Morgunblaðið - 05.12.1996, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Tóku að sér að baka
í heilan bækling
SÍÐASTLIÐIN tvö ár hafa bakara-
meistarar séð um uppskriftabækling
fyrir Nóa og Síríus sem kemur út
fyrir jólin. í ár voru það tvær konur
sem tóku sig til, söfnuðu saman
uppskriftum frá sínum nánustu, að-
löguðu uppskriftir úr blöðum og
bjuggu þær líka til ef því var að
skipta og settu saman bæklinginn
Gestagangur sem kom út í nóvem-
ber síðastliðnum.
Hjördís Björnsdóttir vinnur hjá
íslensku auglýsingastofunni og hef-
ur síðastliðin fimm ár séð um gerð
texta í bæklinginn og bakaði reynd-
ar fyrir fyrstu bæklingana sem komu
út ásamt fleirum. Þegar kom til tals
að hún tæki hann alfarið að sér fékk
hún vinkonu sína, Bryndísi Þórsdótt-
ur lyfjafræðing, í lið með sér. „Þetta
var mjög gaman og við viðuðum að
okkur uppskriftum héðan og þaðan.
Ein uppskriftin er meira að segja
komin frá færeyskri konu og þar er
hún til í mörgum uppskriftabókum.
Markmiðið var auðvitað að koma
sælgæti frá Nóa og Síríusi sem oft-
ast að og það tókst bara prýðilega,“
segja þær.
- En þurftu þær að baka sömu
kökutegundirnar oft?
„Nei, þetta gekk furðulega vel.
Það er helst kakan Allt önnur Ella
sem olli nokkrum höfuðverk," segir
Bryndís. „Uppskriftin er komin frá
mömmu minni og ég fékk hvergi
réttu kökuformin eins og hún notar
alltaf. Ég þurfti því að baka hana
nokkrum sinnum og prófaði mig
töluvert áfram áður en ég lét upp-
skriftina endanlega frá mér.“
Hjördís segir að þær eigi sjálfar
heiðurinn af flöskuísnum. „Það er
eiginlega uppáhaldsuppskriftin okk-
ar og við erum í raun hissa á að
einhverjum skuli ekki hafa dottið
þetta fyrr í hug að nota konfekt-
flöskur í ísinn.“
- Nokkrar skekkjur í uppskrift-
um?
„Það er helst í einni uppskrift að
Kropptoppum. Líklega þarf að baka
þá við lægri hita því nokkrir hafa
haft samband og kvartað yfir því
að þeir hafí brunnið. Það þarf að
minnsta kosti að fylgjast vel með
bökuninni.“
Hér kemur svo uppskriftin að
flöskuísnum sem þær stöllur eiga
heiðurinn af.
- Þegar þær eru spurðar hvort
jólabaksturinn sé búinn á þeirra
heimili segjast þær hafa fengið nóg
af bakstri í bili en ætla þó að láta
til skarar skríða um helgina.
Það (er ekki mikið fyrir
litlu orkuverunum frá Bese
en ðhrifín eru stórkostleg.
Bose hátalararnír fást í
ellum stærðum og gerðum
á verði frá 22.700 kr. stgr.
Bose Acoustímass AmlO
Dolhy Prologíc heimabíó-
hátalarar á 99.900 kr. stgr.
og Bose Acoustimass Am5
hátalarar á=
jádjdiíboði
66.400 „gr
Verð áður 75.900
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500
Umboðsmenn um land allt.
TIL AtLT A0 36 MANAOA
Lifandi tónleikar
Venjulegir hátalarar
Bose Acoustimass
„Direct/Reflecting“®
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
HJÖRDÍS Björnsdóttir og Bryndís Þórsdóttir ásamt syni Hjördís-
ar, Unnari Geir Þorsteinssyni.
Flöskuís
____________3 e99_____„
6 msk. flórsykur
l tsk. vanillusykur
'h I rjómi
18 Nóa konfektflöskur
karamellu-mokka íssósa:
'h bolli púðursykur
_________'h bolli síróp______
l dl rjómi
I tsk. skyndikaffi leyst upp í ögn
af sjóðandi vatni
Þeytið eggjarauður og flórsykur
saman þar til það er ljóst og létt.
Bætið vanillusykri út í. Þeytið eggja-
hvíturnar. Þeytið ijómann. Myljið
flöskumar í matvinnsluvél. Blandið
öllu varlega saman. Frystið.
Karamellu-mokka íssósa: Hitið
púðursykurinn, sírópið og smjörið í
potti og látið malla í 10-15 mín.
Hrærið í á meðan. Takið af hellunni
og setjið óþeyttan ijómann og skyndi-
kaffið út í. Hrærið saman og berið
sósuna fram volga með ísnum. Sósu-
uppskriftin er rífleg og Bryndís og
Hjördís segja að hún geymist í marg-
ar vikur í ísskáp og hana megi hita
upp í skömmtum í örbylgjuofni.
Nýtt
Hitamælir
Mælir hitann á
einni sekúndu
KOMINN er á markað hitamælir
sem mælir hita í eyra á einni sek-
úndu. Mælirinn er frá fyrirtækinu
Braun og nefnist ThermoScan. Hann
notar innrauða tækni til að mæla
hita af hljóðhimnu og vefjunum í
kring. ThermoScan mælir innra hita-
stig og sýnir því hitabreytingar sam-
stundis. Hvorki eyrnamergur né
eyrnabólga hafa áhrif á mælinguna.
I fréttatilkynningu frá innflytjand-
anum Donnu ehf. segir að nánast
engin hætta sé á millismiti. Um þijár
gerðir af mælum er að ræða, mæla
fyrir sjúkrahús, einkastofur og
stofnanir og síðan hitamælar fyrir
heimili. Hitamælar fyrir heimili
kosta í kringum 5.500 krónur.
Morgunblaðið/Golli
DAGNÝ Steinunn Laxdal
verslunarsljóri ásamt fulltrúa
Accessorize í Bretlandi, Ge-
orgina Traherne.
Fylgihlutaversl-
un í Kringlunni
í SÍÐUSTU viku var verslunin Acc-
essorize opnuð í Kringlunni. Þetta
er nokkurskonar fylgihlutabúð sem
selur m.a. töskur, hatta, skartgripi,
slæður og trefla. Accessorize er
verslunarkeðja sem kemur frá Bret-
landi og er íslenska búðin u.þ.b.
hundraðasta verslunin þessarar teg-
undar í heiminum en fyrir eru þær
t.d í Frakklandi, Bretlandi og Banda-
ríkjunum.
Sami eigandi er að verslununum
Monsoon og Accessorize en það er
Sjöfn Kolbeins og fjölskylda.
Gott að vita
• BLÓMKÁL heldur hvíta litnum
betur ef svolitlu hveiti er bætt út í
vatnið sem kálið er soðið í.
• KAMPAVÍN er best að bera fram
í háum og mjóum glösum, svonefnd-
um flutes. Þá helst gos og ilmur
betur í víninu. Sé kampavín eða
freyðivín borið fram eitt sér eða
með söltum smáréttum er best að
nota þurrt vín, brut, en með kökum
eða sætindum er betra að nota
sætt vín, sec eða demi-sec.
• VÍN og súkkulaði eiga ekki sam-
leið og í sælkerabókum er frekar
mælt með að drekka mjólk, te eða
kaffí með súkkulaði.
• GRÁÐOSTUR og sætt púrtvín
fara ævintýralega vel saman og ít-
alska vínið Marsala á mjög vel við
allargerðir mygluosta. Rauðvín og
gráðostur eiga síður saman.
• SVESKJUR er mjög gott að
leggja í sætt te. Eftir nokkurra
klukkutíma legu í tei verða sveskj-
urnar mjúkar, sætar og bragmiklar.