbrigðis og siðmenn- ingar hverrar þjóðar. Rannsóknir og fræðsla fyrir fagfólk og al- menning eru frumforsenda árang- urs, ef takast á að efla og greiða fyrir framgangi þessa mikilvæga málaflokks sem snertir velferð ís- lensku þjóðarinnar. Höfundur er forstödumaður Meðferðarheimilis fyrir börn, Kieifarvegi 15. Hulda Guðmundsdóttir Eiga uuglingar rétt á (geð)heil- brigðisþj ónustu? MIKIÐ hefur verið rætt um málefni ungl- inga undanfarið í fy'öl- miðlum landsmanna. Settar eru á laggirnar nýjar stofnanir og aðrar lagðar niður svo oft að undrun sætir. Barna- og unglinga- geðdeild Landspítala er eina stofnunin innan heilbrigðiskerfisins sem hefur sérhæft sig í margflóknum vanda- málum unglinga. Utan heilbrigðiskerfisins hafa aftur á móti vaxið upp umfangsmikil þjón- ustukerfí kringum þennan hóp, sérstak- lega á vegum félagsmálayfirvalda. Móttöku- og meðferðarstöð ríkisins, sem er undir yfirstjóm Barnavemd- arstofu, er fyrst og fremst ætlað að taka á móti unglingum með hegðun- artruflanir sem ekki ræðst við úti í samfélaginu, enda byggt á grunni upptökuheimilis. Hvenær ekki verður ráðið við hegðun unglings hlýtur að ráðast af mörgum þáttum s.s. hvað hefur ver- ið reynt áður en til vistunar er grip- ið, hvers konar og hve mikill stuðn- ingur hefur verið veittur o.s.frv. Ekki þarf mikið hugarflug til átta sig á að lítil sveitarfélög sem hafa ekki fagfólki á að skipa til að sinna þessum málaflokki, hljóta að þurfa að grípa fyrr en ella til þess að sækja um langtímavistun fyrir ungling sem á við hegðunarvandkvæði að stríða. Þeir sem eiga í öðrum alvarlegum vanda, sem ekki kemur fram í hegð- unarvanda, eiga minni eða engan rétt á vistun á þeim heimilum sem rekin eru af félagsmála- yfirvöldum. Aðgangur unglinga að heilbrigðisþjónustu er mjög þröngur svo ekki sé meira sagt. Þar sem áhyggjur og vanlíð- an unglinga eru oftast samofin líkamlegum einkennum og áhyggj- um, er nauðsynlegt að þeir hafí greiðan að- gang að læknum. Með- ferð unglinga sem ann- arra byggist á greining- arvinnu þar sem læknis- fræðileg þekking þarf að koma til, oft í sam- vinnu við aðra faghópa. Um 20% unglinga á aldrinum 10-18 ára eru talin hafa að minnsta kosti eitt alvarlegt vanda- mál sem tengist heilsu þeirra. Enda Unglingageðdeildin er eina stofnunin, segir Yalgerður Baldurs- dóttir, sem hefur sér- hæft sig í margflóknum vandamálum unglinga. þótt félagsmálakerfið hafi vilja til að taka að sér öll mál unglinga í vanda, kemur sú nálgun aldrei í stað heilbrigðisþjónustu og skora ég því á heilbrigðisyfirvöld að sinna þessum hópi til jafns við aðra landsmenn. Höfundur er yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítala. Valgerður Baldursdóttir 4 I í i < < i < i ( I ( ( I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.