Morgunblaðið - 09.11.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 09.11.1996, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ný sending frá Caroline Rohmer. TBSS v neð ncöst viö Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, iaugardaga kl. 10-14. - kjarni málsins! FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNA Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, fax 568 7072 m MIÐLUN Sverrir Kristjánsson XS lögg. fasteignasali II Þór Þorgeirsson, sölum., Kristín Benediktsdóttir, ritari, Kristjana Lind, ritari Opið kl. 11-14. Urriðakvísi - Ártúnsholt Vorum að fá í sölu 200 fm einbhús sem er hæð og ris ásamt 32 fm bílsk. á fal- legum útsýnisstað. Húsið er m.a. rúmg. stofur, 5 svefnherb., flísalagt bað. Parket. Áhv. 4,6 í húsbr. Verð 16,3 millj. Espigerði - „penthouse“. Mjög vönduð, falleg og björt 5 herb. 131 fm íb. á 8. og 9. hæð I eftirsóttu lyftu- húsi rétt við Borgarspítalann. Tvennar svalir. Stórkostl. útsýni. (búðin er laus. Verð 10,5 millj. Tjarnarstígur - Seltj. - sérh. Góö og vel skipul. ca 105 fm neðri sérh. ásamt 32 fm jeppabílsk. Ib. skiptist í forstgang, stóra saml. stofu, eldh., bað o.fl. Skipti á 3ja herb. íb. koma til greina. Áhv. 5,3 millj. húsbr. og byggsj. Verð 9,9 millj. nusgogn gæðahúsgögn á góðu veroi! Vönduð lusgogn Armúla 8 - 108 Reykjavík FRÉTTIR Sjálfstæðismenn segja R-lista hafa misst tökin á fjármálum borgarinnar Telja að skuldaaukning verði um einn milljarður BORGARFULLTRÚAR minnihluta Sjálfstæðisflokks í • borgarstjórn telja að skuldaaukning borgarsjóðs verði um eða yfir einn milljarður í ár þrátt fyrir gott árferði, auknar skatttekjur og meiri arðgjöf borgar- fyrirtækja. Sögðu þeir á fundi borg- arstjórnar á fimmtudaginn að með því að samþykkja yfir 700 millj. kr. aukafjárveitingar á árinu, umfram jjárhagsáætlun, viðurkenndi R-list- inn uppgjöf sína við að stýra fjár- málum borgarsjóðs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kvaðst í samtali við Morgunblaðið draga í efa að skuldaaukning næmi einum milljarði og sagði í borgar- stjórn að staða borgarsjóðs væri mun betri en verið hefði undanfarin ár. Allt frá árinu 1992 hefði auka- fjárveitingar numið 400-550 millj. kr. á hveiju ári en því viðbótar hefðu rekstrarútgjöld árvisst farið 5-6,6% fram úr fjárveitingum. Borgarstjóri seg-ir stöðuna mun betri en undanfarin ár Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæð- ismanna, sagði að R-listinn hefði afgreitt síðustu fjárhagsáætlun með um 500 millj. kr. skuldaaukn- ingu. Til viðbótar þessu hefði R- listinn samþykkt 700 millj. kr. auk- afjárveitingar en til frádráttar kæmu 300 millj. kr. vegna aukinna útsvarstekna. Taidi hann loks ekki fullljóst hvort tækist að ná inn þeim tekjum sem ráð væri fyrir gert í fjárþagsáætlun vegna sölu borgar- fyrirtækja, um 300 millj. kr. Árni benti á að á sama tíma hefðu tekjur borgarinnar samt auk- ist um rúman 1 milljarð vegna auk- inna skattaálaga og meiri arðgjafar borgarfyrirtækja. Kvaðst hann ekki sjá áþreifanleg merki um að meiri- hlutinn hygðist gera ráðstafanir til að leysa vandann og minnti á að R-listinn hafi í ár vísað frá tillögum sjálfstæðismanna sem miðað hafi að sparnaði og hagræðingu. Ný vinnubrögð innleidd Ingibjörg Sólrún taldi ekkert benda til að þess skuldaaukning stefndi í einn milljarð króna og kvaðst vilja spyija að leikslokum að joknu yfirstandandi íjárhagsári. Í málflutningi sínum í borgar- stjórn lagði hún áherslu á að með endurskoðun fjárhagsáætlunar væri verið að innleiða ný vinnubrögð sem fælust í að fá betri yfirsýn yfir íjár- mál borgarinnar og ná betri tökum á þeim en á undanförnum árum. Taldi hún þetta mikilvægt, ekki síst vegna þess að taka ætti upp nýja aðferð við gerð fjárhagsáætlunar með því að ákvarða rammaáætlanir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fyrirhugaðar breytingar á Landsvirkjun Umræðum frestað í borgarstjórn að ósk sjálfstæðismanna UMRÆÐUM um samning ríkis- stjórnar, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar um fyrirhugaðar breytingar á stjómskipulagi Landsvirkjunar og fyrirkomulagi arðgreiðslna var frestað á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Til- laga Árna Sigfússonar, Sjálfstæð- isflokki, þess efnis var samþykkt samhljóða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lýsti yfir því er hún kynnti samninginn á fundinum að full samstaða ríkti um efni samn- ingsins hjá borgarfulltrúum R-lista. Árni fullyrti að góð samstaða væri um meginefni samningsins hjá sjálfstæðismönnum. Hann sagði á hinn bóginn sjálfsagt, m.a. vegna umfangs málsins, að borg- arfulltrúar fengju tækifæri til að ræða einstök efnisatriði samnings- ins. Sagði hann að margir borgar- fulltrúar hefðu lýst áhyggjum sín- um, að fá ekki tækifæri til að ræða um málið í borgarstjórn. Afmælis- veisla í Nanthóls- vík NEMENDUR Menntaskólans í Hamrahlíð hafa minnst þess með ýmsum hætti seinustu daga að um þessar mundir eru liðin þrjátíu ár frá því skólinn hóf göngu sína. Meðal annars hafa listamenn troð- ið upp í frímínútum og nemendur einnig. I fyrrakvöld safnaðist hóp- ur nema saman við skólann, um 200-300 krakkar, og gekk með blys í hönd út í Nauthólsvík þar sem kveikt var í bálkesti. Þar var dansaður vikivaki og afrískir dansar, sungið og skemmt sér á ýmsan hátt annan, eins og siður er í afmælisveislum. á Lengjunm og Velkomin ab netfangi WWW. TOTO. IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.