Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 35 I I I N : I I GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON + Guðjón Ólafur Jónsson fæddist á Elínarhöfða í Innri-Akranes- hreppi 7. desember 1916. Hann iést í Sjúkrahúsi Akra- ness að kvöldi 2. október sl. Foreldr- ar Guðjóns voru Jón Jónsson, bóndi og verkamaður, f. 29. ágúst 1880 í Tungutúni, d. 29. apríl 1969, og Guðný Guðjóns- dóttir, húsmóðir, f. 10. apríl 1887 á Þórustöðum í Svínadal, d. 20. október 1982. Systkini hans eru: Helga, f. 30. júlí 1905, húsmóðir, Guð- veig, f. 17. mars 1908, húsmóð- ir, og Jón Þorgeir, vélstjóri, f. 6. júlí 1914., Guðjón Ólafur kvæntist 2. desember 1939 Sigurbjörgu Sigríði Jónsdóttur, f. 4. nóvem- ber 1919. Hún er dóttir Guðrún- ar Kristínar Sigurbjörnsdóttur, húsmóður, f. 9. janúar 1893, d. 20. desember 1992, og Jóns Magnússonar, sjómanns og verkamanns, f. 25. ágúst 1891, d. 28. september 1970. Guðjón Ólafur og Sigríður bjuggu á Skagabraut 48 og síð- an lengst af á Háholti 33, Akra- nesi. Þau eignuðust fjögur Afi minn var ósköp venjulegur maður, óbreyttur liðsmaður í hversdagslífínu. Alþýðumaður, kominn af fátæku fólki og hafði sjálfur þurft að vinna hörðum höndum til að fæða og klæða sex manna fjölskyldu. Hann stundaði almenna verkamannavinnu til sjós og lands, eignaðist aldrei mikið og börn. Þau eru: 1) Guðný, f. 3. október 1940, ræstitæknir á Akranesi, 2) Jón Rúnar, f. 23. nóvem- ber 1941, sjómaður í Keflavík, kvæntur Ágústu Einarsdótt- ur, húsmóður, og eru börn þeirra fimm: Einar Kjart- an, Sigurbjörg Sig- ríður, Birna, Guð- jón Sigurður og Þorbjörg. Þau eiga sjö barnabörn. 3) Hugrún Valný, f. 10. júlí 1943, lengst af húsmóð- ir í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, nú búsett í Kópavogi. Eiginmaður hennar var Jón Eyjólfur Einarsson, prófastur, d. 1995. Börn þeirraeru: Sigríð- ur Munda, Guðjón Ólafur, Jón- ey og Einar Kristján. Hún á tvö barnabörn. 4) Kristín, f. 22. mars 1957, aðstoðarstúlka tannlæknis á Akranesi, gift Guðmundi Smára Guðnasyni, vélvirkja, og eru þeirra börn Lilja Guðrún og Guðgeir. Guðjón Ólafur stundaði lengi sjómennsku á bátum og eigin trillum. Hann vann um áratuga skeið við netagerð á Akranesi. Útför Guðjóns fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. gaf eflaust allt sem hann átti auk- reitis. Fyrir mér var afí hins vegar sér- stakur. Mér var gefíð nafnið hans og fannst því eðlilega mikið til hans koma. Minningar úr bernsku eru sveipaðar ljóma afa míns - fótbolta- leikir - hjólaviðgerðir - spila- mennska. Ég var líklega fimm ára MINIMINGAR þegar ég fór með afa á fyrsta fót- boltaleikinn á Akranesi og okkar menn unnu 10-1. Síðan fórum við margar ferðirnar á völlinn. Afí mætti á alla heimaleiki Akranessl- iðsins allt þar til heilsuleysi fór að hijá hann í sumar. Hann náði þó að sjá í sjónvarpi lið sitt verða Is- landsmeistari fímmta árið í röð síð- asta daginn sem hann var heima - og var ánægður með leik sinna manna. Það voru ófáar heimsóknirnar sem farnar voru til afa og ömmu á Akranesi, þó að þeim hafí fækkað nokkuð eftir að ég hóf nám og störf í Reykjavík. Fátt gladdi lítið barns- hjarta meir en ferð á Skagann - hræringur og hveitikökur og enda- laus spilamennska. Afi var vammlaus maður, heiðar- legur og góðviljaður. Stundum örl- aði á sérvisku, eflaust tilbúinni að mestu leyti. Hann hafði mikinn áhuga á skot- og stangveiði, fór í margar veiðiferðirnar og kunni ófá- ar sögur af þeim vettvangi. Mestan áhuga hafði hann þó á velferð barna sinna og afkomenda. Síðastliðið vor fór heilsa afa míns að gefa sig. Hann tók því af lítil- læti, bar sig vel eins og vant var og kvartaði ekki. Það var farið að húma að ævikveldi. Hann var sátt- ur, hafði lifað góðu lífi, eignast góða konu og ijögur börn, sem öll komust til manns. Þeirra er missir- inn og mestur þó ömmu minnar. Ég bið Guð að vaka yfir henni, styrkja hana og geyma, nú þegar hún sér á eftir lífsförunaut sínum yfír móðuna miklu. Það bíður okkar allra að deyja, en dauðinn kemur okkur þó alltaf jafnmikið á óvart. Afi vissi hvað var í vændum. Nóg heyrt, nóg séð og nóg lifað, sagði hann sjálfur. Góður drengur er genginn. Hafi hann þökk fyrir allt - og allt. Guð blessi minn- ingu afa míns og alnafna. Guðjón Olafur Jónsson. Fallinn er að feigðarfold frísk- leikamaður af Akranesi, Guðjón Jónsson frá Birnhöfða, en svo var hann nefndur í daglegu tali, en í Birnhöfða bjuggu hans foreldrar Jón Jónsson og Guðný Guðjónsdótt- ir, hjón af borgfirskum ættum. Guðjón var yngstur fjögurra barna þeirra, en deyr þeirra fyrstur. Hans æviár voru að nálgast 80 sem er virðulegur aldur hjá íslenskum erf- iðismanni, sem vann verk sín af skyldurækni og miklum dugnaði. Guðjón byijaði ungur sem sjómaður á mótorbátunum hér á Skaga, svo lengi sem ég vissi í góðum skiprúm- um, reyndar fljótt kunnur af dugn- aði. Eftir áratuga sjómennsku hóf hann störf í Hvalstöðinni í Hvalfirði og vann sig fljótt þar upp í starfi, því hann varð flensari, sem var ein mesta virðingarstaða og aðeins ætluð úrvalsmönnum, sögðu Norð- mennirnir, sem kenndu Islending- um til verka í upphafi hvalveið- anna. Guðjón vakti strax á sér at- hygli fyrir röskleika og hæfni, það var ekki á margra færi að splæsa saman svera víra, sem Guðjón vann léttilega eins og annað sem hann lagði hendur að. Ég hygg að Guð- jón hafi átt kost á að vera þarna í góðu starfí á meðan gert var út á hvalinn. En hann kunni betur við að eiga sinn vinnustað heima á Skaganum og hóf störf á Nótastöð- inni þar sem hann vann til vinnu- loka, kunni því vel, átti þar sína vinnufélaga og vini, sem er stór þáttur í daglegum samskiptum fólks og gerir alla tilveruna áhuga- verða og gleðiríka. Ég vissi Guðjón eiga marga ánægjustund með vinum úti í nátt- úrunni við laxveiðar og upplyftingu í fögru umhverfi í sveitinni, sumar- fríðu. Kynni okkar Guðjóns, jafn- aldra míns, ná yfír marga áratugi, við vorum herbergisfélagar í Hval- stöðinni, allnokkrar rúbertur voru spilaðar í frístundum þar og einnig hér á Skaganum. Guðjón var áhugasamur spilamaður á þeim árum. Hann var einn fyrsti félagi minn, þegar ég flutti hér fyrst á Skagann, síðar tengdust fjölskyldur okkar, þegar bróðir hans giftist systur minni. Nú, svo var dóttir hans Hugrún okkar prestkona í Saurbæ, og góð vinátta við þau mætu hjón. Við Guðjón mættumst alltaf sem góðkunningjar. Hann var óáleitinn, hrekklaus, vandaður og hinn mesti drengskaparmaður, sem gott er að minnast, virða og þakka að lokum löng og góð kynni. Guðjón var einlægur fjölskyldu- faðir, heimilið var honum allt, eigin- konan góða og glaða, böm og fjöl- skyldan öll. Guðjón var snotur mað- ur á velli í hærra meðallagi á hæð, sívalur, beinn og fríður, þægilegur í viðmóti og oft léttur í lund. Það leyndi sér ekki að Guðjón var ham- ingjumaður í sínu einkalífi og átti úrvalskonu, sem hann kunni að meta að verðleikum. Við hjónin sendum okkar bestu samúðarkveðj- ur til ástvina hans og geymum minningu um vænan dreng. Valgarður L. Jónsson frá Miðfelli. Það er erfitt að trúa því að hann Guðjón á loftinu, eins og við kölluð- um hann alltaf, skuli vera dáinn. Það bar dimman skugga yfír þegar okkur var flutt þessi frétt. Guðjón er dáinn og kominn til hinstu hvíld- ar. Þegar ég sagði bömum mínum frá þessu var eins og þau sæju á bak besta, kærasta ástvini, svo sorg- ^ bitin urðu þau. Við söknum hans öll af einlægu hjarta. Hann var okk- ur svo sannur og góður vinur. Við eigum honum meira að þakka en orðum verði að komið. En minning- amar mörgu um allt það góða, alla hlýjuna og góðvildina, sem við feng- um að njóta á samleiðinni með Guð- jóni og þeim báðum hjónum á efri hæðinni í Háholti 33, verða eins og bjartir ljósgeislar í lífi okkar á þeim vegi sem framundan er. Elsku Sigríður og ástvinir þínir. Við biðjum Guð að blessa þig og K þína og veita þér huggun og styrk í sorg þinni. Erla Þórðardóttir og börnin, Háholti 33. I 9 « 9 « « « « « a « « 4 + Sigurjón Ein- arsson var fæddur í Reykjavík 30. ágúst 1909. Hann lést á Hrafn- istu i Hafnarfirði 6. október síðastlið- inn. Foreldrar Sig- uijóns voru Katrín Ólafsdóttir og Ein- ar Gíslason smiður i Reylqavík. Sigur- jón ólst upp hjá for- eldrum sinum í Reykjavík. Sigurjón átti tvö systkini, Ágústu, sem lést mjög ung, og Gísla, sem nú er látinn. Siguijón giftist Andreu V.G. Pétursdóttur, fædd 28. maí 1904, d. 11. september 1979, og eignuðust þau tvær dætur. 1) Katrínu Ágústu S. Thorar- ensen, gifta Skúla Thorarens- en, lögregluvarðsljóra, sem er látinn. Þeirra börn eru Sigur- jón Sigurður Thorarensen, lát- inn, Ragnheiður Steinunn Thorarensen, gift Theodor Jónssyni, slökkviliðsmanni, og eiga þau þijú börn. Andrea Thorarensen, gift Herði Garð- arssyni, slökkviliðsmanni, og eiga þau þijú börn. 2) Vigdís Gunnlaug Siguijónsdóttir, gift Hauki Guðmundssyni, verk- taka. Þeirra börn eru Guð- Sunnudaginn 6. október var hringt hingað heim og okkur sagt að Siguijón afí væri dáinn. Það er alltaf sárt þegar þessi stund rennur upp en maður huggar sig með því að nú er afí kominn til Öddu ömmu og getur ekki verið á betri stað. mundur B. Hauks- son, vélamaður, hans kona er Jónina Klemensdóttir og eiga þau fjórar dæt- ur. Andrea Klara Hauksdóttir, sjúkra- liði, gift Gunnari Jóhannessyni, smiði, og eiga þau þijú böm. Berglind Rut Hauksdóttir, gift Brynleifi Emi Ein- arssyni og eiga þau einn son. Siguijón og Andrea byijuðu bú- skap sinn í Reykjavík en fluttu síðan til Hafnarfjarðar árið 1942 og bjuggu lengst af á Garð- stig 1. Síðar fluttist Siguijón til dóttur sinnar Katrínar á Suður- götu 50 í Keflavík þar til fyrir 3 ámm að hann flutti á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Siguijón lærði skipasmíði í Reykjavík, hann var einn af stofnendum skipasmiðastöðv- arinnar Drafnar hf. í Hafnar- firði og vann lengi þar við skipa- smíðar. Hann kenndi skipa- teikningar við Iðnskólann í Hafnarfirði um árabil en síðustu starfsárin vann hann á Keflavík- urflugvelli. Útför Siguijóns fer fram í Frikirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar til að þakka þér, elsku afí, og ömmu líka, fyrir allar góðu stundirnar. Bæði þegar við bjugg- um með mömmu og pabba uppi á Garðstíg og einnig þegar ég fór að búa og leigði hjá ykkur ömmu og seinna hjá þér einum. Mig langar sérstaklega að þakka þér fyrir tím- ann sem þú hafðir alltaf fyrir okkur krakkana og sundferðirnar með þér um hveija helgi, maður gleymir þeim aldrei. Það lýsir því kannski líka best hvað þú varst alltaf góður við krakkana, þegar ég sagði Hörpu minni að nú væri Siguijón langafi dáinn, þá hafði hún strax orð á því og með söknuði: „Mamma, manstu þegar afí var alltaf að gera „fagur fiskur í sjó“, þegar við vorum lítil." Við kveðjum þig öll, elsku afi, með söknuði en jafnframt með þakklæti fyrir allar góðu stundirn- ar. Hinsta kveðja, þín Þóra og fjölskylda. Með nokkrum orðum langar mig að minnast og kveðja langafa minn. Afí var mjög góður maður, hann hafði svo stórt og gott hjarta. í fyrsta skiptið sem ég fór til útlanda fór ég með honum og Katý ömmu. Ég fór þrisvar sinnum með honum til Mallorca. Elsku afi minn, ég veit að þú vakir yfir okkur og veitir okkur styrk þinn. Ég þakka Guði fyrir að leyfa mér að hafa þig í öll þessi ár. Ég man þegar ég var lítil og svaf hjá Katý ömmu, þá fór ég allt- af niður til þín á kvöldin um leið og ég vaknaði og þú gafst mér kex og _kók og við spiluðum saman. Ég kveð þig nú, elsku afí minn, en ég get huggað mig við það að ég veit að þér líður miklu betur og þú ert nú kominn til ömmu, Skúla afa og Siguijóns frænda. Elsku afi, takk fyrir allar góðu minning- arnar sem ég á um þig og Guð geymi þig. Þitt barnabarnabarn, __ Katrín Ágústa. Okkur langaði til að kveðja þig, elsku afí, og þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Við gleymum því aldrei hvað var gaman að heimsækja ykkur ömmu upp á Garðstíg, þið voruð alltaf svo góð við okkur, það var svo gaman að geta komið til þín inn í litla herbergið þegar þú varst að hvíla þig og kúra hjá þér því þú hafðir alltaf tíma til að segja okkur sögur og syngja. Þú kunnir svo margar vísur og sögur, uppáhalds sögurnar okkar voru sögurnar um Fóu og Fóu feikirófu og Búkollu og vísum- ar okkar voru Dansi dansi dúkkan mín og puttavísurnar. Við munum ennþá þegar við vor- um pínulitlar og þú gekkst með okkur fram og til baka á ganginum á Garðstígnum og við sungum há- stöfum. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar og gaman að leika í Firðin- um, renna upp á hól og leika upp á háalofti. Þá ber að minnast, elsku afi, allra ferðanna sem þú fórst með okkur í sundlaugina í Hafnarfirði, og oft kom Siguijón frændi með, það var alltaf svo gaman hjá okkur. Þú varst sjálfur mikill sundmaður og lagðir því mikið upp úr því að við lærðum að synda og synda fallega en ekki bara að göslast áfram. Við gleymum því seint hvað okk- ur fannst mikið til þess koma þegar þú komst í heimsókn til okkar þenn- an stutta tíma sem við bjuggum í Danmörku, þá var sko gaman að hafa afa í heimsókn frá Islandi. Alltaf vorum við krakkarnir vel- komnir til þín og þú tókst alltaf svo vel á móti okkur, eins eftir að þú fluttir til Keflavíkur hvað þú varst alltaf ángæður þegar við komum í heimsókn til þín í kjallarann á Suð- urgötuna sama þótt við stoppuðum v bara stutt, þú varst alltaf svo ánægður. Elsku afí, það er með söknuði sem við keðjum þig en við vitum að amma tekur á móti þér og þá verða fagnaðarfundir hjá ykkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. .Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Adda Klara og Linda. Frágangur afmælis- og minningargreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greina fari ekki yfir eina örk a-4 miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd - eða 2.200 tölvuslög Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SIGURJÓN EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.