Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 1

Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 1
88 SÍÐUR B/C 279. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lögregluyfirvöld óttast að ný sprengjuherferð sé í uppsiglingu í Frakklandi • • Oryggisgæsla stórefld vegna sprengjutilræðis París. Reuter. Morgunblaðið. Rauter ÖRYGGISVARSLA var stórefld í Frakklandi í gær, daginn eftir sprengjutilraæði í neðanjarðar- lestarstöð í París. A myndinn skoða franskir lögreglumenn skilríki bílstjóra í Strassborg. VARALIÐ lögreglu og hersveitir voru kallaðar út til öryggisgæslu í stórborgum Frakklands í gær í framhaldi af sprengjutilræði á neð- anjarðarlestarstöð í París á háanna- tíma í fyrrakvöld. Tveir biðu bana og 88 særðust, en lögreglan fékk staðfest í gær, að sprengiefnið hefði verið sömu tegundar og notað var í sprengjum er hryðjuverkamenn alsírskra bókstafstrúarsamtaka efndu til sprengjuherferðar í Frakk- landi í fyrrahaust. Öryggisvarsla var stórefld á lest- arstöðvum, flugvöllum, við skóla, söfn og stórverslanir í París og öðrum frönskum stórborgum af ótta við að í uppsiglingu væri sprengju- herferð. Um 8.000 ruslatunnum á götum úti verður lokað og skoðað í töskur fólks í jólagjafaleiðöngrum. Auk þess sem lögregla og hermenn fylgdust grannt með samgöngum fjölguðu stórverslanir öryggisvörð- um og treystu gæslu við innganga. Óttuðust verslunareigendur að fólk færi ekki til miðborga nema í brýn- ustu erindum og verslaði þess í stað í úthverfum. Af þessum sökum lækkuðu m.a. hlutabréf margra verslunarhúsa í verði í frönsku kauphöllinni. Fólk var hrætt og tortryggið í París, þögn ríkti í neðanjarðarlest- unum og farþegar skimuðu í kring- um sig eftir töskum og pokum án eigenda. Lestarstarfsmenn dreifðu miðum með beiðni um árvekni. Þrír rannsóknardómarar, sérhæfðir í hryðjuverkamálum, hófu rannsókn tilræðisins. Talið er, að sprengjan hafi átt að springa á hinni fjölförnu Trump vann átakalaust New York. Reuter. BOXARARNIR Evander Holy- field og Mike Tyson höfðu stórtekjur af því að lumbra hvor á öðrum í Las Vegas fyr- ir mánuði, í einvígi um heims- meistaratitilinn í þungavigt, sem lauk með sigri Holyfields. Aðrir græddu einnig ríku- lega á einvíginu án þess að þurfa að beita hnefum og hnú- um. Meðal þeirra var banda- ríski auðkýfingurinn Donald Trump. Öfugt við veðmangar- ana hafði hann tröllatrú á Holyfield og veðjaði einni millj- ón dollara á að hann sigraði. Fékk hann því tuttugu milljón- ir borgaðar út, jafnvirði 1,3 milljarða króna, að því er hann tjáði blaðinu DailyNews í New York. Fulltrúar veðmangara í Las Vegas vildu hins vegar ekki kannast við að hann hefði lagt umrædda milljón undir. lestarstöð St.Michel í Latínuhverf- inu. „Allt sem í mannlegu valdi stend- ur verður reynt til þess að hafa upp á tilræðismönnunum og refsa þeim,“ sagði Alan Juppe forsætis- ráðherra er fjallað var um sprengju- tilræðið i Port Royal-lestarstöðinni. Belgrad, London. Reuter. DÓMSTÓLL í Serbíu hafnaði í gær kröfu stjórnarandstöðuflokka í land- inu um nýjar kosningar. Mikil mót- mæli hafa verið haldin gegn Slobod- an Milosevic, forseta Serbíu, undan- farna 17 daga eftir að hann lýsti kosningar í Sarajevo og nokkrum öðrum borgum ógildar. Sósíalista- flokkur Milosevic beið ósigur í þeim. Lýðræðisflokkurinn, sem er í Zajedno, samtökum stjórnarand- stöðunnar, sagði að dómstóllinn hefði hafnað staðhæfingum stjórnar- andstæðinga um að sósíalistar hefðu rænt þá kosningasigrinum. Talið er að þessi úrskurður komi í veg fyrir að takist að miðla málum milli Milosevic og Zajedno. Hefði úrskurðurinn verið Zajedno i hag hefði verið hægt að halda kosning- arnar á ný og hefði þrýstingur Vest- urlanda á Milosevic þá sennilega minnkað. Þeir sem biðu bana voru kanadísk kona og 41 árs franskur karlmaður. Leiðtogi Islömsku frelsisfylking- arinnar (FIS), Rabah Kebir, for- dæmdi sprengjutilræðið. FIS hefur háð vopnaða baráttu gegn alsírsk- um stjórnvöldum en eru hófsamari samtök en Hersveitir íslams (GIA), Það var hins vegar ekkert lát á gagnrýni í gær. Nú stendur yfir þing í London til að fara yfir stöðu friðar- mála í Bosníu, en ástandið í Belgrad yfirskyggði önnur mál þar. John Kornblum, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði að ástand lýðræðis í Serbíu væri „hörmulegt" og kalt yrði á milli Bandaríkjamanna og ráðamanna í Belgrad þar til ráðin yrði bót á því. Evrópusambandið lýsti einnig yfir áhyggjum vegna ástandsins. Útvarpsstöðin Voice of America, sem bandarísk stjórnvöld reka, til- kynnti í gær að hún mundi endur- varpa dagskrá sjálfstæðu útvarps- stöðvarinr.ar B-92, sem serbnesk stjórnvöld lokuðu á mánudag, til Serbíu frá og með deginum í dag. ■ Bildt lætur af/20 sem lýstu á hendur sér ábyrgð á sprengjutilræðum í Frakklandi í fyrra sem kostuðu átta manns lífið og 160 særðust. Sprengjan sem nú var notuð bar þess glögglega merki, að hún hafi komið úr sömu vopna- verksmiðju og þær sem brúkaðar voru í tilræðunum í fyrra. STJÓRN sósíalista í Grikklandi hefur brugðist af hörku við kröf- um bænda, sem hafa staðið fyrir mótmælaaðgerðum, lokað veg- um og jámbrautum í viku. Bænd- ur krefjast hærra afurðaverðs, lægi’a bensínverðs og skuldbreyt- inga á Iánum. Bændurnir hafa sett upp vega- tálma og hefur víða myndast mikið umferðaröngþveiti. Þá óttast menn að vöruskortur fari Rússland Reynt að leysa námu- verkfall Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, skipaði í gær sérstakan sendimann til að semja við kolanámamenn, sem hafa ver- ið í verkfalli í tvo daga og hótað að knýja rússnesku stjómina til afsagnar verði hún ekki við kröfum þeirra. Námamennirnir hafa ekki fengið greidd laun í marga mánuði. Jeltsín ræddi við Viktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra og þeir ákváðu að senda Vladímír Potanín aðstoðarfor- sætisráðherra til náma í Kuz- bass. Embættismenn verða einnig sendir til annarra svæða í Rússlandi til að út- skýra efnahagsstefnu stjórn- arinnar fyrir þjóðinni. Talsmaður námafyrirtækis- ins Rosugol, sem rekur flestar námanna, sagði að 61.000 námamenn af 445.000 hefðu lagt niður vinnu. Vitalí Búdko, leiðtogi sambands rússneskra kolanámamanna, sagði hins vegar að 400.000 manns, eða 80% allra starfsmanna nám- anna, hefðu tekið þátt í verk- fallinu í gær. Vinna hefði leg- ið niðri í 169 námum af 189. Verkfallsmennirnir hafa krafist þess að stjórn Tsjerno- myrdíns segi af sér vegna launaskuldanna. Kennarar í Kuzbass efndu einnig til verk- falls í gær og rafvirkjar á svæðinu sögðust ætla að leggja niður vinnu í dag. að gera vart við sig. Bændurnir eru vígreifir og segjast munu halda aðgerðunum áfram fram yfir jól gangi ekki stjórnvöld að kröfum þeirra en Costas Simitis, forsætisráðherra, sagðist í gær ekki hafa neitt nýtt að bjóða bændum. Á myndinni gengur grískur bóndi fram hjá brenn- andi vegartálma á þjóðveginum á milli Aþenu og borgarinnar Patras. 17. dagur mótmæla 1 Belgrad Kröfu um nýjar kosningar hafnað Grískir bændur mótmæla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.