Morgunblaðið - 13.12.1996, Side 33

Morgunblaðið - 13.12.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 33 LISTIR Nýjar bækur • JÓLASÖNGVAR- Nóturer safn 93 aðventu-, jóla- og áramóta- laga með laglínunótum, hljómum og textum. Efnið er tekið saman og búið til prentunar af Gylfa Garð- arssyni og er þetta eitt stærsta safn jólasöngva og texta sem kom- ið hefur út hérlendis. Fyrir utan sígild lög eins og Heims um ból, Göngum við í kring- um og í Betlehem eru í bókinni nýlegir, alkunnirjólasöngvarsvo sem Hvít jól, Er líða fer að jólum, Hátíð í bæ, Happy Xmas og marg- ir fleiri. „Eins og í fyrri útgáfum Nótuútgáfunnar hefur sérstök áhersla verið lögð á að birta mikil- vægar upplýsingar um hvern söng, rétt heiti, rétt nöfn höfunda, stað- setningu í heimildargögnum, tilvís- anir í aðrar útgáfur o.s.frv." segir í kynningu. Verð kr. 1.880. Jólasöngvar-Uixtax er vasa- _ textabók, samhæfð nótubókinni. I textabókinni eru 118 textar og eru fleiri en einn texti við mörg lag- anna, t.d. eru fjórir ólíkir textar við lagið „Rudolph, the red-nosed reindeer". í bókinni er að finna nýjar og áður óbirtar þýðingar og texta við jólasöngva eins og „Santa Lucia, White Christmas, 0 Tannen- baum“ o.fl. Verð kr. 880. Útgefandi er Nótuútgáfan. ------♦ ♦ ♦------ • ÚR HÖLL birtunnar er ljóða- bók eftir Kristin Kristjánsson. Bókin hefur að geyma 44 ljóð sem flest eru ort á undanförnum árum en nokkur eldri. „Viðfangs- efnin eru fjöl- breytt og spanna líf og tilveru í námunda við Snæfellsjökul og goðmögn hans,“ Kristinn segir í kynningu. Kristjánsson Ljóðabókin Úr höll birtunnar er fáanleg í helstu bókaverslunum og einnig beint frá höfundi. Bókaútgáfan PöpuII á Hellnum gefurbókina útínúmeruðum og árituðum eintökum. Björn Roth myndlistarmaður hannaði bókina og myndskreytti. ------♦_♦_♦------ Harmonikuleikur í Listhúsinu JÓNA Einarsdóttir mun leika jóla- lög á harmoniku í Listhúsinu Laug- ardal, laugardagana 14. og 21. desmber og á Þorláksmessu. Póstur og sími býður viðskiptavinum sínum sérstakt jólapakkatilboð fyrir jólapakkana innanlands. Skilyrði er að sendingin sé send í sérstökum umbúðum (sjá mynd). Þegar þú sendir jólagjafirnar með Póstinum í þessum umbúðum greiðir þú aðeins 310 kr. fyrir pakkann, þyngd hans skiptir ekki máli. Þetta jólapakkatilboð gildir frá 1.-23. desember 1996 og skiptir þá engu hvert þú sendir pakkann hér innanlands. Svo lengi sem hann er í þessum umbúðum kostar sendingin aðeins 310 kr. Umbúðir stærð BJ (23x31x12 cm.) + burðargjald = 310 kr. j Má senda hvert sem er innanlands. Umbúðirnar eru til sölu á öllum póst-og símstöðvum. Með því að nota jólapakkatilboð Póstsins hefur þú valið eina lljótlegustu, ömggustu og ódýmstu leiðina til að senda jólagjafirnar í ár. PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.