Morgunblaðið - 05.12.1996, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Dómari á Hawaii kveður upp tímamótaúrskurð
Banni við hjónaböndum
samkynhneigðra hafnað
Honolulu. Reuter.
DÓMARI á Hawaii úrskurðaði á
þriðjudag að bann við hjónabönd-
um samkynhneigðra gengi í ber-
högg við stjórnarskrána. Hawaii
varð þar með fyrsta ríki Bandaríkj-
anna sem viðurkennir að hommar
og lesbíur sem giftast eigi að njóta
sömu réttinda og gagnkynhneigð
hjón.
Kevin Chang, dómari í um-
dæmisdómstól á Hawaii, komst
að þeirri niðurstöðu að stjóm ríkis-
ins hefði ekki getað fært fullnægj-
andi rök fyrir banni við hjónabönd-
um samkynhneigðra. „Við hefðum
ekki getað fengið meira, við feng-
um allt sem við vildum,“ sagði
Dan Foley, lögfræðingur þriggja
samkynhneigðra para sem höfð-
uðu mál gegn ríkinu.
Afrýjun boðuð
Rick Eichor, fulltrúi æðsta lög-
fræðilega embættismanns ríkisins,
kvaðst ætla að óska eftir því að
gildistöku úrskurðarins yrði fre-
stað og ef þeirri beiðni yrði hafnað
myndi hann áfrýja málinu til
hæstaréttar Hawaii.
Ekki er ljóst hvenær fyrstu sam-
kynhneigðu pörin geta gengið í
hjónaband í ríkinu en Eichor lét
svo um mælt að búast mætti við
að hommar og lesbíur myndu
flykkjast til ríkisins í því skyni að
Ymis samtök mót-
mæla dómnum
giftast. „Ég býst við að ferða-
mönnum eigi eftir að fjölga, að
minnsta kosti tímabundið," sagði
hann.
Foley hóf málareksturinn árið
1990 og þremur árum síðar mælti
hæstiréttur Hawaii fyrir um að
lögmenn ríkisins færðu fullnægj-
andi rök fyrir banni við hjónabönd-
um samkynhneigðra.
„Fólk hafði sagt við okkur að
við myndum aldrei ná svona
langt,“ sagði Nina Baehr, ein af
fjórum lesbíum sem höfðuðu mál
gegn ríkinu ásamt tveimur homm-
um. „En þegar ég heyrði tíðindin
táraðist ég. Ég hélt að ég myndi
gráta ef við töpuðum, en við grét-
um af gleði."
„Lög til varnar
hjónabandinu“
Málið varð til þess að önnur ríki
gerðu ýmsar lagalegar ráðstafanir
til að koma í veg fyrir að þau
þyrftu að greiða samkynhneigðum
pörum, sem ganga í hjónaband í
öðrum ríkjum, sömu bætur og
gagnkynhneigð hjón fá. Fyrr á
árinu undirritaði Bill Clinton
Bandaríkjaforseti einnig „lög til
varnar hjónabandinu", eins og þau
hafa verið nefnd, sem banna stofn-
unum alríkisins að veita samkyn-
hneigðum pörum sömu réttindi og
gagnkynhneigð hjón njóta.
15 ríki hafa samþykkt lög sem
hindra að samkynhneigð pör, sem
ganga í hjónaband í öðrum ríkjum,
njóti sömu réttinda og gagnkyn-
hneigð hjón. Lögin ná meðal ann-
ars til sjúkratryggingakerfisins,
sameiginlegra líf-, heimilis-, ferða-
og bílatrygginga hjóna, réttar til
leyfis frá vinnu vegna veikinda
maka, til að heimsækja maka á
sjúkrahúsum, til að arfleiða maka
að eignum og fjármunum og réttar
til sameiginlegra skattframtala.
17 ríki hafa hins vegar hafnað
slíkum lögum og 14 ríki á megin-
landinu íhuga að heimila hjóna-
bönd samkynhneigðra.
Robert Knight, talsmaður Fjöl-
skyldurannsóknaráðsins í Was-
hington, samtaka sem leggjast
gegn hjónaböndum samkyn-
hneigðra, sagði að úrskurður dóm-
arans væri „upphafið að nýju tíma-
bili lögleysu". Hann spáði því að
úrskurðurinn yrði til þess að fleiri
ríki bönnuðu hjónabönd samkyn-
hneigðra og kæmu í veg fyrir að
hommar og lesbíur, sem giftast i
öðrum ríkjum, nytu sömu réttinda
og gagnkynhneigð hjón.
ítilefhi af opnun
hljómtækjadeildar
bjóðum við
Luxor
100 riða sjónvörp
á aðeins:
110300.
• 100Hz, 28" skjár, Black
Invar myndlampi með
Combi Filter (skarpari
mynd)
• Sjálfvirk stöðvaleitun
og uppröðun
• Tvö scart tengi
• Upplýsingará
skjá er hægt að
hafa á 12
mismunandi
tungumálum
• Hraðtextavarp
án biðtíma.
lOOrið (lOOHz)-betri mynd
Sjónvarpsmyndin byggist
upp á kyrrmyndum.
Því hraðar sem myndimar
eru sýndar þeim mun betri
verður hreyfimyndin.
Venjulegt sjónvarp hefur
tíðnina 50 Hz og sýnir
50 myndir á sekúndu.
Luxor 100Hz ertvöfalt
hraðvirkari og sýnir
100 myndir á sekúndu.
Þess vegna veður myndin
stöðug og skörp.
Velkomin(n) í nýja og,
verslun
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
íslenskur eðlisfræðingur lýsir fögnuð-
inum þegar Marsfar lagði af stað
„Heyrði varla hávað-
ann í flauginni“
BANDARIKJAMENN
skutu í gær upp geim-
fari sem á að lenda á
Mars_ 4. júlí á næsta
ári. Ymis rannsóknar-
tæki eru um borð, þ. á
m. tæki sem Mars-hóp-
urinn svonefndi, nokkr-
ir vísindamenn frá
Danmörku og fleiri
löndum, hafa hannað
og eiga þau að gera
rannsóknir með sér-
hönnuðum myndavél-
um á segulmögnuðu
ryki í þunnum lofthjúp
plánetunnar. í hópnum
er Haraldur Páll Gunn-
iaugsson sem stundar
doktorsnám í eðlisfræði við Kaup-
mannahafnarháskóla. Hann var
ásamt félögum sínum á Canaveral-
höfða í Flórída er Delta 2-eldflaug-
inni með geimfarinu var skotið upp
um klukkan tvö að staðartíma að-
faranótt miðvikudags.
„Við vorum á hóteli í þorpi í tæp-
lega fimm kílómetra fjarlægð frá
skotstaðnum, þetta voru 30-40
manns og við fögnuðum mikið þeg-
ar flaugin fór loks af stað,“ sagði
Haraldur í samtali við Morgunblaðið
í gær. „Allt varð vitlaust, allir
öskruðu upp yfir sig. Ég heyrði
varla hávaðann í sjálfri flauginni.
Sjónvarpið var stillt á mesta
styrk. Fyrst voru það tilkynningarn-
ar, „Ekkert að, ekkert að“, síðan
heyrðum við niðurtalninguna og
tókum öll undir. Þetta eru rosalegar
sprengingar þegar hún fer af stað
og mikill eldur, allt upplýst eins og
um hábjartan dag. Eldsneytið er
víst aðallega vetni og súrefni sem
brenna upp, þetta eru ekki hættuleg
efni sem berast út í loftið, mest
vatnsgufa.
Aður hafði orðið að fresta skotinu
einu sinni vegna veðurs, það voru
einhver skil sem gengu yfir og aftur
á síðustu stundu vegna gaila í for-
riti. Þá var aðeins mínúta og fjöru-
tíu sekúndur eftir í skot, það var
mjög naumt. Þetta var æsispenn-
andi, við vorum öll alveg á nálum,
auðvitað voru það mikil vonbrigði
þegar aftur varð að fresta.
Þetta eru aðeins um þijár vikur
sem skilyrðin eru nógu hagstæð til
að senda geimfarið af stað. Ef veð-
ur eða eitthvað annað hefði komið
í veg fyrir skot á þessum þrem vik-
um hefðum við getað þurft að bíða
með tækin okkar í tvö ár. En í
morgun gekk allt vel.
^§)K)
Skjótvirkur stíflueyóir
Eyðir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Bensínstöðvar
og helstu
byggingavöruverslanir.
Dreifing: Hringás ehf.,
Langholtsvegi 84, s. 533 1330.
Stemmningin var
ótrúleg, við sáum þetta
allt mjög vel, skyggnið
var svo gott. Það var
einkennilegt að horfa
upp í heiðan himininn
og sjá allar stjörnurnar
á lofti, átta sig á því
hvað við erum lítil.
Samt erum við að
senda þetta alla leið til
Mars.
Það leið ein og hálf
klukkustund þangað til
við fengum að vita að
síðasta þrep flaugar-
innar hefði losnað frá
og þá fyrst gátum við
verið viss um að allt
hefði tekist vel. Nú gerist ekkert
meira fyrr en 4. júlí.
Það eru þijú ár síðan fyrst var
farið að huga að þessu verkefni.
Það var ótrúlega gaman að vera
með í þessu, við vorum látin kynna
okkur allt um borð í geimfarinu,
sett inn í þetta allt. Hérna er tals-
verð byggð og flestir vinna við eld-
flaugastöðina, nærri því öllum
flaugum Bandaríkjamanna er nú
skotið héðan, líka geimfeijunum.
Ný aðferð
Geimfarið er látið svífa í fallhlíf
niður að yfirborði Mars. Utan um
það er auk þess fjöldi loftpúða sem
taka þyngsta höggið af við lending-
una en „pakkinn" skoppar síðan
eftir yfirborðinu þar til hann stöðv-
ast. Upprunalega var ætlunin að
senda eingöngu upp geimfar til að
kanna hvort hægt væri að nota
þessa aðferð við að lenda farinu,
ekki áttu að vera nein tæki í því
en þeirri ákvörðun var breytt. Þetta
er tiltölulega ódýr aðferð miðað við
það sem áður hefur verið notað.
Þetta á að virka og gerir það von-
andi!
Um 20 kíló af hvers kyns vísinda-
búnaði eru um borð, þar á meðal
örlítill jeppi, aðeins 60 sentimetrar
að lengd, með sex hjólum. Hann er
notaður til að kanna umhverfið og
greina efnin sem hann finnur. Auk
myndavélarinnar og jeppans er
tækjapakki sem ætlaður er til að
kanna veðurfar en andrúmsloft er
á Mars þótt það sé miklu þynnra
en á jörðinni og allt öðruvísi að sam-
setningu.
Það er lagt kapp á að hafa allt
sem minnst og léttast, búnaðurinn
sem við bjuggum til er aðeins um
200 grömm.“
Albright
næsti
utanríkis-
ráðherra?
Washington. Reuter.
LIKUR aukast nú á því að Madel-
eine Albright, sendiherra Banda-
ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun-
um, taki við embætti utanríkisráð-
herra.
Warren Christopher utanríkis-
ráðherra hefur ákveðið að hætta.
Segja heimildarmenn að Bill Clin-
ton forseti hafi nú mestan hug á
að velja annaðhvort Albright eða
Richard Holbrooke, fyrrverandi
aðstoðarutanríkisráðherra og áður
sáttasemjara í Bosníu, í embættið.
Sagt er að Clinton hafi rætt við
Albright í síma á þriðjudag og
hallist að því að velja hana.
Albright er dóttir tékknesks
stjórnarerindreka sem flutti úr
landi og settist að vestanhafs
skömmu eftir seinni heimsstyijöld.
Haraldur Páll
Gunnlaugsson