Morgunblaðið - 05.12.1996, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
-
Doktor í
þvagfæra-
skurð-
lækningum
•DOKTORSVÖRN Ársæls
Kristjánssonar fór fram 15. nóv.
sl. við Háskólasjúkrahúsið í Lundi,
þar sem hann hefur verið þvagfær-
askurðlæknir í 9
ár. Hefur doktors-
ritgerðin komið út
á bók og nefnist
„Urinary Diverti-
on; Long-term re-
nal function and
morphology and
consequences for
metabolism.“
Andmælandi var prófessor Jens
Christian Djurhuus frá Skejby
sjúkrahúsinu í Árósum.
Dr. Ársæll
Kristjánsson
Sími 555-1500
Höfum kaupanda
að 200—250 fm einbhúsi á stór-
Reykjavíkursvæðinu. Engin skipti.
Sumarbústaður
Tii sölu góður ca 50 fm sumarbústað-
ur í landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði.
Eignarland hálfur hektari. Verð: Til-
boð.
Kópavogur
Digranesheiði
Gott ca 120 fm einbýli auk ca 35 fm
bílskúrs á þessum vinsæla stað. Áhv.
húsbr. ca 2,4 millj. Verð 11,5 millj.
Garðabær - Stórás
Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bíl-
sk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv.
Skipti möguleg á 3ja herb. íb.
Baughús
Glæsileg ca 90 fm 3ja herb. íb. í tvíb.
með góðu útsýni. Ahv. ca 2,8 millj.
húsbréf. Verð 8,5 millj.
Skipholt
Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í
fjölb. Verð 2,7 millj.
Hafnarfjörður
Gunnarssund
Til sölu er góð 3ja herb. ib. á jarðh.
Breiðvangur
Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2.
hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj.
Álfaskeið
Einbýlishús á tveimur hæðum með
hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið
endurn. Ath. skipti á litilli íb.
Reykjavíkurvegur
Glæsileg 2ja herb. íb. á.3. hæð. Litið
áhv. Verð 4,3 millj.
Vantar eignir á skrá
If
Fasteignasala,
Strandgötu 25, Hfj.
Árni Grétar Finnsson, hrl.
Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.
Nýmyndun á þvagfærum er
nauðsynleg þegar fjarlægja þarf
hluta af eða alla þvagblöðru. Að-
gerðin er framkvæmd við sjúk-
dóma í þvagblöðru eða nálægum
líffærum, t.d. við æxli, truflun á
starfsemi þvagblöðru oft samfara
þvagleka eða hjá börnum með
vansköpun á þvagfærum.
Við nýmyndun þvagfæranna er
notast við smágirni og digurgirni
úr sama einstaklingi og þvagblaðr-
an fjarlægð. Kostir nýmyndunar
þvagblöðru framyfír eldri aðferðir
eru að ekki er þörf á poka á kviðn-
um til uppsöfnunar þvags og það
hefur oftast í för með sér betri
andlega líðan og aukið fijálsræði
fyrir einstaklinginn. Eftir nýmynd-
un þvagveganna verður breyting
á eðlilegri líffærafræði og lífeðlis-
fræði þvagfæranna. Görnin sem
nú er stöðugt í snertingu við þvag
viðheldur upprunalegum eiginleik-
um sínum og uppsog á efnum t.d.
elektrolytum og sýru frá þvagi fer
fram.
Meginviðfangsefni doktorsrit-
gerðarinnar var að kanna, eftir
að ofangreindri aðgerðartækni
hafði verið beitt, afleiðingarnar
fyrir nýmastarfsemi og áhrif sýk-
inga á nýru. Einnig að rannsaka
þýðingu skertrar nýrnastarfsemi
fýrir þróun efnaskiptabreytinga í
líkamanum. Rannsókir voru gerð-
ar á einstaklingum sem gengust
undir aðgerð og í dýratilraunum
var þvagblaðran nýmynduð úr
görn og áhrifin könnuð.
Helstu niðurstöður voru m.a.
að nauðsynlegt er að hindra að
sýkt þvag frá nýmyndaðri blöðru
úr görn nái til nýmanna. Þetta er
gert við aðgerðina með því að
þvagleiðaramir eru saumaðir í
hina nýmynduðu blöðru með
ákveðinni skurðtækni sem hindrar
bakflæði þvags til nýma. Tíðni
örmyndana og sýkinga í nýrum
var aukið þegar slíkri tækni var
ekki beitt.
Nokkrar breytingar urðu á
efnaskiptum hjá einstaklingum
með skerta nýmastarfsemi. Mun-
ur fannst á sým-basa og kalsíum
jafnvægi hjá þeim borið saman við
einstaklinga með eðlilega nýrna-
starfsemi. Lægri gildi fyrir kals-
ium í blóði fundust hjá einstakling-
um með skerta nýrnastarsemi.
Líkleg ástæða fyrir því er að sam-
tímis og basi losnar í auknum
mæli úr beinum til að bindasst
sýra í líkamanum losnar einnig
kalsíum sem tapast í þvagi. Þess-
um einstaklingum gæti því verið
hættara við að fá beinþynningu í
framtíðinni. Meðferð með natr-
iumbikarbonat í töfluformi kemur
í veg fyrir þessar breytingar og er
í sumum tilfellum nauðsynleg.
Nánari rannsóknir á efnaskiptum
beina hjá þessum einstaklingum
standa nú yfír.
Dr. Ársæll er sonur Kristjáns
Benediktssonar fyrrv. borgarfull-
trúa í Reykjavík og Svanlaugar
Ermereksdóttur kennara. Kona
hans er Ásdis Kristjánsdóttir
sjúkraþjálfari og eiga þau þijú
börn.
Skýrsla námsmanna um LÍN rædd utan dagskrár á Alþingi
Ráðherra segir tölur
rangtúlkaðar
SKÝRSLA námsmannahreyfíng-
anna um Lánasjóð íslenzkra náms-
manna, sem lögð var fram á dögun-
um, var rædd utan dagskrár á Al-
þingi s.L þriðjudag. Málshefjandi,
Kristín Ástgeirsdóttir, beindi þeirri
spumingu til menntamálaráðherra,
hvernig hann hygðist bregðast við
skýrslunni og þeim upplýsingum
sem fram kæmu í henni, ekki sízt
þeim er snúa að einstæðum foreldr-
um, barnafólki og fækkun náms-
manna erlendis.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra sagði fjölmörg atriði í
skýrslu námsmanna vera gagnrýn-
isverð; tölur væru rangtúlkaðar í
henni. Vakti hann athygli á því, að
frá því hin umdeildu lög um LÍN
tóku gildi árið 1992 hefði virkum
nemendum í Háskóla íslands fjölg-
að, þó lánþegum lánasjóðsins hafí
fækkað á tímabilinu. Að mati ráð-
herrans er ekkert gagnrýnisvert við
að færri taki lán er fleiri stundi
nám.
„Þetta sýnir fyrst og fremst, að
í hinu eldra kerfí tóku fjölmargir
námsmenn námslán sem höfðu ekki
þörf fyriri það,“ sagði ráðherra.
Einnig sagði hann það mikla rang-
túlkun á tölum, að halda því fram
að barnafólki hafí fækkað verulega
í námi eftir breytingarnar á reglum
LÍN 1992. Það hafi lengi verið mjög
sveiflukennt, hve hátt hlutfall
námsmanna væra barnafólk. Stór
hópur barnafólks stundi nám án
þess að taka námslán og hann fari
stækkandi eftir breytinguna.
Sigríður Anna Þórðardóttir, for-
maður menntamálanefndar Alþing-
is, talaði um „rangfærslur náms-
manna við undirleik stjórnarand-
stöðunnar".
Neikvæð umræða
afdrifarík
Menntamálaráðherra sagði um-
ræðuna um þungbær lánakjör lána-
sjóðsins hafa verið neikvæðari en
réttmætt sé. „Er ekki ólíklegt að
þessar neikvæðu umræður hafi
jafnvel ráðið meiru um ákvarðanir
manna um að fara ekki í nám vegna
reglna um lánasjóðinn en efni regln-
anna sjálfra. Slík umræða er ekki
til þess fallin að hvetja ungt fólk
til að hefja háskólanárn," sagði ráð-
herrann.
Lúðvík Bergvinsson sagði einn
stærsta gallann á lögunum frá 1992
vera of víðtækt framsal valds frá
Alþingi til menntamálaráðherra og
stjórnar LÍN, sem „setur nánari
reglur um úthlutun námslána", eins
og segir orðrétt í lögunum. Að þessu j
leyti séu lögin eins og „óútfyllt ávís-
un“, sem Lúðvík dregur í efa að
standist ákvæði stjórnarskrár. |
Menntamálaráðherra tók undir
þessa gagnrýni þingmannsins og
sagði „óeðlilega mikið vald“ vera á
hendi stjórnar LÍN. Einnig ítrekaði
ráðherra vilja sinn til að fjárveiting-
ar verði auknar til sjóðsins með það
aðallega fyrir augum að létta end-
urgreiðslubyrði námslána.
Svavar Gestsson og fleiri þing-
menn stjórnarandstöðuflokkanna,
sem til máls tóku í umræðunni, .
lýstu furðu sinni á því að allir þing-
menn Framsóknarflokksins skyldu
halda sig fjarri umræðunni, í ljósi
hinna afdráttarlausu yfirlýsinga
sem þeir hefðu haft uppi um mál-
efni námsmanna.
Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum
FAXABORGIN í Rifshöfn.
Nýr bátur á
Rifi. Morgunblaðið.
NÝR bátur, Faxaborg SH-207, í
eigu Kristjáns Guðmundssonar hf.
kom til hafnar í Rifi á Snæfells-
nesi 1. desember sl.
Báturinn er 200 tonna stálbátur
áður í eigu Tálknfirðinga og hét
þá Sigurvon Ýr og var byggður
árið 1964 en hefur verið mikið
endurbyggður síðan. Báturinn
hefur um 800 tonna þorskígildi.
Er hann útbúin eingöngu til línu-
veiða með beitningavél. Fullkomið
frystikerfi er um boð og verður
aflinn lausfrystur. Faxaborgin
Snæfellsnesi
verður eingöngu gerð út á aðrar
fisktegundir en þorsk og þá aðal-
lega grálúðu.
Skipstjóri verður Óli Ólsen og
stýrimaður Ingólfur Aðalsteins-
son og verða 13 menn í áhöfn.
Þessi bátur kom í staðinn fyrir
Sólborgina sem seld var til Eyr-
arbakka.
Kristján Guðmundsson hf. gerir
nú út Tjald og Eldborgina og eru
báðir þessir bátar útbúnir sérstak-
lega til línuveiða.
Menntamálaráðherra
um kennaramenntun
Aherzla á
kennslu-
tækniá
kostnað fag-
þekkingar
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra tæpti á því í umræðum utan
dagskrár á Alþingi á þriðjudag um
stöðu raungreinakennslu í landinu,
að skoða þurfi inntak kennara-
menntunar. Meðal hugmynda um
aðgerðir til úrbóta sé að athuga
„hvort aðstæður hér á landi séu
hvetjandi eða letjandi fyrir fag-
mennsku í störfum kennara," og að
lögverndun kennarastarfsins verði
gerð sveigjanlegri en nú er.
Aðspurður um hvað ráðherra ætti
nánar við með þessum orðum, sagði
hann að hann teldi við menntun
kennara hér á landi hafa verið lagða
of mikla áherzlu á kennslutækni og
þ.u.L, á kostnað sérfræðiþekkingar
kennara í hveiju kennslufagi fyrir
sig. Þetta ástand ætti að hans mati
sinn þátt í því að eins illa sé komið
fyrir þekkingu íslenzkra nemenda í
raungreinum og tíðrædd könnun
bendi til.
I
:
l
l
?
I
\
I
i
1
SELJENDUR — STAÐGREIÐSLA
★ Einbýli, raðhús, sérhæð - Smáíbúðahverfi - Fossvogur -
Kópavogur - Garðabær. Fjársterkan kaupanda vantar eign
á verðbilinu 10-15 millj. Hafið samband.
Einbýli, raðhús - Ártúnsholt - Grafarvogur - Selás. Traustur
kaupandi að eign á veröbili 11-17 millj. Upplýsingar veitir
Bárður eða Þórarinn.
★ Sérhæð - stór íbúð - Austurbær - Háaleiti - Kópavogur.
Verðbil 7-11 millj.
★ 3ja-4ra - staðgreiðsla - Fossvogur - Háaleiti - miðbær -
vesturbær. Verðhugmynd 7-10 millj.
ir 2ja-3ja herb. - Reykjavík. Verðbil 5-7,0 millj. Má vera í risi
eða þarfnast standsetningar. Staðgreiðsla í boði.
VALHÖLL,
Mörkinni 3, sími 588 4477.
Reykjavíkurborg svarar Miðskólanum í Reykjavík
Ekki frekari fjárstuðningur
í DRÖGUM að svarbréfi borgar-
stjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, til stjórnar Miðskólans í
Reykjavík segir að Reykjavíkurborg
telji ekki fært að veita frekari fjár-
stuðning til skólahalds en samningur
frá liðnu sumri kveður á um.
Þorkell St. Ellertsson, formaður
stjómar Miðskólans, ritaði bréf til
borgarstjóra þann 27. nóvember og
fór þess meðal annars á leit að
Reykjavíkurborg greiði 4,9 millj. kr.
kostnað vegna flutninga skólans sl.
sumar, til viðbótar þeim 4 millj. kr
sem borgin er þegar búin að greiða.
Til vara er þess óskað að borgin láni
upphæðina til 5-10 ára.
Helstu röksemdir skólastjómar
Miðskólans, sem er sjálfseignarstofn-
un, fyrir frekari íjárstuðningi eru
samningar sem gerðir voru um að
borgin tryggði skólanum húsnæði og
eru forsenda þess að menntamála-
ráðuneytið veitti skólanum starfsleyfi.
Fjármálastjórn skólans
óviðunandi
í drögum að svarbréfí borgarstjóra
stendur ennfremur að Reykjavíkur-
borg sé sammála því sem fram kem-
ur í bréfí skólastjórnar frá 15. nóv-
ember sl. að „fjármálastjóm skólans
hefur verið óviðunandi undanfarin
misseri og iíklega alveg frá upphafi
skólastarfsins." Þessari afstöðu borg-
arinnar ræður ijárhagsstaða skólans
eins og hún blasir við, rekstrarhorf-
umar og tillit til jafnræðissjónarmiða
sem hafa verður í heiðri í viðskiptum
borgarinnar og einkaskólanna.
í nóvember hafði stjórnendum
Miðskólans verið tilkynnt bréfleiðis
að Reykjavíkurborg sé reiðubúin að
tryggja áframhaldandi kennslu reyk-
vískra barna sem nú eru í skólanum
með því að annast hana á eigin
ábyrgð, ef núverandi rekstraraðilar
treysta sér ekki til að halda rekstrin-
um áfram. Núverandi nemendaljöldi
skólans mun vera 31 þar af 24 bú-
settir í Reykjavík.
I
\
I