Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Frumvarp um tryggingagj ald Tveir stjórnar- liðar andvígir VIÐ aðra umræðu frumvarps ríkisstjórnarinnar um trygginga- gjald, sem fram fór á Alþingi í gær, lýstu tveir þingmenn Sjálf- stæðisflokks sig andvíga frum- varpinu. Einar Oddur Kristjáns- son, sem á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, sem fjallaði um frumvarpið, mælti gegn samþykki frumvarpsins í nafni þess fyrst og fremst, að ekki bæri að auka gjaldtöku af sjávarútveginum. Hinn þingmaðurinn, Egill Jóns- son, lagðist gegn frumvarpinu sem málsvari landbúnaðarins. Samkvæmt frumvarpinu, sem tengist öðrum skattalagafrum- vörpum stjórnarinnar, sem að hluta til hafa þegar orðið að lögum, er ráðgert að jafna álagningu trygg- ingagjalds miili atvinnugreina og stefna að einu gjaldhlutfalli eftir fjögur ár, en það er nú í þremur þrepum. Sjávarútvegur, landbún- aður, veitingarekstur o.fl. er nú í lægra gjaldþrepi, en samkvæmt tillögum frumvarpsins mun trygg- ingagjaid á þessar greinar hækka í áföngum fram til aldamóta um samtals tæplega 2% af launum; þær greinar sem eru nú í hærra þrepinu lækka að sama skapi. í frumvarpinu var upphaflega gert ráð fyrir að hið endanlega sam- ræmda gjaldhlutfall yrði 5,50%, en meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar leggur til í nefndaráliti sínu að það verði 5,25%. Einar Oddur sagðist frá upphafí umræðnanna um breytingar á tryggingagjaldi hafa lagzt gegn því „og talið það mjög hættulegt". Hann sagði hér vera um „táknræna athöfn" að ræða; verið væri að íþyngja stöðu helztu samkeppnis- greina landsins fáeinum vikum áður en kjarasamningar væru laus- ir. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu Veritas Drögiim ekki miklar ályktanir af skýrslunni Hross tekin á hús HESTAMENN eru sem óðast að taka reiðhesta sína á hús svo hægt verði að stunda út- reiðar yfir hátíðirnar. Meðal þeirra sem tóku inn um helgina voru hjónin Jó- hannes Þorkelsson og Unnur Hjaltadóttir sem eru með hesthús að Varmárbökkum í Mosfellsbæ. Þau notuðu haustið til að innrétta hest- húsið á nýjan leik og því var það stór stund að taka herleg- heitin í notkun með því að taka á hús meðal annars tvo unga fola sem tamdir verða í vetur. Vonin er stór hluti af hesta- mennskunni og nú er að sjá hvort draumarnir um glæstan gæðing muni rætast. Verður það sá brúni eða kannski sá tvístjörnótti, sem er undan heiðursverðlaunahestinum Hervari? ÁGÚST EINARSSON, varaformað- ur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að ekki verði dregnar miklar ályktanir af skýrslu ráð- gjafarfyrirtækisins Veritas um styrk bandaríska álfyrirtækisins Columbia Ventures. Hún sé hins vegar innlegg í málið. Nefndin hafi viljað fá upplýs- ingar um málið frá fleirum en ís- lenskum stjórnvöldum. „Ég tel að þessi skýrsla sé inn- legg í þessa umræðu. Það er hins vegar iangt frá því að hún veiti fullkomnar upplýsingar um stöðu fyrirtækisins. Efnahags- og við- skiptanefnd vildi gjarnan fá mat annarra aðila en einungis íslenskra stjórnvalda á þessum þætti. Þetta gefur vísbendingar um að menn eru dálítið kvíðnir um afdrif þessa máls og sýnir að menn taka mjög alvar- lega þegar verið er að sækja um heimildir til aukinnar lánsfjáröflun- ar upp á mjög marga milijarða. Það er því eðlilegt að þingmenn vilji reyna að haga málum þannig að allt sé eins örugglega úr garði gert og hægt er,“ sagði Ágúst. Ágúst sagði rétt að iðnaðarráðu- neytið hefði boðist til að veita nefndinni upplýsingar um stöðu Columbia Ventures gegn trúnaði. „Það hefur enginn ágreiningur ver- ið milli nefndarinnar og ráðuneytis- ins hvað þennan þátt varðar. Nefnd- in vildi einfaldlega sjá málið frá öðrum sjónarhornum. Efni skýrsl- unnar er hins vegar ekki þess eðlis að menn eigi að draga miklar álykt- anir af henni.“ Efnahags- og viðskiptanefnd hef- ur afgreitt frumvarp til lánsíjárlaga til annarrar umræðu, en Ágúst sagði að hún myndi fjalla um frumvarpið aftur milli annarrar og þriðju um- ræðu. Fyrirtækið nýtur trausts „Fulltrúar iðnaðarráðuneytisins buðu efnahags- og viðskiptanefnd að gefa henni trúnaðarupplýsingar um stöðu Columbia Ventures. Fyrir- tækið er einkafyrirtæki. Það er ekki skráð og hefur ekki óskað eftir því að vera skráð. Þess vegna vill það að farið verði með upplýsingar um stöðu fyrirtækisins sem trúnaðar- mál. Við höfum fengið þessar upp- lýsingar og sannreynt í gegnum endurskoðendur fyrirtækisins. Við teljum okkur því hafa mjög glögga mynd af stöðu þess og teljum það traust,“ sagði Finnur Ingólfsson iðn- aðarráðherra. „Þessir samningar eru ekki orðnir að veruleika ennþá. Fjármögnun á álveri á Grundartanga er alveg eft- ir. Það að stærstu bankar heims eru að undirbúa fjármögnun verkefnis- ins með Columbia bendir ótvírætt til þess að þeir hafí trú á verkefninu og hafí trú á fyrirtækinu." Finnur sagði að það gæfi auga- leið að alþjóðlegar bankastofnanir væru ekki í viðræðum við Columbia Ventures ef staða þess væri þannig að lánstraust þess væri aðeins fjórar milljónir dollara. „Það kemur raunar fram í þessari skýrslu Veritas að þeir hafa afar litlar upplýsingar um fyrirtækið. Upplýsingarnar sem þeir hafa fengið eru óstaðfestar og komnar frá þriðja aðila. Það kemur einnig fram að upplýsingarnar má ekki kynna nema með skriflegu leyfi Veritas." Finnur sagði að Landsvirkjun og iðnaðarráðuneytið myndu ekki ganga frá samningum við Columbia fyrr en gengið hefði verið algjörlega úr skugga um getu fyrirtækisins til að ráðast í þetta verkefni og Ijúka því. Andlát PÉTUR SIGURÐSSON UNDANFARNA daga hefur mikið borið á lasleika meðal landsmanna þrátt fyrir að um 30 þúsund manns hafi verið bólusettir gegn inflúensu í haust. Haraldur Briem, settur aðstoðarlandlæknir, segir að margir stofnar inflúensunnar séu að ganga og því ekki rétt að halda því fram að bóluefnið sé gagnslaust. „Það hafa verið að greinast ýmsir pestarvaldar. Margir stofnar eru að ganga, bæði A- og B-stofn- ar og allt þetta blandast saman,“ sagði Haraldur. Benti hann á að í bóluefninu, sem 30 þús. manns hefðu fengið, væri vörn gegn tveimur A-stofnum og einum B- stofni. Greinst hefðu tilfelli af bæði A- og B-stofni. Ekki væri vitað nákvæmlega hvaða B-stofn er á ferðinni. Því væri ekki hægt að halda því fram að bóluefnið væri gagnslaust. „Bóluefnið miðast aðallega við A-stofnana sem taldir eru við- skotaverri," sagði hann. „B-stofn er venjulega ekki eins erfiður en getur þó orðið það í einstaka tilfell- um.“ Haraldur sagðist ekki hafa fengið neinar tölfræðilegar upplýs- ingar um hversu margir væru veik- ir. Sagði hann að bóluefni veitti aldrei 100% vernd, en vemd í um 70-80% tilvika. „Ef menn veikjast verður veikin oft mildari en ella ef þeir hafa verið bólusettir," sagði hann. „Eftir því sem við best vitum eru þetta þessir inflúensustofnar sem eru í löndunum í kringum okkur, sem eru í bóluefninu þannig að bólusetningin ætti að gera gagn.“ Haraldur sagði að fyrr í haust hefði gengið bakteríusýking, sem olli sýkingum í loftvegi og lungna- bólgu með flensueinkennum. PÉTUR Sigurðsson, fyrrverandi alþingis- maður, stýrimaður og forstöðumaður Hrafn- istu í Hafnarfirði lézt sl. sunnudag, 68 ára að aldri. Pétur Sigurðsson var fæddur í Keflavík 1. júlí 1928. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urður Pétursson skip- stjóri og útgerðarmað- ur þar og síðar í Reykjavík og Birna Ingibjörg Hafliðadótt- ir húsmóðir. Hann lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík árið 1944, fískimannaprófi hinu meira í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1949 og farmannaprófi 1951. Árið 1961 stundaði hann nám í hagræðingartækni og stjórn- unarstörfum hjá Iðnaðarmála- stofnun íslands. Pétur Sigurðsson var sjómaður á árunum 1943-1963. Haustið 1959 var hann fýrst kjörinn til setu á Al- þingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Þar átti hann sæti óslitið til ársins 1983, sat á 28 þingum alls. Frá 1977 til 1992 var hann forstöðu- maður Hrafnistu í Hafnarfirði. Pétur gegndi ýms- um trúnaðarstörfum í samtökum sjómanna. Hann var í stjórn Sjó- mannafélags Reykja- víkur 1962-1994 og í miðstjórn Alþýðusam- bands íslands 1972-1976. Árin 1962-1994 var hann formaður Sjómannadagsráðs, stjórnarfor- maður Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra sjómanna, Happdrættis DAS, Laugarásbíós, Bæjarbíós í Hafnarfirði og barnaheimilisins Hraunáss í Grímsnesi til 1992. Hann var í stjórn Fiskimálasjóðs 1983-1987 og formaður öryggis- málanefndar sjómanna 1984- 1986. Hann sat í stjórn Atvinnu- leysistryggingasjóðs 1963-1987, formaður frá 1983. Yfirskoðunar- maður ríkisreikninga var hann 1968-1975. Pétur var fulltrúi á þingi Evr- ópuráðsins 1967-1972, í Norður- landaráði 1983-1987 ogí Vestnor- ræna þingmannaráðinu 1986. Loks var hann formaður banka- ráðs Landsbanka íslands 1985- 1989. Péturs Sigurðssonar var minnst á Alþingi í gær. Forseti þingsins, Olafur G. Einarsson minntist hans sem starfsams röskleikamanns sem skilaði miklu starfi, ekki sízt í þágu sjómanna. Á Alþingi átti Pétur frumkvæði að lögum um og ályktunum um hagsmunamál sjó- manna og annarra launþega, ör- yggismál og öldrunarmál. Pétur var tvíkvæntur. Eftirlif- andi eiginkona hans er Ásthildur Jóhannesdóttir en fyrri kona hans Sigríður Sveinsdóttir. Bólusetning ekkí gagnslaus Margir stofnar af inflúensu að ganga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.