Morgunblaðið - 05.12.1996, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRG
EYJÓLFSDÓTTIR
+ Björg Eyjólfs-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 1. apríl
1930. Hún Iést á
heimili sínu,
Austurströnd 4,
Selljarnarnesi, 28.
nóvember siðastlið-
inn.
Foreldrar Bjarg-
ar voru Eyjólfur
Kristjánsson, spari-
sjóðsgjaldkeri i
Hafnarfirði, f. 18.1.
1902, d. 5.5. 1947,
og Guðlin Jóhann-
esdóttir, húsmóðir,
f. 30.6. 1896, d. 10.5. 1982.
Systkini Bjargar voru Einar,
sjómaður, f. 13.4. 1924, d. 9.1.
1947, unnusta hans var Soffía
Júliusdóttir. Guðný, húsmóðir,
f. 27.10. 1925, d. 4.8. 1992, eig-
inmaður hennar var Kristján
Þorvaldsson. Reynir, fyrrv. for-
stjóri Sjúkrasamlags Hafnar-
fjarðar, f. 19.11. 1927, eigin-
kona hans er Dóra S. Guð-
mundsdóttir.
Björg giftist Ingólfi Guð-
mundssyni verslunarmanni í
Hafnarfirði hinn 19. mai 1951
og bjuggu þau i Hafnarfirði til
ársins 1964, er þau hófu búskap
að Þórustöðum í Olfusi. Þau
skildu 1973 og Björg fluttist til
Reykjavíkur.
Börn þeirra eru: 1) Einar, f.
29.11. 1951, kona hans Gunn-
hildur Olga Jónsdóttir sjúkra-
liði, þau skildu. Börn þeirra eru
Sólveig, f. 18.8. 1975, og Björg,
f. 24.1. 1977. 2) Gunnar, bóndi,
f. 18.9.1955, d. 19.4.1988, kona
hans Eygló Bjamþórsdóttir,
þau skildu. Börn þeirra eru
Linda Dröfn, f. 19.7. 1975, og
Erla Björg, f. 16.10. 1978. Fyr-
ir átti Gunnar Eygló Svövu, f.
30.9. 1974. 3) Stefán Daði,
áféngisráðgjafi, f. 10.6. 1957,
kona hans er Katrín M. Þor-
björnsdóttir, húsmóðir og nemi,
böm þeirra em El-
var Órn, f. 5.6.
1985, og Ingólfur
Bjöm, f. 27.6. 1992.
Fyrir átti Stefán
Daði Sigurlaugu
Björgu, f. 9.11.
1975, og Þóri Hall,
f. 18.12. 1980. 4)
Auður Ingólfsdótt-
ir, skrifstofumaður,
f. 15.6. 1958, maður
hennar er Valgeir
Valgeirsson verk-
fræðingur. Börn
þeirra em Valgeir
f. 22.12. 1980, og
Björg, f. 22.4. 1985. 5) Trausti
Óttar Steindórsson, fiskeldis-
fræðingur, f. 17.7. 1965, fóstur-
sonur. Sonur hans er Aron Ótt-
ar, f. 26.12. 1985.
Hinn 8. janúar 1975 giftist
Björg eftirlifandi _ eiginmanni
sinum Vilhjálmi Ólafssyni, f.
6.5. 1933, fyrrverandi skrif-
stofustjóra Hagstofu Islands.
Sonur hans af fyrra hjónabandi
er Pétur, viðskiptafræðingur,
f. 10.7. 1960.
Björg og Vilhjálmur bjuggu
fyrstu hjúskaparár sín í Reykja-
vík en fluttust til Hafnarfjarðar
1980 og bjuggu þar á Ölduslóð
46 þar til í júní á þessu ári að
þau fluttu á Austurströnd 4,
Selljarnarnesi.
Björg ólst upp i Hafnarfirði
á Jófríðarstaðavegi 15. Hún
lauk gagnfræðaprófi frá Flens-
borgarskóla 1946. Hún starfaði
við verslunar- og skrifstofu-
störf þar til hún giftist 1951.
Frá þeim tima sinnti hún barna-
uppeldi og húsmóðurstörfum.
Frá árinu 1976 starfaði Björg
á skrifstofu Ríkisspítalanna,
fyrst i launadeild og síðar sem
gjaldkeri. Hún lét af störfum
þar 1986 vegna veikinda.
Útför Bjargar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Hún amma er farin. Hvernig er
hægt að finna réttu orðin til að lýsa
þessari stórbrotnu manneskju? Það
vita allir sem hana þekktu hversu
einstök hún var. Það var alveg sama
hvernig stóð á hjá ömmu, alltaf gat
hún veitt okkur styrk, alltaf hafði
** hún tíma til að taka utanum okkur
og gefa af sinni lífsgleði og orku sem
virtist óþijótandi. Sama hver átti í
hlut, hún gat alltaf dregið fram það
besta í fólki. Hún átti einstaklega
auðvelt með að benda á kosti ann-
arra og gerði alla í kringum sig að
sérstökum einstaklingum. Hún var
mikill mannþekkjari og skilningsrík
persóna sem átti auðvelt með að sjá
hlutina frá ólíkum sjónarhornum.
Það var alltaf jafn notaleg tilfinning
að koma úr hinu daglega amstri til
ömmu og afa. Þar fundum við frið,
því á móti okkur streymdi ótakmörk-
uð ástúð og hlýja. Amma átti svo
auðvelt með að sýna tilfinningar sín-
ar hvort sem það var í orðum eða
verki. Hún naut þess að vera með
nánustu vinum og ættingjum. Hún
bar af vegna glæsileika síns og per-
sónutöfra, ávallt hrókur alls fagnað-
ar þar sem aldrei var langt f hennar
fræga húmor. Hún var kona sem
við litum upp til og dáðum. Hennar
óslökkvandi þrá að læra og vita
meira varði til síðasta dags.
Elsku amma, á þessari stundu
þegar við sitjum hér saman systurn-
ar til að skrifa þessi minningarorð
rifjast upp samverustundir sem
munu aldrei gleymast. Hver á að
syngja með okkur lög Andrew’s
systra, dansa við okkur í eldhúsinu
eða kúra með okkur í sjónvarpshol-
inu með fullt af svindli og kóki í lítra-
tali? Hvar fáum við ömmu-spaghettí
og -skyr? Þetta hljómar kannski
sjálfselskulega, en elsku besta
amma, vissir þú ekki að þú ert gull-
molinn okkar? Glóandi með útbreidd-
—-an faðminn, þurrkaðir tárin okkar
og breyttir þeim í gimsteina. Takk,
er allt sem við getum sagt.
Við vitum að þér líður betur núna.
Þó að þú hafir ávallt metið mikils
lífið sem þú áttir hér með okkur
hefur þú ætíð verið sannfærð um
að eitthvert líf bíði okkar annars
staðar. Nú eru sjálfsagt gleðilegir
endurfundir þar sem pabbi tekur á
móti þér ásamt systkinum þínum
Guðnýju og Einari, mömmu þinni
og pabba, Hrefnu og fleirum.
Elsku afi, missir þinn er mikill,
við vitum hversu sterk ást ykkar
ömmu hefur ætíð verið. Við munum
aldrei fylla upp í þetta djúpa skarð,
en kærleikurinn sem ríkir í fjölskyld-
unni mun styrkja okkur í þessari
miklu sorg. Nú er mál að taka lífs-
reglur ömmu Bjargar til fyrirmynd-
ar; horfa björtum augum fram á
veginn og halda lífsgleðinni.
Elsku amma, þú verður engill í
hjarta okkar - alla tíð.
Eygló Svava, Linda og Erla
Björg Gunnarsdætur.
Það virðist svo stutt síðan þú og
pabbi kynntust, en þó er liðinn tæp-
ur aldarfjórðungur.
Þið genguð í hjónaband í janúar
1975, og áttuð því tuttugu ára brúð-
kaupsafmæli á síðasta ári.
Ég minnist allra jólaboðanna hjá
ykkur, þegar fjölskyldan safnaðist
saman á annan í jólum. Þá gátuð
þið hitt öll barnabörnin, sem eru
ykkar líf og yndi. Þú getur ekki leng-
ur verið með þeim í efninu, en verð-
ur það alveg örugglega í andanum.
Það var auðsótt að leita til þín
með margvísleg vandamál, enda átt-
ir þú auðvelt með að hlusta á vanda-
mál annarra.
Eftir erfið og langvarandi veikindi
undangengin tíu ár ert þú loks farin
til nýrra og betri heimkynna, sem
við töluðum svo oft um.
Víst er, að aðskilnaðurinn fyrir
ástvini ykkar verður erfiður.
Elsku Björg, ég þakka þér fyrir
allar samverustundirnar og allar
samræðustundimar sem við áttum
um andleg og veraldleg mál.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis
njóta.
Hann endumærir sál mína, leiðir mig um
rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast
ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum
mínum;
þú smyrð höfuð mitt með olíu;
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga
mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Pétur.
Elskuleg mágkona mín og vin-
kona Björg Eyjólfsdóttir er látin.
Mig langar til að minnast hennar
með örfáum orðum. Ég kynntist
Björgu fyrst fyrir rúmum tuttugu
árum þegar Vilhjálmur bróðir minn
bauð okkur Palla og mömmu til sín,
til að kynna okkur fyrir unnustu
sinni. Ég hafði kviðið svolítið fyrir
en það reyndist óþarfi. Hún tók okk-
ur opnum örmum og þannig hefur
það verið ætíð síðan. Við urðum
góðar vinkonur og mjög nánar, sér-
staklega síðustu ár. Björg greindist
með krabbamein 1986, þá var hún
mjög veik en með ótrúlegum bar-
áttuvilja, jákvæðni og góða skapinu
sínu náði hún sér. Björg og Vilhjálm-
ur áttu góð ár framundan, þau voru
mjög hamingusöm. Svo kom reiðar-
slagið vorið 1995, þá greindist hún
aftur með krabbamein og fór í með-
ferð og allt virtist ætla að ganga
vel, en svo kom bakslag, og því
miður náði sjúkdómurinn yfirhönd-
inni. Hún tók þessu með hetjulegri
ró og gafst ekki upp. Við fórum
mikið út saman og gerðum ýmislegt
skemmtilegt eins og áður. Það er
svo margs að minnast, ég mun sakna
hennar Bjargar minnar mjög mikið.
Björg, Vilhjálmur og við Palli byggð-
um sumarbústaði hlið við hlið í
Bjarnastaðalandi í Hvítársíðu 1989.
Tíminn sem við áttum saman á
Bjarnastöðum þegar við vorum að
byggja sumarbústaðina og rækta
landið var yndislegur tími. í sumar
sem leið fórum við Björg tvær sam-
an upp í Hvítársíðu í sumarbústaðinn
minn. Þar dvöldum við í nokkra
daga. Hún naut hverrar mínútu við
að hitta vinina í sveitinni og rifja
upp gamla daga þegar hún var
kaupakona á Bjamastöðum og ýmis-
legt fleira. Reyndist þetta síðasta
ferð hennar í Hvítársíðuna. Þessi
ferð mun ylja mér um hjartarætur
um komandi framtíð. Björg og Vil-
hjálmur fluttu í júní á þessu ári á
Seltjarnarnesið. Eg var svo ánægð
að fá þau svona nálægt mér. Þótt
Björg væri orðin mjög veik setti hún
allt á sinn stað á nýja heimilinu eins
og hún vildi hafa það. Það mátti
enginn hjálpa henni og tókst henni
mjög vel að gera heimilið vistlegt.
Hún vissi að hverju stefndj en alltaf
var stutt í góða skapið. Ég kvaddi
þig með trega 28. október þegar ég
var að fara í frí. Þú lofaðir mér því
að þú myndir sitja í sófanum þegar
ég kæmi aftur og svo sannarlega
varstu þar, en orðin fárveik. Tveim
dögum seinna lagðistu alveg í rúm-
ið. Ég þakka þér elsku Björg allar
yndislegu samverustundimar sem
við áttum saman. Ég veit að þér líð-
ur vel núna. Ég bið guð að styrkja
bróður minn, börnin, tengdabörnin,
barnabörnin og okkur öll sem syrgj-
um þig.
Erla.
í stofunni á heimili Bjargar og
Vilhjálms hanga tvær myndir eftir
Þorvald Skúlason sem eru einkenn-
andi fyrir eitthvert glæsilegasta
tímabil í myndþróun Þorvaldar,
tímabil sem jafnan er kennt við Ölf-
usá. Á þeim árum var hann tíður
gestur á heimili Bjargar og Ingólfs,
fyrri manns hennar, þegar þau
bjuggu á Þórustöðum í Ölfusi. Þor-
valdi varð þá oft reikað niður að
ánni og varð þessi mikla og straum-
þunga á honum óþijótandi efni til
myndsköpunar. Á myndunum má
skynja þungan nið árinnar sem
streymir endalaust einsog tíminn
sem líður og ekkert fær stöðvað.
Þannig er lífið. Hver einstaklingur
á sér upphaf og endi en lífíð í sinni
margbreytilegu mynd streymir
framhjá einsog áin. Það var bróður
mínum mikil gæfa að kynnast
Björgu, en Ieiðir þeirra lágu saman
fyrir rúmum tuttugu árum. Það var
án efa gagnkvæmt; saman unnu þau
bug á erfiðleikum, fundu sameigin-
legan lífsfarveg sem varð þeim til
mikillar giftu. Það var okkur skyld-
mennum Hjalla einnig mikil gæfa
að fá að kynnast persónutöfrum
Bjargar, hlýhug hennar og mann-
kærleika. Móður minni sýndi hún
einstaka ræktarsemi sem nú sér á
bak öðru tengdabarni á fáum árum.
Allir sem kynntust Björgu minn-
ast hennar sem sterks persónuleika
með jákvætt lífsviðhorf. Hún sýndi
hveijum og einum áhuga á því sem
hann var að gera. Á þetta ekki síður
við um böm mín sem minnast henn-
ar með gleði í hjarta.
Börn Bjargar og barnabörn urðu
mjög hænd að Hjalla og barnabörn-
in nefndu hann aldrei annað en afa.
Þau hafa verið honum ómetanlegur
stuðningur í sorg hans við fráfall
móður þeirra og ömmu.
Björg hafði þann hæfileika að sjá
hverdagsleikann í skáldlegu ljósi.
Ofur einfaldur og venjulegur atburð-
ur gat í frásögn hennar breyst í
skemmtilega og spennandi sögu.
Þegar henni tókst hvað best upp í
frásagnargleðinni upplifði maður
smáatvik sem stórfenglegt ævintýri.
Ekki veit ég hvort lestur fagurra
bókmennta hefur mótað þessa skáld-
legu sýn hennar á hversdagsleikann.
Eitt er þó víst, bókahillurnar á heim-
ili Bjargar og Hjalla bera vitni vönd-
uðum og góðum smekk. Bækurnar
voru dýrgripir sem átti að með-
höndla með virðingu en án þess að
vera eitthvert stofustáss.
Þegar ég kom á heimili þeirra -
sem var alltof sjaldan - kvaddi ég
aldrei án þess að renna augunum
til bókaskápsins og laumaðist þá
stundum til að grípa eina og eina
bók. Átti ég þá gjarnan tal við
Björgu um sameiginleg áhugamál.
Björg var ein af þessum hvunn-
dagshetjum sem bera harm sinn í
hljóði. Hún átti við langvarandi veik-
indi að stríða, barðist árum saman
við banvænan sjúkdóm en kvartaði
aldrei og neitaði að gefast upp fyrr
en í fulla hnefana. Þegar sýnt þótti
að hveiju stefndi síðustu dægrin
beið hún þess er verða vildi af yfir-
vegaðri ró þeirrar manneskju sem
er heilsteypt og sönn. Dauðann ótt-
aðist hún ekki; hafði fremur áhyggj-
ur af framtíð bróður míns sem nú
sér á bak eiginkonu og sönnum vini
og félaga til margra ára.
„Og fegurðin mun ríkja ein.“ Á
þessum orðum lýkur Heimsljósi Hall-
dórs Laxness. Fegurðina skynjum
við m.a. í skáldsögum Laxness og
málverkum Þorvaldar - en fyrst og
fremst skynjum við hana í mannleg-
um samskiptum, samlíðaninni með
manneskjunni. Við fráfall ástvinar
skiljum við einna helst hversu þessi
samkennd, þessj samlíðan er okkur
mikils virði. Á slíkum stundum
skynjum við hversu lífið er dýrmætt.
Sigurður Jón Ólafsson.
Þegar ég minnist Bjargar, fyrr-
verandi tengdamóður minnar, er það
fyrsta sem kemur upp í hugann
hversu skemmtileg og orðheppin hún
var.
Hversdagslegir atburðir urðu æv-
intýralegir í hennar umfyöllun. Hún
var glæsileg kona, laðaði að sér fólk
og naut sín vel í margmenni. Með
sínum einstaka húmor átti hún auð-
velt með að sjá spaugilegar hliðar á
grafalvarlegustu málum. Jafnvel
þegar hún var orðin verulega máttf-
arin og dauðastundin nálgaðist gat
hún haldið uppi léttri skemmtidag-
skrá fyrir þá sem komu til hennar
með sorg í hjarta.
Björg og Vilhjálmur voru einstak-
Iega samhent hjón. Þau voru hvort
öðru mikilvæg og stóðu saman í blíðu
og stríðu. Villi á margar góðar minn-
ingar um samveru þeirra sem ég
vona að hjálpi honum í hans miklu
sorg.
Ég er þakklátur fyrir kynni mín
af Björgu. Dauði hennar var ótíma-
bær og ég veit að það eru margir
ósáttir við hann. Ég kveð hana með
virðingu og söknuði.
Gunnhildur Olga Jónsdóttir.
Móðursystir mín, guðmóðir og
nafna andaðist að morgni 28. nóv-
ember síðastliðinn. Gagga frænka
eins og við systkinaböm hennar
kölluðum hana, var alltaf einstök í
mínum augum. Hún var 16 ára
þegar ég fæddist og þar sem for-
eldrar mínir bjuggu fyrstu árin hjá
afa og ömmu fannst mér hún alltaf
eiga heilmikið í mér.
Hún frænka mín hafði einstaka
kímnigáfu sem fylgdi henni fram á
síðasta dag. Tveimur dögum áður
en hún dó og hún gat vart haldið
höfði vegna magnleysis tókst henni
á sinn sérstaka hátt að koma mér
og dóttur sinni til að gráta af hlátri.
Ung varð hún að hætta námi
þegar afi minn og faðir hennar dó
aðeins 45 ára gamall. En sú grunn-
menntun sem hún hafði fengið í
Flensborg reyndist henni gott vega-
nesti enda var hún skörp með af-
brigðum. Við þá menntun jók hún
í skóla lífsins og var óspör að miðla
reynslu sinni til annarra.
Hún var sú sem ég leitaði til
þegar ég var að lesa fyrir próf í
menntaskóla og fannst systkini mín
þrengja að mér heima fyrir. Alltaf
var hún reiðubúin til að setjast nið-
ur og hlýða mér yfir og aðstoða
mig eftir föngum.
Lestur bóka var henni mjög hug-
leikinn og ekki hvað síst ljóðalest-
ur, en hún kunni ógrynni af ljóðum
og svo vel að veikindi eða lyf sljóvg-
uðu ekki huga hannar í þeim efnum.
Hún frænka mín hafði svo mikið
að gefa og fyllti mig sjálfsöryggi
og vellíðan í hvert skipti sem ég
heimsótti hana. Ég á erfitt með að
hugsa mér heiminn án hennar og
mömmu, sem dó fyrir 4 árum. Það
er enginn sem fyllir það skarð, sem
þær skilja eftir.
En minningin um yndislega
frænku mun lifa með mér í framtíð-
inni. Þegar ég kvaddi hana hinsta
sinni, skömmu áður en hún dó,
hvíslaði hún í eyra mér „ekki
gleyma Göggu frænku". Ekki er
hægt að gleyma slíkri konu. Hún
lifir og dafnar með manni um
ókomna tíð.
Ég kveð þig með söknuði og
þakka þér allt sem þú hefur gefið
mér og fjölskyldu minni.
Elsku Villi, Auður, Stebbi, Einar
og Trausti og allir sem eiga um
sárt að binda.
Guð veri með ykkur á þessari
sorgarstundu.
Björg.
Elsku frænka okkar, hún Gagga,
er látin langt um aldur fram. Hún
hafði átt við erfið veikindi að stríða
undanfarin ár og þótt lífsvilji og
baráttuþrek þessarar einstöku konu
hafi verið með ólíkindum, varð hún
að lokum að lúta í lægra haldi.
Margs er að minnast. Við systk-
inin eigum ákaflega góðar minning-
ar um frænku okkar. Fyrstu æviár
okkar bjuggu fjölskyldur okkar í
sama húsi í Hafnarfirði. Eftir að
Gagga, Gúlli og krakkarnir fluttu
að Þórustöðum í Ölfusi vorum við
með annan fótinn þar, ýmist í sum-
ardvöl eða styttri heimsóknum. Á
þeim bæ ríkti engin meðalmennska.
Þau hjón ráku stórbú, þar sem hús-
móðirin stjórnaði af mikilli röggsemi
og af annáluðum myndarskap stóru
og mannmörgu heimili, þar sem
ætíð var mikill gestagangur. Þar var
alltaf líf og fjör og heitar umræður
um ýmis mál. Þangað komu margir
andans menn og kynlegir kvistir,
sem við krakkarnir höfðum mjög
gaman af að snúast í kringum.
Eftir að Gagga flutti aftur í bæinn
stóð heimili hennar og Villa okkur og
fjölskyldum okkar ávallt opið og þang-
að var alltaf jafnnotalegt að koma.
Gagga frænka var okkur öllum
afar kær. Hún var ein kraftmesta
og duglegasta kona, sem við höfum
kynnst. Okkur systkinabörnum sín-
um reyndist hún ákaflega vel og
gott var til hennar að leita, þegar
eitthvað bjátaði á.