Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Góð kom- uppskera í haust Syðra-Langholti - Kornskurði mun nú vera að mestu lokið á þessu hausti og að sögn Jónat- ans Hermannssonar, tilrauna- stjóra hjá RALA, er hún mjög góð norðanlands en vel yfir meðallagi á Suðurlandi. Hér i uppsveitum Arnessýslu eru allnokkrir bændur sem rækta bygg en kornrækt hefur farið vaxandi á undanförnum árum. „Uppskera er góð, um þijú tonn af hektara og er með því besta sem gerist hér en þó ekki sú besta sem verið hefur, hún var betri fyrir tveimur árum hjá mér,“ sagði Björn Björnson, bóndi í Hvítárholti, þegar litið var til hans á laugar- daginn var. Hann vann þá að uppskerustörfum á um 9 hekt- urum lands. „Það var hægt að sá snemma vegna hins hagstæða tíðarfars I vor og það hefur mikið að segja. Það hefur verið votviðra- samt og ekki hægt að slá akr- ana fyrr vegna bleytu, hefði reyndar þurft að gerast fyrir þremur vikum. Dálítið hefur brotnað af stönglum og einnig fauk nokkuð af axinu í rokinu sem gerði í vikunni," sagði Björn. FJeiri bændur sem haft var samband við sögðu einnig góða uppskeru hjá sér. Byggið er ýmist súrsað eða þurrkað, þykir hið besta fóður og góð búbót. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson UNNIÐ að uppskerustörfum að Hvítárholti í Hrunamanna- hreppi. Þá láta garðyrkjubændur vel af uppskeru á grænmeti, hún er þó misjöfn eftir tegundum, að sögn Georgs Ottóssonar á Jörfa, formanns Félags garð- yrkjubænda. Kartöfluuppskera er einhver sú mesta sem verið hefur, ef ekki metuppskera og víðast hvar yfir tuttuguföld. Hafa bændur orð á hve kartöflurnar séu heilbrigðar og fallegar eins og einn bóndinn orðaði það. Sums staðar taka bændur ekki allt uppúr kartöflugörðunum þar sem þeir sjá enga möguleika á að öll uppskeran seljist a.m.k. fyrir viðunandi verð. Hlutafélag stofnað um framleiðslu sótthreinsi- búnaðar Egilsstöðum - Á fundi hjá Þróun- arfélaginu FET á Egilsstöðum var samþykkt að stofna hlutafélag sem ætlað verður að reisa verk- smiðju á Egilsstöðum til fram- leiðslu og sölu á ryðfríum vélbún- aði. Félagið heitir DIS hf. og hluta- fé verður kr. 30.000.000. I undir- búningsstjórn voru kosnir Sveinn Jónsson, Jóhannes Pálsson og Unnar Elísson, einnig mun Halldór Pétur Þorsteinsson frá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins starfa með þeim sem verkefnis- stjóri. Oflugur búnaður ' Halldór Pétur hefur unnið að rannsókn á notagildi og virkni sótthreinsibúnaðar sem Egils- staðabær hefur staðið fyrir kaup- um á; bæði hugmynd, þróunar- vinnu, rannsóknum og fram- leiðslurétti. Niðurstöður rannsókn- anna voru kynntar á sama fundi og gefa þær til kynna að þetta sé öflugur búnaður til sótthreinsunar í fiskvinnslu og staðfestir jafn- framt þær rannsóknir sem gerðar voru með sama búnað í dönskum matvælaiðnaði. Fyrirhugað er að DIS hf. taki við þessu verkefni um sótthreinsibúnað og framleiði hann. Stofnfundur félagsins verð- ur síðan haldinn 26. okt. nk. I ft í í í í Fyrsta sorphirðan hjá Sorpsamlagi Mið-Austurlands hefur tekið til starfa ■ SORPSAMLAG Mið-Austurlands hefur tekið til starfa. íbúar á svæðinu frá Neskaupstað til Stöðvarf|arðar fengu afhentar sorptunnur fyrir hálfum mánuði og nú stendur yfir fyrsta sorphirð- an. Gámavellir verða teknir í notk- un á næstunni svo og flokkunar- stöð. Tæmdar á tveggja vikna fresti Fyrirkomulag sorphirðunnar byggist á því að fólk flokki sorpið. Ein 240 lítra tunna er við hvert heimili og er sorpið hirt hálfsmán- aðarlega. Heyrast raddir um að það dugi ekki og að nauðsynlegt sé að tæma tunnumar oftar, sér- staklega á sumrin til að sorpið fari ekki að lykta, og á stórhátíð- um. ísak Ólafsson sveitarstjóri á Reyðarfirði og formaður stjórnar Sorpsamlagsins óttast þetta ekki. „Við mælumst til þess að fólk flokki frá dagblöð, drykkjarvöru- umbúðir og margt fleira og fari með í sérstaka gáma á gámavöll- unum. Með því að takmarka fjölda tunna er ætlunin að ýta á flokkun- ina,“ segir ísak. Hann segir að menn geti ekki fengið aðra tunnu nema greiða tvöfalt sorphirðu- gjald. Hins vegar segir hann að tæma þurfi tunnurnar örar um stórhátíðir og það verði gert. Varð- andi lyktina segir hann að Sorp- samlagið hafl sínar fyrirmyndir frá Danmörku þar sem sorpið sé hirt hálfsmánaðarlega án þess að kvartað sé undan lykt. Hann segir mikilvægt að fólk haldi tunnum sínum hreinum til að losna við óþef, ekki síst á sumrin. Töluvert átak er að fá fólk til að minnka húsasorpið með því að flokka úrganginn. ísak segist hafa orðið var við það af fyrirspurnum fólks að það vilji gjarnan gera þetta, þó einnig heyrist þær radd- ir að fyrirhöfnin sé of mikil. Seg- ist hann benda fólki á að nota Fólki gert að flokka sorp Morgunblaðið/Kristinn AUSTFIRÐINGAR eiga að flokka sorpið. Hér eru ísak Ólafsson stjórnarformaður Sorpsamlags Mið-Austurlands og Sævar Harð- arson framkvæmdastjóri Trévangs hf. við gáma á Reyðarfirði. Starfsemi Sorpsamlags Mið-Austurlands er að heff ast þessa dagana með fyrstu sorphirðunni og hefur hún í för með sér miklar framfarir í umhverfismálum. Lögð er áhersla á flokkun sorps til endurvinnslu og húsasorpið síðan urð- að en áður var allt sorp brennt við opinn eld. Helgi Bjarnason kynnti sér starfsemina. gömlu tunnurnar sínar fyrir flokk- aðan úrgang svo það þurfi ekki að fara allt of oft á gámavellina. Þá segir hann rætt um að setja blaðagáma inn í hverfin til að spara fólki sporin en tekur fram að enn hafí ekkert verið ákveðið í því efni. Samið um endurvinnslu Sorpsamlagið bauð sorphirðuna út og var samið við Trévang hf. á Reyðarfirði um að taka verkið að sér. Fyrirtækið hefur fest kaup á bíl með pressukassa og býst Sævar Harðarson framkvæmda- stjóri við að kaupa annan í vor þegar verkefni aukast. Það tekur einungis þrjá daga að tæma þær 1.700 tunnur sem Sorpsamlagið hefur dreift á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og nálægum sveitum. Ruslið er síðan urðað með hjóla- gröfu í sérstakar reinar í Þemu- nesi við utanverðan Reyðarfjörð, alls um 15-20 tonn eftir hveija hirðingu. Loks þarf Trévangur að reka gámastöðvarnarnar fimm þar sem fólk og fyrirtæki losar sig við flokkað sorp. Hægt er að losa pressukassann af ruslabílnum og nota hann til að losa gámana. Flokkaða sorpið fer í safnstöð sem verið er að byggja á Reyðar- firði. Þar er gengið frá því til flutn- ings til endurvinnslustöðva hér- lendis eða erlendis. ísak segir að samið hafi verið við Endurvinnsl- una á Akureyri um að taka við pappír, drykkjarvöruumbúðum og plasti og verið sé að ræða við fyrir- tæki um að taka málma. Hann segir að dýrara sé að senda úr- ganginn til endurvinnslu en að urða hann. „Tíminn verður að leiða það í ljós hver þróunin verður. Okkur finnst vanta að löggjafinn komi á betri skilagjöldum. Þau eru forsenda þess að þessi úrgangur skili sér vel til endurvinnslu,“ seg- ir Isak. Kostnaður margfaldast Hingað til hefur sorp verið brennt við opinn eld á þessu svæði, með tilheyrandi mengun og óþrifn- aði. Kostnaður við sorphirðu og eyðingu hefur verið lítill, eða 1-2 þúsund krónur á íbúa á ári. Brennslu hefur nú verið hætt. Stofnkostnaður Sorpsamlags Mið-Austurlands er áætlaður 50 milljónir kr. Sveitarfélögin leggja fram 20% en afgangurinn er fjár- magnaður með láni til 15 ára. Kostnaður við nýju sorphirðuna er áætlaður 5.800 kr. á íbúa á ári eða um 19 þúsund á hveija íbúð. Inni í þeirri fjárhæð eru afskriftir stofnkostnaðar. í ár er sorphirðu- og sorpeyðingargjald 7.000 kr. á íbúð. Ekki hefur verið ákveðið hvað gjaldið verður hátt í framtíðinni en ljóst er að það þarf að tvö- til þrefalda til að standa undir öllum kostnaði. ísak Ólafsson segir að stjórn Sorpsam- lagsins muni gera tillögur um gjaldið en sveitarstjórnirnar muni síðan ákveða það hver fyrir sig. Segist hann ekki reikna með að hægt verði að hækka það svo mikið að það jafni kostnaðinn og að sveitarfélögin vilji greiða þjón- ustuna eitthvað niður til að byija með. Leitað á ný mið Trévangur tók sorphirðuna að sér í fimm ár og fær liðlega 24 milljónir kr. á ári fyrir. Það fékk einnig verkefni við aðstöðusköpun á gámavöllum og flokkunarstöð. Fyrirtækið hefur verið með al- menna verktakastarfsemi, hafnar- gerð, byggingastarfsemi, innrétt- ingasmíði og vörubrettafram- leiðslu auk þess sem það hefur rekið vörubíla og gröfur vegna starfsemi sinnar. Sævar segir að sorphirðan falli ágætlega að þess- ari starfsemi vegna þess að hægt sé að nota sömu tæki að hluta til. „Við teljum nauðsynlegt að dreifa áhættunni og leita á ný mið vegna þess að almenn verktakastarfsemi hefur verið að minnka,“ segir hann. Sævar segir að Trévangur muni bjóða fyrirtækjum á svæðinu gáma á leigu eða til sölu og að annast sorphirðu fyrir þau. Sér hann fram á töluvert aukin um- svif á því sviði. € e e e e « H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.