Morgunblaðið - 05.12.1996, Page 47
1
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 47
AÐSENDARGREINAR
' Undarlegir bóksalar
BÓKSALAR hegða sér mjög
undarlega gagnvart Hagkaupi,
Bónusi og öðrum stórmörkuðum.
Bóksalar gagnrýna stórmarkaðina
fyrir að fleyta ijómann ofan af jóla-
bókasölunni en hjálpa
þeim samt við ijóma-
fleytinguna. Rjóminn í
jólabókaversluninni er
10 til 20 söluhæstu
bækurnar. Stór-
markaðirnir kaupa þær
í stóru upplagi, fá góð-
an afslátt og bjóða við-
skiptavinum sínum á
lækkuðu verði. Þar með
missa bóksalar af mik-
illi verslun.
Fyrir þessi jól koma
út rúmlega 400 nýjar
bækur á íslensku. Að
auki eru áður útgefnar
bækur á boðstólum.
Hvemig vita Hagkaup,
Bónus og hinir hveijar
verða 10 til 20 söluhæstu bækumar?
Beðið eftir metsölulistunum
Vom stórmarkaðirnir búnir að
panta 10 til 20 söluhæstu jólabæk-
urnar hjá útgefendum um miðjan
nóvember? Nei, því þá vissu þeir
ekki hveijar yrðu söluhæstu bæk-
urnar. Vom stórmarkaðirnir búnir
að panta söluhæstu bækurnar í gær
til að bjóða þær á kostakjömm?
Nei, þeir vissu ekki heldur í gær
hveijar yrðu söluhæstu bækumar.
Hvenær vita stórmarkaðirnir þá
hveijar verða vinsælustu bækumar?
Þeir fá að vita það um leið og bók-
salarnir, vinir þeirra, hafa upplýst
DV og Félagsvísindastofnun, fyrir
hönd Morgunblaðsins, um það
hvaða jólabækur falli best í kramið
hjá almenningi.
Bókabúðirnar eru kjörinn vett-
vangur fyrir söfnun upplýsinga af
þessu tagi. Bókabúðimar byija að
selja nýju bækurnar um leið og þær
koma út og reyna að vera með sem
flestar þeirra á boð-
stólum. Fólk hefur
góðan aðgang að úr-
vali bóka í bókabúðun-
um. Þar gefst tími og
næði til að vega bæk-
urnar og meta.
Hvers vegna að
upplýsa um
viðskipta-
leyndarmál?
Fyrstu daga des-
embermánaðar er
hins vegar lítið til af
bókum í stórmörkuð-
unum, ef þá nokkuð.
Fáar eru á lægra verði
en gengur og gerist.
í stórmörkuðunum bíða menn eftir
að DV og Morgunblaðið birti met-
sölulistana sem eru unnir eftir
upplýsingum frá bókabúðunum. Þá
geta þeir farið að panta met-
sölubækurnar og_ hirða viðskiptin
af bóksölunum. Ég átta mig ekki
á því hvers vegna bóksalar hjálpa
sínum skæðustu keppinautum með
því að upplýsa þá um viðskipta-
leyndarmál af þessu tagi. Ef eng-
inn væri metsölulistinn fyrir jól
ættu stórmarkaðirnir í erfiðleikum
með að gera stórar pantanir á örfá-
um bókum til að fá mikinn afsátt.
Þeir yrðu bara að kaupa sitt lítið
af hveiju - með litlum afslætti.
Þar með mundu þeir standa í svip-
uðum sporum og bóksalar. En þar
sem bóksalar hafa meiri þekkingu
á bókum og betra úrval mundi al-
Ólafur
Hauksson
Ef enginn væri metsölu-
listinn fyrirjól, segír
Ólafur Hauksson, ættu
stórmarkaðirnir í erfíð-
leikum með að gera
stórar pantanir á örfá-
um bókum til að fá mik-
inn afslátt
menningur líklega frekar kaupa
jólabækurnar hjá þeim.
Hvað gera bókaútgefendur?
En þó bóksalar snúi vöm í sókn
með því að upplýsa ekki um við-
skiptaleyndarmál sín eru þeir upp
á náð og miskunn bókaútgefenda
komnir um hvort það heppnast.
Bókaútgefendur búa nefnilega yfir
flestum þeim upplýsingum sem þarf
til að gera metsölulista.
Reynsla undanfarinna ára bendir
ekki til þess að bókaútgefendur
standi með bóksölum. Á stuttri jóla-
bókavertíð vilja útgefendur selja
sem mest. Staðgreiðsla stórmark-
aða á stórum sendingum af „met-
sölubókum" er ákaflega freistandi.
Hefðbundnar bókabúðir eru lengur
að skila greiðslum. Þar að auki vita
bókaútgefendur að bókabúðimar
hætta ekkert að kaupa bækur hjá
þeim þótt þeir taki hagsmuni stór-
markaðanna fram yfir einn mánuð
á ári.
Höfundur er blaðamaður og
starfar við almannatengsl.
Opið virka daga 9-18
Laugardaga 10-16
Sunnudaga 14-16
iiiumHiniiiiiii
af öllum yfirhöfnum
fimmtudag, föstudag og laugardag.
Þægileg og falleg föt sem endast og endast.
Opið laugardag 10.00-18.00
Opið sunnudag 13.00-18.00
Sendum í póstkröfu
BARNASTIGUR
BRUM'S 0-14 SÍÐAN 1955
- sendum bæklinga út á land ef óskað er. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461
Barnaskór í úrvali
Helgartilboð
Laugard. 10-18 ITlÍílÍbcl
Mán.- Fös. 9-18
svartir
STOÐTÆKNI
Císli Ferdinandsson efif
Lækjargötu 4 • S: 551 4711
hvee hriagir,
á&iir eih svorafc m
Með þar til gerðum síma eða tæki, sést númer þess
sem hringir, áður en símtólinu er lyft af. í flestum
slíkum tækjum er hægt að geyma númer þeirra sem
hringdu, þegar enginn var við.
Sækja þarf um þjónustuna hjá Pósti og síma og greiða
ársfjórðungsgjald kr. 190, en ekkert stofngjald er
tekið.
Þegar hringt er frá útlöndum, úr NMT-farsímakerfinu
eða síma með númeraleynd kemur ekki fram númer
þess sem hringir. í vissum tilvikum er ekki hægt að
veita símnotanda þessa þjónustu.
PÓSTUR OG SÍMI