Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 16

Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ Y f appr 5ir»THw'íP'nn p r ftTnAni!T?Ar» 16 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 í KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR UM GRAM GÆÐiN ÞARF ENGINN AÐ EFAST OG VERÐIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆÐARA. ALLT AÐ 10.000 KR. VERÐLÆKKUN Á EINSTÖKUM GERÐUM GRAM KÆLISKÁPA. GRAM Ytri mál mm: Rými lítr. Staðgr. gerð: B x D x H kæl.+fr. kr. Kæliskápar án frystis: K-130 550x601x 715 116 39.990 K-155TU 550 x601x 843 155 47.490 KS-200 550x601x1065 195 48.440 KS-240 550 x601x1265 240 53.980 KS-180TU 595 x601x 843 168 49.990 KS-300E 595x601x1343 271 56.990 KS-350E 595x601x1542 323 63.980 KS-400E 595x601x1742 377 71.970 Kæliskápar með frysti : KF-120 550 x601 x 715 94 + 14 41.990 KF-135TU 550 x601 x 843 109 + 27 48.980 KF-184 550x601x1065 139+33 48.980 KF-232GT 550x601x1285 186+33 56.940 KF-263 550x601x1465 197 + 55 54.990 KF-245EG 595x601x1342 168+62 62.990 KF-355E 595x601x1742 272 + 62 69.990 KF-345E 595x601x1742 190 +133 79.990 Frystiskápar: FS-100 550 x601x 715 77 39.990 FS-133 550x601x 865 119 46.990 FS-175 550 x601x1065- 160 52.990 FS-150 595 x601x 900 131 48.970 FS-250E 595x601x1342 224 59.990 FS-290E 595x601x1542 269 69.990 FS-340E 595x601x1742 314 78.990 Frystikistur: HF-234 800 x695x 850 234 42.980 HF-348 1100 x695x 850 348 48.980 HF-462 1400 x695x 850 462 56.980 HF-576 1700 x695x 850 576 72.980 FB-203 800 x695x 850 202 45.980 FB-308 1100 x695x 850 307 52.990 (FB-gerðir hafa 75mm einangrun - orkusparandi) EURO og VISA raðgreiðslur án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING - og við fjarlægjum gamla tækið án aukakosnaðar. /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Jolagjafír fyrír bútasaumskonur: Bútapakkar, bækur, sníð, verkfæri, gjafabréf og fleíra. C'VIRKA , Mörkin 3, sími 568 7477 LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnar Bjömsson FRÁ opinberri heimsókn forseta ísiands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur í ágúst sl. Var þá nýlokið við að mála kirkjuna. Endurbætur á kirkjunni í Holti Holti - Holtskirkja í Önundarfirði var í sumar máluð utan og innan að hluta. Eru veggir, forkirkja og turn perluhvít, en þakið með enskum lit, múrsteinsrauðum. Messað verður í kirkjunni á jóladag kl. 14 og á nýárs- dag kl. 14 verður hátíðarguðsþjón- usta í Holti. Kirkjan er upphaflega timburhús, reist árið 1869 að frumkvæði sr. Stefáns Stephensen (1829-1900), prófasts í Holti. Fyrir 60 árum voru steinsteyptir veggir byggðir utan um kirkjuna og þegar hún varð ald- argömul árið 1969 var reist við hana forkirkja úr timbri. Sumarið 1994 var lokið við að lagfæra kirkjugarð- inn, sem er snyrtilegur og vel um- genginn. Eru uppi áform um að reisa nýja vöm um garðinn, hugsanlega úr náttúrulegu efni og stækka hann um leið. Spölkorn í norður frá kirkjugarðs- vegg er minnisvarði um Brynjólf Sveinsson biskup í Skálholti (1605- 1675), en hann fæddist í Holti í Önundarfirði. Það var reist á 300. ártíð hans 1975 fyrir forgöngu Lions- manna. Fyrir atbeina sóknarnefndar Holtssóknar undir forystu safnað- arformannsins, Magnúsar H. Guð- mundssonar, bónda í Hóli í Firði, var kirkjan í sumar máluð að utan og innan að mestu. Veggir, gluggar og gólf fengu andlitslyftingu en auk þess altari og prédikunarstóll og bekkir til bráðabirgða. Þá var steypt- ur veggur á vesturhlið kirkjugarðsins einnig málaður. Gólfíð í forkirkju var flísalagt, Össur Stefánsson frá Kirkjubóli í Korpudal gaf flísarnar. Verkið unnu Hallgrímur Másson, Sævar I. Pétursson og Böðvar Gísla- son, allir frá Flateyri. Rekstrar- stjóraskipti í Stranda- sýslu Drangsnesi - Magnús Guðmunds- son, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík, lætur af störfum um næstu mánaðamót. í tilefni þessara tímamóta hélt Vegagerðin honum kaffisæmsæti í samkomuhúsinu Baldri á Drangs- nesi 10. desember sl. Þar komu saman vinir og samstarfsmenn Magnúsar við vegagerð í Stranda- sýslu, deildu minningum og áttu saman góða stund. Gísli Eiríksson, Morgunblaðið/Jenný JÓN Hörður Elíasson, t.h., tekur við rekstrarsljórastöðu Vega- gerðar Hólmavíkur af Magnúsi Guðmundssyni. umdæmisverkfræðingur Vegagerð- arinnar á Vestfjörðum, þakkaði Magnúsi fyrir farsælt starf hjá vegagerðinni í rúm 30 ár og færði honum borðfána að gjöf. Nýr rekstrarstjóri í Strandasýslu, Jón Hörður Elíasson, tekur við um nk. áramót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.