Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 43

Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 43
6 gerðir 4 gerðir Handryksugui* Brauðristar Gufustraujárn Vöfflujárn Kaffivélar 6 gerðir Handþeytarar Pelahitarar EÍNAR FARESTVEÍT &C0 hf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 43 AÐSENDAR GREINAR Borgartúni 28, sími 562 2900 o -;v IJIýju Dfl mjuKu pakkarnir f/á SEXTIU OG SEX NORÐUR Sími: 551 1520 ' EHH Þýskt merki með áratuga reynslu! 3 gerðir frakr .960 útgerðarmanna á sjómönnum í skjóli stjórnvalda. Óskiljanleg er sú grimma andstaða kvótaeigenda gegn veiðileyfagjald- inu. Þeir ættu þó að vita það að rík- ið mun ávallt skattleggja sjávarútveg eins og það þarf og þorir að ganga langt vegna viðgangs og vaxtar greinarinnar. Skiptir þá engu máli hvaða nafni skatturinn nefnist. Ekki eykur landinn einkunnir sínar á andlega sviðinu með þessu veiði- leyfaþjarki. A hinn bóginn kemur það sér betur fyrir okkur kvótaandstæð- inga að auðlindaskattur verði ekki settur á útgerðina, vegna þess að þá munum við standa sterkari ef eða þegar við leitum til mannréttinda- dómstóls Evrópu um réttindi til þess að veiða í okkar eigin landhelgi. Það eru að vísu harðir kostir í svokölluðu lýðræðisríki að þurfa að leita mann- réttinda til annarra þjóða vegna ill- kynjaðs flokkaveldis sem hugsar meira um hag einstakra manna en mikils meirihluta þjóðarinnar. Steingrímur kemur úr felum Á sl. vori lagði Steingrímur Her- mannsson seðlabankastjóri fram þá beiðni að heimilað yrði með laga- setningu að veðsetja óveiddan fisk í sjónum. Steingrímur fékk strax góðar undirtektir hjá Davíð Oddssyni forsætisráðherra sem kvaðst myndi láta lagasetja veðheimildir á fiskveiðiréttindum á vetri komandi. Nú virðist sem að þessi gemingur sé að hefjast í þinginu. Þegar hann hefur verið festur í lög má segja að eignamámi auðlinda hafsins sé lokið til handa einstökum mönnum og erfingjum þeirra til varanlegrar eignar. Á þeim árum sem Steingrímur Hermannsson gegndi þingmennsku fyrir Vestfirðinga lét hann ævinlega í veðri vaka að hann persónulega væri andsnúinn kvótasetningunni. Marga grunaði samt að þar bæri hann kápuna á báðum öxlum. Tvö- feldni hans í þessum málum hefur nú berlega komið í ljós þar sem hann hvetur til slíkra aðgerða sem veð- setning veiðiheimilda er. Ekki þar fyrir, það vom fleiri en Steingrímur sem fiskuðu í gruggugu vatni af samþingmönnum hans. Málflutning- ur þessara manna var með ólíkindum óhreinn þegar fiskveiðimálin báru á góma og svo er enn. Rétt væri að fólk festi sér vel í minni nöfn þeirra þingmanna sem samþykkja þessi eignarnámslög á Alþingi. Höfundur er útvegsmaður. Friðþægingarpóli- tík Framsóknar 3 gerðir VEGNA ósveigjanlegrar stefnu Davíðs Oddssonar í kvótamálum á flokksþingi sjálfstæðismanna biðu menn með óþreyju eftir því að höf- undur kvótakerfisins, formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ás- grímsson, flytti ræðu sína á 80. flokksþinginu. Viti menn, nú var tek- ið hressilega til orða þegar formaður- inn hótaði útgerðarmönnum aðgerð- um í formi veiðiheimildasölu af hálfu ríkisvaldsins á fijálsum markaði, ef útgerðarmenn lækkuðu ekki eitthvað hið háa söluverð á óveiddum fiski í sjó. Þrátt fyrir nokkuð ábúðarfull ummæli var þarna ekki annað á ferð- inni en einhveijar vangaveltur um það sem hugsanlega gæti komið til greina að grípa til. Þegar, daginn eftir hina margróm- uðu ræðu formanns, lýsti Kristján Ragnarsson þvi yfir að þessi ummæli Halldórs Ásgrímssonar væru gersam- lega út í hött og ekki kæmi til greina að á þau yrði hlustað. Þá vita menn það. Kristján Ragnarsson talaði og þar með eru þau orð óskráð lög. Fátt er það sem bendir til þess að Halldór Ásgrímsson ætli sér að gera alvöru úr hótunum sínum gagn- vart útvegsmönnum. Honum mun veitast auðvelt að smeygja sér undan þeim vangaveltum sem hann viðhafði á flokksþinginu. Það er kapítuli út af fyrir sig hvernig stjórnmálamönn- um tekst að blekkja almenning með tvíræðum gylliloforðum. Sagt er samkvæmt rannsóknum að æska landsins standi ekki jafnöld- rum sínum erlendum á sporði hvað gáfnafar snertir. Þau eiga þá ekki langt að sækja þetta í fólkið sem kosningar eftir kosningar kýs sömu flokkana krepptum fingrum, hvernig sem því er misboðið af miðstýringar- og sérhagsmunapólitík þeirra. Ofan á annað bætist pólitískt minn- isleysi þjóðarinnar sem er trúlega það mesta sem um getur í veröldinni. Undirbúningsfundur öldunga Tveimur dögum fyrir flokksþing Framsóknar mönnuðu nokkrir æru- verðugir öldungar sig upp og héldu undirbúningsfund um sjávarútvegs- mál. Frummælandi fundarins var r fra kr. 3.860 einn af æðstu postulum kvótakerfisins, Einar Svansson. Hann lét öld- ungana svona rétt vita af því að sú sjávarút- vegsstefna sem hér á landi væri rekin væri sú besta í heimi. Það eina sem á vantaði væri meira kvótabrask svo að almenningur færi að fá arðinn af auðlind- inni. Hann lýsti sig and- vígan allri umræðu um slæma umgengni ís- lendinga um auðlindir hafsins og auðlinda- gjald og vildi þær út af borðinu með hvaða hætti sem það yrði gert. Það var á Einari að heyra að réttlætið væri lít- ils virði í umræðunni um kvótamál og aukaatriði sem menn gætu hag- Fólk myndi reyna að sætta sig við kvóta- eignarmálið, segir Halldór Hermanns- son, ef auðlindagjald kæmi til sögunnar. rætt að vild sinni með ýmsum rökum. Það var ekki laust við að öldung- arnir tækju bakföll á fundinum og lítið varð um andmæli en ákveðið að bíða átekta eftir línunni frá formanni flokksins. Vegna ummæla Einars, þar sem hann þakkar fijálsu fram- sali veiðiheimilda það hve hlutabréfa- markaðurinn hefði eflst á undanförn- um árum, er vert að taka fram eftir- farandi: Það var árið 1992 sem nýr grund- völlur var lagður að uppbyggingu hlutabréfamarkaðarins, m.a. með skattaívilnunum ásamt nauðsynleg- um breytingum á lögum þannig að markaðurinn gæti tekið til starfa við ný og endurbætt skilyrði. Það eru því engin gild rök fyrir því að hluta- bréfamarkaðurinn hefði ekki náð að eflast burtséð frá fijálsu framsali veiði- heimilda. Ef eitthvað hefði verið þá væri markaðurinn nú traust- ari í sessi og spennan og áhættan minni en nú er vegna hins bijálæðis- lega háa verðs á afla- heimildum sem frjálst framsal hefur framkall- að og getur reynst fall- valt á mörkuðum þegar fram í sækir. Friðþægingarhjal og auðlindaskattur Á flokksþinginu hvatti Halldór Ásgríms- son tii opinnar umræðu um fiskveiði- stefnuna og Guðni Ágústsson alþing- ismaður lagði til að hurðum yrði haldið opnum og þá væntanlega.báð- um endum einnig. Nú hafa kvótapóli- tíkusar komið sér upp góðum lausn- arorðum til þess að friða fólk þegar þeir segja að þessi mál verði að sjálf- sögðu í stöðugri endurskoðun. Þetta gera þeir til þess að drepa málum á dreif í von um að með tímanum gef- ist menn upp á að deila á þessar gripdeildir þeirra og taki þær að lok- um sem sjálfsagðan hlut. Þarna virð- ast þeir treysta á pólitískt minnis- leysi fólks og sinnuleysi sem færist stöðugt í vöxt. Ég á þó von á því að seinnitíma sagnfræðingar komi til með að gefa þeim sem bera ábyrgðina á þessum ósköpum þær einkunnir sem þeir eiga skilið. Eins og vænta mátti hlaut hinn mjög svo ógnvekjandi auðlindaskatt- ur neikvæða umfjöllun á flokksþing- inu. Umræðan um auðlindaskattinn er orðin að næsta óskiljanlegu þjarki. Að vísu myndi mikill fjöldi fólks reyna að sætta sig við kvótaeign- amámið yrði þessi skattur settur á laggirnar. Þó að sá skattur yrði vart meira en nafnið eitt þá myndi hann slá á þá niðurlægingu sem fólki finnst það hafa verið beitt með fram- kvæmd þessara eignarnámslaga. Hins vegar myndi hann í engu breyta ■ukkinu og svínaríinu sem viðgengst kerfinu né þrælahaldi einstakra Halldór Hermannson ssi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.