Morgunblaðið - 13.12.1996, Síða 29

Morgunblaðið - 13.12.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 29 LISTIR Morgunblaðið/Þorkell „ÞÓTT einleikarinn væri ekki með öllu óskoraður ofurfiðlari, vakti hann athygli fyrir sérlega smekk- legar flúranir á þeim mörgu stöðum, þar sem mátti gera ráð fyrir slíku.“ Flug- elda- músík TÓNLIST Langhollskirkja SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Verk eftir Vivaldi, G. Gabrieli, Berli- oz og Handel. Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Stjómandi og einleikari: Guill- ermo Figueroa. Langholtskirkju, fimmtudaginn 12. desember kl. 20. „ÁRSHÁTÍÐIR Vivaldis" (eins og óvart datt úr einum útvarpsþuln- um í den tíð) hafa einhverra hluta vegna hlotið sama hlutskipti og rauð kerti og piparkökur - að vera oftar reiddar fram um jól en á öðr- um tíma árs. Kannski vegna vin- sæls jólagjafahlutverks þeirra, kannski vegna þess að jól og ára- mót er tíminn þegar árið sem er að líða er gert upp og árið kom- andi er undirbúið. En fiðlukonsert- arnir fjórir eftir rauðhærða prestinn í Feneyjum, prentaðir í Amsterdam og París um 1730 og samdir við fjórar „prógramm“-sonnettur líkast til eftir hann sjálfan, hafa alltjent í hugum margra löngum tengzt notalegum arineldi og púðursnjó. Svo óvenjulega bar við á velsótt- um jólatónleikum SÍ í Langholts- kirkju í gær, að einleikari og stjóm- andi var einn og sami maður, en Guillermo Figueroa mun af kunnri tónlistarmannaætt á Puerto Rico í Karíbahafí. Hann á rúmlega 20 ára stjómandaferil að baki og stjórnar nú hinni kunnu kammersveit Orph- eus. Á íslandi stjórnaði hann fyrst fyrir tveim ámm, en hefur þó oftar komið við hér, því 1974 var hann lausamaður hjá SÍ og lék þá jafn- framt í tríói með Guðnýju Guð- mundsdóttur og Halldóri Haralds- syni. Að undangengnum þekktum jólasálmi eftir eldri samborgara Hándels í Halle, organistann Samu- el Scheidt, þ.e.a.s. In dulci jubilo (Sjá himins opnast hlið, 1630), greip maestro fiðluna eins og annar Willi Boskovsky að hætti valsakonung- anna í Vín og lék einleikshlutverkið í Vivaldi með áreynslulausum eleg- ans. Miðað við hvað konsertarnir eru geysiþekktir komust strengja- sveit og prímas ágætlega frá verk- efninu, sérstaklega þegar sumraði í nr. 2, og gustaði verulega af leik þeirra í Hausti og Vetri. Tempó voru hefðbundin og sannfærandi, og þótt einleikarinn væri ekki með öllu óskoraður ofurfiðlari, vakti hann athygli fyrir sérlega smekk- legar flúranir á þeim mörgu stöð- um, þar sem mátti gera ráð fyrir slíku, en um það stendur ekkert tilgreint í partitúrnum. Semballeik- ari í fylgibassa var Guðrún Óskars- dóttir og lék snyrtilega að virtist eftir útfærðum nótum, en gaman hefði verið að fá að heyra persónu- legri flúrtilþrif og rúllöður hér og þar, skv. upphaflegri hefð. Lúðradeild hljómsveitarinnar komst í sviðsljósið í þrem Canzónum feneyska tónskáldsins Giovanni Gabrieli, læriföður Schútz og margra annarra kunnra tónskálda á fyrri hluta 17. aldar. Gabrieli var einn helzti forvígismaður „víðóms- tækninnar" sem kennd er við cori spezzati, aðskilda kóra, en þó að sú hugmynd sé ævaforn (kunn m.a. úr helgisöng gyðinga), gaf bygging- arlag Markúsarkirkjunnar sérstakt tilefni til slíkra antifónískra ákalla, sem og mátti heyra í Canzona sep- timi toni nr. 2 og Canzónu nr. 28, en nr. 29 var hinsvegar flutt með sveitina í einum hnapp. Blésu lúður- þeytarar SÍ með miklum glæsibrag, sérstaklega nr. 28. Franska tónskáldið Hector Berlioz hefur hlotið þá sérkennilegu ímynd að vera einn helzti frumheiji róman- tísku stefnunnar á tímum þegar Þýzkaland var allsráðandi stórveldi í tónlist. Hann veigraði sér við að kalla kór- og hljómsveitarverkið „L’enfance du Christ" (Bernsku Jesú, 1850) óratóríu, þótt hún sé það að flestu leyti, kannski vegna óblíðu móttakanna sem fyrstu óper- urnar hans hlutu í heimalandinu. Hljómsveitin lék hér forleikinn að 2. þætti, Flóttann frá Egyptalandi, sem var byggður upp sem rómantísk fúga (= flótti (auðvitað!)) með yfir- bragði ljóðrænnar depurðar, byrj- andi í strengjum, en síðan tók við lítill tréblásarakvartett (2 flautur, óbó ög enskt horn) og skiptist á við strengi til enda. Ákaflega tært og fallegt verk og frábærlega vel mótað af stjórnanda og hljómsveit. Lokaatriði tónleikanna var Flug- eldasvíta Hándels. Eins og nafnið bendir til var hún upphaflega ætluð til flutnings undir beru lofti, og til- efnið var fengið af lyktum stríðs Breta og Austuríkismanna 1748. Verkið var samið fyrir risavaxna hljómsveit, er sá um undirleik við glæringahríð mikillar flugeldasýn- ingar, s.s. einskonar „Gesamt- kunstwerk" með orðalagi Wagners, þótt frekar væri ætlað til fagnaðar en að rista mjög djúpt. Hér mæddi mikið á blásurum, sérstaklega á háttliggjandi trompetröddum, en pjátrið lét hvergi deigan síga, held- ur lék sem herforingjasveit með Ásgeir Steingrímsson fremstan og efstan meðal jafningja. Ég var ekki alveg sáttur við sum tempí stjórnandans, einkum í Bo- urréeinu, sem varð fremur mótt og másandi, að maður segi ekki óró- legt, á þessum hraða, og í hægari köflum hefði stundum mátt óska sér aðeins meiri þyngdar og patoss. Sem vænta mátti reyndist vitavon- laust fyrir strengina að hafa í tré við brassið þegar mest gekk á, en glæsibragur þessa gleðiverks skil- aði sér engu að síður að fullu, þó að himinljósadýrðin tilheyrandi væri ekki til staðar. Því mætti hinsvegar auðveldlega kippa í lag með því að endurtaka svítuna á þaki hljómskál- ans n.k. gamlárskvöld ... Ríkarður Ö. Pálsson Nemenda- sýning við Hamarinn HELGINA 14. og 15. desember stendur yfir sýning á verkum nem- enda Listaskólans við Hamarinn í Hafnarfirði. Barnadeildin verður með úrval verka, svo sem grafík, málverk, teikningar, jólakort og leirmuni. Nemendur í fullorðinsdeildum sýna vatnslitamyndir, teikningar og olíu- málverk auk þess sem út kemur þriðja tölublað Kartúns sem er myndasögublað nemenda gefið út í lok hverrar kennsluannar. Sýningin er til húsa á annarri hæð í Firði, en það er nýtt nafn á verslanamiðstöð Hafnfirðinga sem áður hét Miðbær Hafnarfjarðar. Sýningin er opin báða dagana kl. 13-14. Allir velkomnir. Útgáfutónleikar í Háteigskirkju NÝLEGA kom út geisladiskur með Skólakór Garðabæjar og Hljómsveit Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar. Á disknum er jóla- og að- ventutónlist frá ýmsum tímum. Kórinn og hljómsveitin mun halda útgáfutónleika í Háteigskirkju á laugardag, 14. desember, kl. 17. Þar munu börnin m.a. flytja saman Jólnasumbl eftir Sigursvein D. Krist- insson, Jól eftir eftir Jórunni Viðar og Slá þú hjartans hörpustrengi úr Kantötu nr. 147 eftir J.S. Bach. Þá mun hljómsveitin leika Sálm við Klett eftir Hafliða Hallgrímsson og kórinn syngja ýmis jólalög. Aðventutónleikar í Skálholtskirkju AÐVENTUTÓNLEIKAR í Skál- holtskirkju verða haldnir á sunnudag kl. 21. Skálholtskórinn syngur jólatónlist frá ýmsum löndum, systkinin Marta, Hildigunnur og Sigurður, Halldórs- börn Vilhelmssonar, koma fram ásamt Skálholtskórnum og Kam- merkór barnakórs Biskupstungna mun einnig flytja jólalög. Organisti Kristskirkju, Douglas A. Brotchie, leikur undir með söng- fólkinu og leikur einleik. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Launasjóður rit- höfunda kærður til Samkeppnisráðs GUNNAR Smári Egilsson, höfundur tveggja bóka á jólamarkaði, hefur kært Launasjóð rithöfunda til Sam- keppnisráðs. Hann telur að lögin um listamannalaun, sem Launasjóður rithöfunda starfar samkvæmt, stangist á við anda samkeppnislaga. Til að gefa hugmynd um áhrif úthlutunar úr Launasjóði rithöfunda á samkeppnisstöðu rithöfunda hefur Gunnar Smári tekið saman töflu sem á að draga fram hversu háir styrkir Aðventuhátíð í Víðihlíð AÐVENTUHÁTÍÐ Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga verður haldin í Víðihlíð sunnudaginn 15. desember kl. 21. Fram koma; Blásarasveit Tónlist- arskólans, einsöngvararnir Halldóra Gestsdóttir, Eggert Antonsson og Þorbjörn Gíslason, Lillukórinn, Elín- borg Sigurgeirsdóttir með einleik á píanó, Kirkjukórar úr héraðinu og margir fleiri. Kór Víðidalstungukirkju verður með kaffisölu í hléi. Aðgangur er ókeypis. liggja að baki skáldsögum, sem koma út á þessu ári, og hversu þungt þessir styrkir vega í samanburði við höfundarlaun þeirra sem skrifa sög- urnar. Miðað við töflu Gunnars Smára hafa eftirtaldar skáldsögur vinninginn: Blóðakur eftir Olaf Gunnarsson, Brotahöfuð Þórarins Eidjárns, Z — ástarsaga eftir Vig- dísi Grímsdóttur og íslandsförin eft- ir Guðmund Andra Thorsson. Sjö rithöfundar á fullum árslaunum Síðan lög um listamannalaun voru sett hafa sjö höfundar fengið full árslaun öll fimm árin, að sögn Gunn- ars Smára: Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson, Pétur Gunnarsson, Steinunn Sigurð- ardóttir, Vigdís Grímsdóttir og Þór- arinn Eldjárn. Gunnar Smári bendir ennfremur á að sex af þessum sjö hafi síðast gefið út bækur hjá Máli og menningu og Forlaginu. Hann telur það benda til „ákveðinnar ein- hæfni“ að af þeint „tæplega 38 þús- und eintökum sem ríkið hefur í raun keypt af höfundunum fyrirfram eru 68 prósent samin af höfundum sömu útgáfusamsteypunnar — Máls og menningar og Forlagsins". Málstofa BSRB Nýsjálenska tilraunin s og Island Dr. Jane Kelsey, lagaprófessor og rithöfundur frá Nýja Sjálandi heldur fyrirlestur í þingsal 1, Hótel Loftleiðum, mánudaginn 16. desember, kl. 9.00 árdegis. Fyrirspurnir að loknum fyrirlestrinum. Allir velkomnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.