Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 11. OKTÖBER 1996 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Lambalifur með ávöxtum Ný vel matreidd lambalifur er herra- mannsmatur segir Kristín Gestsdóttir, sem segist ekki hafa borðað lifur sem bam enda verið mjög matvönd. E™„V„EEN .^JL komst ég hjá því að borða lifur, en í þá daga borðuðu böm flest allt sem borið var á borð. Hrædd er ég um að eitthvað hefði heyrst ef við systkinin hefðum sagt „oj bara, þetta er vont“ eða eitt hvað í þeim dúr, sem mörg böm nútímans komast upp með að segja um matinn sem borinn er fyrir þau. En þó ég hafi ekki viljað lifur sem barn, þykir mér hún mjög góð í dag ef hún er vel ma- treidd, en vanda þarf ma- teiðsluna, sneiða lifrina mjög þunnt, skera vandlega úr æðar og taugar og steikja bara í örfá- ar mínútur. Lifur er vinsælust af svokölluðum innmat, hún er ódýr og mjög jámauðug og hægt er að búa til hreinan veislumat úr henni. Flestir borða lifur með lauk en margir ávextir henta mjög vel með henni, svo sem appelsínur og epli að ónefndu mangói, sem á einkar vel við lifur. Meðferð á lifur fyrir matreiðslu Hver lambslifur vegur yfirleitt um i kg. 1. Himna umlykur lifrina, en óþarfi er að taka hana af lamba- lifur, hún er svo þunn, en skera þarf úr allar æðar og taugar og þvo blóð af. Leggið lifrina á bretti og skerið síðan örþunnar sneiðar á ská. Notið beittan hníf. Ekki verða allar sneiðamar stórar, en þær litlu má líka nota. 2. Setjið hveiti, salt og pipar í plastpoka og hristið saman, setj- ið lifrarsneiðamar í pokann og hristið þannig að hveitiblandan þeki sneiðarnar vel. Steikið síðan, sjá eftirfarandi uppskriftir. Lifur með mangó Mangó er einn af svokölluðum framandi ávöxtum, það fæst víða og er ekki mjög dýrt. 1 lifur, u.þ.b. kg 1 dl hveiti ________1 tsk. salt________ tsk. pipar _______dl matarolía____ _____1 súputeningur (duft)_ 2 dl vatn hveitihristingur (hveiti + vatn) 1 mangó 30 g ósalt smjör þunnar sneiðar, og hristið með hveitiblöndunni í plastpoka, sjá hér að framan. 3. Setjið matarolíuna á pönnu, hafið góðan hita. Steikið lifrar- sneiðarnar í um 3 mínútur á hvorri hlið. 4. Leysið súputeninginn (duft- ið) upp í vatninu og hellið yfir. 5. Hristið saman hveiti og vatn og jáfnið sósu. Látið sjóða með lifrinni við hægan hita í 3-5 mínútur. Alls ekki lengur. Setjið á fat, raðið mangósneiðunum utan með og stráið lauknum yfir. Meðlæti: Soðnar kartöflur. Lifur með beikoni og eplum 1 lifur 1 dl hveiti 1 tsk. salt 'A tsk. pipar 'A tsk. karrí dl matarolía 2 frekar litlir laukar 2 msk. matarolía til að steikja laukinn í 1. Afhýðið mangóið, takið steininn úr og skerið í rif. Steinn- inn er flatur og er best að skera niður með breiðari hlið mangósins og skera aldinkjötið frá steinin- um. Geymið. Setjið smjör á pönnu og brúnið mangóið örlítið. Takið síðan af pönnunni og geymið. Bætið matarolíu á pönnuna og steikið laukinn. Geymið. 2. Hreinsið lifrina og skerið í 5 stórqr sneiðar beikon 2 græn eða gul epli 30 g ósalt smjör 1 súputeningur eða duft ____________2 dl vatn___________ hveitihristingur (vatn + hveiti) 1. Klippið eða skerið beikonið í bita. Steikið á pönnu. Takið af pönnunni og geymið. 2. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann, skerið í sneiðar, setjið smjörið á pönnuna og steik- ið eplasneiðamar. 3. Hreinsið lifrina og skerið í þunnar sneiðar, hristið með hveitiblöndunni og karríi, sjá hér að framan. 4. Hitið matarolíuna, hafið góðan hita og steikið lifrarsneið- amar i um 3 mínútur á hvorri hlið. Setjið síðan 2 dl af vatni ásamt súputeningi (dufti) út í. 5. Hristið saman hveiti og vatn og jafnið sósu. Sjóðið við hægan hita ásamt lifrinni í 3 mínútur. Alls ekki lengur. Leggið eplasneiðamar ofan á og stráið beikonbitum yfir. Meðlæti: Soðnar kartöflur. SKÁK Umsjön Margcir Pétursson Staðan kom upp á Ólymp- íumótinu í Jerevan sem lauk í síðustu viku. Stórmeistar- inn Branko Damljanovic (2.470) hafði hvítt og átti leik gegn alþjóð- lega meistaranum Beat Ziiger (2.460), Sviss. Svartur lék síðast gróflega af sér, 28. - Rc5-d3??, í heldur lakari stöðu. 29. Hxh7+! - Hxh7 30. Dc8+ - Kg7 31. Dxd7+ - Kf8 32. Dd8+ - Kg7 33. De7+ og svartur gafst upp því mátið blasir viði Báðar þessar sveitir mega muna sinn fífil fegurri. Júgóslavia var stórveldi í skákinni á árum áður, en eftir að sam- bandsríkið sundraðist er landsliðið ekki svipur hjá sjón. Hámark niðurlæg- ingarinnar var þegar Júgó- slavía (Þ.e. Serbía og Svart- fjallaland) tapaði fyrir Króatíu og hlaut aðeins hálfan vinning gegn þremur og hálfum. Það háði Sviss- lendingum að Viktor Kortsnoj var fjarri góðu gamni, hann vildi ekki tefla í Armeníu. Júgóslavía end- aði í 22. sæti á mótinu, en Sviss í því 58. Deildakeppni Skáksam- bandsins hefst í kvöld kl. 20 í Skákmiðstöðinni Faxa- feni 12. Búist er við þátt- töku 10—11 stórmeistara, sem er algert met. Flestir íslensku stórmeistaramir verða með auk þess sem Taflfélag Reykjavíkur teflir fram þremur erlendum. HVÍTUR mátar í sjöunda leik Með morgunkaffinu ÞAÐ eina sem gerðist var að mamma Lisu tók við gjöfunum, setti hatt á hausinn á okkur og sendi okkur svo heim. Farsi UAH6>lASS/ccO(--tUAO.T ŒDC □ D VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Enn meira um bláber FULLORÐIN kona, sem alin er upp fyrir vestan, hringdi til Velvakanda og langaði að segja frá því að hún kannaðist við aðalberin svokölluðu, sem fjallað var um í Velvakanda nýverið. Hún þekkti að vísu ekki nafnið, en vildi benda á að aðalbláberin em upp- haflega blá, þó þau geti orðið svört í góðu ár- ferði, en aðalberin era svört frá upphafi. Laufíð á þeim er öðravísi en á aðalblábeijunum og þau era sætari og betri. Þá kannaðist hún einnig við aflangt afbrigði af krækibeijum sem uxu fyrir vestan, en hún hef- ur hvergi séð þau annars staðar. Börnin kölluðu berin „flöskuber" vegna lögunarinnar. Hégómleg deila DEILURNAR á Balkan- skaga og á milli ísraels- manna og gyðinga era hliðstæðar því máli sem upp korn um árið 1000 þegar Islendingar stóðu frammi fyrir trúardeil- um. Þeir fólu Þorgeiri Ijósvetningagoða að skera úr um málið. Hann sá að hér var deilt um hégóma og kvað upp úr með það að menn skyldu taka hinn nýja sið, en jafnframt vera heimilt að hafa þann gamla fyr- ir sig. Einar Vilhjálmsson Smáraflöt 10, Garðabæ. Tapað/fundið Eyrnalokkar fundust SILFUREYRNALOKK- AR fundust á Kaffi Reykjavík 27. september sl. Upplýsingar eru veitt- ar í síma 567-5204. GSM-sími tapaðist ERICSON GH-388 far- sími tapaðist á leiðinni frá Súlnasal Hótels Sögu og að gatnamótum Hringbrautar og Sóleyj- argötu aðfaranótt sl. sunnudags. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 567-8909 eða 550-6700. Páll. Gleraugu fundust LESGLERAUGU í brúnu hulstri með reim í opinu fundust á bfla- stæði fýrir utan Hótel Eskju fyrir u.þ.b. viku. Upplýsingar í síma 567-7856. Úr fannst VANDAÐ kvenúr fannst á planinu fyrir framan Skógarhlíð 6, sýslu- mannsembættið í Reykjavík, fyrir rúmri viku. Úrið er með áletr- un. Sá sem telur sig eiga úrið má hringja í síma 569-2400, skiptiborð. Æfingaskór fundust NÝLEGIR bamaæfinga- skór fundust í Hamra- hverfí í Grafarvogi si. mánudag. Upplýsingar í síma 567-6674. Armband fannst LÍTIÐ bamaarmband með plötu sem á er greipt nafnið Magnús xxx fannst á mótum Baróns- stígs og Eiríksgötu. Upplýsingar gefur Guð- rún í síma 557-8097. Pennavinir SAUTJÁN ára finnsk stúlka, m.a. með áhuga á hestum, útivist og bréfa- skriftum: Niina Aronen, Eramiehentie 8, 86800 Pyhásalmi, Finland. TUTTUGU og eins árs japönsk stúlka með marg- vísleg áhugamál: Yukako Takagi, 2-26/116-10 Shikann on H., Tashiro, Chikusa, Nagoya 464, Japan. Víkverji skrifar... OFULLKOMIN tölvuvæðing getur stundum orðið okkur að fótaskorti. Kunningi Víkveija stundar nám við Háskólann og þurfti að flytja í haust. Hann breytti að sjálfsögðu heimilisfanginu sam- viskusamlega niðri á Hagstofu, meira að segja nokkrum dögum fyrir flutninginn 1. september. Hon- um brá því í brún er hann komst að því í lok mánaðarins að gamla heimilisfangið var enn skráð í gögn- um skólans. í ljós kom að Hagstof- an hafði skráð breytinguna 5. sept- ember en Háskólinn uppfærir breyt- ingar 10. hvers mánaðar og fer þá eftir þjóðskrá Hagstofunnar. Þegar kunningi Víkveija hafði komist að því með nokkrum sím- hringingum að eitthvað hafði farið úrskeiðis og breytingin ekki komist í gegn hjá Háskólanum fékk hann að vita að ekki væri hægt að laga villuna fýrr en 10. október. Engin leið væri til að hnika við röngu skráningunni fyrr en þá. Þegar hann spurði hvað myndi nú gerast ef lagfæringin gleymdist eða mistækist var svarið að þá yrði ekkert hægt að gera fyrr en við næstu uppfærslu, þ.e. 10. nóvem- ber! Þarf ekki að vera beintenging milli þessara stofnana svo að grund- vallargögn af þessu tagi séu þannig að þeim megi treysta? xxx NAFN nýja nóbelsverðlaunahaf- ans í bókmenntum, pólsku skáldkonunnar Wislawa Szym- borska, hefur stundum verið ritað Wislawa og stundum Wieslava. í þeirri bók, sem geymir þýðingar á þremur Ijóðum hennar á íslenzku, er e í nafninu, en Wieslava mun vera algengt nafn í Póllandi. Hins vegar heitir skáldkonan Wislava, sem mun álíka sjaldgæft og hin útgáfan er algeng. xxx AÐ vakti athygli á dögunum, þegar listaheimspekingurinn Arthur Danto kom hingað til lands til fyrirlestrarhalds, að húsnæði það sem honum var vísað til, reyndist hvorki þægilegt fyrir hann né nógu stórt til að hýsa nema hluta þeirra, sem áhuga höfðu á máli hans. Er það undarlegt að skipuleggj- endur heimsóknar Dantos til lands- ins, skuli ekki hugsa fyrir svo sjálf- sögðum hlut sem að hafa nægilegt pláss fyrir áhugasama áheyrendur og er skipuleggjendum ekki sómi að því hvernig staðið var að þessum annars skemmtilega og áhugaverða fyrirlestri Dantos.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.