Morgunblaðið - 14.11.1996, Síða 41

Morgunblaðið - 14.11.1996, Síða 41
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 41 APSENPAR GREIMAR STEINAR WAAGE En það eru fleiri sem þjást en sjúklingamir sjálfir. Ættingjar og aðstandendur eru undir miklu álagi. Það er óhjákvæmilega sárt að horfa á ástvin sinn breytast í ómeðvitaða veru. Það má segja að Alzheimersjúkdómurinn sé að því leyti válegri en aðrir sjúkdómar að hann deyðir fórnarlömb sín tvisvar, fyrst hugann, síðan líkam- ann. í flestum tilfellum eiga að- standendur þá ósk eina að geta hugsað um sjúklinginn og gera honum mögulegt að dveljast heima og halda reisn sinni. En þó viljinn sé mikill er álagið oftast meira og fæstir fá staðist það til lengdar án aðstoðar. Þessu fylgja oft fé- lagsleg og sálræn vandamál, ótti, einsemd og óbærileg fjárhagsleg vandamál þessara fjölskyldna. Skortur á sjúkrarými og vist- rými er tilfinnanlegur. Ættingjar þessa fólks taka á sig miklar byrð- ar sem hafa áhrif á allt fjölskyldu- líf. Þegar fjölskyldan ræður ekki lengur við vandann er nauðsynlegt að þjóðfélagið, samhjálpin, taki við. Þar er oft pottur brotinn og mjög erfiðar aðstæður geta komið upp frá því að fjölskyldan gefst í raun upp á að sinna hinum veika og þar til fundinn er staður til frambúðar, stofnun eða heimili, sambýli þar sem hinn sjúki getur dvalið. Það er því réttlætismál að aðstandendur fái hvíld af og til. Á aðventu, jólum og öðrum kirkjuhátíðum er kjörið tækifæri til að hlúa að því jákvæða í hugar- heimi okkar. Það er hægt að gera með því að við leggjum okkar af mörkum hvert og eitt, til að lina þjáningar fólks sem stendur höllum fæti í lífsbaráttunni eins og Alz- heimersjúklinga sem hafa lagt grundvöllinn að þeirri velmegun sem við búum við í dag. Á þeirri aðventu sem nú fer í hönd hefur Caritas ísland ákveðið að veija einni árlegu fjársöfnun í þágu Alzheimersjúklinga og að- standenda þeirra. Efnt verður til styrktartónleika í Kristskirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 1 þar sem landkunnir listamenn koma fram. Caritas ísland þakkar öllum þessum listamönnum sem lagt hafa fram vinnu og fyrirhöfn endurgjaldslaust því án þeirra hefðu þessir tónleikar ekki átt sér stað. Caritas sunnudagurinn verð- ur sunnudaginn 1. desember nk. og fer söfnunin fram í öllum kaþólskum kirkjum landsins. Einn- ig verða seld jólamerki í þágu þessa hóps. Til að styðja þetta málefni er hægt að greiða inn á póstgíró- reikning Caritas íslands 0900- 196002. Höfundur erfulltrúi Sotheby's á íslandi og formaður Caritas íslands. fch SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - SKOVERSLUN Kringlunni Stækkum - Lækkum Stærðir: 36-41 Litir: Brúnn og svartur Verð áður: 5.995, Tilboð: 2.495,- Herrastærðir: 40-46 Litir: Brúnn og svartur Verð áður: 3.995, Tilboð: 2.995,- Tegund: 2488 Stærðir: 36-41 Litur: Svartur Verð áður: 3.995; Tilboð: 2.495,- Stærðir: 36-41 Litur: Svartur Verð áður: 4.495, Tilboð: 2.495,- PÓSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE s KÓVERSLUN SÍMI 568 9212

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.