Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Fjársöfnun á
Omega
Vilja sýna
fjölskyldu-
myndir og
barnaefni
KRISTILEGA sjónvarps-
stöðin Omega hefur staðið
fyrir söfnun undanfarna
daga og er markmiðið að
afla fleiri stuðningsmanna
svo hægt sé að fækka endur-
sýningum,. sýna fjölskyldu-
myndir og bjóða upp á barna-
efni.
Um 350 manns styðja við
bakið á Omega nú þegar og
segir Eiríkur Sigurbjörnsson
sjónvarpsstjóri að tekið verði
upp beingreiðslukerfi eftir
áramót svo stuðningsmenn
geti látið draga tiltekna upp-
hæð af reikningum sínum
mánaðarlega í stað þess að
greiða með gíróseðli. Safnast
hafa um 300 þúsund krónur.
Söfnunin hefur verið gerð
kvöld og kvöld undanfarna
fimm daga og verður safnað
í viku til tíu daga að Eiríks
sögn. Omega er svo til ein-
vörðungu rekin með fijálsum
framlögum og kostar rekstur
stöðvarinnar um eina milljón
króna á mánuði eins og út-
sendingum er háttað nú.
„Margt smátt gerir eitt stórt
og fólk þarf ekki að leggja
háar upphæðir af mörkum.
Við viljum fækka endursýn-
ingum, sýna fjölskyldumynd-
ir á laugardagskvöldum og
bjóða upp á barnadagskrá.
Ef vel ætti að vera þyrftum
við rúmar tvær milljónir á
mánuði,“ segir Eiríkur.
Nýbyrjaðir að senda
út á örbylgju
Utsendingar Omega nást
á höfuðborgarsvæðinu, á
Suðurnesjum og uppi á
Skaga og stendur til að
stuðningsmenn úti á landi
geti fengið kristilegt efni á
myndbandsspólum að Eiríks
sögn. „Við erum nýbyijaðir
að senda út á örbyglgju og
jafnframt er stöðin með stór-
an sendi sem gæti farið til
Vestmannaeyja eða Akur-
eyrar,“ segir Eiríkur jafn-
framt.
Um 20 manns koma að
rekstri Omega á einn eða
annan hátt og eru margir
þeirra í sjálfboðavinnu.
Augnlækn-
ingadeildin á
Landspítala
NÝ augnlækningadeild Landspít-
ala tók til starfa í gær og tók jafn-
framt á hádegi við bráðavakt af
augnlækningadeild Landakots-
spítala. í gær voru þeir fáu sjúkl-
ingar sem enn lágu á augndeild-
inni á Landakoti fluttir með
sjúkrabílum milli sjúkrahúsa.
Einar Stefánsson, prófessor og
yfirlæknir augnlækningadeildar-
innar, segir að flutningunum ljúki
í dag og fyrsta aðgerðin er ráð-
gerð á föstudag „og síðan væntum
við þess að reglubundin starfsemi
komist í fullan gang í byijun næstu
viku,“ sagði Einar. Hann sagðist
vonast til að í næstu viku kæmist
jafnvægi á starfsemina og að sá
biðlisti sem til varð þá viku sem
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
ÞINGMENNIRNIR Ágúst Einarsson, Hjálmar Jónsson, Svávar Gestsson, Guðjón Guðmundsson og
Ólafur G. Einarsson og Bjarni Jóhannsson þingvörður sýndu nýja Alþingismannatalinu mikinn áhuga.
Upplýsingar
um 604
þingmenn
ÚT ER komið Alþingismannatal
með upplýsingum um 604 al-
þingismenn sem setið hafa á Al-
þingi frá 1845-1995. Þetta er í
fjórða sinn sem Alþingismannatal
er gefið út,en síðast kom það út
árið 1975. Alþingismenn fengu
bókina afhenta í Alþingishúsinu í
gær.
Forsætisnefnd Alþingis ákvað
haustið 1994 að minnast 150 ára
afmælis hins endurreista Alþingis
með því að hefja undirbúning að
útgáfu nýs Alþingismannatals.
Nokkur nýmæli eru í þessu tali
frá hinu síðasta. Til dæmis er í
æviágripum greint frá því fyrir
hvaða flokk alþingismenn hafa
setið á þingi og bætt er í æviágrip-
in upplýsingum um félags- og
sveitarstjórnarstörf þingmanna,
auk upplýsinga um börn þeirra.
Einnig er í talinu m.a. grein
um flokkaskipun á Alþingi fyrr á
öldinni oggreinar um aðstöðu
þmgsins í húsi Menntaskólans í
Reykjavík óg um Alþingishúsið.
Óánægja meðal slökkviliðsmanna með vinnutilhögun hjá Neyðarlínunni
Aforma að óska lausn-
ar frá yfirmannastöðum
UM TUGUR slökkviliðsmanna hef-
ur áformað að óska eftir lausn
undan yfirmannastöðum sínum
sökum óánægju með samstarfið við
Neyðarlínuna, og hafa tveir þeirra
sent sökkviliðsstjóra í Reykjavík
bréf með slíkri beiðní. Væri hún
tekin til greina, hefði það í för með
sér að þeir létu af stöðu varðstjóra
og sömuleiðis töluverða launa-
lækkun.
Tveir slökkviliðsmenn starfa á
Neyðarlínunni á hverri vakt, og er
annar innivarðsstjóri og hinn að-
stoðarvarðstjóri, og starfa þeir
ásamt neyðarvörðum. Fimm eru á
dagvakt og fjórir á næturvakt.
Fagleg niðurlæging
Guðmundur Vignir Óskarsson
formaður Landssambands slökkvi-
liðsmanna segir að í vor hafi verið
gerð sátt á milli slökkviliðsmanna
og Neyðarlínunnar fyrir milligöngu
borgarstjóra, um hvernig fyrir-
komulagi samstarfs þessara aðila
yrði háttað.
„I sumar unnum við að útfærslu
þessara sátta, sem fólst í gerð
starfslýsingar fyrir okkar menn og
hvernig fyrirkomulagið væri inni í
Neyðarlínunni. Seint í haust fékkst
niðurstaða í málið að því menn
töldu, en síðan hefur verið að kom-
ast reynsla á það og hefur risið
óánægja þeirra einstaklinga úr
röðum slökkviliðsmanna sem þarna
vinna og sú óáanægja hefur farið
vaxandi.
Þeir telja ríkja ósamræmi á milli
starfslýsingarinnar og fram-
kvæmdar hennar hjá fyrirtækinu,
og upplifa faglega niðurlægingu
undir þeim kringumstæðum sem
þeir starfa við nú,“ segir Guðmund-
ur.
Hann segir Landssambandið
skoða nú meint misræmi í þessum
þáttum og muni hann funda með
slökkvililðsstjóra, fulltrúa starfs-
manna og aðstoðarframkvæmda-
stjóra Neyðarlínunnar í dag.
„Við munum gera kröfur um
tafarlausar lagfæringar að lokinni
skoðun á málinu, en það er ljóst
að við getum ekki sætt okkur við
að farið sé með fagþekkingu
slökkviliðsmanna af geðþótta. Við
höfum miklar áhyggjur af þróun
mála,“ segir hann.
Samkomulag verið virt
Eiríkur Þorbjörnsson fram-
kvæmdastjóri Neyðarlínunnar
kveðst ekki skilja óánægju slökkvi-
liðsmanna og hann telji áðurnefnt
samkomulag við slökkviliðsmenn
hafa verið virt að öllu leyti.
„Slökkkviliðsmenn felldu verk-
lýsinguna á fundi sínum, en hún
var samt sem áður unnin á sam-
vinnu við þá og slökkviliðið í
Reykjavík. Ég tel okkur hafa fullan
rétt á að segja til um vinnutilhögun
innan Neyðarlínunnar, en markmið-
ið með að fá slökkviliðsmenn til
starfa var að nýta þekkingu þeirra,
og það er rangt að svo sé ekki gert.
Þeir hafa fundið að því að þurfa
að þjóna öryggisfyrirtækjunum, en
rök okkar fyrir því eru að allir
starfsmenn hjá Neyðarlíiiunni búi
yfir sameiginlegri kunnáttu til að
geta leyst hvern annan af hólmi.
Með því næst fram öryggi og hag-
kvæmni,“ segir Eiríkur.
Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri
í Reykjavík segir framkvæmda-
stjóra Neyðarlínunnar njóta fullan
stuðnings yfirmanna slökkviliðsins
í Reykjavik. Búið hafi verið að ná
sátt við fulltrúa starfsmanna, og
því sé miður að einstakir starfs-
menn lýsi yfir óánægju.
Hefur trú á lausn
„Það er mismunandi hvað
slökkviliðsmenn eru óánægðir með.
Til dæmis hefur verið hefð að þeir
gætu sofið í vinnutímanum, en
þessu hefur verið breytt og sumum
hugnast það ekki eða lengri viðvera
en áður. Vinnan fyrir öryggisfyrir-
tækin hefur valdið óánægju annarra
og aðrir telja rangt að hafa ekki
aðgang að sjónvarpi á vaktinni,"
segir Hrólfur en kveðst hafa fulla
trúa á að málið leysist í friðsemd.
FYRSTI sjúklingurinn var lagður inn á nýju augndeildina
skömmu eftir hádegi í gær.
starfsemin var undirlögð af flutn-
ingunum ynnist þá upp.
Þetta er í þriðja skipti sem
augnlækningadeildin á Landakoti
flytur á þessu ári; fyrst flutti hún
af jarðhæð Landakots á aðra hæð,
þá á þriðju hæð og nú á Landspít-
alann.
Andlát
KNUTUR
SKEGGJASON
KNÚTUR Skeggja-
son, fyrrverandi
tæknimaður hjá Rík-
isútvarpinu, er látinn,
75 ára að aldri.
Knútur fæddist 21.
apríl 1921 á ísafirði.
Foreldrar hans voru
Skeggi Samúelsson,
bóndi og síðar bústjóri
á Seljalandsbúi á
ísafirði, og Vilborg
Magnúsdóttir.
Knútur stundaði
sjómennsku 1941-
1945 en tók loft-
skeytapróf 1946.
Knútur hóf störf hjá tæknideild
Ríkisútvarpsins sama ár og starf-
aði þar óslitið til ársins
1984. Fyrst fólst starf
hans í tæknilegum
undirbúningi og út-
sendingu dagskrár, en
síðar æ meir í hljóðrit-
un dagskrárefnis.
Hann hljóðritaði flest-
ar þær hljómplötur
sem gefnar voru út á
árunum 1950-1965.
Síðustu árin fyrir
starfslok sá Knútur
um segulbandasafn
Útvarpsins.
Eftirlifandi eigin-
kona Knúts er Inge-
borg G. Skeggjason. Þau áttu eina
dóttur, Ásu Kristínu.