Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 15 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján SVAVAR Hannesson framleiðslustjóri Nóa Síríusar á Akureyri með Ásdísi Hörpu Smáradóttur, Hörpu Groiss, Signrveign Sigur- geirsdóttur og Astu Bergsdóttur sem pökkuðu súkkulaðihnöppum. Góður gangur hjá Nóa-Síríusi Hertar aðgerðir gegn reyk- ingum Leiðbeinendanámskeið verð- ur haldið í Hótel Hörpu í Kjarnalundi í Eyjafirði dag- ana 12. og 13. október nk. Tilgangur námskeiðsins er að samhæfa betur aðgerðir heilbrigðisþjónustunnar á sviði tóbaksvarna og við að hjálpa fólki að hætta að reykja. Námskeiðið er annað í röð námskeiða sem eru haldin fyrir starfsmenn heilsugæslu, sjúkrahúsa, meðferðarstofn- ana á sviði ávana- og fíkni- efna, sem og fijálsra félaga- samtaka. Einkum ætlað heilbrigðis- starfsmönnum Þetta námskeiðshald er lið- ur í aðgerðum Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðisráð- herra, til þess að gera heil- brigðiskerfíð betur í stakk búið til þess að veita reyk- ingafólki þá aðstoð og hvatn- ingu sem þarf til að hætta að reykja. Námskeiðið í Eyja- firði er einkum ætlað heil- birgðisstarfsmönnum á Norð- urlandi og Austurlandi. Stefnt er að því að næsta námskeið verði haldið í Hveragerði í byijun næsta árs. „ÞAÐ ER góður gangur í þessu hjá okkur,“ sagði Svavar Hannesson framleiðslustjóri Nóa-Síríusar á Ak- ureyri en fyrirtækið hefur verið með starfsemi í bænum frá því í byijun síðasta sumars. Rúmlega tuttugu manns starfa í verksmiðjunni á Ak- ureyri, sem er við Hyannavelli, þar sem Súkkulaðiverksmiðjan Linda var áður til húsa. Sælgætisframleiðsla af ýmsu tagi fer fram í verksmiðjunni eins og á hlaupi, lakkrís, karamellum, súkku- laðihjúpuðum vörum og Opal- súkkulaði. „Við framleiðum bökun- arsúkkulaði í verksmiðjunni hér og eigum von á að töluvert meira verði að gera næstu vikurnar við það, en sú vara er mikið notuð fyrir jólin.“ Á Akureyri er miðstöð lagerhalds á Norðurlandi, frá Hrútafirði til Vopnafjarðar og þar er einnig mið- stöð sölustarfseminnar í fjórðungn- um. „Starfsemin hófst í lok maí, en formleg opnun var í lok júní. Fram- leiðslan hefur verið í fullum gangi síðan og ekki hægt að segja annað en vel gangi eftir að við höfum geng- ið í gegnum svolitla barnasjúkdóma í upphafi," sagði Svavar. Nói-Síríus keypti í lok síðasta árs sælgætisgerðina Opal og í framhaldi af því var hluti af starfseminnar fluttur norður til Akureyrar síðast- liðið vor. SIEMENS Nýjar þvottavélar á ótrúlegu kynningarverði. Fáðu þér eina! WM 20850SN þvottavél! WM 21050SN Við bjóðum á næstu vikum þessartvær glæsilegu Siemens þvottavélar á sérstöku kynningarverði sem ekki verður endurtekið. Nú er lag að gera góð kaup. • 11 grunnkerfi fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ullarþvott. • Stiglaus stilling á þeytivinduhraða: 500 - 800 sn./mín. (WM 20850SN), 600 -1000 sn./mín. (WM 21050SN). • Vatnsborðshnappur. • Skolstöðvunarhnappur. • Hagkvæmnihnappur (e). • Fíngangshnappur (aðeins á WM 21050SN). • Sérstakt ullarkerfi. • Frjálst hitaval frá köldu upp i 90° C. • Ryðfrítt stál í belg og tromlu. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 ■ Sími 511 3000 UMBOÐSMENN 0KKAR Á LANDSBYGGÐINNI: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarf jörður: Rafstofan Hvítárskála Snœfellsbær: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrlmsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Sigluf jörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. Neskaupstaður: Rafalda Reyðarf jörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guómundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Króm og hvltt Vík i Mýrdal: Klakkur Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Hella: Gilsá Selfoss: Árvirkinn Grindavík: Rafborg Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Haf narf jörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiói Bæjarráð Akureyrar Deildir á félags- og fræðslusviði verði sex BÆJARRÁÐ tók á fundi sínum í vikunni fyrir tillögur verkefnis- stjórnar um skipulagsbreytingar á félags- og fræðslusviði. Tillögurnar voru kynntar á bæjarráðsfundi í september sl. ásamt breytingartil- lögu frá bæjarstjóra. Bæjarráð leggur til að tillögur verkefnisstjórnar verði samþykktar með þeirri breytingu að öldrunar- deild verði ekki sérstök deild en dvalarheimili og sambýli aldraðra heyri undir búsetudeild og félags- starf aldraðra undir íþrótta- og tóm- stundaráð. Deildir á félags- og fræðslusviði verða þá sex; atvinnu- deild, búsetudeild, ráðgjafardeild, leikskóladeild, skóla- og menning- ardeild og íþrótta- og tómstunda- deild. Bæjarráð tekur þó fram, að vegna mikilla breytinga og um- fangs á félags- og fræðslusviði er nauðsynlegt að skipulag svæðisins verði áfram til endurskoðunar, ekki síst ef rekstur Heilsugæslustöðvar- innar verður yfirtekinn af Akur- eyrarbæ. Hitaveita og Rafveita Breytingar á bakvöktum STJÓRN veitustofnan^ á Akureyri þess að þeir kalli út aukamenn eftir hefur samþykkt breytingar á bak- aðstoð, er ætlast til að þeir leiti fyrst vaktakerfum Hitaveitu og Rafveitu hvor til annars og kalli ekki út menn og um leið að tengja þau saman. nema í undantekningartilvikum. Tal- Að jafnaði er einn starfsmaður á ið er að þessi breyting geti sparað bakvakt hjá hvoru fyrirtæki. í stað veitunum um 2 milljónir króna á ári. Námstefna á vegum Stjórnunarfélags Islands Virkjun skapandi hugsunar ífyrirtœkjaumhverfi. í kjölfar Edwards de Bonos fylgir sérfræðingur, sem vinnur sérstaklega með þarfir fyrirtækja í huga. Leiðbeinandi: Igor Bytterbier frá Hollandi Igor Bytterbier er Hollendingur með meist- aragráðu í viðskiptum frá Antwerpen. háskóla. Hann hefur alþjóðlega reynslu af viðskiptum, starfaði m.a. í Japan um tíma. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri fyrir COCD, stofnun fyrir þróun skapandi hugsunar í samfélaginu", en stofnunin er leiðandi aðili á þessu sviði í Benelux-löndunum og hefur star- fð í mörgum Evrópulöndum auk Asíu. Igor Bytterbier hefur verið fenginn af fjölþjóðafyrirtækjum og virtustu fræðslustof- nunum til að fjalla um þetta efni, þar sem nálgun hans þykir henta mjög vel fyrirtækjaumhverfi. Inntak: • Kynning hugtaksins „skapandi hugsun" - æfing • Viðhorf þitt getur verið skapandi. • Ólíkar aðferðir til virkjunar hugvits. - Forsendur, skilyrði. • Ólíkar aðferðir til virkjunar hugvits. - Bein samsvörun. - Einstaklingsbundin samsvörun. - Tilviljanakennd örvun. • Virkjun skapandi hugsunar í hópstarfi fyrirtækja. - Innsýn í ólíkar og samleitnar aðferðir. - Innsýn í leit að tækifærum. Fyrir hverja? Stjórnendur sem vilja gefa því gaum að hægt sé að virkja hugvitið með þjálfun. Mikilvægt er að tveir eða fleiri komi frá sama fyrirtæki/stofnun, svo vinnan nýtist sem best í fyrirtækinu eftir að námstefnu lýkur. Tími: Þriöjudagur 15. október kl. 9-17. Verð: 43.500 kr. Félagsverð: 29.500 kr. Staðsetning: Scandic Hótel Loftleiöir. Skráningarsími: 562 1066. Stjórnunarfélag íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.