Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 56
HEIMILISLÍNAN - Heildarlausri á Jjármálum einstaklinga (£) BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUOCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK A Islenskt grænmeti hækkar SAMKVÆMT vísitölu neysluverðs í október, sem Hagstofan gaf út í gær, hefur nýtt íslenskt grænmeti hækkað um liðlega 35% frá því í september. Að sögn Rósmundar Guðnasonar hjá Hagstofunni tvöfald- aðist verð á agúrkum, verð á tómöt- um, kínakáli og blómkáli hækkaði um 50% að jafnaði en papriku um 16%. Á hinn bóginn hefur verð á kartöflum lækkað um fímmtung og innflutts grænmetis um 15%. Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna segir að hækkunin skýrist einkum vegna minnkandi ^framboðs. Hann segir að ræktunar- tímabili nokkurra tegunda sé að ljúka. Sem dæmi nefnir hann að blómkál hafi klárast mjög snemma í ár en vegna hlýinda fyrr í sumar hafi blómkálið vaxið úr sér tiltölulega snemma. Á hinn bóginn segir Kolbeinn að framleiðsla á ylræktarvörum, s.s. tómötum, gúrkum og papriku hafi minnkað nokkuð á tímabili vegna dimmviðris. Við þær aðstæður hafi framboð minnkað og verð hækkað. VTollar lækka í takt við framboð Á sama tíma og framboð minnkar á íslensku grænmeti lækka innflutn- ingstollar á erlendu grænmeti í sam- ræmi við ákvæði reglugerðar land- búnaðarráðuneytisins um úthlutun tollkvóta vegna innflutnings á græn- meti. Innflutningstollar falla síðan niður alfarið 1. nóvember. Kolbeinn segir að ylræktun verði í fullum gangi í vetur en verð ráðist af fram- Soði erlends grænmetis. Hann kveðst eiga von á að verð lækki á ný í nóv- ember og desember. ■ Verðbólgan/18 ----—...... ' Flugslys sviðsett FLUGSLYS var sett á svið á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi í þvi skyni að æfa viðbrögð og samræma björgunaraðgerðir. Verkefni 130 þátttakenda frá Flugmálastjórn, Flugbjörgun- arsveitinni í Reykjavík, Lögregl- unni í Reykjavík, Slökkviliði Reykjavíkur og Reykjavíkurflug- vallar og SHR var ærið. I „handriti" slyssins hafði flug- vél með 44 farþegum hlekkst á og brotnað í þijá hluta. Fjórtán „höfðu farist en 26 reynst mikið slasaðir en fjórir lítið slasaðir. Einnig mátti búast við því að veg- farendur hefðu slasast. Morgunblaðið/Sverrir DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, flytur ræðu sína við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson forsætisráðherra um Evrópumál í setningarræðu 32. landsfundar Sjálfstæðisflokksins Höfum tryggt stöðu okk- ar og þau áhrif sem þarf DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráð- herra, vék að Evrópumálum í setn- ingarræðu sinni á 32. landsfundi flokksins í gær og sagði að Islend- ingar ættu að vera opnir fyrir al- þjóðlegu samstarfi og viðskiptum án landamæra en mættu þó ekki tapa áttum. „Við íslendingar höfum tryggt stöðu okkar í Evrópu og þau áhrif sem við þurfum," sagði Davíð. Um 1.700 fulltrúar sitja lands- fund Sjálfstæðisflokksins sem var settur í Laugardalshöll síðdegis í gær. Davíð Oddsson sagði í setning- arræðu sinni að ávinningurinn af samningnum um Evrópskt efna- hagssvæði hefði gengið eftir og þau áhrif sem lofað var með honum hefðu verið tryggð. „Hitt ber að viðurkenna að reglugerðarflóðið og tilskipanaregnið er miklu meira en nokkurn óraði fyrir og útgjöld ís- lenska ríkisins miklu meiri en búist var við. Engar megin forsendur fyrir okkar ákvörðun hafa þó breyst og rökin standa óhögguð," sagði hann. „Stundum er sagt að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu og freista þess að losa okkur í aðildar- viðræðum við þá annmarka sem á aðild eru. Eg hef áður bent á, að hér fara menn með fals, að minnsta kosti þeir, sem eiga og mega þekkja til,“ sagði Davíð og vitnaði máli sínu til stuðnings í ummæli Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegs- mál í framkvæmdastjórn ESB, um að engar varanlegar undanþágur gætu fengist frá meginatriðum eins og hinni sameiginlegu fiskveiði- stefnu sambandsins. Slj órnarsamstarfið hefur farið vel af stað Davíð kom víða við í ræðu sinni og vék að stjórnarsamstarfinu við Framsóknarflokkinn. Sagði hann að samstarfið hefði farið vel af stað og verði ekki annað fundið en það sé á heilindum reist. „Forystumenn þessara ólíku flokka gengu til verks ákveðnir í að flokkar þeirra myndu fylgja stjórnarsáttmála fast eftir og af fullum drengskap. Það hefur gengið eftir til þessa. Lofar það góðu,“ sagði hann. Sjálfstæðisflokkurinn taki frumkvæði í jafnréttismálum Davíð fjallaði einnig um jafnrétt- ismál og sagði að Sjálfstæðisflokk- urinn hlyti að taka frumkvæðið í þessum málaflokki og beina um- ræðunni í þann farveg að hún skili raunverulegum árangri, en yfir- skrift landsfundarins er Einstakl- ingsfrelsi - jafnrétti í reynd. Sagði Davíð að gagnlegar umræður um jafnréttismál hefðu átt sér stað inn- an Sjálfstæðisflokksins og sjálf- stæðiskonur hefðu fylgt orðum sín- um eftir með athöfnum. „Þessu starfi þarf að fylgja enn betur eftir innan flokksins sjálfs,“ sagði Davíð. ■ Hljótum að taka/12-13 Morooinblaðið/Júlíus Málfliitningur í vörugjaldamáli fyrir EFTA-dómstólnum Niðurstaða fyrir áramót ÁKVEÐIÐ hefur verið að málflutn- ingur í máli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn íslandi í svokölluðu vörugjaldamáli muni fara fram fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg 6. nóvember næstkomandi. ESA hefur áður hafnað beiðni íslands um að málið verði látið niður falla vegna þess að stjórnvöld hafi orðið við kröfu stofnunarinnar um breytingar á vörugjaldalöggjöfinni. íslenzk stjórnvöld íhuga þó að gera aðra tilraun áður en til réttarhalds kemur. „Það er í skoðun þessa dag- ana hvort. revna eid frekar að ná samkomulagi eða sátt við ESA í þeim tilgangi að spara okkur mál- flutninginn," segir Indriði Þorláks- son, skrifstofustjóri í íjármálaráðu- neytinu. Björn Friðfínnsson, eftirlitsfulltrúi hjá ESA, segir þá afstöðu stofnunar- innar óbreytta, að eingöngu sé hægt að ljúka málinu fyrir EFTA-dóm- stólnum og fulltrúi íslands verði því að mæta þar í næsta mánuði. „Það er hægt að gera sátt hvenær sem er, en það verður að staðfesta hana fyrir dómnum,“ segir Björn. Hann seírir að enn hafi ennin sáttaumleit- un af íslands hálfu komið fram í málinu. Náist ekki sátt í málinu milli ESA og íslenzkra stjórnvalda, fer málið til dóms. Að sögn Dóru Guðmunds- dóttur, aðstoðarmanns dómara hjá EFTA-dómstólnum, er ekki kveðið á um það í starfsreglum dómstólsins hversu langur tími megi líða frá málflutningi þar til dómur sé upp kveðinn en gera megi ráð fyrir að það verði ekki meira en tveir mán- uðir. Samkvæmt því verður niður- staða fengin í málinu fyrir eða um áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.