Morgunblaðið - 13.11.1996, Síða 17

Morgunblaðið - 13.11.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 17 Það sem af er árinu 1996, eins og á síðasta ári, ber séreignarsjóður Kaupþings hf., Lífeyrissjóðurinn Eining, höfuð og herðar yfir keppinauta sína með hæstu raunávöxtun allra frjálsra lífeyrissjóða í landinu. 12,6% ávöxtun umfram verðbólgu gerir 1996 að frábærum árgangi hjá Einingu — og það besta við góðan árgang er að hann batnar með hverju árinu sem líður. Uppskera ársins safnar fyllingu og þroska hjá okkur þangað til rétti tíminn kemur fyrir þig að njóta hennar. Hlutdeild í árangrinum '96 tryggir afbragðs eign til frjálsrar ráðstöfunar á efri árum. Heilt ár til umhugsunar Val á lífeyrissjóði byggist ekki eingöngu á sparnaði til starfsloka. Traust og áreiðanleiki sjóðsins og árangur í ávöxtun hans eru lykilatriði. Skattamál, aðgangur að hagstæðum trygginga- iðgjöldum o.fl. eru einnig þættir sem skipt geta miklu. Réttar ákvarðanir krefjast gjarnan rækilegrar umhugsunar. Því býður Kaupþing hf. þér að greiða í Lífeyrissjóðinn Einingu í eitt ár og kynna þér alla þá möguleika sem fyrir hendi eru. Líki þér ekki þjónustan eða horfumar eftir árið endurgreiðir Kaupþing hf. inneign þína með vöxtum og þér að kostnaðarlausu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.