Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 72
<o>
M
AS/400 er...
...mest selda
fjölnotenda
viðskiptatölvan í dag
(Ti> nýhei
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Burðarás hf. ásamt fleirum vill kaupa hlut KEA í UA
Viljayfirlýsing lík-
lega undirrituð í dag
STEFNT er að því að undirrita í
dag viljayfirlýsingu um að Burða-
rás hf., dótturfyrirtæki Eimskips
hf., kaupi ásamt fleirum 11,3%
hlut KEA í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa, og jafnframt verði undir-
rituð viljayfirlýsing um að Sölum-
iðstöð hraðfrystihúsanna kaupi
13% hlut Akureyrarbæjar í ÚA.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins verður söluverð hlutabréf-
3* anna á genginu 5,25, og kaupa
Burðarás o.fl. því hlut KEA á rúm-
ar 540 milljónir króna og SH hlut
Akureyrarbæjar á um 625 milljón-
ir. Verður því samtals um að ræða
viðskipti með hlutabréf í ÚA að
upphæð um 1165 milljónir króna.
Búist er við að endanlega verði
gengið frá sölu hlutabréfanna fyr-
ir helgi, og verður hlutur Burða-
ráss o.fl. og SH í ÚA þá samtals
rúmlega 34% og hlutur Akureyrar-
bæjar 20%.
Ekki liggur ljóst fyrir hvað
Akureyrarbær hyggst gera við
þann hlut. Söluandvirði bréfa bæj-
arins verður notað til að greiða
niður skuldir bæjarfélagsins auk
þess sem nota á hluta af andvirði
bréfanna til framkvæmda. KEA
mun hins vegar ætla sér að styrkja
sjávarútvegsdeild sína og efla með
því sjávarútveg á Eyjafjarðar-
svæðinu.
KEA sýnir bréfunum áhuga
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins höfðu forsvarsmenn KEA
gefið í skyn við bæjaryfirvöld að
KEA væri reiðubúið að kaupa 13%
hlut bæjarins sem SH gerði tilboð
í ef ekki yrði af þeim kaupum og
ekki yrði af sölu bréfa KEA til
Burðaráss o.fl. Ætlaði KEA þá
að kaupa bréf Akureyrarbæjar á
sama gengi og tilboð SH hljóðaði
upp á, eða 5,25.
Atlanta semur
við Urval-Utsýn
SAMNINGAR hafa tekist um að
flugfélagið Atlanta annist allt sólar-
landaflug fyrir ferðaskrifstofuna
Úrval-Útsýn á tímabilinu 1. júní til
1. nóvember á næsta ári, alls 8 þús-
und sæti. Ferðaskrifstofan hefur
hingað til nær eingöngu skipt við
Flugieiðir um sitt leiguflug, en hún
er að stærstum hluta í eigu félagsins.
Hörður Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, sagði
í samtali við Morgunblaðið að Atl-
anta hefði_ boðið besta brottfarartím-
ann frá íslandi og lægsta verð á
sæti. „Atlanta hefur mjög stóra vél
sem skapar einhverja yfírburði í
kostnaði á hvert sæti. Við eigum
kost á því að njóta þess og gerðum
því samning við félagið bæði um flug
til Portúgal og Majorka."
Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður
forstjóra Flugleiða, sagði að_ kapp-
kostað væri að halda rekstri Úrvals-
Útsýnar sjálfstæðum og gefa fyrir-
tækinu færi á að spreyta sig á mark-
aðnum. Hingað til hefðu Flugleiðir
leigt Úrval-Útsýn flugvélar og nýtt
tíma þegar vélamar væru ekki í
áætlunarflugi. Hins vegar væri mik-
ill vöxtur í markaðnum um þessar
mundir og félagið teldi sig eiga kost
á að nýta þann tíma í arðbærari
verkefni í áætlunarflugi.
Flýgur Atlanta með
34 þúsund farþega?
Að sögn Helga Jóhannssonar, for-
stjóra Samvinnuferða-Landsýnar,
eru samningar nú í burðarliðnum
milli Samvinnuferða-Landsýnar og
Atlanta um 26 þúsund sæti næsta
sumar, þannig að þá gæti félagið
hugsanlega flogið með 34 þúsund
farþega.
■ Samið/B2
Kröfugerð Verkamannasambandsins
Lágmarks-
laun verði
7 0 þúsund
VERKAMANNASAMBAND íslands
krefst þess að lágmarkskauptaxti
— sambandsins hækki upp í 70.000
Mcrónur á mánuði við undirritun
næstu kjarasamninga. Jafnframt
krefst sambandið þess að taxtar
hækki á samningstímanum með
krónutöluhækkunum en ekki pró-
sentuhækkunum.
„Við krefjumst verulegra hækk-
ana á kauptöxtum Verkamannasam-
bandsins og þar með kaupmáttar-
Reykjavíkurborg
Hallalaus
fjárhags-
áætlun
FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja-
víkurborgar fyrir árið 1997,
sem lögð verður fram í dag,
gerir ráð fyrir hallalausum
rekstri. Heildartekjur borgar-
innar eru áætlaðar 18,8 millj-
arðar, þar af fara rúmir 4 millj-
arðar til skólamála, 2,1 millj-
arður í dagvistunarmál og 1,7
milljarðar félagsmál.
Fjárhagsáætlunin gerir ráð
fyrir að skuldir borgarinnar
breytist ekki á næsta ári, en
þær eru í dag 14,4 milljarða.
Rekstrargjöld sem hlutfall af
skatttekjum verða 82% sem er
sama hlutfall og á þessu ári.
■ Stefnt er að/36
aukningu. Við bendum á aðferðir til
þess að ná þessu markmiði fram.
Kauptaxtar Verkamannasambands-
ins eru lágir eins og allir vita og það
er brýnt að hækka þá,“ sagði Björn
Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ.
Kröfugerð VMSÍ gerir ráð fyrir
að samið verði til 26 mánaða, en
það þýðir að samningurinn rennur
út 1. mars 1999.
Samninganefnd Dagsbrúnar hef-
ur einnig samþykkt kröfugerð í kom-
andi samningum. Hún gerir ráð fyr-
ir sambærilegum kauphækkunum
og VMSÍ gerir í kröfugerð sinni.
Kennarar krefjast 110
þúsunda í lágmarkslaun
Kennarasamtökin hafa kynnt við-
semjendum sínum kröfugerð í kom-
andi samningum. Að sögn Eiríks
Jónssonar, formanns KÍ, krefjast
kennarar að lágmarkslaun kennara
verði hækkuð úr u.þ.b. 75 þúsund
krónum á mánuði í 110 þúsund á
mánuði. Kröfurnar geri ráð fyrir að
aðrir taxtar hækki með sambærileg-
um hætti. Auk þess sé gerð krafa
um breytingar á vinnutíma sem geti
tekið gildi á 5-6 árum. Breytingin
miði að því að lækka kennsluskyld-
una en auka vægi annarra þátta í
starfi kennara þannig að kennsla
eins bekkjar verði fullt starf.
Mjólkurfræðingar hafa einnig lagt
fram kaupkröfur. Þeir krefjast þess
að kauptaxtar hækki um 5% við
undirritun samninga og 3% síðar,
en þeir vilja einungis semja til 14
mánaða í einu. Flest landssambönd
innan ASÍ hafa rætt um a.m.k.
tveggja ára samningstíma. Auk þess
krefjast mjólkurfræðingar starfsald-
urshækkana og hækkunar á skóla-
álagi.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Milli tanka
EKKl er vitað hvaða „myrkra- vinna milli tankanna, áður en
verk“ þessi starfsmaður Olíu- hann gekk út í sólarljósið, en
hafnarinnar úti á Granda var að hann var sæll að sjá.
Hald lagt
á klám-
myndbönd
LÖGREGLAN í Reykjavík
lagði hald á 16 myndbönd í
myndbandaleigu \ Þingholtun-
um á þriðjudag. Á þeim er að
finna klámefni og eru ungl-
ingsstúlkur á aldrinum 14-16
ára í aðalhlutverkum. í fram-
haldi af þessu máli mun lög-
reglan kanna hvort myndbönd
af þessu tagi er að finna víðar.
Lögreglan fékk vísbendingu
um að klámmyndbönd með
unglingsstúlkum væri að finna
í myndbandaleigunni. Eigandi
myndbandaleigunnar lýsti sig
fúsan til samstarfs við lög-
reglu og veitti heimild til leit-
ar. Þá vísaði hann á herbergi
inn af afgreiðslunni, þar sem
var að finna töluvert klámefni.
Lögreglan taldi ástæðu til
að leggja hald á 16 mynd-
bönd, þar sem unglingsstúlkur
eru í aðalhlutverkum. Titlar
myndbandanna bera með sér
aldur þeirra, því þeir vísa m.a.
til skólastúlkna.
Eigandinn kvaðst hafa
keypt myndböndin af öðrum
myndbandaleigum og ein-
staklingum, en einnig flutt
hluta þeirra inn sjálfur.
Lögreglan í Reykjavík hefur
vísað málinu til Rannsóknar-
lögreglu ríkisins.