Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 4

Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 1 FRETTIR Jóladansinn stiginn Morgunblaðið/Ásdís KRINGLAN er komin í jólabún- ing og Sara Dögg Eiðsdóttir, litla hnátan sem ljósmyndari Morgun- blaðsins hitti í verslunarmiðstöð- inni, var komin í jólaskap. Hún dansaði þar af hjartans Úst í takt við tónlistina en nú eru jólaböllin á næsta leiti. Ný könnun gerð á frá- kasti afla hjá fiskiskipum „OF MIKIÐ er um það að fiski sé hent,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra á Alþingi í gær, er hann svaraði fyrirspum sem Magnús Stefánsson alþingismaður beindi til hans um frákast á afla fískiskipa. Þorsteinn greindi frá því, að niðurstaðna nýrrar könnunar Hafrannsóknastofnunar á frákasti afla væri að vænta eftir áramótin. Fyrirspumin snerist um hvort sjávarútvegsráðuneytið hefði látið gera úttekt á því, hve miklum veidd- um afla sé kastað úr fiskiskipum, og hvort ráðherra hafí uppi áform um að leggja mat á magn frákasts. Einnig var spurt hvort fiskifræðing- ar taki tillit til áætlaðs frákasts við ákvörðun tillagna um leyfílegan heildarafla einstakra físktegunda. Þorsteinn sagði að á undanfömum árum hefði mjög margt verið gert, bæði af hálfu stjómvalda og þeirra sem starfa í sjávarútveginum, til þess að tryggja góða umgengi um fiskimiðin; samþykkt laga um um- gengni við fískimiðin á síðastliðnu sumri væri m.a. til marks um það. Nýjasta könnun gerð 1992 Þorsteinn sagði ráðuneytið ekki hafa staðið sjálft fyrir könnun á umfangi frákasts á físki; aftur á móti hefðu á síðustu árum tvær ráð- herraskipaðar nefndir gert tilraun til að leggja mat á það. Nýjustu nið- urstöðumar úr þessum könnunum hefðu legið fyrir í janúar 1993, en þær væm ekki yfírfæranlegar beint á ástandið eins og það sé nú. í þeim niðurstöðum kom fram, að hlutfall frákasts væri áætlað að meðaltali um 4% af heildarafla, en þetta hlut- fall væri mjög mismunandi eftir físk- tegundum. Til að leggja mat á ástandið eins og það væri nú sagði ráðherra nauðsynlegt að bíða niður- staðna nýrrar könnunar. Hann greindi frá því, að nú ynni Hafrann- sóknastofnun einmitt að slíkri könn- un í samstarfi við trúnaðarmenn um borð í fiskiskipum, og væri niður- staðna úr henni að vænta eftir ára- mótin. Varðandi spurninguna um hvaða áhrif frákast hefði á fiskveiðiráð- gjöfína sagði ráðherra það vera mat Hafrannsóknarstofnunar, að þau kæmu fyrst og fremst fram í því ef verulegar breytingar yrðu á mældri stærð fiskistofna frá einu ári til annars, þar sem ráðgjöfín byggðist á slíkum hlutfallslegum breytingum. Frumvarp til laga um bamaklám Gildistöku verði flýtt ALLSHERJARNEFND hefur skilað áliti um frumvarp til laga um vörslu barnakláms með tveimur breyting- um. Leggur nefndin til að öðrum málslið 1. greinar þess verði breytt á þann veg að refsingu varði að sýna böm á klámfenginn hátt. í frumvarp- inu stendur á grófan klámfenginn hátt og er mælst til að orðið grófur verði fellt út. Þá leggur nefndin til að lögin taki gildi 1. janúar 1997 í stað 1. júlí. Nefndin var einróma í afstöðu sinni. í áliti segir jafnframt að nokkur umræða hafí orðið í nefnd- inni um hvort setja ætti aldursmörk í frumvarpið en þar er talað um böm án þess að aldur þeirra sé tilgreindur nánar. Varð niðurstaðan sú að að eðlilegast væri að miða við 16 ár, eða sjálfræðisaldur. Frumvarpið verður tekið til ann- arrar umræðu í þinginu næstu daga. Opið í dag 10-18:30 Sumar verslanir opnar lengur KRINGMN frd morgni til kvolcls j Jólagestur Morgunblaðið/Kristinn ÞETTA rauða og græna skordýr, sem Erling Ólafsson skordýra- fræðingur segir að heiti einitíta, skaut upp kollinum á ritstjórn Morgunblaðsins í gær, nánar til- tekið á síma blaðamanns. Erling segir að einitítan birtist stundum hér á landi í desember og leynist þá í greni sem flutt er til lands- ins fyrir jólin. „Á síðasta ári var töluvert um einitítu, en þetta er sú fyrsta sem ég frétti af í ár. Einitítan býr víða í Evrópu og lifir á einibeijum, eins og nafnið Allur afli verði seldur á markaði SEX þingmenn úr þingflokki jafn- aðarmanna hafa lagt fram á Al- þingi þingsályktunartillögu um sölu afla á fiskmörkuðum. Gengur tillagan út á að Alþingi álykti, að allur sjávarafli sem seldur sé inn- anlands skuli seldur á fiskmörkuð- um. Fyrsti flutningsmaður er Svanfríður Jónasdóttir. í greinargerð með tillögunni er þess getið, að miklar breytingar eigi sér nú stað í íslenzkum sjávar- útvegi, sem rætur eigi að rekja m.a. til tæknibreytinga á sviði fjar- skipta og upplýsingastreymis, bættra samgangna og möguleika til skjótra flutninga. Einnig er fiskveiðistjórnunarkerfið nefnt, markaðsvæðing veiðanna og sú staðreynd, að fiskmarkaðimir hafi haslað sér völl á síðastliðnum ára- tug. Á fiskmörkuðum séu nú ár- íega seld um 100 þúsund tonn af bolfiski fyrir um 10 milljarða króna. Þannig sé tæknilega ekkert því til fyrirstöðu að allur afli sem seldur sé hérlendis fari á markað, en það hefur um nokkurt skeið verið krafa sjómanna. Einnig mikilvægt hagsmunamál vinnslunnar Sala alls afla sem seldur er inn- anlands um fiskmarkaði er sögð vera ekki aðeins réttlætismál fyrir sjómenn „heldur einnig mikilvægt hagsmunamál vinnslunnar svo að hún geti sérhæft sig enn frekar og gert betur." Tekið er fram í greinargerðinni, að þingsályktuninni sé ætlað að fela í sér stefnumörkun Alþingis, og vonast til að samþykkt hennar verði til þess að sjávarútvegsráð- herra flytji frumvarp til breytinga á viðeigandi lögum til að fylgja henni eftir. gefur til kynna. Þetta er aðlað- andi og ágætt skordýr.“ í Skordýrabók Fjölva segir að 25 þúsund tegundir af títum séu nú þekktar og skiptast þær í nokkur hundruð ættir, sem eru ákaflega ólíkar. Sjúga sumar þeirra blóð úr dýrum, en flestar sjúga safa úr jurtum. Títur líkj- ast sumar bjöllum, enda myndast þykkildi ofan á bol þeirra, nokk- urs konar skel við vængrætur, sem gengur aftur í brodd og myndar eins konar skjöld. GSM-símkerfið Endur- varps- stöðvum fjölgað PÓSTUR og sími er að láta koma fyrir nýrri endurvarps- stöð fyrir GSM-símkerfið á mótum Þrengsla og Hellisheið- ar. Sendir þessi mun ná yfír brekkuna við Skíðaskálann í Hveradölum og yfir Þrengslin, að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur blaðafulltrúa P&S. Sambandið hefur verið nokk- uð gloppótt á þessu svæði, seg- ir Hrefna, og er jafnframt verið að reisa endurvarpsstöð í Blá- Qöllum, sem bæta á sambandið í Bláfjallafólkvangi, Þrengsla- vegi til Þorlákshafnar og á Hellisheiði, að Hrefnu sögn. Framkvæmdum gæti lokið inn- an tíu daga. Þá á að reisa tvær endur- varpsstöðvar í janúar, að Hrefnu sögn, en ekki búið að ákveða staðsetningu endanlega. Nú eru 82 endurvarpsstöðvar fýrir GSM-símkerfið um landið og segir Hrefna endurvarpið í stöð- ugri uppbyggingu. Þingsályktunartil- ( lagajafnaðarmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.