Morgunblaðið - 09.11.1996, Síða 44

Morgunblaðið - 09.11.1996, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 9. NÓVEM3ER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grettir þ U> EET NÆST/VtEST7 /JU/VUNCINN SE/M TIL I /MANNSíMVNDJ Tommi og Jenni Ég hef áhyggjur ... Svarti Pét- Þú hefur rétt fyrir þér ... hann Ef ég get unnið tvær bréfa- ur, fjárhættuspilarinn frægi, er virðist mjög einbeittur ... klemmur í viðbót get ég sest í mjög alvarlegur á svipinn í helgan stein... dag... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Fjölþætt starf í Laugarneskirkju Frá Ólafi Jóhannssyni: NÆSTKOMANDI sunnudags- kvöld, 10. nóvember, verður kvöld- messa í Laugarneskirkju og hefst hún kl. 20.30. Allt messuformið er einfaldara en venjan er í al- mennum guðsþjónustum og yfir- bragðið léttara. Söngurinn er hressilegur undir leiðsögn Kórs Laugarneskirkju. Leikið er undir á píanó, bassa og trommur. Tón- listarstjóri er Gunnar Gunnarsson organisti. Slíkar kvöldguðsþjónustur verða mánaðarlega í Laugarnes- kirkju í vetur, annað sunnudags- kvöld í hveijum mánuði, að desem- ber undanskildum. Hér er um að ræða kærkomið tækifæri fyrir þá sem vilja sam- eina helga alvöru og létta sveiflu, eiga gleðilega alvörustund í húsi Drottins. Sjálf messan hefst kl. 20.30 en ljúf djasstónlist verður leikin frá kl. 20.00. Kvöldmessurnar eru einn liður í fjölþættu starfi í Laugarneskirkju sem hér verður gerð nánari grein fyrir. Samverustund aldraðra í haust var aukið við starf með eldri borgurum í Laugarneskirkju er samverustundir aldraðra voru endurvaktar. Þær eru á fimmtu- dögum kl. 14-16 íumsjáþjónustu- hóps kirkjunnar. Nokkrar ágætar konur, flestar virkar í starfi Kvenfélagsins, mynda þjónustuhóp Laugarnes- kirkju. Auk umsjónar með nefnd- um samverustundum taka þær að sér heimsóknarþjónustu til sjúkra og einangraðra eldri borgara í sókninni og sjá um kirkjukaffi í guðsþjónustum þegar öldruðum er sérstaklega boðið til kirkju. Drengjakór Drengjakór Laugarneskirkju er eini starfandi drengjakór lands- ins. I vetur taka hátt í sextíu drengir þátt í starfi hans, ýmist í aðalkór, undirbúningsdeild eða nýstofnaðri eldri deild. Þar syngja drengir sem áður voru í aðalkórn- um en hafa nú gengið í gegnum raddbreytingu og syngja dýpri raddir. Æfíngar á vegum Drengjakórs- ins eru fjórum sinnum í viku. Auk þess að syngja reglulega við guðs- þjónustur í kirkjunni, syngur kór- inn við ýmis önnur tækifæri og heldur tónleika tvisvar á ári, á aðventunni og að vori. Stjórnandi Drengjakórsins er Friðrik S. Krist- insson. Kyrrðarstundir Ýmsum hentar vel að koma í hús Drottins á miðjum starfsdegi, hverfa um stund út úr erlinum og fá uppbyggingu í trúnni og styrk til að takast á við verkefni daglegs lífs. í hádeginu á fimmtudögum safnast hópur fólks til kyrrðar- stundar í Laugarneskirkju. Stund- irnar hefjast með orgelleik. Eftir ritningarlestur og altarisgöngu er fyrirbænastund í lokin. Að henni lokinni er hægt að fá léttan máls- verð á vægu verði. Hvað skal segja? 60 Væri rétt að segja: Hann var lengi óánægður en líkar nú betur. Svar: Sögnin að líka er ópersónuleg (vantar frumlag), svo að réttara væri: Hann var lengi óánægður, en nú líkar honum betur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.