Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 25 LISTIR Afmælismálþing Mímis um stöðu íslenskra fræða Sókn en ekki vöm Reuter Indveijum ofboðið EIN af teikningum indverska listamannsins M.F. Husain af Saraswati, gyðju mennta og tónlistar í hindúasið, sem hefur vakið reiði og umtal í heima- landi hans. Ofbjóða myndir Husains siðferðiskennd fjöl- margra landa hans auk þess sem þær þykja vanvirðing við trú hindúa og hefur verið gef- in út ákæra á hendur honum vegna þessa. Husain er nú staddur í Lundúnum þar sem Sotheby’s hyggst bjóða upp myndir hans en þegar hann snýr aftur til Indlands er við- búið að hann verði að svaratil saka fyrir brot sín. „ VIÐ viljum reyna að sýna fram á, að íslensk fræði eru ekki í vörn. Það er svo mikið talað um að tungan og menningin séu á undan- haldi. Við ætlum að sýna fram á, að staða íslenskunnar er sterk. Þetta afmælisþing er sókn en ekki vörn,“ sagði Armann Jakobsson í samtali við Morgunblaðið, en hann er formaður afmælisnefndar Mím- is, félags stúdenta í íslenskum fræðum, sem um helgina, laugar- dag og sunnudag, heldur upp á 50 ára afmæli sitt með málþingi um stöðu íslenskra fræða, „íslensk fræði í fortíð, nútíð og framtíð. „Þegar við fórum að hugsa um, hvað gera ætti í sambandi við fimmtugsafmæli Mímis, þá varð það okkar mat, að það, sem helst vantaði í íslensk fræði væri sam- staða og vitund um, að það sé eitt- hvað til sem heitir íslensk fræði,“ segir Ármann. „ Sérhæfingin er orðin svo mikil, menn sérhæfa sig í málfræði og bókmenntum. Við fengum um tuttugu fyrirles- ara á afmælisþingið og við lögðum þeim til umfjöllunarefni, þannig að erindin eru samin sérstaklega fyrir þetta þing, en ekki eitthvað sem menn hafa átt í safni sínu.“ Fimm málstofur Afmælismálþing Mímis hefst á morgun, laugardagur kl. 10.30. í Háskólabíói. Ármann Jakobsson setur þingið og er kynnir. Þinginu verður skipt í fimm málstofur og í hverri haldin fjögur erindi, um 15 mínútna löng, og að þeim loknum verða pallborðsumræður. í anddyri Háskólabíós munu fyrirtæki og stofnanir, sem tengjast íslenskum fræðum, kynna sig og starfsemi sína. Dagskrá málþingsins er þessi: Málstofa 1: Staða rannsókna á íslenskum fræðum. Umræðustjóri: Sigrþrúður Gunnarsdóttir. Ásdís Egilsdóttir, miðaldabókmenntir: Hetjur og kóngar, riddarar og helg- ir menn. Dagný Kristjánsdóttir, nútímabókmenntir: Frá verki til texta til virkjunar textans. Um strauma og stefnur í bókmennta- fræði síðari ára. Þórhallur Eyþórs- son, söguleg málfræði: Latína Norðurlanda? Höskuldur Þráins- son, samtímaleg málfræði: Um inn- flutning og útflutning í íslenskum málfræðirannsóknum. Laugardagur 12. október kl. 13. Málstofa 2. Islensk fræði og samfé- lagið. Umræðustjóri: Þorkell H. Diego. Guðvarður Már Gunnlaugs- son, ísl. fræði og Ámastofnun: Hvert er þjónustuhlutverk rann- sóknastofnunar? Ögmundur Helga- son, ísl. fræði og Landsbókasafn: íslensk fræði og Landsbókasafnið. Ari Páll Kristinsson, ísl. fræði og fjölmiðlar: Málrækt og málnotkun í fjölmiðlum. Halldór Guðmunds- son, ísl. fræði og bókaútgáfa: Is- lensk fræði og útgáfumál. Guðrún Kvaran, ísl. fræði og orðabókin: Orðabókin og íslensk fræði. Laugardagur 12. október kl. 15. Málstofa 3. íslensk fræði innan fræðaheimsins. Umræðustjóri: Sig- tryggur Magnason. Gísli Sigurðs- son, ísl. fræði og þjóðfræði: íslensk fræði og þjóðfræði. Halldór Ár- mann Sigurðsson, ísl. fræði og al- menn málvísindi: íslenska og al- menn málvísindi. NN, ísl. fræði og almenn bókmenntafræði. NN. Bergsteinn Jónsson, ísl. fræði og sagnfræði: Ágrip af sögu íslands- sögukennslunnar. Sunnudagur 13. október kl. 10.30. Málstofa 4. íslenska á há- skólastigi. Umræðustjóri: Jón Yngvi Jóhannsson. Eiríkur Rögnvaldsson, málfræðikennsla á háskólastigi: Hvers konar málfræði á að kenna í háskóla? Vésteinn Ólason, bók- menntakennsla á háskólastigi: Er hægt að kenna bókmenntir? Mar- grét Jónsdóttir, kennsla útlendinga á íslandi: Kennsla í íslensku fyrir erlenda stúdenta: Markmið og leið- ir. Úlfar Bragason, kennsla útlend- inga erlendis: íslenskukennsla er- lendis. Sunnudagur 13. október kl. 13. Málstofa 5. íslensk fræði og skóla- kerfið. Umræðustjóri: Hildur Gróa Gunnarsdóttir. Guðný Ýr Jónsdótt- ir, bókmenntir í grunnskóla: Blind- ur er bóklaus maður. Kristinn Kristjánsson, bókmenntir í fram- haldsskóla: Njálsgata-Gunnars- braut. Þórdís Mósesdóttir, málfræði í grunnskóla: Er grunnskólinn fyrir alla? Ragnheiður Briem, málfræði í framhaldsskóla: Málfræðikennsla á tölvuöld. Erindin sem flutt verða á mál- þinginu verða gefin út í sérstöku afmælishefti tímaritsins Mímis. Atwood aftur í tímann MARGARET Atwood kynnir bók sína í London á dögunum., Níunda skáldsaga kanadísku skáldkonunnar Margaretar Atwood, Alias Grace, kom ný- lega út í Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Kristján G. Arngrímsson fjallar hér um bókina og höfund hennar Dauðínn og lífið ÞAÐ telst til mikilla tíðinda í Kanada þegar út kemur ný saga eftir Atwood. Til marks um það er að blaðið The Globe and Mail sá ástæðu til að greina frá útkomu bókarinnar í forsíðufrétt. Meðal fyrri skáldsagna Atwood eru Surfaeing, The Edible Woman, The Handmaid’s Tale,_ sem kom út í ís- lenskri þýðingu Áslaugar Ragnars undir heitinu Saga þernunnar, Cat’s Eye, og The Robber Bride. Þessar sögur eiga það sameiginlegt að gerast í nútímanum eða framtíð- inni, eins og í Sögu þernunnar, en í nýju sögunni heldur Atwood inn á ótroðna slóð og kannar Viktoríu- tímann á síðustu öld. , Alias Grace er sagnfræðileg skáldsaga og segir af þjónustu- stúlkunni Grace Marks sem var handtekin árið 1843 fýrir morð á vinnuveitanda sínum og ástkonu hans í bænum Richmond Hill, skammt norður af Toronto. Grace var ekki nema 16 ára, „óvenjufal- leg“ og góð saumakona. Hún var á endanum sakfelld fyrir annað morð- ið og dæmd til ævilangrar fanga- vistar. Þjónn á heimili vinnuveitand- ans var einnig sakfelldur, dæmdur til dauða og hengdur. Þetta er því á vissan hátt sakamálasaga, eins og gagnrýnandi The Globe and Mail bendir á, þótt óneitanlega sé hún óvenjuleg, þótt ekki væri fyrir annað en það að morðinginn, Grace, er sögumaður. Sagan hefst þegar Grace hefur setið inni í 20 ár og snýst að mestu um tilraunir til að fá hana til að muna hvað gerðist þegar morðin voru framin. I því skyni hefur At- wood búið til persónu ungs læknis, Simons Jordans, sem á endanum lendir í því að skoða ekki bara hug Grace heldur líka sinn eigin. Gagnrýnandi The Globe and Mail segir að í Alias Grace sé að finna flest það sem hafi gert At- wood að uppáhaldshöfundi svo margra sem raun ber vitni - vel skrifaðan texta og hnyttni, og auk þess gagnrýnið viðhorf til hefða og venja Viktoríutímans. Reyndar sé harla auðvelt að sjá nútímann speglast í þessari 19. aldar sögu, og kanadískum lesara detti fljótt í hug að bera mál Grace saman við nýlegt dómsmál í Ontario, þar sem ung kona, Karla Homolka, var fundin sek um þátt í hinum hroða- legustu morðum að undirlagi eigin- manns síns. Á endanum valdi sagan þó vonbrigðum því lesari fái á til- finninguna að höfundurinn gefi lof- orð sem hann standi ekki við. Coral Ann Howells, prófessor í bókmenntum við Readingháskóla í Englandi segist telja líklegt að þar- lendir lesendur verði hrifnir af sál- fræðinni sem sé að finna í Alias Grace, „og Margaret fylgir femín- ískri hefð og veitist að viðteknum hugmyndum karlmanna um læknis- fræði,“ segir Howells við The Globe and Mail. Atwood er 56 ára. Auk níu skáld- sagna hefur hún skrifað fjölda ljóðabóka, smásagna, ritgerða og haft umsjón með útgáfu ýmissa safnrita. Það er til marks um við- horf Atwood til frægðarinnar að á skrifstofunni hennar hangir skilti sem segir: Að vilja kynnast rithöf- undi af því maður er hrifinn af verkum hans er eins og að vilja kynnast önd af því að maður er hrifinn af kæfu. BÆKUR FRÆÐIRIT EITT SINN SKAL HVER DEYJA Sigurjón Baldur Hafsteinsson ritstýrði. Reykjavík, Mokka, 1996,181 bls. DAUÐINN er ein mikilvægasta staðreynd til að skilja lífið. Þetta er engin sérlega djúp speki og merkir ekki annað en það að allt líf tekur enda og sú staðreynd um það skýrir ýmis einkenni þess. Það er hins veg- ar eitt og annað merkilegt tengt dauðanum eins og trúarleg viðhorf og siðir og venjur margvíslegar. En leyndardómurinn við dauðann virðist mér vera fyrst og fremst hvað það er sem hverfur þegar manneskja deyr og er þá ekki átt við líkamann sem er augljóst hvað verður um held- ur manneskjuna í heild. Hver og einn getur hugsað hvað það er sem hverf- ur úr veröldinni þegar hann deyr. Svarið við því er ekki eins einfalt og kann að virðast í fyrstu. Það sem flestum dettur eflaust fyrst í hug er sálin en það svar dugar ekki. Dauðinn er ekki ein af sýnilegri staðreyndum mannfélagsins. Nútíma samfélag gerir ýmislegt til að dylja dauðann fyrir þeim sem lifa og kannski viljum við nútímafólk ekki hafa dauðann fyrir augunum reglu- lega. En þrátt fyrir það hafa fræði- menn, skáld og ýmsir aðrir rætt um dauðann og leitast við að skilja hann. Þessi bók er samsafn af ritgerðum um dauðann og ýmislegt honum tengt. Hún er tekin saman í tilefni af því að haldin var sýning fyrr á þessu ári á Mokka sem bar heitið Dauðinn í íslenskum veruleika og einnig á ljósmyndum Andres Serrano sem nefndist Úr líkhúsi. í þessari bók kennir margra grasa. Þar eru þýðingar á skáldskap, við- tal, safn af myndum, reglur um umbúnað líks, fræðilegar ritgerðir um dauðann og viðbrögð við honum, um dauðann í skáldskap og ýmislegt fleira. Sumar þessara greina hafa birst annars staðar en aðrar ekki. Auðvitað er efnið mismerkilegt í svona bók. En þama er á ferðinni ýmislegt sem er mjög forvitnilegt. Þarna er þýðing á nokkrum ljóðum eftir Gottfried Benn sem öll fjalla um lík og þótt þau séu ekki geðsleg öll þá eru þau forvitnileg. Þarna er hluti af ritgerð eftir Vilhjálm Áma- son heimspeking um að deyja á rétt- um tíma, eftir Elínu M. Hallgríms- dóttur hjúkrunarfræðing um við- brögð aðstandenda þegar ástvinur deyr skyndilega. Guðrún Nordal bók- menntafræðingur fjallar um mynd dauðans í miðaldaritum íslenzkum og Margrét Eggertsdóttir íslenzku- fræðingur um dauðann í skáldskap Hallgríms Péturssonar. Edda Krist- jánsdóttir sagnfræðingur segir frá útfararsiðum Ásatrúarmanna. í bók- inni eru birtar myndir úr Þjóðminja- safni af ýmsu sem tengist dauðanum eins og húskveðju. Þær eru ekki sízti hluti bókarinnar. Hjálmar H. Ragn- arsson og Þórir Kr. Þórðarson birta hugleiðingar um dauðann tengdar tónverki eftir þann fyrrnefnda. Tveir nemendur í íslenzku við Háskóla ís- lands birta úttekt á minningargrein- um í Morgunblaðinu og þeim mann- kostum sem tilgreindir eru í þessum greinum. Þessi bók er prýðilega úr garði gerð, smekklega upp sett, myndir prentast vel og ritgerðirnar nánast allar vel heppnaðar. Ég sá engar villur nema í ávarpi ritstjóra. Þar er einn höfundur greinar rangnefndur. Guðmundur Heiðar Frímannsson 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.