Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur fellir dóm í landamerkjamáli Ölfushreppur á ekki skíðasvæðið í Bláfjöllum HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Suður- lands frá síðasta ári í landamerkja- máli, sem Ölfushreppur höfðaði vegna markalínu um Bláfjalla- svæðið. Fallist var á kröfur sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu og þýðir niðurstaðan því að Bláfjalla- svæðið og þar með talin skíða- svæði þar, teljast ekki til Ölfus- hrepps. Ölfushreppur höfðaði mál gegn Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes- kaupstað, Kópavogskaupstað, Garðabæ, Bessastaðahreppi, Hafnarfjarðarkaupstað, eiganda jarðarinnar Vatnsenda og öðrum þeim sem telja til beins eða óbeins eignarréttar að landamerkjum, sem fram komu í dómkröfum hreppsins. Engin andmæli á liðnum öldum Hreppurinn hefur talið sig hafa eignarrétt á afréttarlandi sínu og litið svo á, að sá réttur helgaðist af hefð og venjum frá ómunatíð. Fyrir hönd hreppsins var bent á, að ekki hafí komið fram nein and- mæli gegn þessum eignarrétti á liðnum öldum, fyrr en á allra síð- ustu árum. Andmæli þessi, af hálfu sveitarfélaga vestan ijalls í Gullbringu- og Kjósarsýslu, hafi ekki raskað á neinn hátt eignar- rétti hreppsins að afréttinum, þ.á m. á Bláfjallasvæðinu. Héraðsdómur leit til gamalla uppdrátta, afréttarnota, sem hvor málsaðili um sig hefði haft af þrætulandinu, fjallskila og hvaða mörk teldust hagkvæm, þegar hann ákvarðaði landamörkin. Hæstiréttur segir í niðurstöðu sinni, að þau mörk, sem dregin séu í héraðsdómi, séu glögg af völdum náttúrunnar og samrým- ist þeim eldri lýsingum, sem eink- um verði að líta til. Bláfjalla- hryggurinn skeri sig úr í landslag- inu og sé markalína um hann hæstan eðlilegt framhald þess merkjapunkts, sem aðilar séu ásáttir um að Vífilsfelli. Þá skipti sköpum, þegar lína sé dregin úr suðurenda Bláfjalla, að Litla- Kóngsfell hafi verið ákvarðað sem merkjapunktur. Dóminn kváðu upp hæstaréttardómararnir Har- aldur Henrysson, Garðar Gísla- son, Guðrún Erlendsdóttir, Hjört- ur Torfason og Pétur Kr. Haf- stein. , Morgunblaðið/Ásdís HALLDÓR Asgrímsson utanríkisráöherra afhendir forsvars- mönnum söfnunarinnar framlag ríkissljórnarinnar. Safnað fyrir stúd- enta í Sarajevó „STÚDENTAR hjálpa stúdent- um“ eru kjörorð söfnunar sem stúdentar í Háskóla íslands hrundu af stað í gær fyrir há- skólastúdenta í Sarajevó í Bos- níu. Söfnunin hófst formlega með því að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra afhenti for- svarsmönnum söfnunarinnar framlag ríkisstjórnarinnar til átaksins, 1,5 milljón króna. Við það tækifæri sagði hann aðstoð íslenskra stúdenta gott for- dæmi og m.a. þess vegna hefðu stjórnvöld ákveðið að leggja þeim lið í þessu. Miroslav Manojlovic, fyrrverandi stúd- ent í Háskólanum I Sarajevó og enskunemi í HÍ, þakkaði fyrir stuðning íslenskra stúd- enta. Stúdentaráð HÍ og nokkur stúdentaskiptafélög standa að söfnuninni en markmiðið með henni er að afla fjár og safna námsbókum, ritföngum eða tækjum sem nýtast í kennslu og námi. Að sögn Einars Skúla- sonar, framkvæmdastjóra SHI, hafði í gær þegar tekist að safna 5 ljósritunarvélum, 40 tölvum og glás af námsbókum. Hann segir þó að betur megi ef duga skal og í dag verður safnað meðal almennings. Stúdentar ætla að hafast við á Ingólfstorgi í tjaldi frá kl. 14-17 og safna um leið og þeir skemmta sér og vegfarendum með ýmsum uppákomum. Þá verða rósir seldar í nokkrum verslunarmiðstöðvum. Um eitt hundrað stúdentar úr öllum deildum Háskólans koma að söfnuninni með einum eða öðr- um hætti. Garðabær - Hæðahverfi - einbýli - tvöfaldur bílskúr Vorum að fá í sölu nýtt, fallegt einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr. Húsið er vel skipulagt með 4 stórum svefnherb., stofu með útgang í suðurgarð. Innangengt í bílskúr. Áhv. húsbréf 9,9 millj. Verð 14,5 millj. 2076. VALHÖLL, Mörkinni 3, sími 588 4477. Frumvarp um úthafsveiðar endurflutt Ráðherra segir lagasetningu áríðandi ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, mælti í gær fyrir frum- varpi til laga um fiskveiðar utan lögsögu íslands, en frumvarpið var fyrst flutt á síðasta þingi. Eini hluti þess, sem þá hlaut afgreiðslu, var ákvæði um gjaldtöku fyrir eftirlit með skipum við veiðar utan lögsög- unnar. Frumvarpið var mjög um- deilt er það var á dagskrá í vor og þótt gerðar hafi verið allnokkrar breytingar á því var gagnrýni á það mikil við endurflutning þess. Þorsteinn sagði brýnt, að iög á þessu sviði yrðu afgreidd fljótt, vegna þess að núgildandi lög væru hvergi nærri viðhlítandi. Stjórnvöld þyrftu á skýrum lagastoðum að halda til að geta sett nauðsynlegar reglur um veiðar bæði úr íslenzkum deilistofnum og um veiðar íslenzkra skipa á alþjóðlegum hafsvæðum. í desember 1995 var gengið frá sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Hann hefur enn ekki gengið endanlega í gildi, þar sem meðal annars íslenzka þingið á eftir að staðfesta hann. Þorsteinn harmaði, að frumvarpið skyldi ekki hafa orðið að lögum þeg- ar á síðasta þingi, þar sem áríðandi sé að skýrar lagareglur liggi fyrir með góðum fyrirvara um eins stórt og mikilvægt mál og úthafsveiðarn- ar séu. A þessu ári stefnir í að út- hafsveiðiflotinn skili yfir 14% af heildarafla íslendinga. Sighvatur Björgvinsson, Alþýðu- flokki, gagnrýndi frumvarpið sem mikið miðstýringarfrumvarp. Það feli í sér óþarflega miklar valdboðs- heimildir til handa sjávarútvegsráð- herra, sem myndi samkvæmt frum- varpinu fá vajd til að binda allar úthafsveiðar ísiendinga „nauðsyn- legum skilyrðum og leyfum“, sem honum verði í sjálfsvald sett að ákveða hver yrðu. Sighvatur sagði veiðar úthafs- veiðiflotans hafa staðið undir meg- inhluta þeirrar efnahagslegu sóknar sem orðið hafi í þjóðarbúskapnum á síðustu árum. A að gizka 15.000 íslendingar byggðu nú afkomu sína á afrakstri úthafsveiðanna. 50 fiski- skip stunduðu nú úthafsveiðar héð- an. Með þeim heimildum, sem gert sé ráð fyrir að ráðherra fái í hendur með nýju lögunum, verði honum gert kleift að hindra sókn þessa flota á ný mið. Að mati Sighvats krefjast hvorki úthafsveiðisáttmáli SÞ né al- mennar aðstæður þess, að lög verði sett með slíkum valdheimildum. Veiðileyfagjald í raun Svanfríður Jónasdóttir, Þjóðvaka, gagnrýndi, að með frumvarpinu hygðist ríkisstjórnin setja í raun veiðileyfagjald á úthafsveiðiflotann, sem hins vegar greiði það ekki til ríkisins, heldur í formi þorskígilda til annarra útvegsmanna, sem séu handhafar kvótans í heimalögsög- unni. Framtíðarstefnumótun í upplýsingatækni Tölvuverkefni rík- isins verði boðin út FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra hefur skipað nefnd til að kanna hvort ekki megi færa verk- efni á sviði tölvumála úr stofnunum til einkafyrirtækja. Hann segir að með því megi spara hjá stofnunum og styðja lítil tölvufyrirtæki. Fjölmennur starfshópur skipaður fulltrúum ráðuneyta, stofnana, fé- laga og fyrirtækja hefur undanfarið ár starfað að stefnumótun í upplýs- ingatækni. Hann skilaði niðurstöð- um í gær og er framtíðarstefna rík- isstjórnarinnar byggð á þeirri vinnu. Ákveðið hefur verið að umsjón átaks í þessum málefnum verði í höndum forsætisráðuneytisins. Átak til að stuðla að tölvulæsi Eitt forgangsverkefna í stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum upp- lýsingatækninnar er að opinber verkefni á sviði hugbúnaðargerðar verði boðin út. Annað forgangs- verkefni er að flutningsgeta og flutningsöryggi tölvutækra upplýs- inga verði bætt og að kostnaður almennings og fyrirtækja af þjón- ustunni verði í lágmarki. í þriðja lagi vill ríkisstjórnin hefja átak á sviði menntamála til að stuðla að almennu tölvulæsi þjóðarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að málið hefði verið afgreitt í ríkisstjórn nýlega. í framhaldi af því hefðu ráðuneytisstjórar í nokkr- um ráðuneytum farið yfir málið og fjallað um hvað snéri sérstaklega að ríkisvaldinu, hvað þyrfti til að koma og á hvaða tíma. „Verkið er því hafið en það gerist ekki í einni svipan,“ sagði forsætisráðherra. Að sögn Davíðs er ekki búið að taka ákvarðanir um fjárframlög vegna forgangsverkefnanna. Yfirumsjón með starfshópnum hafði Tómas Ingi Olrich alþingis- maður. Hann segir upplýsingatækni geta leitt til mikils sparnaðar í opin- bera geiranum. „Tæknin gerir okk- ur kleift að bjóða upp á meiri þjón- ustu fyrir lægra verð. Sérstaklega á þetta við um menntakerfið sem stendur." Valinn í starfshóp á vegum SÞ GUÐMUNDUR Alfreðsson, doktor í lögum og forstöðumað- ur Raoul Wallenberg-mannrétt- indastofnun- arinnar í Lundi í Svíþjóð, hefur verið valinn í annað af tveimur sæt- um Vestur- landa í starfs- hópi um rétt til þróunar á veg- um Mannrétt- indaráðs Sam- einuðu þjóðanna í Genf. Guðmundur situr í starfs- hópnum sem fulltrúi Islands. Hitt sætið féll í hlut Frakklands. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var gerð óformleg könnun í Vesturlanda- hópnum á stuðningi við þá, sem komu til greina sem fulltrúar Vesturlanda í starfshópnum, og hlaut Guðmundur yfírgnæfandi stuðning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.