Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 53

Morgunblaðið - 05.12.1996, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ > ; j ) j j i 3 J J 3 3 i i 3 I Í Í i I : 4 4 4 4 4 MIIMIMINGAR ÓLAFUR ANDRÉSSON + Ólafur Andrés- son fæddist í Reykjavík hinn 17. nóvember 1949. Hann lést á Land- spítalanum 24. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Andrés Ásgríms- son, f. 2. des. 1921, og Halldóra Jó- hannsdóttir, f. 12. september 1922. Bræður hans eru Gústaf Adolf og Jóhann Salómon. Ólafur var fráskil- inn er hann lést. Hann eignað- ist áður Ólöfu Lindu, f. 1972. Hann átti einnig Berglindi Ósk, f. 22. apríl 1976. Ólafur stundaði sjómennsku mestalla sína ævi en þó mest hjá Landhelgisgæslunni. Útför Ólafs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hjartkær sonur okkar og bróðir. Hver skilur tilgang lífsins? Af hvetju ert þú farinn burt frá okkur á besta aldri? Þetta verða nokkur fátækleg orð því okkur er orða vant. Við áttum ástríkan son að eiga þig, þú varst alltaf svo hlýr og góður við alla og alltaf var hægt að leita til þín.' Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera og fyrir alla sem til þín leituðu var svarið jákvætt frá þinni hendi. 22 ár ert þú í starfi hjá Landhelg- isgæslunni og þar af 19 ár á varð- skipinu Tý. Þeir sýndu það líka skipsfélagar þínir hvað þeim þótti vænt um þig með því að koma hver á fætur öðrum og heimsækja þig á sjúkrahúsið, þú varst svo glaður að fá þá í heimsókn. Þökk sé þeim öllum fyrir góðar samverustundir. Elsku drengurinn okkar, við kveðjum þig með söknuði, þú ert vel geymdur hjá Guði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku drengurinn okkar. Kveðja. Mamma, pabbi og bræðumir. Elsku pabbi minn. Ég spyr mig oft: Hví varstu tekinn frá mér? Missirinn er svo mikill, pabbi minn, en ég veit að þú ert vel varðveittur hjá Guði. Eina huggunin er sú að þú þurftir ekki að þjást meira af þessum hræðilega sjúkdómi sem þú fékkst. Þú sem varst alltaf svo mikil hetja í mínum huga og munt ætíð vera, pabbi, ég er svo stolt af þér. Sjómennskan var þér mikils virði en fjöl- skyldan þín var þó mik- ilvægari. Þú stundaðir sjómennskuna frá unglingsaldri, varst í mörg ár hjá Eimskipa- félaginu og þá á Fjall- fossi, varst síðan í 22 ár hjá Landhelgisgæsl- unni, á Baldri í þorska- stríðinu, Árvakri, varð- skipinu Þór en þó lengst af á varð- skipinu Tý, um 19 ár. Þar áttir þú líka góða vini og ég veit að þú munt alltaf vera í hjarta þeirra eins og allra. Elsku pabbi, eins og ég hef sagt þér áður, hefur þú alltaf verið eng- illinn minn og vakir alltaf yfir mér, rétt eins og litla stúlkan þín mun alltaf vaka yfir þér. Fyrir rúmum mánuði uppgötvað- ist illkynja æxli í líkama þínum sem enginn ræður við og þar sem líkami þinn var svo sterkur, barðist hann og hrinti öllum einkennum frá sér í langan, langan tíma. Ástarengillinn minn, hve dugleg- ur og jákvæður þú varst á þessum erfiðu tímum og hve þú barðist fram á síðustu stundu. Við vitum að það var allt gert sem í mannlegu valdi stóð til að bjarga þér en lífið hefur sinn tilgang, sjúkdómurinn sigraði, en ég veit líka að Guð elskar þig svo mikið að hann tók þig strax til sín heldur en að horfa upp á þig þjást. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til Ijóss- ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir líf- inu.“ (Ók. höf.) Elsku pabbi minn, engillinn minn, ég kveð þig með þeim orðum, hve yndislegur og ástkær faðir þú varst mér. Þú studdir mig í gegnum lífið af ómótstæðilegri ást og umhyggju og takk fyrir að hafa verið til og leyft mér að koma við í þínu lífi. Minningarnar á ég miklar um okkar samverustundir sem voru svo dýrðlegar, þú oft að gantast við mig, alltaf svo rólegur og mikil gleði í þér, vel skipulagður og vel til fara, já, elskan mín, ég hef lært mikið af þér. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið það tækifæri að búa hjá þér síðustu þijú ár, bjuggum tvö sam- an, yndislegur tími. Guð varðveiti þig, elsku pabbi minn, og ég elska þig af öllu mínu hjarta. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (K. Gibran.) Með ástar- og saknaðarkveðjum. Þín dóttir, Berglind Ósk. Ég fæ því ekki með orðum lýst hversu agndofa ég varð er ég fékk þær skelfilegu fréttir að þú værir látinn, elsku Óli minn. Á stund sem þessari er fátt um orð en efst í huga eru allar góðu minningamar um samverustundir okkar frá því þú komst inn í líf mitt er ég var níu ára gamall og þú tókst þér fyrir hendur að sjá um Huldu, Gústa og mig, er þú og mamma giftust, og svo einu ári seinna fæddist hún Berglind elsku- lega, litla systir mín. Þú sem varst alltaf svo hugul- samur, umhyggjusamur og yndis- legur stjúpfaðir. Alltaf fannst mér það jafn spennandi að hlusta á sög- urnar frá því þegar þú varst á sjón- um og ferðaðist um hinn stóra heim, og beið ég spenntur eftir því þegar ég hafði aldur til að feta í fótspor þín. Ég fór á sjóinn og fór að sjá mig um í hinum stóra heimi, en síðastliðin fimm ár hef ég búið í Flórída eins og þú veist og því mið- ur höfum við nú ekki sést mikið undanfarið. Aldrei hefði mér dottið í hug þegar við hittumst í apríl síðastliðn- um, að það yrði í síðasta skipti sem við sæjumst. Og er greinilegt að þegar dauðinn knýr dyra er enginn greinarmunur gerður á manngæsku né aldri, aðeins þeir góðu deyja ungir. Elsku Óli minn, þakka þér fyrir allt, þín er virkilega sárt saknað. Megir þú hvíla í friði. Ég kveð þig nú, elsku Óli minn, og vona að þér líði vel hinum megin. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Þinn stjúpsonur, Eyjólfur Guðmundsson. Elskulegur stjúpfaðir minn hann Óli er dáinn. Það er eitthvað sem maður sættir sig aldrei við, en verð- ur að læra að lifa með. Minningarn- ar eru margar og góðar enda varstu yndislegur stjúpfaðir minn frá því ég var fjögurra ára gömul. Aldrei hvarflaði að manni að þú yrðir veik- ur, þú sem varst alltaf svo hraustur og sterkur og kveinkaðir þér aldr- ei. Við vorum varla búin að með- KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR + Kristín Helga Sigfúsdóttir fæddist 21.11. 1912. Hún lést 26. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ástríður Ingi- mundardóttir og Sigfús Pétursson trésmiður á Seyðis- firði. Eftirlifandi systir hennar er Ragnheiður Sigfús- dóttir. Kristín ólst upp á Seyðisfirði og starfaði þar og rak þar sína eigin saumastofu og hélt fjölmörg Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. Það er með söknuði sem við kveðjum Stínu frænku okkar. I hugan- um sitja eftir margar góðar minningar frá veru okkar í Bólstað- arhlíðinni. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá að gista yfír nótt hjá Stínu. Bjallan hennar var sérmerkt með lím- bandi fyrir okkur svo við rötuðum aftur inn eftir að hafa leikið okkur í garðinum. í kapphlaupi hlupum við upp tröpp- saumanámskeið á vegum Kven- félagasambands íslands víða um Austurland. Hún flutti til Reykjavíkur árið 1957 og starf- aði þar við iðn sína. Útför Krístínar fer fram frá urnar þar til við komum á stigapall- inn þar sem flest blómin voru. Þá vissum við að við værum á réttum stað. Stína tók ætíð á móti okkur með brosi á vör eins og hún var vön. Það var alltaf nóg fyrir okkur að gera hjá Stínu. Langir göngutúr- ar sem enduðu með heitu súkkulaði og nýbökuðum kleinum. Piparköku- baksturinn vel skreyttur með glassúr var fastur liður fyrir jól á hveiju ári. Við sátum oft yfír henni á með- an hún saumaði föt á bangsana og dúkkurnar okkar. Það var sama hvort um var að ræða jólakjól eða dúkkuföt, allt var þetta fallega saum- að. Heimili hennar var mikið ævin- týraland. Við höfðum gaman af að skoða hlutina og bækumar hennar. Margar stundir sátum við í litla eld- húskróknum og teiknuðum. Betri leiðbeinanda var ekki hægt að hugsa sér. Elsku Stína okkar. Við kveðjum þig með þakklæti fyrir allar góðu stundimar sem þú gafst okkur. Næm, skynsöm, ljúf í lyndi, lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafði eg af þér, í minni muntu mér; því mun eg þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer. Þórdís, Arnar, Ögmundur og Ragnheiður. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 ’53 taka það að þú værir orðinn veik- ur, svo skyndilega ertu tekinn frá okkur. Ég bið fyrir, að Guð vaki yfir þér, elsku Óli minn, og ég vil þakka þér fyrir allar dýrmætu og ógleym- anlegu stundimar sem við áttum með þér. Það er eitt sem aldrei verður frá manni tekið - minning- arnar. Elsku Begga systir mín, ég bið góðan guð að gefa þér styrk í þessari miklu sorg. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verld var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Óli minn, ég kveð þig nú og bið ég góðan Guð að geyma þig. Þín stjúpdóttir, Hulda. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Vinur minn, Ólafur Andrésson, er látinn eftir stutta en þunga sjúk- dómslegu. Stundum er það svo í líf- inu að tungan lamast og orðin stað- næmast einhvers staðar og komast vart til skila. Svo er það nú. Ég veit líka fyrir fullt og fast að sá prúði og hæverski vinur sem við kveðjum núna, hefði ógjaman viljað sjá mikið orðskrúð og lofsyrði um sig látinn. En þakkaryrðin fyrir allt hið góða verða þó að birtast, og það vil ég reyna af veikum mætti. Óli, vinur minn og nafni, var ekki viðhlæjandi allra, en þeir sem áttu vináttu hans höfðu hana alla. Óli var dulur og svo dagfarsprúður og orðvar að jaðraði oft við feimni. Vegna þess virkaði hann oft á tíðum fáskiptinn, en þeir sem þekktu hann vissu að undir niðri sló heitt hjarta og heit og viðkvæm lund. Óli kunni að gleðjast með öðrum, var spaugsamur og ótrúléga fljótur að sjá broslegu hliðina á hlutunum. Þá upptendraðist hann allur og hið góðlega og smitandi bros hans verð- ur flestum ógleymanlegt. En tryggð- in og skapfestan var hans aðal. Gæti ég tínt til mörg dæmi þessu til sönnunar, en læt hér aðeins fylgja þakklæti mitt fyrir tryggðina og vin- áttuna. Mætti ég þó láta fylgja hér með sérstaka þakkarkveðju frá Gísla Óla Jónssyni og Halldóru Ragnars- dóttur, systur minni. Óli hafði gengið lengi á sætrjám, hóf ungur sjómennsku og undi sér vel til sjós. Þó mátti stundum greina vissan söknuð vegna fjarvista við ástvinina. En þetta er hlutskipti sjómannsins og Óli tók á þessu vandamáli á sinn sérstaka hátt og mættu margir læra þar af. Óli var afskaplega vinsæll meðal s N M .1 M M M M M É M li 1 pj Erfidrykkjur * P E R L A N Sími 562 0200 skipsfélaga sinna og samstarfs- manna og veit ég að þaðan berast heitar kveðjur og þakklæti. Þó Óli byrjaði ungur til sjós og hefði verið víða, þá var hans skip Týr. Þar hafði hann siglt í tæp 20 ár og kynnst gleði og sorg, en alltaf stað- ið jafn traustur hvað sem bjátaði á. Þetta kunnu margir að meta og þó orðin væru ekki mörg, þá fundu menn samúðina í fasi hins trygg- lynda manns. Og þó hann væri ákafur stuðningsmaður og einn af frumherjum eigendafélagsins svo- kallaða um borð, spillti það ekki vinsældum hans. Og það sýnir best mannkostina sem prýddu Óla. Samband Óla við foreldra sína var alltaf einstaklega kært og náið. En hafi einhver átt hjarta hans, þá var það Begga dóttir hans. Hún var augasteinn hans og veittu þau hvort öðru óskipta ást í gegnum lífíð. Og Óli hafði alltaf gott samband við Hildi móður hennar og komu þau tengsl berlega í ljós nú undir lokin. Og stærstur var Óli síðasta mán- uðinn. Þó veikindin tækju sinn toll og þó hann væri umvafinn ást og umhyggju sinna nánustu, þá var það samt svo að hann veitti jafnvel meir en hann þáði. Og undir niðri bar hann mikinn kvíðboga fyrir sín- um nánustu, en hugsaði minnst um sjálfan sig. Og það lýsir honum betur en mörg orð. Ég veit að vinir hans, skipsfélagar og samstarfs- menn, kveðja hér öðling með tryggð í hjarta. En mest er þó sorgin hjá nánustu ættingjum, því hér er kvaddur góður sonur, góður bróðir, góðir faðir, en umfram allt góður maður. Megi góður Guð styrkja þau, varðveita og blessa í sorg sinni. Er ég kveð vin minn og nafna hinstu kveðju, er ég þakklátur fyrir vináttuna og tryggðina í gegnum árin. Mér fínnst ég svo miklu betri maður að hafa kynnst honum og átt vináttu hans, og svo er víst um fleiri. Með _vinarkveðju. Ólafur Þór Ragnarsson. Erfidiykjqur Glæsileg kaffi- hlaöborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísúna 5050925 og 562 7575 JS FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLfilDLR Erfidrykkjur HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 t KRISTÍN HÖGNADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, er látin. Útförin hefur farið fram. Þökkum sýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnhildur Þóroddsdóttir, Þorragötu 7.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.