Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJARNI EINARSSON + Bjarni Einars- son var fæddur í Túni á Eyrar- bakka 15. júní 1920. Hann lést í Landspítalanum 2. október síðastlið- inn. Foreldrar Bjarna voru Einar Jónsson, f. 1.11. 1887, járnsmiður og bílstjóri á Eyr- arbakka, og kona hans Halldóra Bjarnadóttir, f. 30.11. 1900 frá Túni á Eyrar- bakka. Bjarni átti fjögur systk- ini, þau eru: Sólborg, látin, Guðmundur, býr í Neskaup- stað, Jóna, býr á Mýrum, og Jón, látinn. Bjarni kvæntist Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. Elsku afi, nú þegar þú ert farinn frá okkur er allt breytt. Ekkert verður eins og það var. Margar minningar um þig eru vel varðveitt- ar í huga okkar. Það er erfitt að trúa því að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur, mér finnst ég alltaf eiga von á símhringingu frá þér eða Eyrarbakkaferð með fjölskyldunni. Síðastliðin verslunarmannahelgi var síðasta helgin með þér á Eyrar- bakka, en alltaf finnst mér við vera að fara þangað aftur. Ekkert verður eins á Eyrarbakka án þín. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín sárt. 8. júlí 1920, þau eignuðust fimm börn: Halldór, ekk- ill, hann á tvö börn. Ingibjörg, hún á tvö börn. Halldóra, maki Gunnar Þor- valdsson, þau eiga þrjá syni. Guð- mundur, maki Sig- urrós Ólafsdóttir, þau eiga tvö börn. Ingibergur, maki Elsa Þ. Dýrfjörð, þau eiga þijú börn. Bjarni átti einnig dótturina Laug- heiði, hennar maður er Ketill Tryggvason, þau eru barnlaus. Barnabarnabörnin eru átta. Bjarni verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Megi guð blessa minningu þína, elsku afi minn. Þei, þei og ró. Þðgn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þöp breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson) Þín Bergdís. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG HJARTARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudag- inn 8. október. Ragnheiður Guðráðsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Hulda Guðráðsdóttir, Garðar Sigurðsson, Gréta Guðráðsdóttir, Sigurjón Agústsson, Sigríður Guðráðsdóttir, Jónas Blöndal, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRNIPÉTURSSON, Brekkubyggð 4, Garðabæ, andaðist aðfaranótt miðvikudagsins 9. október sl. Lára K. Guðmundsdóttir, Þórunn Anna Árnadóttir, Þorsteinn Júlfus Árnason t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORVALDUR FRIÐRIKSSON, Eskifirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaup- stað mánudaginn 7. október. Útför fer fram frá Eskifjarðarkirkju laug- ardaginn 12. október kl. 14.00. Kristfn Pétursdóttir, Haukur Þorvaldsson, Björg Svavarsdóttir, Ellert Borgar Þorvaldssson, Erna Björnsdóttir, Þórhallur Þorvaldsson, Valgerður Valgeirsdóttir, Guðmann Þorvaldsson Sólveig Eiriksdóttir, Friðrik Þorvaldsson, Ragna Hreinsdóttir, Elínborg Þorvaldsdóttir, Hjálmar Yngvason, barnabörn og barnabarnabörn. Þegar ég, rúmlega tvítugur, fluttist í bæinn ofan af Akranesi, kynntist ég nýju fólki. „Þá var rúnt- urinn meldingarpunkturinn, en síð- an eru liðin mörg ár“ (úr ljóði Lónlí blúbojs). Á rúntinum þreifst þá sérstakt samfélag ungs fólks, sem kom á bílum sínum á Hallærisplan- ið á kvöldin seinni part viku til skrafs og ráðagerða. Þarna heyrði ég fyrst með óttablandinni virðingu og þakklæti minnst á Bjarna frá Túni á Eyrarbakka, og þetta var vegna þess að Bjami hafði stutt „litlu strákana" fyrstu kílómetrana út í lífið á akveginum, því að hann hafði kennt flestum þeirra til bíl- prófs. í þessu litla samfélagi, þar sem þegnarnir aðhylltust einkum þtjá postula, GM, Ford og Chrysl- er, hlaut bílprófíð að vera helsta manndómsvígslan, sem þeir tóku á bláa Dodsinum, R-620. Og þarna féll festa og eindrægni Bjarna í fijóan jarðveg. Margir þeirra hafa ennþá atvinnu af akstri og bílaút- gerð. Ég kynntist Bjarna lítillega nokkmm árum seinna, því þegar Félag ísl. bifreiðaeigenda stofnsetti fyrstu bílaþjónustu landsins, var Bjarni þar kapteinninn í stýrishús- inu og sinnti þar umsjón og af- greiðslu af einurð og festu. Og eins og ökunemarnir forðum var maður hálf smeykur við karlinn. En það fór af síðar við nánari kynni, því að ef einhver fór halloka og átti bágt, var allt annað uppi á teningn- um. Þetta fékk ég að reyna. „Traust er mundin, ör er lundin, hjartað gott er undir slær“ (Örn Arnarson). Bjarni vann fleiri störf hjá FÍB, m.a. við vegaþjónustu, sem félagið rak á sumrin og gerði þá út talstöðvarbíla, merkta félag- inu, með tvo í áhöfn, er sinntu fé- lagsmönnum og öðrum vegfarend- um, þegar á bjátaði, lagfærðu smá- bilanir ogveittu annað liðsinni fólki í vanda. Á vorin, áður en vegaþjón- ustan fór í gang, settu Bjarni og synir hans upp nokkrar fyrstu sýn- ingar á gömlum bílum hérlendis. Þess vegna var Bjarni með fyrstu mönnum, sem mér datt í hug, þeg- ar við félagarnir, Þorsteinn Bald- ursson, afréðum á skrifstofu Þor- steins við Kleppsveginn, að nú skyldi stofna Fornbílaklúbb ís- lands. Við hringdum í nokkra karla. Þetta var að vori til eftir hádegi á laugardegi. Fyrstur mætti Bjami í Túni, sem sáð hafði fyrstu fræjun- um með fyrrnefndum sýningum, enda stutt hjá honum að fara, því að hann bjó hinum megin við Kleppsveginn, nokkru innar. Stuttu síðar voru komnir sjö eða átta til viðbótar. Við ákváðum að stofnað- ur skyldi Fornbílaklúbbur íslands, sem stofnaður var formlega í Templarahöllinni seinna um sumar- ið. Bjarni var aldursforsetinn í þess- um hópi og var seinna fyrstur gerð- ur að heiðursfélaga í Fornbíla- klúbbi Islands. Bjami starfaði með klúbbnum til dauðadags og miðlaði þar yngri mönnum af visku sinni og þekkingu á bílasögu íslands, enda hafði hann komið sér upp stórkostlegum heim- ildabrunni, ljósmynda-, skjala-, blaða-, bæklinga- og bókasafni um bíla, sem varpa skýru ljósi á bíla- sögu landsins. Þetta hafði Bjarni af festu sinni og einurð flokkað, raðað í tímaröð og rökrænt sam- hengi, og skilur þar eftir sig mikinn fjársjóð heimilda, sem e.t.v. hefðu að öðrum kosti glatast. Þess er ég fullviss að komandi kynslóðir munu þakka Bjarna starf hans á þessu sviði. Sjálfur vil ég þakka Bjarna samveruna í þessum táradal og biðja honum og fólki hans guðs- blessunar á skilnaðarstundu. Kristján Jónsson (Stjáni Meik). Kveðja frá Fornbílaklúbbi íslands Bjarni Einarsson, fyrsti heiðurs- félagi Fornbílaklúbbs íslands, er látinn. Með honum er genginn sá maður sem hvað mestan heiður átti að stofnun Fornbílaklúbbsins, sem í dag telst einn sterkasti fé- lagsskapur landsins. Þegar árið 1967 safnaði Bjarni saman fornbíl- um á höfuðborgarsvæðinu til sýn- ingar á Laugardalsvellinum. Með frumheijastarfi sínu vakti hann áhuga fjölmargra á mikilvægi varð- veislu gamalla bíla, sem síðar leiddi til stofnunar Fornbílaklúbbs ís- lands árið 1977. Með stofnfélaganum Bjarna Ein- arssyni fylgdi ómetanlegur fjár- sjóður þúsunda ljósmynda af göml- um bílum sem hann hafði af út- sjónarsemi safnað áratugum sam- an. Auk þess átti Bjarni í fórum sínum fornar bifreiðaskrár og úr- klippusöfn sem öðru fremur hafa hjálpað til við varðveislu íslenskrar bílasögu. Með þessum fátæklegu orðum vil ég fyrir hönd félaga minna í Fornbílaklúbbi íslands þakka Bjarna Einarssyni fýrir langt og óeigingjarnt starf hans í þágu forn- bílahugsjónarinnar. Orn Sigurðsson, formaður. Elsku Bjami afi. Ég kveð þig með söknuð í bijósti og sorg í hjarta. Afi, þú varst alltaf kátur, hress og hlýr. Þegar síminn hringir á kvöldin á ég eins von á því að það sé sagt: Hæ Bergdís, er karlinn heima, því þú áttir það til að rugla okkur systmnum saman í síman- um. Ég man þegar við vomm litlar og vomm fyrir austan, á Túni, þá gafstu okkur oft pening til að hlaupa í sjoppuna að kaupa okkur gott eins og þú sagðir alltaf um nammi. Ég á eftir að geta brosað þegar ég hugsa til þess þegar þú varst ekki með tennurnar uppi í þér og varst að gretta þig út og suður. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín og eiga ég og aðrir góðar minn- ingar um þig sem gleymast ekki heldur eru geymdar á góðum stað í hjarta okkar, sem þekktu þig, afi minn. Þitt barnabarn, Hrafnhildur Ingibergsdóttir. Þegar ég hafði gengið í Fornbíla- klúbb íslands, ári eftir að hann var stofnaður 1977, veitti ég fljótlega eftirtekt manni nokkrum, sem var rétt í meðallagi á hæð en þéttur á velli á miðjum aldri, er sjaldan lét sig vanta þegar klúbbfélagar komu saman til skemmtunar og fróðleiks. Ég fékk að vita að maðurinn héti Bjarni Einarsson og kenndi sig við Tún á Eyrarbakka, væri einn af frumkvöðlum klúbbsins og hafsjór af fróðleik um bíla- og samgöngu- sögu fyrri tíma. Þá ætti hann ein- stakt safn ljósmynda af gömlum bílum. Ég átti svo eftir að kynnast Bjarna af eigin raun og starfa með honum á vettvangi klúbbsins, ekki síst á sviði heimildaöflunar og myndasöfnunar og hrífast eins og aðrir af eldmóði hans og ótæmandi þekkingu. Saga samgöngutækni og verk- kunnáttu á sviði ökutækja og vega- gerðar er ekki löng hér á landi. Fyrsti bíllinn kom til íslands árið 1904 en bílar tóku ekki að berast til landsins til neinna muna fyrr en seint á öðrum áratug aldarinn- ar. Vegir voru þá nær engir sem hentuðu slíkum farartækjum og hægt miðaði lengi við að þoka þeim áleiðis um landið og aðferðir og tækni við vegagerð frumstæð. Ein- ar Jónsson, faðir Bjarna, hreifst af hinni nýju tækni. Hann hafði ungur lært járnsmíði hjá Helga Magnússyni í Reykjavík, en þegar bílar komu til sögunnar sneri hann sér alhuga að þeim vettvangi. Hann var nánast fyrstur manna til að halda uppi ferðum frá Reykjavík og austur yfir fjall, þegar árið 1916, og var fyrsti sjálfseignarbíl- stjóri í Árnessýslu. Þá var Einar einn fyrsti ökukennari hér á landi. Síðar réðst hann til Vegagerðar ríkisins og var bílstjóri og vélamað- ur við vegagerð árum saman. Bjarni Einarsson ólst því upp við lifandi áhuga á vélum og tækni og 12 ára gamall fór hann að vinna með föður sínum við vegagerð á Hellisheiði. Leigubílstjóri var hann orðinn fyrir tvítugt og starfaði sem slíkur fram undir 1950. Þá stund- aði Bjarni um hríð akstur stórra bíla á Keflavíkurflugvelli en eftir það sneri hann sér að bílaviðgerð- um og starfaði fyrst hjá Sveini Egilssyni en síðan hjá Kr. Kristj- ánssyni. Um miðjan sjöunda ára- tuginn réðst Bjarni til starfa hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og kynntust margir bíleigendur hon- um á þeim vettvangi, bæði í vega- þjónustu félagsins og í sjálfsþjón- ustunni á Suðurlandsbraut 10. Á þessum starfsvettvangi lét Bjarni Einarsson fyrst til sín taka á sviði bílasögu, er hann stóð fyrir því nýmæli sem voru sýningar á gömlum bílum á þjóðhátíðardaginn 17. júní árin 1967 og 1969, sem vöktu þá mikla athygli. Þegar nokkrir áhugamenn um gamla bíla og sögu þeirra tóku sig saman um það, árið 1977, að boða til stofnfundar klúbbs áhugamanna um gömul ökutæki, var Bjarni í hópi þeirra. Áhugi reyndist miklu meiri en frumkvöðlana óraði fyrir og á stofnfundinum var fullt út úr dyrum. Eins fór á fyrstu bílasýn- ingu klúbbsins, sem haldin var í porti Austurbæjarskólans mánuði seinna, 17. júní, sem Bjarni átti mikinn þátt í, aðsókn var gífurleg. Bjami Einarsson var kjörinn í fyrstu stjórn Fornbílaklúbbs ís- lands og sat mörg ár í stjórn hans. Hann var áhugasamur um allt starf klúbbsins og fullur metnaðar fyrir hans hönd. Bjarni var að verðleik- um kjörinn fyrsti heiðursfélagi Fornbílaklúbbsins. Þegar Fornbílaklúbbur íslands setti sér markmið í upphafi var eitt þeirra, ekki síst fyrir áhuga Bjarna, að safna myndum og öðr- um heimildum um bíla og sam- göngusögu. Bjarni tók að sér söfn- un og aðdrætti og á þeim vett- vangi starfaði ég með honum, ásamt fleirum. Mér fór eins og ýmsum öðrum, að ég undraðist eld- móð hans og dáðist að kappsemi hans og þrautseigju. Þótti okkur stundum nóg um og lá við að við fylgdum honum varla eftir öðru hveiju. En Bjarni gerði sér vel ljóst að tíminn er hverfull og að það sem er alkunnugt að morgni kann að vera flestum gleymt að kvöldi. Hann var í kapphlaupi við tímann eins og allir þeir eru sem safna minjum og vitneskju um horfna tíð. Hann hafði á langri starfsævi haft persónuleg kynni af fjöldamörgum frumheijum í bíla- og samgöngu- málum hér á landi og var tekinn að viða að sér fróðleik áður en þeir voru allir og þessu starfi hélt hann áfram allt til síðasta dags. Það getur nærri að margir aðilar, einstaklingar, fyrirtæki og stofnan- ir, eiga Bjarna þakkir að gjalda og þekkingar hans sér víða stað, í bókum og öðrum ritsmíðum og annars staðar þar sem fjallað hefur verið um bíla- og samgöngusögu. Hann tengdi saman ökutæki, at- burði, menn og málefni og varpaði ljósi á liðinn tíma á þann hátt sem enginn eftirlifandi getur nú. Við fráfall Bjarna Einarssonar er slit- inn strengur til sögu bíla og sam- gangna allt frá upphafi bíla á ís- landi. Bjarni Einarsson var ávallt au- fúsugestur þar sem fornbílaáhuga- menn komu saman. Hann var glað- ur og reifur og menn löðuðust að honum til að spjalla og fræðast. Hann var hlýr í viðmóti og lét sér annt um vini sína og félaga, en var síður en svo alltaf á sama máli og þeir, því að hann var stór í lund og hafði afdráttarlausar skoðanir og lét sig þá lítt varða hvort aðrir voru sammála honum. En slíkt reyndist jafnan „él eitt“ og Bjarni sáttfús og gladdist innilega þegar allt féll í Ijúfa löð. Ég minnist Bjarna Einarssonar frá Túni með virðingu og þakklæti. Helgp Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.