Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MIIMMIWGAR DUNCAN CRILLY + íslandsvinurinn Duncan Crilly fæddist í Marlow í Buckingham-skíri á Englandi 16. júní 1917. Hann lést í Calgary í Kanada hinn 30. ágúst síð- astliðinn. Þegar við hjónin kvöddum Margréti og Duncan 16. júní sl. á heimili þeirra í Calg- ary þá leit út fyrir að um hinstu kveðju væri að ræða og það reyndist rétt vera. Við hjónin vorum stödd í Van- couver þegar sonur okkar hringdi og sagði okkur að Duncan væri látinn. Það kom okkur ekki á óvart, því hann var búinn að vera alvar- lega veikur síðustu níu vikumar og hafði ekki verið heill heilsu síð- an hann kom úr síðustu íslandsför sinni sumarið 1995. Duncan Crilly missti föður sinn í spönsku veik- inni 1918 og fór þá til afa síns og ömmu og ólst upp hjá þeim. Árið 1955 fluttist hann til Kanada og settist að í Calgary. Hann vann sem hönn- uður kælikerfa. Þegar hann lét af störfum fór hann í erfitt háskóla- nám og var síðan allt- af að læra og naut þess. Áhugamálin voru mörg, en efst á baugi var tónlistin sem átti hug hans og hjarta. Hann var í tveimur kórum um tíma og útsetti og samdi lög. Hann málaði líka myndir og sótti hann m.a. mynd- efni til Islands og prýða sumar myndir hans veggi á heimili hans og Margrétar í Calgary. Duncan fór fyrstu ferð sína til íslands árið 1980 með Margréti Sigvaldadóttur Geppert frá Ausu í Borgarfírði, en hún hefur búið í Kanada í næstum fjóra áratugi. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Mánasundi 2, Grindavík, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja miðviku- daginn 9. október sl. Guðmundur Kristjánsson, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Hermann Guðmundsson, Kristín Edda Ragnarsdóttir og barnabörn. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, KARL KRISTJÁN SVEINSSON fyrrv. kennari, verður jarðsunginn frá kapellu Foss- vogskirkju mánudaginn 14. október kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líkn- arfélög. Örn Karlsson, Hellen Gunnarsdóttir, Gunnar Örn Arnarson, Ellert Arnarson. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýju og samúð við fráfall bróður míns og frænda okkar, INGÓLFS HAFBERG, Hrafnistu, Reykjavík. Áslaug Hafberg og fjölskylda. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður mins og bróður okkar, HILMARS RÓSINKARSSONAR vélstjóra, Freyjuvöllum 2, Keflavik. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks Landspítalans. Pétur Andre Hentze og systkini hins látna. Margrét og Duncan kynntust fyrir 18 árum. Þau réðust í það stórvirki að byggja sér einbýlishús og búa sér til einstaklega gott heimilij þar sem við og margir aðrir Islendingar áttum margar góðar og glaðar stundir. Eins og áður getur kom Duncan til íslands í fýrsta skipti 1980 og varð strax yfír sig ástfanginn af landinu. Þeg- ar eftir heimkomuna úr ferðinni var hann farinn að skipuleggja næstu ferð til íslands og þær urðu alls 16 talsins. Ekki var hann í rónni sumar hvert fýrr en hann var kominn af stað til íslands. Margrét og Duncan ferðuðust líka mikið um England og önnur lönd í Evrópu, en Island var alltaf efst á lista. Þau áttu bíl á íslandi og í þess- um 16 ferðum til íslands, voru all- ir landshlutar teknir fyrir og skoð- aðir með einstakri athygli og áhuga og ást hans á landinu óx með hverri ferð. Við eigum eftir að sakna þessa hægláta og hugprúða manns. Elsku Margrét mín, þótt Kletta- fjöllin séu á milli okkar, þá erum við hjá þér í huganum. Hvíl í friði, kæri Duncan. Auður og Sumarliði, Kelowna, Kanada. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfín Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greina fari ekki yfír eina örk a-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 tölvusiög Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Tugur stór- meistara í deilda- keppninni SKAK S k á k m i ð $ t ö ð i n, Faxafcni 1 2 DEILDAKEPPNI SKÁKSAMBANDS ÍSLANDS Fyrri hluti, 10.—12. október 1996. FJÓRAR fyrstu umferðirnar í deildakeppni Skáksambands ís- lands fara fram um helgina. A.m.k. tíu stórmeistarar verða með, þar af þrír erlendir með núverandi ís- landsmeisturum Taflfélags Reykja- víkur, sem teflir aðeins fram einum íslenskum titilhafa. Eftir mikil átök í kringum aðal- fund TR í vor gengu þeir Jón L. Árnason, Karl Þorsteins og Helgi Áss Grétarsson til liðs við Taflfélag- ið Helli í Reykjavík, sem þar með varð langsterkasta fé- lag landsins mælt í stigum. í reglum um deildakeppnina eru engar hömlur lagðar á notkun erlendra kepp- enda og TR lék þeim mótleik að fá þijá er- lenda stórmeistara til liðs við sig, þá Rausis, Lettlandi, Mikhail Ivanov, Rússlandi og Danann Danielsen. Það eru allar líkur á að það verði Hellir og TR sem muni heyja hatramma baráttu um efsta sætið, en auk þess gæti Taflfélag Garðabæjar blandað sér í hana. Það gæti þó háð TG að nokkrir liðs- manna þess eru í lítilli æfíngu. Eftir því sem skákþátturinn kemst næst verður liðsuppstilling í fyrstu deíld um helgina sem hér segir. íslensk skákstig keppenda eru í svigum á eftir nöfnum þeirra. Liðunum er raðað upp eftir meðal- stigum átta stigahæstu keppenda. í sumum liðum, s.s. Helli, má vænta talsverðra innáskiptinga: Taflfélagið Hellir Meðalstig 2.415 (í fyrra 2.283) Hannes Hlífar Stefánsson SM (2.600), Jón L. Árnason SM (2.520), Karl Þor- steins AM (2.525), Helgi Áss Grétarsson SM (2.485), Ingvar Ásmundsson (2.335), Halldór Grétar Einarsson (2.315), Andri Áss Grétarsson (2.285), Jóhannes Gísli Jónsson (2.255), Bragi Halldórsson (2.235), Snorri G. Bergsson Hannes Hlífar Stefánsson (2.215), Magnús Pálmi Örnólfsson (2.195) TR A-sveit: Meðalstig 2.364 (í fyrra 2.374) Igor Rausis SM (2.495), Þröstur Þór- hallsson (2.480) SM Henrik Danielsen SM (2.495), _ Mikhail Ivanov (2.465), Magnús Öm Úlfarsson (2.350), Jón Vikt- or Gunnarsson (2.265), Arnar Gunnars- son (2.160) og Ólafur B. Þórsson (2.205), Sigurður Daði Sigfússon (2.235) og Björgvin Víglundsson (2.200). Taflfélag Garðabæjar Meðalstig 2.361 (í fyrra 2.341) Jóhann Hjartarson SM (2.585), Guð- mundur Siguijónsson SM (2.440), Björg- vin Jónsson AM (2.375), Sævar Bjama- son AM (2.330), Benedikt Jónasson (2.265), Elvar Guðmundsson (2.365), Róbert Harðarson (2.320), Júlíus Frið- jónsson (2.205) og Jóhann H. Ragnars- son (1.925) Skákfélag Akureyrar Meðalstig 2.226 (í fyrra 2.198) Margeir Pétursson SM (2.610), Ólafur Kristjánsson (2.245), Áskell Öm Kárason (2.240), Arnar Þorsteins- son (2.190), Gyifí Þórhalis- son (2.180), Rúnar Sigur- pálsson (2.175), Þórleifur Karlsson (2.090), Bogi Pálsson (2.075) og Jón Árni Jónsson (2.000) TR B-sveit: Meðalstig 2.188 (í fyrra 2.127) Björn Þor- steinsson (2.270), Hrafn Loftsson (2.255) Lárus Jóhannesson (2.205), Tómas Björnsson (2.195), Páll Agnar Þórarinsson 160), Ámi Ármann mason (2.150), Torfi Leósson (2140), Jóhann Öm Sigurjónsson (2.125), Bergsteinn Einarsson (2.115), Jón Árni Halldórsson (2.105) og Stefán Briem (2.050) Skákfélag Hafnarfjarðar: Meðalstig 2.131 (í fyrra 2.101) Ágúst S. Karlsson (2.340), Guðmundur Halldórsson (2.275), Bjöm Freyr Björns- son (2.215), Sigurbjörn Björnsson (2.175), Heimir Asgeirsson (2.055), Sverrir Örn Björnsson (2.000), Sigurður Herlufsen (2.000), Einar K. Einarsson (1.985), Þorvarður F. Ólafsson (1.905) og Guðmundur Sverrir Jónsson (1.575) Taflfélag Kópavogs Meðalstig 2.086 (í fyrra 2.141) Helgi Ólafsson SM (2.555), Einar Hjalti Jensson (2.125), Jón Þorvaldsson (2.030), Adolf H. Petersen (1.980), Hrannar Baldursson (1.995), Hlíðar Þór Hreinsson (1.955), Haraldur Baldursson (1.920), Ómar Jónsson (2.125) og Matt- hías Kormáksson (1.715) Skáksamband Vestfjarða: Meðalstig 1.983 (í 2. deild í fyrra) f1 Am t Þökkum innilega þá samúð og hlýju, sem okkur hefur verið sýnd vegna and- láts og útfarar AUÐAR SNORRADÓTTUR, Langholtsvegi 178, Reykjavík. Brynjar Tomasson, Berglind Ósk Tómasdóttir, Birgir Örn Tómasson, Ása Björk Snorradóttir, Kristinn Aadnegard, Tómas H. Ragnarsson. Arinbjörn Gunnarsson (2.165), Ægir Páll Friðbertsson (2.075), Guðmundur Daðason (2.075), Stefán Andrésson (2.000), Unnsteinn Sigutjónsson (1.910), Ásgeir Överby (1.910), Magnús K. Sigur- jónsson (1.905), Gísli Gunnlaugsson (1.825), Jökull Kristjánsson (1.645) og Ámar Ingólfsson (1.710) Taflfélag Hólmavíkur vann fjórðu deildina 1994/95 og þriðju deildina í fyrra. Allar líkur eru á að Hólmvík- ingar leiki sama leikinn í annarri deild og verði með í fyrstu deild að ári. Þeir hafa náð að styrkja lið sitt með Jóni Garðari Viðarssyni, 13. stigahæsta skákmanni landsins og Jóni Torfasyni. Þeir bætast í hóp með Jóni Kristinssyni og Helga Ól- afssyni, eldri, en þeir eru báðir fyrr- verandi Islandsmeistarar, Leifi Jó- steinssyni, Stefáni Þormari Guð- mundssyni svo nokkrir séu nefndir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu minningu JÓHANNS Þ. KR0YER. Sérstakar þakkir til Frímúrara, sem veittu okkur ómetanlegan stuðning, og til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Seli. Hafið kærar þakkir. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Margrét Kroyer. Hausthraðskákmót TK Úrslit í Hausthraðskákmóti Tafl- félags Kópavogs, sem fram fór síð- asta sunnudag, urðu þessi: 1. Jón G. Viðarsson 17 v. af 17 mögu- legum 2. Páll A. Þórarinsson 14 v. 3. Amar Þorsteinsson 13 'A v. 4. BogiPálsson 18'/« v. 5. Hrannar Baldursson 11 Vi v. Arnar og Bogi tefldu eina úrslita- skák um þriðja sætið og sigraði Arnar. Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.