Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 47 AÐSENDAR GREINAR standendur þeirra sem til aðal- skrifstofu deildarinnar leita á Síðu gefa upp hvar hinn aldraði býr í borginni. Þá er ljóst hver er og verður hans þjónustustjóri þar sem borginni hefur nú verið skipt upp í svæði með hliðsjón af heima- þjónustuhverfum borgarinnar sem hafa verið meginskipulagseining- ar öldrunarþjónustunnar síðan 1989 og 90. Viðkomandi þjónustu- stjóri ber ábyrgð á meðferð og afgreiðslu einstaklingsmála á því svæði sem til hans heyrir og fylg- ir þeim eftir í framkvæmd bæði innan deildarinnar, á stofnunum borgarinnar svo og öðrum þjón- ustuaðilum og stofnunum er sinna málefnum aldraðra, s.s. heilsu- gæslu, öldrunarlækningadeildum sjúkrahúsa og öldrunarheimilum í Reykjavík. Nánari upplýsinga um þessar breytingar er hægt að afla sér á aðalskrifstofu öldrunar- þjónustudeildar í Síðumúla 39, síma 588 8500. Þetta mun ef til vill hafa í för með sér einhveija röskun og óþægindi einstakra skjólstæðinga deildarinnar sem nú njóta þjón- ustu aðalskrifstofunnar. Við von- um hins vegar að gott samstarf leiði til farsælla lausna fyrir þá sem þessar breytingar varða. Slík meðferð mála sem hér hef- ur verið lýst er nýmæli og er til mikillar einföldunar fyrir þá sem til aðalskrifstofu deildarinnar leita. Þær byggja á heildstæðri nálgun viðfangsefna og eru nú hvarvetna að ryðja sér til rúms bæði hjá stofnunum hins opinbera og hjá einkafyrirtækjum. Ahersla er lögð á heildstæða nálgun, ná- kvæmt mat á þjónustuþörf ein- staklingsins og samhæfíngu þjón- ustunnar hvar sem henni verður við komið. Það er styrkur borgar- innar að hún hefur á að skipa öll- um helstu þáttum þjónustukeðj- unnar er hafa úrslitaþýðingu fyrir árangursríkar og hagkvæmar lausnir við framkvæmd félags- legrar þjónustu fyrir aldraða í borginni. Nauðsynlegt er þó að halda vöku sinni og vera ávallt viðbúinn að mæta nýjum viðfangs- efnum er koma í kjölfar breyttrar aldurssamsetningar íbúa borgar- innar með viðbótarúrræðum, fjöl- breytileika og hvatningu til nýrra leiða og lausna. Eitt mikilvægasta hlutverk borgarinnar í þessum efnum nú er að hlúa vel að þeirri þekkingu sem þegar hefur orðið til innan vébanda hennar og styrkja innviði þjónustunnar svo hún verði þess megnug að mæta sífellt vanda- samari viðfangsefnum, leita nýrra leiða við réttláta skiptingu úrræða og hagkvæmari nýtingu man- nauðs og fjármuna sem til starf- seminnar er ráðstafað hveiju sinni. Höfundur er yfirmaður öldrunarþjónustudeildar Félagsmálastofnunar Reykja víkurborgar. Þjóðarböl ÞRÁTT fyrir ítrek- aðar yfirlýsingar nú- verandi stjórnar- flokka um að þeir stefni að jöfnun lífs- kjara eykst launamis- réttið með hveijum deginum sem líður. Kjarasamningar verkalýðsfélaganna, sem undirritaðir voru 21. febrúar 1995, áttu að bæta hag þeirra tekjuminnstu en snerust upp í and- stæðu sína vegna græðgi og yfírgangs SigurðurT. hátekjumanna. Sigurðsson Fremstir í þeim flokki fara ráðherrar og alþingismenn. Aldrei í sögu íslenska lýðveldisins hefur launamisréttið verið meira en nú og aldrei hefur hræsni og tvískinnungsháttur stjórnvalda gagnvart launafólki verið sýni- legri. Hroki og fyrirlitning Með hroka og fyrirlitningu gagnvart heimilum láglaunafólks hafa ráðherrar, þingmenn og há- launaðir embættismenn komið sér upp sjálfvirku kauphækkunar- kerfi, sem tekur ekkert tillit til þess þó alþýðuheimilin í landinu líði skort. Þetta siðlausa kerfí er svo gegnsýrt af eiginhagsmuna- poti að þegar laun þessara dáind- ismanna eru hækkuð tífalt meira en kaup verkafólks, þá er ekki einu sinni spurt hvort efnahagur þjóðarinnar þoli það. Sýndarmennska Það er táknrænt að þegar þess- ir hálaunahópar fá sínar launa- hækkanir þá verður aldrei vart við neinn ríkislaunaðan sérfræð- ing hótandi gengisfellingum og óðaverðbólgu, eins og siður er hjá þeim að gera ef minnst er á að hækka lægstu launin. Það heyrast heldur engar föðurlegar áminn- ingar frá forsætisráðherra um hófsamar launahækkanir og jafn- vel heilögu kýrnar í Seðlabankan- um þegja þunni hljóði um halla- lausan ríkisbúskap enda eru slíkar umvöndunarræður einungis ætl- aðar láglaunafólki. Breytinga er þörf Þennan skrípaleik stjórnvalda verður að stöðva. Við hvorki get- um né megum líða lengur þann ójöfnuð sem hvarvetna blasir við í þjóðfélaginu. Þegar sameigin- legar tekjur hjóna duga ekki leng- ur til framfærslu heimilis er breytinga þörf. Þegar álögur og skattar eru teknir af launum sem eru undir framfærslumörkum þá er breytinga þörf. Þegar tugum milljarða króna er árlega stolið undan skatti án sér- stakra viðbragða stjómvalda, þá er breytinga þörf. Þegar stjórnvöld mismuna gróflega þegnum landsins í lífeyrismál- um, þá er breytinga þörf. Þegar meira en tvítugfaldur munur er á launum í landinu, þá er breytinga þörf. Lífskjarajöfnun Til að stöðva þessa öfugþróun í launa- málum þurfum við samstöðu alls verka- fólks innan Verka- mannasambands íslands til að ná fram eftirfarandi kröfum: ★ Að á næstu tveimur áram hækki lægstu laun um 40% og verði 70 þúsund krónur á mánuði, ★ að skattleysismörk hækki veralega og skattkort maka nýtist að fullu, Til að stöðva öfugþróun í launamálum, segir Signrður T. Sigurðs- son, þarf samstöðu verkafólks. ★ að lánskjaravísitala verði af- numin, ★ að íbúar í félagslegu húsnæði eigi sama rétt til húsaleigubóta og aðrir leigjendur ★ að stjórnvöld mismuni ekki þegnum landsins í lífeyrisréttind- um, ★ að elli- og örorkulífeyrir fylgi launaþróun í landinu, ★ að frítekjumörk við töku elli- og örorkulífeyris hækki hlutfalls- lega jafn mikið og lægstu laun, ★ að skattar og álögur hækki ekki á almennu launafólki eða elli- og örorkulífeyrisþegum á samningstímabilinu. Opnunarákvæði Til að tryggja sem best að samningurinn nái tilgangi sínum um launajöfnun verða að vera í honum opnunarákvæði ef aðrir hópar launafólks fá meiri kaup- hækkanir í krónutölu á samn- ingstímabilinu. Verkafólk, stöndum saman um að jafna launin í landinu. Til þess er aðeins ein leið og hún er að ná fram þeim kröfum og markmiðum sem við höfum sett okkur. Höfundur er formaður Verkamannafélagsins Hlífar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.