Morgunblaðið - 13.12.1996, Side 23

Morgunblaðið - 13.12.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 23 _________________ERLENT PLO gagnrýnt vegna drápa á gyðingum Jerúsalem. Reuter. STJÓRN ísraels gagnrýndi í gær leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO) og lét loka bænum Ramallah á Vesturbakkanum eftir að arabískir hermdarverkamenn skutu ísraelska konu og 12 ára son hennar til bana nálægt bænum á miðvikudag. Eiginmaður konunnar og Qögur börn særðust í árásinni. „Eg tel að palestínsk yfirvöld þurfi að gera sér grein fyrir því að friðar- viðræður eru tilgangslausar ef þær tryggja ekki öryggi borgaranna," sagði Dan Meridor, fjármálaráðherra ísraels. „Þessi krafa hefur verið lögð fram á mjög skýran og skeleggan hátt og þeir verða að grípa tii að- gerða.“ Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði að palestínsk yfirvöld yrðu að aðstoða við leitina að tilræðismönnunum og framselja þá en gaf þó ekki til kynna að ísrael- ar myndu hætta viðræðunum um brottflutning ísraelskra hermanna frá borginni Hebron, þar sem 400 gyðingar búa á meðal 100.000 araba. Gyðingar á svæðum araba kröfðust þess að viðræðunum yrði hætt. PFLP sakað um tilræðið Þjóðfrelsisfylking Palestínu (PFLP) lýsti árásinni á hendur sér í gær og talið er að tilræðismennimir hafi flúið til Ramallah, sem er á sjálf- EPHRAIM Tsur og Ita, móðir hans. Þau voru skot- in til bana við bæinn Ram- allah og fimm aðrir úr fjöl- skyldu þeirra særðust. stjómarsvæðunum. Israelsher kvaðst hafa lokað bænum. „Ég er viss um að palestínsk yfir- völd hefðu getað gert miklu meira til að bijóta PFLP og fleiri hryðju- verkahreyfingar á bak aftur," sagði Yitzhak Mordechai, varnarmálaráð- herra ísraels. PDLP leggst gegn frið- arsamningum ísraela og Frelsissam- taka Palestínumanna. Sprengju varpað í sjó við Okinawa Héraðs- stjóri vill herstöðvar burt Tókýó. Reuter. HÉRAÐSSTJÓRINN á Okinawa lýsti í gær reiði sinni vegna þess að flugmaður bandarískrar F/A-18 her- þotu varpaði 450 kílógramma sprengju í sjó aðeins vestan við höf- uðstað Okinawa, Naha. Bilun í tækj- um var sögð orsökin en héraðsstjór- inn sagði að máiið sýndi nauðsyn þess að leggja herstöðvarnar niður. Flugmaðurinn hafði verið að æfa sprengjuárásir á óbyggða, japanska eyju. Er ljóst var að biiun var í tækj- unum fékk hann skipun um að varpa sprengjunni með búnaðinum í sjóinn, að sögn strandgæslumanna. Sprengjan sprakk ekki og var gefin út viðvörun til skipstjóra á feijum er sigla á svæðinu. Um 27.000 manns eða helmingur alls herliðs Bandaríkjamanna í Japan er með bækistöðvar á Okinawa en andstaða við herstöðvarnar hefur aukist mjög, einkum eftir að þrír bandarískir hermenn nauðguðu 12 ára gamalli stúlku í fyrra. Fyrr í mánuðinum náðu Japanar og Bandaríkjamenn loks samningum um að fækka um fimmtung í herlið- inu og draga úr umsvifum þess. íbú- arnir vilja að öllum stöðvunum verði lokað ekki síðar en árið 2015. nmítminiiítifi Isisjj Þægileg tot a bornm J í jólapakkann | Úlpur, kápur, jakkar, vesti, skyrtur, kjólar, | skokkar, peysur, blússur, joggingföt og joggingpeysur. Opið til kl. 22 laugardaginn 14. dcsembcr og frá kl. 13 tii 18 sunnudag. Nýtt kortatimabil 12. dcscmbcr BARNASTIGUR BRUM’S 0-14 SfÐAN 1955 SKÓLAVÖRÐUSTlG 8 SlMI 552 1461 Utsölustaðir: Seglagerðin Ægir, Ölduslóö • L'tilíf, Glœsilnv • Veiðilmð Ijtlla, Hafnarf. • Vciðiliúsið, Nóatúni • Veiðimaðitrinn, Hafnarf • Veiðivon, Miirkinni 6 • Vesturröst, iMUgavegi /7S Veist þú að frá miðastæðum og bílahúsum er mest þriggja mínútna gangur hvert sem er í miðborgina? Bílahúsin eru opin í samræmi við afgreiðslu- tíma verslana í desember. Kolaportið, við Kalkofnsveg vestan við Seðlabankann. Vesturgata 7, innkeyrsla frá Veslurgölu um Mjóstræti. Ráðhús Reykjavíkur, innkeyrsla í kjallara frá Tjamargötu. Úrval bílastæða Veikomin í miðborgi . Jólaumferðin er framundan og þörfin á bílastæðum eykst. Þú getur þó áhyggju- laus lagt leið þína í miðborgina því þar er mikið framboð af bílastæðum. Bílahús, miðastæði eða stöðu- mælar. Þitt er valið! Traðarkot, Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhusinu. Bergstaðir, á homi Bergstaðastrætis og SkólavörðusUgs. bílast ftXSiO Þjonustuskra Culu línunnat Vitatorg, bflahús með innkeyrslu frá Vitastíg og Skúlagötu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.