Morgunblaðið - 13.12.1996, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.12.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 13 FRETTIR Samstarfssamningur íslands við Schengen-ríkin undirritaður í næstu viku Framkvæmd samningsins gæti dregizt til aldamóta AÐILDARSAMNINGAR norrænu ESB-ríkjanna þriggja og samstarfs- samningar íslands og Noregs við ríki Schengen-vegabréfasamkomu- lagsins verða undirritaðir í Lúxem- borg næstkomandi fimmtudag. Að því búnu fer samningurinn til um- fjöllunar þjóðþinga viðkomandi ríkja og er gert ráð fyrir gildistöku hans á árinu 1998. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stefnir hins vegar í að ákvæði samningsins komi ekki til framkvæmda gagn- vart Norðurlöndunum fyrr en á ár- inu 1999, jafnvel ekki fyrr en 2000. Ástæða þess að framkvæmdinni gæti seinkað eru tæknileg vand- kvæði á að færa Schengen-upplýs- ingakerfið (SIS) út til nýrra aðildar- ríkja. Kerfið er upphaflega hannað fyrir fimm ríki, en brátt verða þau fimmtán og þurft getur að setja upp nýja móðurtölvu. í SIS eru skráðar upplýsingar um hættulega eða eftirlýsta einstaklinga, fólk sem hefur horfið og eftirlýsta hluti. Gæti breytzt í tvíhliða samning við ESB Leiðtogar aðildarríkja Evrópu- sambandsins ræða í dag á fundi sínum í Dublin tillögur írlands, sem nú er í forsæti ráðherraráðs ESB, að breytingum á stofnsáttmála sambandsins. Þar á meðal eru til- lögur um að ESB verði „svæði frið- ar, öryggis og réttlætis", en í því skyni er m.a. lagt til að eftirlit á innri landamærum aðildarríkjanna verði aflagt, þau samræmi eftirlit á ytri landamærum sambandsins og taki upp samræmda stefnu varð- andi vegabréfsáritanir og hælisveit- ingu. Þetta þýðir í raun að stórir hlutar Schengen-samkomulagsins verði hluti af löggjöf ESB. Schengen-samningurinn var upphaflega gerður til þess að meiri- hluti aðildarríkja ESB gæti náð markmiðum Rómarsáttmálans um fijálsa för þegna aðildarríkjanna innan sambandsins. Bretland hefur aldrei viljað taka upp samræmdar reglur á þessu sviði og Irland neyðzt til að sigla í kjölfarið. Tillögur íra gera ráð fyrir að nýjar ESB-reglur geti gengið í gildi í ársbyijun 2001. í Bretlandi er hins vegar áfram mikil andstaða við tillögurnar og geta Bretar hindr- að samkomulag um nýjar reglur. Jafnframt eru raddir í öðrum aðild- arríkjum ESB um að bezt sé að halda sig við Schengen-samninginn, þar sem Bretar geti frekar spillt fyrir vegabréfasamstarfinu ef þeir verði innan vébanda þess. Verði tillögurnar hins vegar að veruleika, mun bróðurpartur Schengen-samningsins falla úr gildi, enda er í samningnum kveðið á um að ákvæði hans megi ekki stangast á við ESB-rétt. Samstarfs- samningar íslands og Noregs við Schengen-ríkin myndu þá að öllum líkindum breytast í tvíhliða samn- inga við Evrópusambandið um þátt- töku í vegabréfa- og dómsmálasam- starfi. Áheyrnaraðild ríkjanna tveggja að Schengen-ráðinu myndi þá væntanlega breytast í áheyrnar- aðild að ráðherraráði Evrópusam- bandsins er það fjallaði um mál, sem heyrðu undir viðkomandi samninga. Ferðaskrifstofa Islands festir 1 / TT / i 1 TTt« p kaup a Hotel Hofn skoða þetta betur og fá jafnvel lög- fræðilega ráðgjöf um hvort það hef- ur í sjálfu sér eitthvað jákvætt gildi að inn í þetta frumvarp um samn- ingsveð, komi texti þar sem tekið er fram að óheimilt sé að veðsetja veiðiheimildirnar einar og sér. Eg ætla ekki að útiloka að óathuguðu máli að það hafi eitthvert gildi sam- anber sameignarákvæði fyrstu greinar laga um stjórn fiskveiða. En þegar í sömu andrá er svo leyfð- ur sami hlutur í reynd, er einfaldlega komin upp mótsögn á milli lagatext- ans og framkvæmdarinnar," segir hann. Steingrímur segir að sér sýnist að frumvarpið tryggi stöðu lánveit- enda. „Þannig að í reynd sé sigur- inn þeirra, þótt sérstaklega fram- sóknarmenn séu að reyna að halda því fram að þeir hafi unnið sigur lagalega á pappírnum. Spurningin er hversu mikils virði er hann,“ seg- ir hann. Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, segist ekki hafa séð frumvarpið ennþá en segir að ef frumvarpið tryggi að Alþingi geti breytt fiskveiðistefnunni án þess að það skapi skaðabótakröfu þá sé það í lagi. Hann segir að nauðsynlegt sé að fá álit lögfræðinga á ákvæðum frumvarpsins áður en það verður tekið til afgreiðslu á Alþingi og telur útilokað að frumvarpið verði afgreitt fyrir áramót. „Veðsetning kvóta er heimiluð í reynd“ í frumvarpinu rekur sig hvað á annars horn, að mati Ágústs Ein- arssonar, þingmanns í þingflokki jafnaðarmanna. „Það er lagt bann við veðsetningu kvóta en á hinn bóginn eru veittar mjög nákvæmar heimildir um með hvaða hætti lán- veitendur eiga að tryggja sig gagn- vart því að eiga veð í kvóta. í reynd er því heimilað að veðsetja kvóta með þessu frumvarpi þó svo að bannað sé að veðsetja kvótann ein- an sér. Það er því ótvírætt í þessu frumvarpi að veðsetning kvóta er heimil þegar hann fylgir fiskiskipi, og kvóti hefur jú alltaf fylgt fiski- skipi,“ segir hann. „Við jafnaðarmenn erum alfarið á móti þessu frumvarpi af sömu grundvallarástæðum og við höfum haldið því fram að menn eigi ekki að veðsetja það sem þeir eiga ekki. Þjóðareign á fiskimiðunum er tryggð samkvæmt lögum en hér er verið að setja fram frumvarp, til að auð- velda lánastofnunum vinnu sína. Þær hafa getað tryggt sig hingað til með fijálsum samningum og eiga að gera það áfram. Það þarf ekki atbeina löggjafans til þess. Þetta er vont frumvarp og gengur í þveröf- uga átt við áherslu okkar á þjóðar- eign fiskimiðanna,“ segir hann. Ágúst segir einnig að með lög- festingu frumvarpsins verði ekki annað séð en að varanlegt framsal veiðiheimilda verði mjög erfitt í framkvæmd. „Væntanlega verður aðili að ganga fyrir alla sína veð- hafa áður en hann framselur veiði- heimildir varanlega af skipi sínu. Það getur reynst mjög örðugt í framkvæmd ef menn eru með slíka lánssamninga. Ég tel að þetta muni kalla á viðbótarvandræði í núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir Ágúst. „Ég er gáttaður á ríkisstjórnar- meirihlutanum að ætla að heimila veðsetningu með þessum hætti. Að mínu mati er tal framsóknarmanna og annarra um að það sé verið að banna veðsetningu yfirklór og blekk- ingar. Megintilgangur frumvarpsins er að tryggja hagsmuni lánveitenda þannig að þeir geti haldið kvótanum sem tryggingu fyrir lánum sínum. Það markmið næst, enda eru lána- stofnanir mjög ánægðar," segir Ág- úst. Guðný Guðbjörnsdóttir, þingkona Kvennalista, sagðist ekki geta tjáð sig um efni frumvarpsins fyrr en það verður lagt fram. „Mín afstaða hefur almennt verið sú að ég er andvíg veðsetningu aflaheimilda. Ég tel mjög varhugavert að setja það í lög, bæði vegna þess að það mun tryggja kvótakerfið í sessi og hugsanlega vera lóð á þá vogarskál sem styrkir eignarrétt kvótahafa yfir lögsög- unni,“ segir hún. Höfn. Morgnnblaðið. FERÐASKRIFSTOFA íslands keypti í gær Hótel Höfn. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupenda og seljenda. Með þessum kaupum tryggir ferðaskrifstofan stöðu sína á Suðaustur- og Austurlandi. Fyrir á hún 24% í Hótel Eddu á Kirkjubæj- arklaustri og um 20% í hóteli sem er í byggingu á Egilsstöðum. Að auki rekur ferðaskrifstofan sumarhótel í skólum á sama svæði. Til eru teikningar af viðbyggingu við Hótel Höfn en að sögn Kjartans Lárussonar, framkvæmdastjóra Ferðaskrifstofu íslands, eru ekki áform um að byggja við hótelið í bráð og yrði reksturinn fyrst í stað með svipuðu sniði og verið hefði. Sagði hann að á þessu hóteli hefði ávallt verið faglega unnið. Fyrir- tækið væri traust og gott og hótel- ið uppfyllti vel þær kröfur sem ferðamenn gerðu um góðan aðbún- að. Á hótelinu eru 40 herbergi, veit- ingaaðstaða og bar. Það var tekið ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir frumvarp ríkis- stjórnarinnar til laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands ekki tak- marka á neinn hátt „útrás ís- lenzkra skipa eða möguleika þeirra á að afla sér veiðireynslu í úthöfun- um,“ eins og fullyrt væri af nokkr- um gagnrýnendum frumvarpsins, en það var tekið til annarrar um- ræðu í gær. Sjávarútvegsnefnd Alþingis skil- aði þrískiptu nefndaráliti um frum- varpið; einu frá meirihluta nefndar- innar, öðru frá fulltrúum þingflokks jafnaðarmanna, Sighvati Björgvins- syni og Lúðvík Bergvinssyni, og því þriðja frá Steingrími J. Sigfússyni, fulltrúa Alþýðubandalags. Meirihlutinn vill að frumvarpið verði samþykkt með smávægileg- um breytingum, er lúta m.a. að heimildum ráðherra til að skilyrða í notkun árið 1966 en hefur verið endurbætt verulega síðan. Eigendur frá upphafi hafa verið þeir sömu, hjónin Árni Stefánsson og Svava Sverrisdóttir og Ólöf Sverrisdóttir og Þórhallur Dan Kristjánsson, sem er látinn. Áður höfðu sömu aðilar rekið lítið hótel á Höfn í 6 ár. Ómæld vinna Árni sagði að eftir 36 ár í þessum rekstri hefði þeim þótt vera kominn tími til að hægja ferðina enda eytt ómældum tíma og orku í vinnu_ við þetta fyrirtæki. Einnig sagði Árni að viss straumhvörf væru nú í ferða- þjónustu á Islandi. Ferðaskrifstofa íslands hf. mun taka við rekstri hótelsins 1. janúar nk. Sólborg Steinþórsdóttir hefur verið ráðin hótelstjóri. Sólborg er lærður framreiðslumaður og hefur verið hótelstjóri á Edduhótelunum á Stórutjörnum og Laugum í Dal- asýlsu auk þess sem hún hefur rek- ið veitingastað í Reykjavík. veiðar utan lögsögu úr íslenzkum deilistofnum og ákvæðum um við- urlög gegn skipum sem bijóta gegn alþjóðasamningum sem Island er aðili að. Steingrímur leggur í sínu áliti áherzlu á að „alls ekki beri að skoða samþykkt þessa frum- varps sem aðgerð tii að leggja stein í götu aukinnar sóknar íslenzkrar útgerðar á úthafið", en setur fyrir- vara á þær „rúmu“ heimildir sem tillögur meirihlutans gera ráð fyrir að leggja í hendur ráðherra. Ótímabært Jafnaðarmenn leggja hins vegar til að frumvarpið beri ekki að af- greiða að svo stöddu, þar sem þeir telja það ekki tímabært, m.a. vegna þess að úthafsveiðisáttmáli Samein- uðu þjóðanna hefur ekki enn geng- ið í gildi, og segja að ráðlegra sé að sjá til hvernig þau lönd sem eiga Morgunblaðið/Stefán Ólafsson. ÁRNI Stefánsson hótelstjóri fyrir utan Hótel Höfn sem hann hefur nú selt. í samkeppni við íslendinga á úthöf- unum haga löggjöf um þetta efni, áður en slík löggjöf sé sett hér. Slíkt leggi ótímabærar takmarkanir á möguleika íslenzkra útgerða til sóknar á úthöfunum. Alvarlegustu fyrirvarana við frumvarpið setja Sighvatur og Lúðvík hins vegar við það sem þeir telja vera framsal á valdi til ráðherra til að ákveða íþyngjandi ráðstafanir, „þar á með- al í því skyni að takmarka athafna- frelsi". Sjávarútvegsráðherra vísaði því á bug, að frumvarpið fæli í sér slíkt valdaafsal og ítrekaði þá skoðun sína, að brýnt væri að setja ný lög um veiðar utan lögsögu íslands, um veiðar m.a. úr íslenzkum deilistofn- um, í nafni verndar fiskistofnanna. Ekki stæði til að vega að neinu leyti að stjórnarskrárbundnu athafna- frelsi manna. Ibúar í blokk komust ekki út sökum reyks Eldsupptök rakin til skreytingar ELDUR kviknaði í íbúð í fjölbýlis- húsi við írabakka um klukkari 3 í fyrrinótt og eru eldsupptök talin vera í jólaskreytingu sem þar var. Talsverðar skemmdir urðu á íbúð- inni, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík. íbúi í húsinu vaknaði við reyk- skynjara og tilkynnti um eldsvoð- ann auk þess sem aðrir nágrannar gerðu viðvart um atburðinn og vegfarandi sem sá rúðu i íbúðinni springa vegna hita. Ekki í teljandi hættu Að sögn slökkviliðsins logaði út um gluggann og reykur barst um stigagang hússins, þó svo að ekki væri um mikinn eld að ræða. Fólk á efri hæðum hússins komst ekki niður stigaganginn sökum reyks, en var ekki í teljandi hættu að mati slökkviliðsins. „Hefði eldurinn uppgötvast hálftíma síðar hefði getað farið illa, en reykskynjarinn gerði sannarlega sitt gagn í þessu tilviki sem sýnir mikilvægi hans,“ sagði Erlingur Lúðvíksson aðal- varðstjóri hjá slökkviliðinu í Reykjavík. Stigi var reistur við húsið og var einum íbúa bjargað með þeim hætti úr úr húsinu og var hann og annar íbúi fluttur á slysadeild vegna gruns um væga reykeitrun. Slökkvistarf gekk greiðlaga fyrir sig. Grunur leikur á að eldurinn hafi kviknað út frá rafljósaseríu í glugga íbúðarinnar. Slökkviliðinu í Reykjavík var gert viðvart um eld í tveimur jóla- skreytingum í gær og var í báðum tilvikum um að ræða svokallaða aðventukransa með kertum. Ekki varð mikið tjón af þessum sökum. Brenndist á handlegg Eldur kviknaði í bllskúr í Hafnar- firði um klukkan 15 í gær og fór slökkviliðið þar á vettvang. Einn maður var fluttur á slysadeild þar sem óttast var að hann hefði feng- ið reykeitrun, auk þess sem hann hlaut væg brunasár á handlegg. Eldsupptök eru ókunn, en maður- inn var við vinnu sína í bílskúrnum þegar eldurinn kviknaði. Útrás íslenzkra skipa ekki takmörkuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.