Morgunblaðið - 14.11.1996, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
rMiba-B
sala V
Fljúgum
hærra
SEGA
Leiktækjasalur
Habitat
Gallerí Fold-/
Demanta-
~ihúsi6
larnakoj
Verslunarrými Kringlunnar eykst um þriðjung með stækkuninni
SALUR 3, 198 SÆTI
KRINGLUBÍÓ opnar um jólin
SALUR 2,120 SÆTI
SALUR 1, 351 SÆTI
2. hæð
1. hæð
Bíókjallarinn
(f kjallara)
INNGANGUR
frá noröurhúsinu
Suðurhús
KRINGLUNNAR
„MARKMIÐ stækkunarinnar er að
festa Kringluna enn betur í sessi
sem stærsta og fjölbreyttasta versl-
unarsvæði landsins en jafnframt
var haft að leiðarljósi að auka þátt
afþreyingar með fleiri skemmti- og
veitingastöðum en verið hefur,“
sagði Einar I. Halldórsson sem
haft hefur yfirumsjón með samein-
ingu húsanna, byggingu kvik-
myndahúss og breytingum utan-
dyra.
Liðin eru 9 ár frá opnun Kringl-
unnar en í byijun árs var ákveðið
að sameina Kringluna og Borgar-
kringluna í stað þess að reka þær
sem tvær aðskildar verslunarmið-
stöðvar. „Þegar frumtillögur um
breytingar lágu fyrir hófust við-
ræður milli eigenda húsanna um
sameiningu og í janúar var sam-
starfssamningur undirritaður,"
sagði Einar.
Það er íslenska fasteignafélagið
með 70 hluthöfum sem stendur að
framkvæmdum en áætlaður heild-
arkostnaður er hátt á 400 millj.
króna, að sögn Einars.
í suðurhúsi, hinum nýja hluta
Kringlunnar sem áður var Borgar-
kringlan, hafa 25 verslunar og
þjónustufyrirtæki aðsetur á tveim-
ur hæðum og starfsmenn þar eru
um 300 talsins. Að viðbættum
8.000 fermetrum í suðurhúsi er
Kringlan nú á um 38.000 fermetra
Allsherjar verslunar-
og skemmtimiðstöð
Kringlan verður opnuð
í dag um þriðjungi
stærri en hún var í gær.
Umfangsmiklar breyt-
ingar hafa verið gerðar
á umhverfi hennar og
Borgarkringlan heyrir
nú sögunni til. Hrönn
Marinósdóttir ræddi
við Einar I. Halldórs-
son,framkvæmdastjóra
verkefnisstjómar
Kringlunnar.
Morgunblaðið/Ásdís
ÞAU standa í ströngu þessa dagana, f.v.: Sigurður Einarsson
arkitekt, Erla Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Kringlunnar og
Einar I. Halldórsson framkvæmdastjóri verkefnisstjórnar.
svæði með samanlagt um 1.000
starfsmenn.
Að sögn Einars hófust fram-
kvæmdir í byrjun júlí og áætlað er
að þeim ljúki endanlega um áramót
þegar þriggja sala kvikmyndahús
í sem Sambíóin munu reka verður
tekið í notkun en byggingu þess
lýkur á næstu vikum.
Undanfarna fjóra mánuði hafa
allt að 300 starfsmenn unnið hörð-
um höndum að stækkuninni en
Ármannsfell hf. hefur séð um fram-
kvæmdir. Þijár arkitektastofur sáu
um hönnunina; Richard Abrams
skipulagsarkitekt og ensk arki-
tektastofa sem ber heitið Bernard
Eagle sáu um heildarskipulag og
frumhönnun en það var Abrams
sem lagði grunninn að hönnun
Kringlunnar á sínum tíma, Teikni-
stofa Halldórs Guðmundssonar
hannaði viðbyggingu fyrir kvik-
myndahúsið og breytingar í bíla-
kjöllurum en Sigurður Einarsson
hjá Batteríinu hannaði innganga
og allar breytingar utandyra.
Stærri verslanir og
fleiri veitingastaðir
Að sögn Einars eru verslanir í
suðurhúsi margar hveijar stærri
en þær í norðurhúsi. Búið er að
leigja rými til verslana og þjónustu-
aðila auk þess sem fímm veitinga-
staðir eru þar til húsa.
Kringlukráin er áfram á sínum
stað en þess utan er þar matsölu-
staðurinn Götugrillið, Nýja köku-
húsið, ísbúð og í kjallara hússins
opnar í desember veitingastaðurinn
Bíókjallarinn þar sem áður var
Amma Lú. Á 2. hæð er stór leik-
tækjasalur, SEGA-tölvuleikir en
stærstu verslanirnar eru bókaversl-
unin Eymundsson, tískuverslunina
Deres sem er dönsk verslunarkeðja
með fatnað fyrir yngri aldurshóp-
ana, Virgin margmiðlunarbúð með
tölvuleiki og geisladiska en stærsta
verslunin er Habitat á um 900 fm
svæði. Einnig eru í suðurhúsi stór
söluskrifstofa Flugleiða, útibú Is-
landsbanka og fleira.
Húsin hafa svipað yfirbragð
Norður- og suðurhús eru tengd
til bráðabirgða með skjólþaki en til
stendur að byggja 4.000 fm tengi-
byggingu á milli húsanna með
verslunum og veitingastöðum. „Sú
framkvæmd mun væntanlega vera
tilbúin innan þriggja ára,“ sagði
Einar.
Útlit Kringlunnar hefur verið
samræmt bæði að utan og innan.
„í suðurhúsi var allt stokkað upp
innandyra, einingar stækkaðar og
sameignin minnkuð þannig að hús-
ið er mun bjartara og opnara en
áður. Að utan hafa byggingarnar
svipað yflrbragð en sett hefur verið
á suðurhúsið stálklæðning í sömu
litum og er á norðurhúsi. Viðbygg-
ingin sem verið er að reisa er stál-
grindarhús sem síðan verður klætt
svipað og aðrir hlutar hússins,"
sagði Einar.
Um næstu mánaðamót mun rísa
um 30 metra yfirbyggð göngubrú
úr gleri og stáli, frá húsi Sjóvá-
Almennra, Kringlunni 5 yfir á bíla-
stæði á efri hæð Kringunnar í norð-
urhúsi.
Bílastæði húsanna
hafa verið sameinuð
Nýr aðalinngangur hefur verið
settur á norðurhliðina en austan
megin er sami inngangur og áður.
Ný aðkeyrsla er að vesturhliðinni
meðfram kvikmyndasölum og inn
á aðra hæð bílapalls Kringlunn-
ar.
Bílastæði húsanna hafa verið
sameinuð og tengd með fjórum
römpum þannig að hægt er að aka
á milli þeirra. Þannig fjölgar stæð-
um um 240 en samanlagt eru þau
við Kringluna tæp 2.000, að sögn
Einars.
Framtíðaráform eru um að
stækka Kringluna til norðurs með
myndarlegri viðbyggingu ásamt
fleiri bílastæðum. „Slík áform
tengjast fyrirhugum breytingum á
Miklubrautinni en líklega verður
ekki farið í framkvæmdir fyrr en
eftir aldamót," sagði Einar.