Morgunblaðið - 13.12.1996, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 13.12.1996, Qupperneq 62
62 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ekki missa af þessari frábæru kvikmynd Sýningum fer fækkandi!! JOLAMYND 1996 foblN WÍLLÍAMS GEIMTRUKKARNIR HANN IfV: ELDIST ^ J FJÓRUM ! SINNUM HRAÐAR EN VENJULECT FÓLK.. i HANN ER LANG- STÆRSTUR í BEKKNUM.. KLIKKAÐI PRÓFESSORINn] BRIMBROT STAÐGENGILLINN ALLTI GRÆNUM SJO Komdu og sjáðu Robin Williams fara á kostum sem stærsti 6. bekkingur í heimi, ótrúlegt grín og gaman í frábærri mynd fyrir alla fjölskylduna. Aðalhlutverk: Robin Williams, Diane Lane og Bill Cosby. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. ** _ W _ ....að í Háskólabíói er gólfhalli í söliim nógn mikill til f GG 'W'mr WrW'WÆ að gefa þér óhindrað útsýni á STÓR SÝNINGARTJÖLD. ^w* ™ W^ Wrw* pú horfir því ehki í hnakkann á næsta gesti eða á milli ™ hausa eins og svo víða annarstaðar. Háskólabíó státar líka af vönduðum Dts og Dolby Digital sterio hljóðkerfum sem tnjggja frábær hljóðgæði. HÁSKÓLABIÓ - GOTTBÍO £.I~~~H HASKÓLABÍÓ SÍMI552 2140 Háskólabíó Gott B16 HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Brotin einhæfni sýnileg á f lótta sérflokki þessa helgina ________ er sýning Stöðvar 2 á Roger og ég (Roger & Me, 1989, sunnudagur ►23.30), einhverri umdeildustu, skemmtilegustu og fróðlegustu heimildamynd sem gerð hefur verið í Bandan'kjunum í seinni tíð og má raunar deila líka um það hvort um heimildamynd sé að ræða. Höfundurinn, Michael Moore, fæddur 1954, tekur sér fyrir hendur að sýna hnignun bandaríska biiaiðnaðarins eins og hún birtist í sögu heimabæjar hans, Flint í Michigan, þar sem um 40,000 mrnns missti lffsviðurværi sitt á einu bretti þegar General Motors lokuðu verksmiðju sinni þar. Moore stillir saman bjartsýninni sem ríkti á betri dögum Flints - á 6. áratugnum - og vonleysi, fátækt og fólksflótta á þeim 9. Þetta gerir hann á bæði grimman, kaldhæðinn og persónulegan hátt, teflir saman þeim sem ekkert hafa og þeim sem allt hafa og eitist við stjómanda General Motors, Roger Smith, en eftir þeirri skondnu viður- eign heitir myndin. Afar forvitnileg blanda af heimildaskráningu og hat- rammri ádrepu. ★ ★★% STEFNUR og straumar í kvikmynda- vali sjónvarpsstöðvanna voru til um- ræðu í þessum dálki fyrir skömmu og það nefnt að vandratað væri einstigið milli markvissrar stefnu og fjöl- breytni; afmarkaðir valkostir væru æskilegir en mættu ekki leiða til ein- hæfni. Nokkur reynsla er komin á stefnu Sjónvarpsins og Stöðvar 2; þar gildir stefnulaus fjölbreytni. Árangur- inn er betri á Stöð 2; þar leiðir einfald- lega meiri myndafjöldi til meiri fjöl- breytni. Erfiðara er að átta sig á hvert nýbúarnir Sýn og Stöð 3 stefna. Þess- ar stöðvar eru tæplega fyrsti kostur nokkurs manns; þeirra hlutur gæti því verið að bjóða upp á öðruvísi dagskrá en þá sem reynir að þjóna öiium með fjölbreytni. Sýn hefur reynt þetta en með óljósum hætti; stöðin tekur ýmsar beygjur frá markaðri stefnu. Um dag- inn var engu líkara en hún væri að færa sig frá hrollvekju-, spennu- mynda- og hasarstefnunni og verða athvarf eldri gullmola af ýmsu tagi. En þeir tilburðir eru bara sýnilegir viku og viku. Stöð 3 hefur lengi verið innlyksa í dáðlitlum, meinlausum en miðlungi góðum amerískum sjón- varpsmyndum, sem flestar virðast heita Broken Trust, Broken Promises eða Broken Hearts. Nú örlar aðeins á því að Stöð 3 sé að brjótast út úr þeirri fábrotnu stefnu. í því tilviki er stefnulaus fjölbreytni betri en mark- viss fábreytni. Föstudagur Sjónvarpið ►23.05 Fínn leikhópur - Jon Voight, Barbara Hershey, Lou Gossett jr., William Petersen, Oliver Reed m.a. - prýðir vestrasyrpuna Ný svaðilför (Return To Lonesome Dove, 1993), sjálfstætt framhald frægrar sjónvarpsmyndar (Svaðilförin/The Lonesome Dove, 1989), sem byggð var á skáldsögu Larrys McMurtry. Sú var afbragðs afþreying en ég hef ekki séð framhaldið. Martin og Potter segja hana skorta frumleika og dirfsku for- verans en vera samt grípandi, breiða vestraepík um átök og ævintýri á leið- inni frá Texas tii Montana. Þau gefa ★ ★ ★ ★ (af fímm). Syrpan verður sýnd í fjórum hlutum, um þessa helgi og þá næstu. Leikstjóri er Mike Robe. Stöð 2 ►13.00 og 0.50 Rúmumára- tug áður en ýmsir vandaðir kvik- myndagerðarmenn fóru að filma sögur Jane Austen voru bækur E. M. Forst- ers í tísku. Þær eru töluvert þyngri, átakameiri og tormeltari en leikandi léttleikinn hjá Austen. Ein af Forster- myndunum var Hiti og ryk (Heat And Dust, 1983),gerðafsjálfumJames Ivory, konungi bókmenntabíósins. Viðfangsefnið er nánast dulrænt og dulkynferðislegt samband bældra breskra kvenna á tveimur tímaskeið- um við Indland. Julie Christie og Greta Schacchi eru fyrirtak og myndin er vönduð þótt ekki nái hún fullum dramatískum mætti. ★ ★ 'h Stöð 2 ^21 .05 Naggurinn hann Joe Pesci, Christian Slater og spænska stjarnan Victoria Abril ná ekki að bjarga Hollywoodsatírunni Johnny Hollywood (1994) fráfalli. Sagan fer út og suður og húmorinn líka. Barry Levinson leikstjóri finnur hvorki haus né sporð, enda hvorugt fyrir hendi. ★ Stöð 2 ►23.10 Eftir að barnapíu- hrollvekjan varð til með Halloween eða Hrekkjavöku Johns Carpenters (1978) komu ótal minni spámenn og hjuggu í sama knérunn og hjuggu og hjuggu og hjuggu. Einn þeirra var Sean S. Cunningham en mynd hans Föstu- dagurinn 13. (FridayThe 13th, 1980) um morðæði í sumarbúðum gat af sér fleiri framhöld en aðrar barnapíuhroll- vekjur eða alls átta - öll ástæðulaus. Hér er engin saga, engar persónur - ekki neitt nema blóðslettur. Munið þó að í dag er föstudagurinn 13. ★ 'h Stöð 3 ^21 .05 Kanadíska skop- ádeilan Stórfiskaleikur (Northern Extremes, 1993) um afleiðingar mis- heppnaðrar byggðastefnu í sjávar- plássi fær þokkalega dóma. Martin og Potter segja myndina gerða af vanefnum en hún bæti það upp með skarpri ádeilu og persónusköpun. Þau gefa ★ ★ ★ (af fimm). Leikstjóri Paul Donovan. Stöð 3 ►22.35 og 0.05 Engar um- sagnir liggja fyrir um vísindahrollvekj- una Samansaumaður (Mr. Stitch) með Rutger Hauer og dramatísku myndina Á götuna (Price OfLove) um ungan pilt sem leiðist út í vændi í Hollywood. Sýn ^21.00 Bruce Willis náði að skapa nokkuð lunkna hasarhetju þar sem var löggan John McClane í Á tæpasta vaði (Die Hard, 1988) og John McTieman leikstjóri bjó til hrað- skreiða ofbeldisafþreyingu. Átæp- asta vaði II (Die Hard 2,1990) er óvenju velheppnað framhald undir stjórn Rennys Harlin. Glórulaus en grípandi. ★★★ Sýn ►23.50 Jafn ágætir menn og Nicolas Cage og Samuel L. Jackson eru viti sínu ijær í Amos og Andrew (Amos & Andrew, 1993), bjánalegri „gamanmynd" um samskipti kynþátt- anna í voða fínu byggðarlagi. Leik- stjóri er E. Max Frye, sem vonandi er dulnefni. 'h stjama. Laugardagur Sjónvarpið ►21.20 Titillinn á Garn- prinsessunni (The Yarn Princess, 1993) er ekki aðlaðandi en undir hon- um leynist drama um móður sem berst fyrir forræði sex barna sinna. Forræð- ismyndir eru að verða ný tíska sem virðist njóta töluverðs fylgis, einkum á Stöð 3. Um þessa veit ég ekkert nema hvað leikstjóri er Tom McLough- lin og aðalleikarar Jean Smart og Robert Pastorelli. Sjónvarpið ►23.00 - Ný svaðilför - sjá föstudag. Stöð2 ►lö.OOÞijúbíóiðerfjöl- skyldumynd um strák í Jugóslavíu sem býr til töfrasnjókarl enda heitir mynd- in Töfrasnjókarlinn (The Magic Snowman, 1988). Blockbuster Video gefur ★ ★ 'h I aðalhlutverkum eru Roger Moore, Justin Fried og Dragana Maijanovich. Leikstjóri C. Stanner. Stöð 2 ^21 .20 Jólaþunglyndi og jólafár sækir að Steve Martin, sem rekur vinalínu fyrir fólk í sjálfsmorðs- hugleiðingum í fremur mislukkaðri svartri gamanmynd, Bjargvættir (Mixed Nuts, 1994) eftir Nora Ephron, höfund hinnar ágætu Sleepless in Seattle. Hún nær ekki sama flugi hér en sumt er þó léttfyndið. í góðum leik- hópi eru, auk Martins, Madeline Kahn, Rita Wilson, Anthony LaPaglia o.fl. •k'h Stöð 2 ►23.00 Áður en þýski leik- stjórinn Roland Emmerich skoraði ótal dollaramörk með Independence Day gerði hann ævintýramyndina Stjörnu- hliðið (Stargate, 1994) um vísinda- menn á fleygiferð um tíma og rúm. Kurt Russell er vörpuleg hetja, James Spader og Jaye Davidson frekar úti á þekju, en myndin er góð afþreying framanaf. Svo fer í verra í seinni hlut- anum. ★ ★ 'h Stöð 2 ► 1.05 Oscar (Budd) Boettic- her var afkastamikill og naskur leik- stjóri, einkum vestra, en Kviðdómur- inn (The MissingJuror, 1944) erhins vegar spennumynd um kviðdómendur sem sæta ofsóknum ókunns morð- ingja. Myndin er úr I Love A Mystery- syrpunni og þykir reffilegur B-reyf- ari. Maltin gefur ★ ★ ★. Aðalhlutverk Jim Bannon, Janis Carter og George Macready. Stöð 3 ►20.50 Engar umsagnir fínnast um rómantísku gamanmynd- ina Tveggja manna vist (Solitaire For 2) með Amanda Pays og segir frá kvennabósa sem lendir í konu sem er hugsanalesari! Stöð 3 ►22.20 Erótíska spennu- myndin Árátta (Obsession, öðru nafni Passion To Kill, 1993) er þokkalegur afþreyjari með snoturri lokafléttu, um geðlækni sem fellur fyrir konu vinar síns sem síðan finnst látinn. Scott Bakula er í hlutverki geðlæknisins, trúlega vegna þess að Tim Matheson hefur verið sloj, en til staðar eru einn- ig Chelsea Field, Sheila Kelley og John Getz. Leikstjóri Rick King. ★ ★ 'h Stöð3 ►23.50 Kalli gamli Brons reynir að slétta úr krumpunum í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.