Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 49 MINNINGAR + Pálína Lilja Guðnadóttir, fæddist í Kvíarholti í Holtum 6. júní 1923. Hún lést á Landspítalanum 30. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Pálínu voru Guðni Hall- dórsson, f. 11. októ- ber 1894, d. 20. des- ember 1979, og Jó- hanna Jóhannsdótt- ir, f. 22. júní 1893, d. 28. september 1981. Systkini Pálínu eru Vilfriður, f. 11. júní 1920, maki Guðvarður Elíasson, f. 19. ágúst 1924, Hulda, f. 1. júlí 1925, búsett í Bandaríkjunum, Þórir, f. 23. október 1928, maki Guð- rún Bjarnadóttir, f. 14. septem- ber 1929. Uppeldisbróðir Pálínu er Gísli Dagsson, f. 24. maí 1937, Kær vinkona mín og samstarfs- maður er látin eftir hetjulega bar- áttu við krabbamein. Við Lilja kynntumst fyrst fyrir tuttugu og maki Margrét Sig- urðardóttir, f. 17. janúar 1942. Eiginmaður Pál- ínu Lilju var Bald- vin Bjarnason, mál- ari, f. 30. ágúst 1920, d. 28. mars 1970. Þau slitu sam- vistir. Dóttir þeirra er Steinunn Anna Bjarnadóttir, f. 25. maí 1946, maki Bjarni Njálsson, f. 17. júní 1945, og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. Lengst af starfaði Pálína Lilja í Seðlabanka íslands eða þar tii hún fór á eftirlaun 31. desember 1990. Brids-spilari var hún mik- ill og vann til margra verðlauna. Útför Pálínu Lilju fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. átta árum þegar ég hóf störf í Seðlabankanum en þar vann hún fyrir. Mér er efst í huga þakklæti fyrir góða viðkynningu sem auðg- aði hvetja samverustund. Sem samstarfsaðili Lilju í hart- nær þijá áratugi kynntist ég henni vel. Þar fór sterk og ákveðin kona með marga mannkosti. Hún var dugleg, ósérhlífin og traust. Til hennar var gott að leita en einskis krafðist hún í staðinn. Á deildunum þar sem ekki er um umferð utanaðkomandi að ræða eins og þeirri sem við Lilja unnum saman á myndaðist oft sérstakt andrúmsloft. Nálægðin við annað starfsfólk er mikil og hjá okkur hefur oft verið glatt á hjalla. Þar naut Lilja sín vel og smitandi hlátur hennar löngum hjálpaði til að halda öllum í góða skapinu. Lilja stóð framarlega í brids- íþróttinni og vann þar til fjölda verðlauna sem prýddu heimili henn- ar. Hún var þó sannur íþróttamaður og hældist ekki um afrek sín. Þann- ig fengum við samstarfsfólk hennar oftar en ekki fyrst að vita um sigra hennar í blöðunum. Lilja lauk störfum hjá Seðlabank- anum í árslok 1990. Lét hún af störfum með nokkrum söknuði eftir langt og farsælt starf en einnig með gleði í bijósti yfir auknum tíma sem hún tileinkaði afkomendum sínum sérstaklega. Samstarfsfólk Lilju þakkar henni áralanga vináttu og vottar dóttur hennar og fjölskyldu dýpstu samúð. Auður Gísladóttir. PÁLÍNA LILJA GUÐNADÓTTIR + Steinunn Ág- ústsdóttir fædd- ist 2. september 1920. Hún lést á Landspítaianum 4. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Elísa- bet Anna Guðnadótt- ir og Ágúst Guð- mundsson bóndi og smiður, búendur á Sæbóli á Ingjalds- sandi. Systkini Stein- unnar eru Guðmund- ur, f. 31. jan. 1918, bóndi á Sæbóli, Guðni Sveinn, f. 20. sept. 1922, bóndi á Sæbóli og bátasmiður, Jónína, f. 6. júlí 1926, húsfreyja á Flateyri, gift Pétri Þorkelssyni, þau eiga fimm böm og áður átti Jónína dóttur. Steinunn bjó með foreldrum sinum á Sæbóli og stóð síðar fyrir heimili bræðra sinna þar. Hún var ógift og barnlaus. Minningarathöfn um Stein- unni fór fram í kapellu Foss- vogskirkju 9. desember. Útför hennar fer fram frá Sæbóls- kirkju í dag. „Yfir hvíla engin ský“. Þannig er minningin um Steinunni Ágústsdótt- ur (Unu) á Sæbóli á IngjaldsSandi, heiðrík og hlý á kveðjustund. Við sem lifað höfum langa ævi erum óðum að horfa á eftir gömlum vinum og samferðafólki yfir „móðuna miklu“. Þá hvarflar hugurinn til þeirra ára sem önn dagsins hvíldi á herðum okkar og saman var unnið að heill og framgangi lítils sveitarfé- lags þar sem framlag hvers og eins skipti svo miklu máli. I minningunni ber heimili Unu á Sæbóli hátt sem menningarheimili þar sem ávallt var gott að leita til og stóð það opið með hljóðlátri hlýju og virðuleik til fylgis öllum góðum málum. Systkinin á Sæbóli. héldu uppi verðugu merki foreldra sinna, gestrisin og félagslynd. Þar stóð Una fyrir búi með bræðrum sínum Guð- mundi og Guðna. Yngri systirin Jón- ína er gift og búsett á Flateyri og hafa börn hennar átt sitt annað heim- ili á Sæbóli alla tíð. Hlutur Unu sem húsfreyju var stór bæði utanhúss sem innan. Hún var mikill náttúruunnandi og hafði næmt auga fyrir fegurð og friðsæld sveitarinnar. Eftir að land- leiðin opnaðist vestur á firði og kom- ið var í Dýrafjörð voru það sem óskráð lög að fara út á Ingjaldssand og sjá þá gróðursæld sem þar býr. Við Sæbólssjó er stórbrotin sýn til hafs og heiðar. Þar hygg ég að fáir hafi farið hjá garði án þess að vera boðið í hús til Sæbóls- systkina ef þau voru tekin tali. Þar hefur því verið óvenju mikill gestagangur alla tíð. Auk höfðinglegra veit- inga var mikil upplifun að sjá hve heimilið sam- einaði gamla og nýja tímann. Minnist ég þess fyrir hálfri öld þegar ég fyrst kom að Sæbóli hve margt var þar að sjá. Handverk frá liðinni tíð, fagurlega unnin og listræn handavinna þeirra systkina útsaum- ur, pijónaskapur og smíðisgripir. Jafnt því sem fylgt hefur verið nútí- matækni í búskaparháttum hafa gamlar hefðir verið í heiðri hafðar. Þrautagöngu erfíðs sjúkdóms bar Una með æðruleysi og reisn. Þannig miðlaði hún öðrum bjartsýni þó degi hallaði mjög hjá henni sjálfri. Á síð- asta vori ákváðum við að fara á grasafjall saman þegar við hjónin kæmum heim í sveitina. Því miður varð dvöl okkar heima stutt. Við Una hittumst þó dagsstund og fann ég styrk hennar og lífstrú óbugaða að mæta örlögum sínum. Skömmu áður en Una fór suður sína síðustu ferð, áttum við símtal saman. Minnt- ist hún þá á grasaferðina sem aldrei var farin. „A ég ekki að senda þér fjallagrös? Guðmundur bróðir fór til grasa,“ sagði hún sívökul um að greiða fyrir öðrum. Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Innilegar samúðarkveðjur til systkina Unu og annarra vanda- manna frá okkur hjónum. Áslaug og Valdimar Kristinsson, Núpi. Okkur langar með örfáum orðum að kveðja elsku Unu ömmu. Það verður erfitt að koma út á sand í vor, engin Una amma. Það var allt- af gott að koma út á sand. Það var alltaf tekið vel á móti öllum sem komu þangað. Við fórum yfirleitt beint út í fjárhús til að skoða nýju lömbin. Una amma kom alltaf með út í fjárhús til að sýna okkur ný- fæddu lömbin sem henni þótti svo vænt um. Svo fórum við alltaf í fjöru- ferð. Henni fannst við alltaf þurfa að fara að skoða ijöruna. Svo var það garðurinn sem hún hélt svo uppá, við urðum alltaf að skoða hann, annað kom ekki til greina. Una amma veiktist í fyrrahaust og héldum við að komist hefði verið fyrir meinið, en tæpu ári seinna tók það sig upp aftur og tók hana frá okkur. Það er erfitt að sætta sig við að hún sé farin, hún sem alitaf var svo góð við okkur. Hún eignaðist engin börn, en við ólumst upp við það að hún væri amma okkar. Hún hefur aldrei verið annað en Una amma, henni þótti svo vænt um að vera kölluð amma. Við biðjum góðan Guð að passa Unu ömmu vel og biðjum Guð að gefa systkinum hennar, Guðna, Munda og Jónu, og öllum sem eiga um sárt að binda kraft og styrk til að halda áfram. Gegn um tárin geisli skín, gleði og huggun vekur. Göfug andans áhrif þín enginn frá mér tekur. (G.Þ.) Elsku Una amma, við vonum að þú hafir það gott hjá Guði. Pálmi, Anna Þóra og Hafdís. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AIMIMA MARÍA GEORGSDÓTTIR, Álftalandi 11, Reykjavik, lést á heimili sínu miðvikudaginn 11. desember. Óli Pétur Olsen, Jenny Björk Olsen, Gfsli Ottó Olsen, Georg Kristjánsson, Ingibjörg Eiriksdóttir, tengdabörn og barnabarn. STEINUNN ÁGÚSTSDÓTTIR Lilja Guðnadóttir, sem við kveðj- um í dag, hóf störf í Seðlabanka íslands í nóvember 1965 og vann þar í aldarfjórðung. Fyrra nafn sitt notaði hún ekki og var ýmsum ókunnugt um það, enda var hún ekki margorð um sjálfa sig nema spurt væri. Hún vann öll starfsár sín í seðla- greiningardeild bankans, átti sína starfsfélaga þar og leitaði lítt eftir kynnum við annað fólk í bankanum. Öryggis vegna var vinnustaður deildarinnar einangraður frá öðrum deildum bankans. Dyrum inn í deildina, sem var í fyrstu í kjallara Landsbankahússins, var læst með járnhurð og kom enginn þangað inn nema hann ætti brýnt erindi. Síðar fluttist þessi starfsemi í ný húsa- kynni bankans, en deildin var að sjálfsögðu áfram læst og einangruð frá öðrum deildum. Starf stúlknanna fólst í því að greina nothæfa peningaseðla frá ónothæfum, raða þeim og telja. Var þetta því mjög einhæft starf og aðalkrafa til stúlknanna var að þær væru aðgætnar, nákvæmar og iðn- ar. Öllum þeim kostum var Lilja búin. Trúmennskan og áreiðanleik- inn voru henni í blóð borin. Á svona innilokuðum vinnustað er fólkið hvert við annars hlið og tengist nánari böndum en það sem á dagleg samskipti við fólk í öðrum deildum. Þessi einangrun verkar illa á marga, en flestir sigrast á óþægindatilfinningunni og venjast þessu. Það gerði Lilja líka. Hún kvartaði aldrei, vann sitt verk óað- finnanlega og sagðist heldur vilja vinna þarna en víða annars staðar. Að sjálfsögðu var henni stoð að þeim góða félagsanda sem þarna ríkti og ríkir enn. Hún tók sinn þátt í rabbi og umræðu en ekki var henni um að láta í minni pok- ann með skoðanir sínar, ef ágrein- ingur kom upp. Hún var trú og trygglynd og reiðubúin til að standa við allt sem henni fannst rétt, hvað sem hver sagði. Með henni og hinu starfsfólkinu tókst mjög góð vinátta. Stundum fór það út saman til að létta af sér fargi daganna og var Lilja þá kát og glöð í hópi góðra vina. Það þýð- ir ekki að hún væri þung á bárunni dagfarslega, heldur fannst henni að hvort ætti heima á sínum stað og tíma, einbeitni og athygli í vinn- unni en gleði og kátína í vinahópi að skemmta sér. Samstarfsfólk hennar kveður hana með söknuði og þakklæti fyr- ir þau ár, sem það átti með henni í seðlagreiningardeildinni. Samtím- is vottar það dóttur hennar, barna- börnum, mökum þeirra og bömum og öðrum ættingjum, innilega samúð sína. Hún hvíli í friði. F.h. samstarfsfólks í Seðlabank- anum, Torfi Ólafsson. + ' Móðir mín, HELGA STEINSDÓTTIR frá Neðra-Ási, Hjaltadal, lést á heimili aldraðra, Víðihlíð, Grindavík, 11. desember. Hörður Gíslason, og fjölskylda. + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA JÓHANNSDÓTTIR frá Hrauni i Sléttuhlíð, Hólavegi 15, Sauðárkróki, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 8. desember, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 14. des- ember kl. 14.00. Pétur Guðjónsson, Stefanía Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Faðir okkar, sonur og bróðir, ÁGÚST SIGURVIN EYJÓLFSSON frá Hvammi í Landsveit, sem lést á sjúkrahúsi í Stokkhólmi 7. desember sl., veröur jarðsunginn frá Skarðskirkju, Landsveit, laugardaginn 14. desember kl. 14.00. Guðrún S. Ágústsdóttir, Krister Ágústsson, Stefán Steinar Ágústsson, Eyjólfur Ágústsson, Guðrún S. Kristinsdóttir, systkini og aðrir vandamenn. + Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall SIGURÐAR SIGURÐSSONAR listmálara, Fögrubrekku 5, Kópavogi. Anna Kristín Jónsdóttir, Einar Sigurður Axelsson, Arnór Sigurðsson, Hrólfur Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir Urup, Árni Sigurðsson, Snorri Sigurðsson, Erla Gísladóttir, Olli Hermannsson. Stella Kluck Sigurðardóttir, Kristjana Henný Axelsdóttir, Margrét Árnadóttir, Jens Urup, Eyrún Gísladóttir, Sigurlaug Sveinsdóttir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.