Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 57

Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 57 BREF TIL BLAÐSIIMS Opið bréf til íslenskra útvarpsstöðva Hvað eru vandamál? Frá Herði H. Valssyni: „HLUTIRNIR verða ekki að vanda- málum fyrr en þú lítur á þá sem vandamál." Þú gætir til dæmis lent í þvi að manneskja sem þér þykir aðlaðandi myndi ávarpa þig með einhverjum orðum sem þér þættu móðgandi. Þú mundir þá gera aðstæðurnar að vandamáli, vegna þess að mann- eskjan sem þér þykir svo vænt um kemur illa fram við þig. Hins vegar gæti hinn aðilinn verið að meina vel, orðalag eða eitthvað annað gæti hafa skolast til, og þar sem að hann meinar vel, þá gerir hann aðstæðurnar ekki að vandamáli, hann upplifir sem sagt „Status Quo“ eða óbreytt ástand. Þess vegna verða vandamál til vegna ályktana hvers og eins um það hvað sé slæmt og hvað ekki. Með öðrum orðum, ef þú hefur eitt- hvað við þessi skrif að athuga, þá er það þín eigin hugsun sem truflar þig en ekki áreiti mitt. HÖRÐUR H. VALSSON, verkamaður, Svarfaðarbraut 9, Dalvík. Frá stjórn Tónlistarráðs íslands: FYRIR stuttu óskuðu forsvarsmenn félaga og samtaka í tónlistarlífinu eftir því að islenskar útvarpsstöðvar veittu upplýsingar um stefnu sína varðandi flutning íslenskrar tónlist- ar í útvarpi. Ástæðan er augljós, þ.e. minnkandi hlutur innlendrar tónlistar í dagskrárgerð stöðvanna. Viðbrögðin komu á óvart, og töldu stöðvarnar sem málið varðar m.a. að fyrirspurnin væri gerð vegna fjárhagslegra hagsmuna þeirra sem óskuðu upplýsinganna. Það á að sjálfsögðu ekki við rök að styðjast. Þegar hafa birst í dagblöðum svar- bréf við þessari óvæntu „árás“ tón- listarmanna inn í ríki valinkunnra útvarpsmanna. Hæst ber í við- brögðum ljósvíkinga þá furðu að frammámenn tónlistarmanna skuli leyfa sér að viðra þá skoðun að ís- lensk menning eigi hugsanlega brýnna erindi við landsmenn á öld- um ljósvakans en sú fjölþjóðlega engilameríska tónlist sem stöðvarn- ar flíka hvað mest. Tónlistarráð íslands óskar hér með eftir að íslenskar útvarpsstöðv- ar svari hver um sig hver stefna þeirra er varðandi fiutning ísienskr- ar tónlistar og ennfremur hvort þær telji sig hafa sérstöku menningar- hlutverki að gegna í þágu Islend- inga. Ef svo er, hvernig hyggjast þær framfylgja stefnu sinni og menningarhlutverki? STJÓRN TÓNLISTARRÁÐS ÍSLANDS, Aðalstræti 4, Reykjavík. • aSCOHl Hasier • Frímerkjavél framtíðarinnar • Stílhrein, falleg hönnun • Svissnesk tækni og nákvæmni Elizabeth Arden kynning verður í dag í Hygea, Austurstræti. Kynntur verður nýi ilmurinn, Chloe Innocence. Spennandi tilboð ,i nyrtivðru veralu n Austurstræti, sími 511 4511. Um trygg- ingar og skoðun bifreiða Frá Kristni Björnssyni: ALLTAF er ég hissa að heyra að verið sé að klippa númer af bílum vegna skulda á trygginga- og skoð- unargjöldum. Jafnframt er það óhugnanlegt að vita af ótryggðum og óskoðuðum bílum í umferðinni. Því spyr ég: Hvers vegna er hér ekki beitt sömu innheimtuaðferðum og notaðar eru við fasteignagjöld af húseignum og aðrar skuldir á þeim sem komnar eru í eindaga? Þ.e. eignir viðkomandi eru auglýst- ar og seldar á uppboði til að greiða skuldirnar. Þetta virðist einföld og sjálfsögð leið, jafnframt mannlegri og eðli- legri gagnvart bíleiganda heldur en að ráðast á bíl hans með klippum að næturlagi. Einnig fá þá trygg- ingafélög og bifreiðaeftirlit gjöld sín greidd af andvirði bílsins. Vera má að lagabreytingu þurfí til að fara þessa leið, en þá er bara að koma henni í framkvæmd þegar í stað. Hafa ekki tryggingafélög og aðr- ir aðilar íhugað málið? KRISTINN BJÖRNSSON, Espigerði 4, Reykjavík. sokkabuxumar komnar. nýjasta gegn a 20% afsláttur af öllum OROBLU sokkabj östud. 13. des. o; kl. 13:00-18:0 VESTURBÆJAR APOTEK Melhaga 20-22 - Sími 552 2190 NEW GmateUaUc 18k Gull og/eda stál. Hert safirgler. iwmel5a(S)l KRINGLUNNI S 553-1199 Cindy Crawford veit, hvemig hún sameinar glæsileika og ímynd med stíl frá heimsins stærstu hönnudum. Hversdags og vid hátídleg tækifæri velur hún Omega. “Trust your judgement, trust Omega” - Cindy Crawford Í5UKK* AtrCittf*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.