Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 2

Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Olís opnar þrjár sjálfvirkar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu Fleiri stöðvar áætlaðar LIÐNA viku hafa starfsmenn Olís reynt búnað sjálfvirkra bensínstöðva undir heitinu ÓB, meðal annars við Fjarðarkaup í Hafnarfirði. OLÍS opnar í dag þijár nýjar sjálf- virkar bensínstöðvar undir heitinu ÓB, sem stendur fyrir Ódýrt bens- ín. Stöðvamar eru staðsettar við Hólshraun og Melabraut í Hafnar- firði og við Starengi í Grafarvogi. Thomas Möller framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís segir að fyrir- tækið hyggist opna fleiri slíkar stöðvar innan skamms. „Við viljum mæta kröfum mark- aðarins um ódýrara bensín og bregðast við greinilegum áhuga hjá stórum hluta viðskiptavina á að afgreiða sig sjálfir gegn lægra verði,“ segir Thomas. Þróun til sjálfs- afgreiðslu Olís hefur tæplega 30% mark- aðshlutdeild á eldsneytismarkaði hérlendis og hefur haldið henni um talsvert skeið. Thomas segir að miklar hræringar hafa orðið á eldsneytismarkaði á undanfömum misserum og bendir á í því sam- bandi að í fyrra hófu olíufélögin að bjóða allt að tveggja krónu afslátt á bensínlítra, þegar við- skiptavinir afgreiða sig sjálfir. „Sjálfsafgreiðslan er orðin stór þáttur í okkar rekstri, og allt að helmingur viðskiptavina okkar vel- ur þá leið fremur en að fá fulla þjónustu. Þama er t.d. um að ræða yngra fólk og aðra sem vilja spara og telja þjónustuna ekki skipta höfuðmáli með hliðsjón af sparnaði. Þegar fyrirtækið Bensínorkan kom fram á sjónarsviðið með sjálf- virkar bensínstöðvar undir nafninu Orkan urðum við vitni að viðtökun- um sem þær fengu og erum með opnun stöðvanna nú að svara þeirri samkeppni að hluta til. Við sjáum hver þróunin er og teljum hlut sjálfsafgreiðslu eiga eftir að aukast enn frekar í náinni fram- tíð. Við viljum vera framarlega að þessu leyti,“ segir hann. Hann segir kostnað við sjálf- virka stöð um fjórðung af kostn- aði við fullbúna bensínstöð með starfsmönnum. Einn maður mun hafa með höndum allt eftirlit og umsjón við sjálfvirku stöðvarnar, en öryggisfyrirtæki annast hins vegar flutning fjármuna frá þeim. „Til samanburðar má nefna að á hefðbundinni bensínstöð starfa allt að 16 manns. Við gætum samt fyllsta öryggis, bæði hvað varðar eldsneytið og stöðvarnar sjálfar,“ segir Thomas. Aðspurður um hvort Olís óttist ekki að sjálfvirkar bensínstöðvar skerði hlut annarra stöðva félags- ins í nágrenni þeirra kveðst Thom- as gera ráð fyrir að svo verði í einhveijum mæli en menn búist við að skerðingin verði meiri hjá öðrum samkeppnisaðilum. Því til viðbótar sé vert að minna á að á höfuðborgarsvæðinu séu um 4.000 íbúar á hverja bensín- stöð, en víða erlendis sé algengt að þetta hlutfall nemi 2-3.000 íbú- um á hveija stöð. „Sjálfvirku stöðvamar eru í sam- ræmi við þróunina erlendis og einn- ig aukið vöruframboð á þjónustu- stöðvum, eins og nýja stöð Olís við Sæbraut er dæmi um. Upp úr næstu áramótum munu tíu stærstu þjónustustöðvar Olís bjóða svipað vöruval og stöðin við Sæbraut, sem þýðir margvíslegan vaming fyrir heimili, ferðalög og bifreiðar,“ seg- ir hann. Aðeins verður selt blýlaust 95 oktana bensín á sjálfvirku stöðvun- um og díselolía. Mun lítrinn af bensíni kosta svipað og hjá Ork- unni, en þar var verðið í gær 72 krónur á hvern bensínlítra og 27,30 á dísellítra. Frost í nóvember sjald- an verið meira í 120 ár Kulda- og sólskins- met sett í Reykjavík NÓVEMBER hefur ekki mælst jafn kaldur í Reykjavík frá því samfelldar hitamælingar hófust árið 1871 en frost mældist að meðaltali tæplega tvær gráður sem er þremur stigum lægra en vanalega á sama árstíma. Mánuðurinn var jafnframt sá sólríkasti í höfuðborginni frá upp- hafí sólskinsmælinga árið 1923 en sólin skein samtals í um 80 klukkustundir, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings á Veður- stofu íslands. Að sögn Trausta er ekki unnt að reikna út meðalhitann fyrir nóvember þar sem tölur liggja ekki fyrir alls staðar að af land- inu. „Öhætt er þó að segja mánuð- inn vera með fimm köldustu nóv- embermánuðum undanfarin 120 ár.“ Á Akureyri var frostið að meðaltali tæp fímm stig sem eru mestu kuldar þar frá árinu frá 1973. Mesta frost 30,4 gráður Við Mývatn mældist frost 30,4 stig sem er það mesta sem mælst hefur í íslenskri veðurathugunar- stöð á þessari öld, að sögn Trausta en tölur eru ekki sambærilegar þar sem um nýja sjálfvirka veður- athugunarstöð er að ræða. Norðanátt var ríkjandi í nóvem- ber sem Trausti segir vera skýr- inguna á kaldri veðráttu en al- gengast er að vindar blási úr vest- suðvestri á þessum árstíma. Veður- far hefur ekki farið hlýnandi hér- lendis eins og víða annárs staðar undanfarin ár. Þingflokkar stj órnarflokkanna fjalla um veðsetningu aflaheimilda Ákvæði um að aflalieimild megi aldrei veðseija eina Búist við að þingflokkar afgreiði málið I næstu viku Áreitti börn á Akureyri Gamla málið tekið upp aftur VEGNA nýrra upplýsinga sem eru komnar fram verður tekið upp mál það frá árinu 1992, sem ekki þótti tilefni ákæru á hendur manninum, sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðislega áreitni við böm á Akureyri. Verður málið sent RLR til meðferðar að nýju allra næstu daga, að sögn Jóns Erlendssonar, saksóknara. Jón segir að mæður tveggja telpna sem maðurinn var á sín- um tíma talinn hafa misnotað hafi skrifað ríkissaksóknara bréf með ósk um að málið yrði tekið upp að nýju. „Þær telja sig vera með nýjar upplýsingar í málinu og vegna þess er verið að vísa málinu aftur til RLR,“ sagði Jón Erlendsson. Hann sagðist búast við að málið yrði komið í hendur RLR í dag eða næstu daga. Jón sagðist í gær ekki hafa upplýsingar um hve mörg börn talið hefði verið að maðurinn hefði misnotað þegar kæran frá 1992 var lögð fram, en þar hefði a.m.k. verið um þessar tvær telpur að ræða. Hann kvaðst ekki minnast þess að til gæsluvarðhaldsvistar mannsins hefði komið meðan á þeirri rannsókn stóð. ÞINGFLOKKUR Framsóknar- flokksins fundaði í gær um drög að frumvarpi til laga um samn- ingsveð, sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á yfírstandandi þingi. Málið var ekki afgreitt, en búist er við að það verði í næstu viku. í frumvarpinu er ákvæði, sem heimilar veðsetningu aflaheimild- ar með skipi, en jafnframt er kveð- ið á um að aflaheimildina eina megi aldrei veðsetja. Þegar málið kom til kasta þing- flokks Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkru settu þrír þingmenn, Guð- jón Guðmundsson, Guðmundur Hallvarðsson og Kristján Pálsson, fyrirvara við afgreiðsluna, m.a. með vísan til þess að nytjastofnar RAUÐRI vatnsmálningu var kast- að yfír hús og lóð leikskóla KFUM og K við Langagerði í fyrrinótt. Skemmdarverkið uppgötvaðist þegar starfsfólk kom til vinnu á íslandsmiðum væru lögum sam- kvæmt sameign þjóðarinnar. Ákvæðið í þeim frumvarpsdrög- um, sem þingflokkar stjómar- flokkanna hafa haft til umfjöllun- ar, kveður á um að réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekin fjárverðmæti (veðandlag) og stjórnvöld úthluta lögum sam- kvæmt, er- eigi heimilt að veðsetja ein sér og sjálfstætt. Hafi fjárverð- mæti það sem réttindin eru skráð snemma í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu starfsmenn Reykjavíkurborgar á vettvang til að skipta um sand á lóðinni og tókst starfsmönnum leik- á verið veðsett er eigi heimilt að skilja réttindin frá fjárverðmætinu nema með þinglýstu samþykki þeirra sem veðréttindi eiga í við- komandi fjárverðmæti. Ákvæðið er skýrt svo í greinar- gerð að átt sé við þau tilvik þegar veðsett séu fjárverðmæti, til dæm- is jarðir og skip, sem á séu skráð réttindi til nýtingar í atvinnu- rekstri og stjórnvöld úthluti lögum samkvæmt og haldi skrár um. Sem dæmi um slík réttindi megi nefna skólans að hreinsa málninguna af húsinu. Engar skemmdir urðu, en ekki er upplýst hveijir þama voru að verki. aflahlutdeild, sem úthlutað sé á skip samkvæmt stjórn fískveiða og greiðslumark sem úthlutað sé á lögbýli. Ekki sjálfstætt andlag veðréttar Af reglunni leiði að óheimilt sé að veðsetja réttindi sem um ræði ein sér og sjálfstætt, þótt aðila- skipti geti orðið að þeim með öðr- um hætti samkvæmt ákvæðum laga og reglugerða. Þau geti því ekki orðið sjálfstætt andlag veð- réttar. Þá komi fram sú megin- regla, að hafí slíkt fjárverðmæti, til dæmis veiðiskip eða lögbýli, verið veðsett sé óheimilt á gildis- tíma veðsetningarinnar að skilja hin úthlutuðu réttindi frá viðkom- andi fjárverðmæti. Nokkrir þingmanna Framsókn- arflokksins hafa lýst sig andvíga veðsetningu kvóta, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins geta þeir sætt sig við núverandi ákvæði, þar sem veðsetning kvóta er bund- in veðsetningu skips og skýrt kveðið á um að aflaheimildina eina megi aldrei veðsetja. Skemmdarverk við leikskóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.