Morgunblaðið - 14.11.1996, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 14.11.1996, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 55 Kennarar og nemendur sameinast um að bæta kennslu STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands og kennslumálanefnd Háskólaráðs standa fyrir málstofu um markmið háskólakennslu 16. nóvember nk. í Norræna húsinu. Næstu fjóra mánuði mun standa yfir umfangsmikil kennslumála- ráðstefna fyrir Háskóla íslands. Markmið hennar er að stuðla að framþróun í kennsluháttum. Vinna á tillögur um kennslumat og kennsluþróun, réttindi og skyldur kennara og nemenda, rannsókn- arnám og starfsnám, samskipti við erlenda háskóla, endurmenntun og símenntun kennara, nýmæli í fyr- irkomulagi í kennslu og málefni er varða próf og námsmat. Niður- stöðurnar verða lagðar fyrir á ráð- stefnu er haldin verður 8. mars á næsta ári, segir í fréttatilkynn- ingu. Málstofan á laugardaginn markar upphaf þessarar vinnu. Hlutverk hennar er að skilgreina og skýra markmið_ og innri þætti háskólakennslu. Á málstofunni munu sex fyrirlesarar skýra frá sínum viðhorfum og reynslu er varðar kennslu og kennsluhætti. Ráðstefnan hefst kl. 13 með setningu Páls Skúlasonar, prófess- ors í heimspeki og formanns kennslumálanefndar Háskólaráðs. Nánari upplýsingar veitir Lára Samira Benjnouh, varaformaður SHÍ, eða Páll Skúlason. Danskur sál- fræðingur kenn- ir hawaiíska seiðmenningu MARIANNE Suhr kemur nú í ann- að skipti til íslands. Marianne er „gestalt“ sálfræðingur, mynd- þerapisti, heilari, seiðkona, rithöf- undur og kennari í hawaiískri seið- menningu. Hún er dönsk að upp- runa en ferðast vítt og breitt um heiminn, bæði til að kenna og bjóða fólki í einkatíma. Að þessu sinni heldur hún tvö námskeið á veg- um Pýramídans í Dugguvogi 2 í Reykjavík auk þess að taka fólk í einkatíma, í ráðgjöf, heilun og skyggnilest- ur. Námskeið- in/einkatímarnir fara fram á ensku en túlkur verður á staðnum til þess að þýða fyrir þá sem þess óska. Marianne heldur kvöldnámskeið sem hún nefnir Mátt kærleikans hinn 20. nóvember frá kl. 20-22. Námskeiðið byggist á ævafornum vísdómi hawaiískrar seiðmenning- ar er nefnist HUNA. Marianne mun kenna fólki aðferðir til að ná árangri í því sem það tekur sér fyrir hendur, bæði í einkalífinu og hvað aðra varðar. Helgina 23. og 24. nóvember verður Marianne með námskeið í hawaiískri seiðmenningu frá kl. 10-18 báða dagana. Einnig mun Marianne taka fólk í einkatíma dagana 19., 20. og 21. nóvember. Skráning á námskeið og í einka- tíma fer fram hjá Pýramídanum. ■ HAUSTFUNDUR SÍBS deild- arinnar á Vífilsstöðum verður haldinn fimmtudaginn 14. nóvem- ber kl. 20.30 í Skútunni, Hóls- hrauni 3, Hafnarfirði. Á fundinum verður spilað bingó undir stjórn Skúla Jenssonar. Að auki segir Þórarinn Gíslason sérfræðingur frá nýjungum og svarar fyrirspurn- um. Kaffiveitingar og bingóspjald er 500 kr. en þess má geta að tak- markaður fjöldi er á spjöldum. Hönnunar- og tískusýning á Kaffi Reykjavík HALDIN verður hönnunar- og tískusýning á Kaffi Reykjavík í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Kynnir kvöldsins verður Bryndís Schram. Verslunin Misty sýnir kvenlegan undirfatnað, María Lovísa, fata- hönnuður, kynnir nýja fatalínu og Lára gullsmiður sýnir skartgripi. Hárgreiðslustofan Valhöll sér um hárið og sýnir nýja línu í greiðslu og strípum en snyrtistofan Guerla- in annast förðun sýningarstúlkn- anna. Verslunin Brúðkaupsskreyt- ingar sér um blómaskreytingar. Signý Sæmunsdóttir sópran- söngkona og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari koma fram í hléi. Stofnfundur Hollvinafélags læknadeildar UNDIRBÚNINGSNEFND Holl- vinafélags læknadeildar býður læknum, stúdentum og aðstand- endum þeirra ásamt öðrum holl- vinum læknadeildar til stofnfund- ar í Læknagarði við Vatnsmýrar- veg föstudaginn 15. nóvember nk. Samkoman hefst kl. 17. Skýrt verður frá hollvinasamtökunum, stofnskrá hollvinafélagsins verður borin upp og stjórnarkjör fer fram. Þá verður flutt tónlist og gestum gefst tækifæri á að skoða hús- næði Iæknadeildar í Læknagarði og kynna sér starfsemi sem þar fer fram. Fundinum Iýkur um kl. 18.30. Unglingameist- aramót íslands um helgina SKÁKSAMBAND íslands heldur Unglingameistaramót Islands 1996, fyrir skákmenn fædda 1976 og síðar, dagana 15.-17. nóvember nk. i Faxafeni 12 og verða tefldar 7 umferðir eftir monrad-kerfi. Umhugsunartími er 1 klst. á alla skákina. Mótsdagar verða föstudag, laug- ardag og sunnudag. Þátttökugjald er 800_kr. Skráning hjá Skáksam- bandi íslands. Skákbækur verða veittar í verð- laun til 5 efstu en að auki fær sigur- vegarinn farseðil á leiðum Flugleiða á skákmót erlendis. Félagsfundur LAUF LAUF, samtök áhugafólks um flogaveiki, heldur almennan félags- fund fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Prófessor Gunnar Guðmundsson flytur erindi um íslenska/banda- ríska rannsókn um flogaveiki og svarar fyrirspurnum. LEIÐRÉTT Rangt starfsheiti Morgunblaðið birti 26. október síðastliðin greinina Geðheilbrigðis- þjónusta í Noregi eftir Normu Mo- oney. Höfundur, sem er sálfræðing- ur, var ranglega kynntur sem geð- læknir. Greinin barst blaðinu frá samtökunum Geðhjálp. Samtökin og blaðið biðja velvirðingar á þess- um mistökum. Marianne Suhr FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór ERLA Vilhjálmsdóttir, eigandi Tékk-Kristals, afhenti Þorsteini Ólafssyni, framkvæmdastjóra SKB, peningagjöfina. Tékk-Krist- all styrkir krabba- meinssjúk börn FYRIRTÆKIÐ Tékk-Kristall átti 25 ára afmæli 1. nóvember sl. Af því tilefni ákváðu eigendur þess að gefa Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna (SKB) 250.000 kr. „SKB var stofnað af foreldrum barna með krabbamein 2. sept- ember 1991 og átti því 5 ára af- mæli fyrr á þessu ári. Tilgangur félagsins er að gæta á öllum svið- um, bæði utan og innan sjúkra- húsa, hagsmuna barna með krabbamein. Rauði þráðurinn í starfsemi SKB er og hefur verið fjáraflanir og fjárhagslegur stuðningur við fjöiskyldur barna með krabbamein en eins og flest- um ætti að vera kunnugt verða þær einatt fyrir miklum kostnað- arauka og tekjutapi. Segja má að með umönnunarbótum úr al- mannatryggingakerfinu sé kostn- aðaraukinn bættur að verulegu leyti en aðra sögu er að segja um tekjutap. Þegar haft er í huga að foreldri á einungis rétt á 7 daga launuðu fríi á ári til að annast sjúk börn sín er auðvelt að skilja þá fjárhagserfiðleika sem viðkom- andi fjölskyldur hafna í,“ segir í fréttatilkynningu frá SKB. Jólakort Rauða kross- hússins 1996 RAUÐAKROSSHÚSIÐ, neyðarat- hvarf fyrir börn og unglinga, hefur gefið út jólakort i fjáröflunarskyni. Rauði kross íslands og deildir hans hafa annast rekstur Rauða- krosshússins síðan 1985 og á þeim tíma hafa á níunda hundrað börn og unglingar gist athvarfið og feng- ið þar aðstoð. Á sama tíma hafa tugir þúsunda notfært sér trúnaðar- símann. Auk þessa er boðið upp á ráðgjöf í Rauðakrosshúsinu. Jólakortasalan er eina eigin fjár- öflun Rauðakrosshússins. Myndin á kortinu í ár er hluti fresku sem myndlistarmaðurinn Baltasar gerði fyrir Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á árunum 1986-87. Freskan er byggð á sæluboðunum. Þessi hluti verksins nefnist Sælir eru miskunnsamir og er táknmynd af flóttafólki. Maðurinn lengst til vinstri ber rauða krossinn sem tákn um samhjálp þjóða í átök- um og neyð. Myndin er notuð með góðfúslegu leyfi listamannsins, segir í fréttatilkynningu. SIGURJÓN Andrésson, Magnúsarbakaríi í Vestmannaeyjum, tók besta prófið af bakaranemum. Bakaranemar útskrifast LANDSSAMBAND bakarameist- ara og Sveinafélag bakara buðu bakaranemum er tóku sveinspróf á þessu ári til hófs nýlega þar sem afhending prófskírteina fór fram. Sama prófnefndin hefur dæmt hjá öllum nemunum. í henni sátu Ragnar Eðvaldsson, Keflavík, Guðni Andreasen, Selfossi og Gunnar Guðmundsson, Reykja- vík. Athuga- semd frá Lyfju hf. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Inga Guðjónssyni lyfsala hjá Lyfju hf. „I tilefni af verðkönnun sem Morgunblaðið stóð fyrir í gær í fjórum lyfjaverslunum, m.a. Lyfju, vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri. Fram kom í könnurU inni að hjá Lyfju væri 5% afsláttur veittur af lausasöluljrfjum og hluta sjúklings af kostnaði lyfs fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Hið rétta er að á undanfömum mánuðum hafa elli- og örorkulífeyrisþegar notið 20-25% afsláttar af lyfseðils- skyldum lyfjum hjá Lyfju. Um síð- ustu helgi var síðan ákveðið að auka afsláttinn enn frekar og er hann nú frá 17% upp í 60% af lyf- seðilsskyldum lyfjum. Almenna reglan er sú að því dýrari lyf sem um er að ræða því hærri afsláttur er veittur.11 * Islensk póstsaga gefin út PÓSTSAGA íslands 1776-1873 er komin út og er höfundur bók- arinnar Heimir Þorleifsson sagn- fræðingur. Bókaútgáfan Þjóð- saga hafði samvinnu við Póst og síma um útgáfuna og var myndin tekin þegar Halldóri Blöndal samgönguráðherra var afhent fyrsta eintak bókarinnar. „Póstsagan er mikilvægur hluti Islandssögunnar því fyrir daga símans og þegar heimilda- verk voru slæmar gegndu póst- arnir stóru hlutverki. Póstsagan er ítarlegt heimildaverk sem nær frá upphafi opinberrar póstþjón- ustu til 1873 er fyrstu íslensku frímerkin voru gefin út og póst- málin voru sett undir sérstaka ríkisstofnun, Póststjómina. í bókinni er fjöldi mynda af skjöl- um auk teikninga og annarra skýringar mynda, “ segir í frétta- tilkynningu frá Pósti og síma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.