Morgunblaðið - 05.12.1996, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
.tysmeq
hönnun og gæði
BLASTURSOFMAR
FYRIR HEIMILIÐ
Suðurlandsbraut 20 • 108 Reykjavík • Sími 588 0210
RJÚKANDI
HÁFAR
AÐSEIMDAR GREINAR
aso
FYRIR HEIMILIÐ
I Suðurlandsbraut 20 • 108 Reykjavík • Sími 588 D210|
^Dearfoams
rallegir, léttir og þægilegir.
Fóðraðir með svampi í botninn. Sólamir
stamir og sveigjanlegir. Má þvo í þvottavél
við 30°. Margar gerðir, fallegir litir og gott verð.
I Sölustaóir:
Hagkaup Kringlunni • Hagkaup Skeifunni • Gullbrá Nóatúni • Jenny Eiðistorgi • Nettó Laugavegi
I Parísarbúöin Austurstræti • Saumalist Fákafeni • Útilíf Glæsibæ, • Draumaland Keflavík • íris Selfossi
I Saumavélaþjónustan Akureyri • Kjallarinn Patreksfirði • Stefán Sigurjónsson Skósmiður,
[ Vestmannaeyjum.
FRA29. NOVEMBER
FRAMAÐJÓLUM
v V’' -•
Fjór-
réttaður
kvÖld-
verður
i
2.950 k,
/vNN\M.Sf0//
Pamaskinka með ananassalsa /‘
og kryddjurtaotíu
Rjúputerrine með rústnum, Jikjum
og heslihnetumnaigrette
Reyktur lax með rjómaosti, kotasœlu og graslauk
Ristaður hörpudiskur og kolkrabbi með cous cous,
corianderotíu, tíme og tómötum*
Kjörsveppasúpa „Cappttccino" (millirétturá kvöldin)
Hamborgarhryggur með rauðvínssósu
Nautahryggur með viltígrjónasouffle og villisveppasósu
Ofhbakað, fylll lambalceri með rósmarín
og hvítlauk á sítrónugrasssósu
Víllígœsabringa og tjúpa með
berjasósu og steinseljurótarmauki*
★
Prosinn jókdrumbur „Búche de Noel"
Kryddaður brauðbúðingur„pain d'épices"
með purrkuðum ávöxtum og möndlum
Péche Melba með vanilluís og hindbetjasósu
* Einungis á kvöldin.
•V
II
BORÐAPANTAN1R í SÍMA 552 5700
Jafnrétti - lögum
samkvæmt
Á FJÖLMENNUM
málfundi Mannrétt-
indaskrifstofu íslands
12. nóvember sl. var
fjallað um jafnrétti, lög
og lagakenningar,
jafnframt því sem leit-
að var svara við því
hvort og þá hvernig
beita má löggjöf til
þess að ná fram jafn-
rétti kynjanna hér á
landi.
Feminískar
lagakenningar
Hvað viðvíkur fem- Elín
inískum lagakenning- Blöndal
um var lengi vel aðeins
um togstreitu að ræða á milli
tveggja hugmyndakerfa sem eiga
sér samsvörun í hugmyndum ein-
staklingshyggju annars vegar
(formlegt jafnrétti) og félags-
hyggju hins vegar (efnislegt jafn-
rétti).
Fylgjendur formlegs jafnréttis,
sem m.a. er rótgróið viðhorf í
Bandaríkjunum, líta svo á að ef
lögin mismuni kynjunum ekki bein-
línis, en veiti þeim jafnan rétt, þá
sé jafnrétti fyrir hendi. Hugmyndir
um formlegt jafnrétti hafa fært
konur verulega í átt til jafnréttis
á ýmsum sviðum, svo sem kosn-
ingarétt, rétt til jafnra launa og
til jafnræðls á vinnumarkaði.
Fylgjendur efnislegs jafnréttis,
sem eru síðari tíma viðhorf, benda
á þá galla formstefnunnar að hún
taki ekki mið af þeirri staðreynd
að það eru ekki allir jafnir, þ.e.
menn eru misvel settir í því tilliti
að ná fram hinum formlegu rétt-
indum. Bent er á að formlegt jafn-
rétti geti ekki afmáð rauverulega
mismunun milli kynjanna þar sem
gengið sé út frá því að konur nái
þeim réttindum eða viðmiðum sem
eigi við um karlmenn, eða karllæg-
um viðmiðum. Þar sem hinn ráð-
andi karllægu viðmið eru oft ekki
sýnileg getur vandamálið oft verið
harla flókið. Sem dæmi þá má
ekki reka konu eða neita henni um
atvinnu á grundvelli fjölskyldu-
ábyrgðar, en á meðan veröld laun-
aðrar atvinnu byggist á „karla-
módeli", það er atvinnu sem gerir
ekki ráð fyrir að starfsfólk sinni
fjölskylduábyrgð, hefur þetta jafn-
rétti aðeins takmarkað gildi. Fylgj-
endur efnislegs jafnréttis líta al-
mennt svo á að þar sem formstefn-
an eigi ekki svar við kynbundnum
mismun einstaklinganna verði að
veita konum sérstök réttindi með
jákvæðum aðgerðum.
Fjögur hundruð
ára veraldlegir
söngvar Musica
Antiqua eru
fluttir á upp-
runaleg hljóö-
færi. Söngvarar
eru Marta Hall-
dórsdóttir og
Sverrir Guðjóns-
son.
Hugmyndir um efn-
islegt jafnrétti hafa
átt tiltölulega auðvelt
uppdráttar í ríkjum
Evrópu þar sem þær
falla vel saman við
hugmyndir um félags-
leg velferðarríki. Á
hinn bóginn má einnig
benda á ákveðnar tak-
markanir á efnislegu
jafnrétti. Ýmsar
spurningar vakna, svo
sem hve langt eigi að
ganga í mismunandi
meðferð einstakling-
anna.
Svokallaðar
postmoderniskar
lagakenningar, sem rutt hafa sér
rúms á síðastliðnum árum, hafa
gagnrýnt lausnir byggðar á form-
legu jafnt sem efnislegu jafnrétti.
Fylgjendur þessara nýju hug-
mynda benda m.a. á að konur séu
mismunandi, rétt eins og karl-
menn, og að ekki megi beita alhæf-
ingum um þarfir kvenna sem
slíkra. Segja má að postmodern-
isminn hafi á vissan hátt valdið
upplausn og fremur vakið spurn-
ingar heldur en beinlínis veitt svör
um Ieiðir til jafnréttis. Jafnvel hef-
ur borið á því að postmoderniskum
kenningum hafi verið beitt í því
markmiði að gagnrýna aðrar að-
ferðir og þann árangur sem þegar
hefur náðst, í stað þess að líta á
þær sem mögulega eðlilegt fram-
hald á þróunarferli jafnréttisbar-
áttunnar sem leiðir m.a. af breytt-
um samfélagsháttum víða um
heim. Þá vilja fýlgjendur postmod-
erniskra kenninga gjarnan falla í
þá gryfju að halda í rauninni að-
eins fram formlegu jafnrétti. Fylgj-
endur formlegs eða efnislegs jafn-
réttis hafa á hinn bóginn gjarnan
litið postmoderniskar kenningar
hornauga í stað þess að huga að
hvort þær vísi á nýjar leiðir eða
breyttar áherslur í átt til aukins
jafnréttis, og hvernig megi nýta
þær í því markmiði.
Nýjar lausnir
Ég hef þegar minnst á að hug-
myndafræðingar postmodernism-
ans hafa ef til vill fremur byggt
mál sitt á gagnrýni heldur en að
hafa lausnir á takteinum. Sem at-
hyglisvert dæmi um hið gagnstæða
má nefna að hollenski lögfræðing-
urinn og feminístinn Riki Holtmat
hefur sett fram kenningar um leið-
ir til jafnréttis, byggðar á postmod-
erniskum hugmyndum. Hún lítur
svo á að sérstök réttindi til handa
konum viðhaldi óbreyttu ástandi,
status quo, það er hinum karllægu
viðmiðum. Hún bendir á áhrif hug-
takaskilgreininga í löggjöf, og
leggur til að löggjöfin sem heild
sé endurskoðuð með tilliti til skil-
greininga laga, sem verði breytt
til móts við reynslu og þarfir
kvenna. Þessar hugmyndir hefur
Holtmat einkum þróað með tilliti
til vinnu- og tryggingalöggjafar.
Hún gagnrýnir m.a. að reglur hol-
lensks vinnuréttar séu í miklum
WICANDERS
GUMMIKORK
í metravís
• Besta undirlagið fyrir trégólf
og linoleum er hljóðdrepandi,
eykur teygjanleika gólfsins.
Mikilvægasta vopnið,
segir Elín Blöndal, er
aukin fræðsla og við-
horfsbreyting.
mæli tengdar einstaklingum, það
er skyldur, kröfur, þarfir, o.s.frv.
af hendi launþegans eru skil-
greindar út frá honum sem ein-
staklingi en ekki t.d. með tilliti til
fjölskylduábyrgðar.
Niðurlag
Það er álit mitt að kenningar
postmodernista séu gagnlegar til
umhugsunar og jafnvel eftirbreytni
hér á landi. Eg tel einnig að of
mikil áhersla hafi verið lögð á að
ná fram (með litlum árangri) rétti
til svokallaðrar „jákvæðrar mis-
mununar", það er að ef tveir jafn-
hæfir einstaklingar sækja um starf
í starfgrein þar sem annað kynið
er í minnihluta skuli ráða einstakl-
ing af því kyni. Sú „lausn“ ræðst
nefnilega ekki á kjarna vandamáls-
ins um misrétti, heldur leitast við
að „stoppa í götin“, og verður seint
til þess að jafna þann mikla mun
sem er á stöðu karla og kvenna í
atvinnulífinu. Sennilega er mikil-
vægasta vopnið aukin fræðsla og
viðhorfsbreyting, jafnt hjá stjórn-
völdum sem almenningi, á þeim
grunni að jafnrétti er ekki aðeins
konum heldur öllu þjóðfélaginu til
hagsbóta. Önnur atriði sem tengj-
ast réttindum allra einstaklinga,
svo sem styttri og sveigjanlegri
vinnutími og almenn hækkun
launa virkar einnig í átt til jafnrétt-
is. En hvert er hlutverk laga í þessu
samhengi? Líta verður á jafnrétti
út frá mörgum sjónarhornum, ekki
aðeins lagalegri stöðu kvenna,
heldur einnig t.d. efnahagslegri,
félagslegri og menningarlegri
stöðu jafnt kvenna sem karla.
Lagaviðhorfin hljóta að mótast af
samfélagsviðhorfum sem eru
breytileg efir stað og stund auk
þess að vera í stöðugri þróun.
Til þess að ná fram jafnrétti
þarf að fara fram kerfisbundin
endurskoðun á lögum með tilliti til
viðhorfa kvenna jafnt sem karla.
Endurskoða þarf gamalgróin við-
horf og karllægan lagatexta, og
konur þurfa að beita sér til að svo
megi verða. Á grundvelli lagakenn-
inga getum við gert okkur grein
fyrir því hvar meinin liggja, og
hvaða aðferðum við kjósum að
beita til þess að bæta úr. Fæstir
neita því að jafnrétti kynjanna eru
sjálfsögð mannréttindi. Viðhorf
samfélagsins eiga að endurspegl-
ast í lögunum sem aftur eru bind-
andi reglur og endurspeglast á ný
úti í þjóðfélaginu sem réttindi allra
og skyldur án nokkurs manngrein-
arálits. Þess vegna eiga lögin og
jafnrétti ekki aðeins samleið heldur
eru réttlát lög nauðsynleg forsenda
þess að raunverulegt jafnrétti
kynjanna verði að veruleika.
Höfundur er tögfræðingur.
"’fÝ fi,
WICANDERS
Vóntiud tónlist í fltitmngi fðgfólks
• Stenst hjólastólaprófanir.
• Fyrir þreytta fætur.
GUMMIKORK róar gólfin niður!
ÞÞ
&co
Í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 0360 • 128 REYKJAVÍK
SIMI553 8640 568 6100