Morgunblaðið - 11.10.1996, Síða 10

Morgunblaðið - 11.10.1996, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæstiréttur fellir dóm í landamerkjamáli Ölfushreppur á ekki skíðasvæðið í Bláfjöllum HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Suður- lands frá síðasta ári í landamerkja- máli, sem Ölfushreppur höfðaði vegna markalínu um Bláfjalla- svæðið. Fallist var á kröfur sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu og þýðir niðurstaðan því að Bláfjalla- svæðið og þar með talin skíða- svæði þar, teljast ekki til Ölfus- hrepps. Ölfushreppur höfðaði mál gegn Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes- kaupstað, Kópavogskaupstað, Garðabæ, Bessastaðahreppi, Hafnarfjarðarkaupstað, eiganda jarðarinnar Vatnsenda og öðrum þeim sem telja til beins eða óbeins eignarréttar að landamerkjum, sem fram komu í dómkröfum hreppsins. Engin andmæli á liðnum öldum Hreppurinn hefur talið sig hafa eignarrétt á afréttarlandi sínu og litið svo á, að sá réttur helgaðist af hefð og venjum frá ómunatíð. Fyrir hönd hreppsins var bent á, að ekki hafí komið fram nein and- mæli gegn þessum eignarrétti á liðnum öldum, fyrr en á allra síð- ustu árum. Andmæli þessi, af hálfu sveitarfélaga vestan ijalls í Gullbringu- og Kjósarsýslu, hafi ekki raskað á neinn hátt eignar- rétti hreppsins að afréttinum, þ.á m. á Bláfjallasvæðinu. Héraðsdómur leit til gamalla uppdrátta, afréttarnota, sem hvor málsaðili um sig hefði haft af þrætulandinu, fjallskila og hvaða mörk teldust hagkvæm, þegar hann ákvarðaði landamörkin. Hæstiréttur segir í niðurstöðu sinni, að þau mörk, sem dregin séu í héraðsdómi, séu glögg af völdum náttúrunnar og samrým- ist þeim eldri lýsingum, sem eink- um verði að líta til. Bláfjalla- hryggurinn skeri sig úr í landslag- inu og sé markalína um hann hæstan eðlilegt framhald þess merkjapunkts, sem aðilar séu ásáttir um að Vífilsfelli. Þá skipti sköpum, þegar lína sé dregin úr suðurenda Bláfjalla, að Litla- Kóngsfell hafi verið ákvarðað sem merkjapunktur. Dóminn kváðu upp hæstaréttardómararnir Har- aldur Henrysson, Garðar Gísla- son, Guðrún Erlendsdóttir, Hjört- ur Torfason og Pétur Kr. Haf- stein. , Morgunblaðið/Ásdís HALLDÓR Asgrímsson utanríkisráöherra afhendir forsvars- mönnum söfnunarinnar framlag ríkissljórnarinnar. Safnað fyrir stúd- enta í Sarajevó „STÚDENTAR hjálpa stúdent- um“ eru kjörorð söfnunar sem stúdentar í Háskóla íslands hrundu af stað í gær fyrir há- skólastúdenta í Sarajevó í Bos- níu. Söfnunin hófst formlega með því að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra afhenti for- svarsmönnum söfnunarinnar framlag ríkisstjórnarinnar til átaksins, 1,5 milljón króna. Við það tækifæri sagði hann aðstoð íslenskra stúdenta gott for- dæmi og m.a. þess vegna hefðu stjórnvöld ákveðið að leggja þeim lið í þessu. Miroslav Manojlovic, fyrrverandi stúd- ent í Háskólanum I Sarajevó og enskunemi í HÍ, þakkaði fyrir stuðning íslenskra stúd- enta. Stúdentaráð HÍ og nokkur stúdentaskiptafélög standa að söfnuninni en markmiðið með henni er að afla fjár og safna námsbókum, ritföngum eða tækjum sem nýtast í kennslu og námi. Að sögn Einars Skúla- sonar, framkvæmdastjóra SHI, hafði í gær þegar tekist að safna 5 ljósritunarvélum, 40 tölvum og glás af námsbókum. Hann segir þó að betur megi ef duga skal og í dag verður safnað meðal almennings. Stúdentar ætla að hafast við á Ingólfstorgi í tjaldi frá kl. 14-17 og safna um leið og þeir skemmta sér og vegfarendum með ýmsum uppákomum. Þá verða rósir seldar í nokkrum verslunarmiðstöðvum. Um eitt hundrað stúdentar úr öllum deildum Háskólans koma að söfnuninni með einum eða öðr- um hætti. Garðabær - Hæðahverfi - einbýli - tvöfaldur bílskúr Vorum að fá í sölu nýtt, fallegt einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr. Húsið er vel skipulagt með 4 stórum svefnherb., stofu með útgang í suðurgarð. Innangengt í bílskúr. Áhv. húsbréf 9,9 millj. Verð 14,5 millj. 2076. VALHÖLL, Mörkinni 3, sími 588 4477. Frumvarp um úthafsveiðar endurflutt Ráðherra segir lagasetningu áríðandi ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, mælti í gær fyrir frum- varpi til laga um fiskveiðar utan lögsögu íslands, en frumvarpið var fyrst flutt á síðasta þingi. Eini hluti þess, sem þá hlaut afgreiðslu, var ákvæði um gjaldtöku fyrir eftirlit með skipum við veiðar utan lögsög- unnar. Frumvarpið var mjög um- deilt er það var á dagskrá í vor og þótt gerðar hafi verið allnokkrar breytingar á því var gagnrýni á það mikil við endurflutning þess. Þorsteinn sagði brýnt, að iög á þessu sviði yrðu afgreidd fljótt, vegna þess að núgildandi lög væru hvergi nærri viðhlítandi. Stjórnvöld þyrftu á skýrum lagastoðum að halda til að geta sett nauðsynlegar reglur um veiðar bæði úr íslenzkum deilistofnum og um veiðar íslenzkra skipa á alþjóðlegum hafsvæðum. í desember 1995 var gengið frá sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um veiðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Hann hefur enn ekki gengið endanlega í gildi, þar sem meðal annars íslenzka þingið á eftir að staðfesta hann. Þorsteinn harmaði, að frumvarpið skyldi ekki hafa orðið að lögum þeg- ar á síðasta þingi, þar sem áríðandi sé að skýrar lagareglur liggi fyrir með góðum fyrirvara um eins stórt og mikilvægt mál og úthafsveiðarn- ar séu. A þessu ári stefnir í að út- hafsveiðiflotinn skili yfir 14% af heildarafla íslendinga. Sighvatur Björgvinsson, Alþýðu- flokki, gagnrýndi frumvarpið sem mikið miðstýringarfrumvarp. Það feli í sér óþarflega miklar valdboðs- heimildir til handa sjávarútvegsráð- herra, sem myndi samkvæmt frum- varpinu fá vajd til að binda allar úthafsveiðar ísiendinga „nauðsyn- legum skilyrðum og leyfum“, sem honum verði í sjálfsvald sett að ákveða hver yrðu. Sighvatur sagði veiðar úthafs- veiðiflotans hafa staðið undir meg- inhluta þeirrar efnahagslegu sóknar sem orðið hafi í þjóðarbúskapnum á síðustu árum. A að gizka 15.000 íslendingar byggðu nú afkomu sína á afrakstri úthafsveiðanna. 50 fiski- skip stunduðu nú úthafsveiðar héð- an. Með þeim heimildum, sem gert sé ráð fyrir að ráðherra fái í hendur með nýju lögunum, verði honum gert kleift að hindra sókn þessa flota á ný mið. Að mati Sighvats krefjast hvorki úthafsveiðisáttmáli SÞ né al- mennar aðstæður þess, að lög verði sett með slíkum valdheimildum. Veiðileyfagjald í raun Svanfríður Jónasdóttir, Þjóðvaka, gagnrýndi, að með frumvarpinu hygðist ríkisstjórnin setja í raun veiðileyfagjald á úthafsveiðiflotann, sem hins vegar greiði það ekki til ríkisins, heldur í formi þorskígilda til annarra útvegsmanna, sem séu handhafar kvótans í heimalögsög- unni. Framtíðarstefnumótun í upplýsingatækni Tölvuverkefni rík- isins verði boðin út FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra hefur skipað nefnd til að kanna hvort ekki megi færa verk- efni á sviði tölvumála úr stofnunum til einkafyrirtækja. Hann segir að með því megi spara hjá stofnunum og styðja lítil tölvufyrirtæki. Fjölmennur starfshópur skipaður fulltrúum ráðuneyta, stofnana, fé- laga og fyrirtækja hefur undanfarið ár starfað að stefnumótun í upplýs- ingatækni. Hann skilaði niðurstöð- um í gær og er framtíðarstefna rík- isstjórnarinnar byggð á þeirri vinnu. Ákveðið hefur verið að umsjón átaks í þessum málefnum verði í höndum forsætisráðuneytisins. Átak til að stuðla að tölvulæsi Eitt forgangsverkefna í stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum upp- lýsingatækninnar er að opinber verkefni á sviði hugbúnaðargerðar verði boðin út. Annað forgangs- verkefni er að flutningsgeta og flutningsöryggi tölvutækra upplýs- inga verði bætt og að kostnaður almennings og fyrirtækja af þjón- ustunni verði í lágmarki. í þriðja lagi vill ríkisstjórnin hefja átak á sviði menntamála til að stuðla að almennu tölvulæsi þjóðarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að málið hefði verið afgreitt í ríkisstjórn nýlega. í framhaldi af því hefðu ráðuneytisstjórar í nokkr- um ráðuneytum farið yfir málið og fjallað um hvað snéri sérstaklega að ríkisvaldinu, hvað þyrfti til að koma og á hvaða tíma. „Verkið er því hafið en það gerist ekki í einni svipan,“ sagði forsætisráðherra. Að sögn Davíðs er ekki búið að taka ákvarðanir um fjárframlög vegna forgangsverkefnanna. Yfirumsjón með starfshópnum hafði Tómas Ingi Olrich alþingis- maður. Hann segir upplýsingatækni geta leitt til mikils sparnaðar í opin- bera geiranum. „Tæknin gerir okk- ur kleift að bjóða upp á meiri þjón- ustu fyrir lægra verð. Sérstaklega á þetta við um menntakerfið sem stendur." Valinn í starfshóp á vegum SÞ GUÐMUNDUR Alfreðsson, doktor í lögum og forstöðumað- ur Raoul Wallenberg-mannrétt- indastofnun- arinnar í Lundi í Svíþjóð, hefur verið valinn í annað af tveimur sæt- um Vestur- landa í starfs- hópi um rétt til þróunar á veg- um Mannrétt- indaráðs Sam- einuðu þjóðanna í Genf. Guðmundur situr í starfs- hópnum sem fulltrúi Islands. Hitt sætið féll í hlut Frakklands. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var gerð óformleg könnun í Vesturlanda- hópnum á stuðningi við þá, sem komu til greina sem fulltrúar Vesturlanda í starfshópnum, og hlaut Guðmundur yfírgnæfandi stuðning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.