Morgunblaðið - 09.11.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 09.11.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ flT LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 25 1 1 AMERÍSKAR blómarósir í SUMIR tóku daginn snemma og koddaslag á dekkinu. skokkuðu á hlaupabrautinni. að skoða rústir og menjar um þessa fornu menningu sem nú er horfin af sjónarsviðinu og létu þáttakendur allir afar vel af ferð- inni. Skipið hélt hins vegar áfram til eyjunnar Cozumel úti fyiár ströndinni, þar sem farið var í land. Einhverjir voru svo heppnir að rekast fyrir tilviljun á baðströnd- ina Chankanaab, sem þeir lýstu sem „paradís á jörðu“. Aðrir fóru í bæinn og skoðuðu sig um. TH heljar ag heím aftur Á eyjunni Grand Cayman var ákveðið að sleppa hinum hefð- bundnu skoðunarferðum Carnival skipafélagsins og fara þess í stað í sjálfstæða skoðunarferð, sem skipulögð var af Heimsklúbbi Ing- ólfs og sérstaklega sniðin með þarfír Islendinga í huga, að því er sagt var. Eftir að mannskapurinn hafði verið ferjaður í land á smá- bátum var tekin 30 manna rúta og ekið sem leið lá í litla rommútsölu þar sem mönnum gafst kostur á að smakka á framleiðslunni sér að kostnaðarlausu. Því næst var hald- ið á búgarð, þar sem skjaldbökur af öllum stærðum og gerðum eru ræktaðar og dvöldu menn þar dá- góða stund, báru saman mismun- andi stærðir og útlit þessara skepna og rökræddu ástarlíf þeirra. Þaðan lá leiðin beint til „Helvítis". Sjálfir eru eyjaskeggjar afar stoltir af þeim stað, sem eru nokkrar hraunnibbur, gii-tar af í SÓLBAÐI á dekkinu með grindverki. íslendingum fannst hins vegar minna til „Hel- vítis“ koma og töldu sig oft hafa séð úfnara hraun og varð mörgum hugsað til gossins í Bárðarbungu, sem þá var nýhafið. Ferð íslendinga um Grand Cay- mann lauk á baðströnd, en dvölin þar varð þó styttri en ætlað var þar eð angi af fellibylnum Jósefínu sá ástæðu til að minna á sig með því að skvetta hnefastórum dropum af regni yfir ströndina og forðaði mannskapurinn sér á hlaupum inn á bar. Þar væsti auðvitað ekkert um menn og eftir nokki-ar ölkollur var farið í bæinn að versla. Úlíkir heimar Á Jamaica er mannlífið með allt öðrum svip en á hinum tveimur stöðunum. Á SKÍpinu höfðu farþeg- ar verið minntir á að fara varlega og fara ekki um svæðið á eigin veg- um. Neysla kannabisefna og ann- arra vímugjafa er enda landlæg á Jamaica og menn þar sagðir svífast einskis í þeim viðskiptum. Það var líka eins og við manninn mælt að um leið og stigið var þar á land gáfu sölumenn vímuefna sig fram og einn var svo djarfur að bjóða okkur ferð með „rútu frænda síns, þar sem við máttum reykja eins og við vildum." Tilboði mannsins var vitaskuld hafnað, en þá vildi hann bjóða okkur „reyklausa ferð“ með rútu frænda síns. Því var líka hafn- að. Eftirminnilegast frá Jamaica dvölinni var sigling meðfram ströndinni og klifur í fossum Dunn árinnar. Reyndar fannst mörgum líka gaman að skoða mannlífið í Ocho Rios, og þótt ekki væri ör- grannt um að margir hinna inn- fæddu væru með rakan vímugljáa í augum voru þeir glaðlegir og skemmtilega kærulausir í viðmóti. Skipsfélagar voru þó flestir fegnir því að komast aftur í verndað um- hverfið um borð, þar sem tekið var til óspilltra málanna að skemmta sér, á löglegan hátt, um leið og stefnan var aftur tekin „heim“ til Miami. SOLUSYNING I DAG FRA 10:00 TIL 17:00 BLÁSTURSOFNAR Miele EINSTAK/IR ÞVOTTAVELAR r—— -v RJÚKANDI HÁFAR caso FYRIR HEIMILIÐ SuðurlanJshraut 20 « 108 Reykjavík » Simi 588 0210 1 Miele ÞRIGGJA HÆÐA UPPÞVOTTAVELAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.