Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 49 AÐSENDAR GREINAR uppfylla gæðakröfur, verði á boð- stólum á hóflegu verði. Ef verðið á lausasölulyfjum, sem greitt er að fullu af neytendum, hækkar að ráði, er nokkumveginn víst að fólk leiti til lækna í auknum mæli til að fá skrifað upp á lyf, sem eru í eðli sínu áhættusamari og yfirleitt langtum dýrari en náttúru- lyf þurfa að vera. Dýru verksmiðju- lyfin greiða samlögin að langmestu leyti, og það er ekkert smáræði, sem fer í þá hít af peningum. Sumt fólk trúir á meðul og verð- ur gott af þeim, jafnvel þó ekki sé um annað að ræða en lyfleysu- áhrif (placebo) en svo nefnast æskileg seíjunaráhrif, sem eru róandi og styrkjandi fyrir vamar- kerfið. Fæðubótarefni em ekki lyf, heldur skaðlaus efni til þess fallin að bæta upp annmarka, sem senni- legt má telja að séu á fæði sumra. Ekki hefur ekki komið upp eitt einasta mál, sem bendi til þess að slík efni hafi valdið tjóni. Lýsi og fjallagrös eiga m.a. heima í þess- ari deild. Læknar sem aðhyllast heild- ræna læknisfræði, þá stefnu sem hraðast sækir á nú um stundir, fara ekki fram á, að hátækni skuli varpað fyrir róða, heldur að ódýr- ari aðferðum verði beitt þar sem þær skila árangri. Þjóðfélagslegar aðstæður þurfa að styðja undir heildræna þróun, sem væntanlega felur í sér að læknar átti sig á, að sérstaða þeirra sé ekki eins afmörkuð og oft hefur verið látið að liggja. Þó svo að þeir einir hafi nú laga- heimild til að nefnast læknar, sem lokið hafa háskólaprófi og staðl- aðri þjálfun í þeirri grein, væri óveijandi þröngsýni að viðurkenna ekki, að læknandi og líknandi öfl era víða að verki, svo sem í hjarta- hlýrri hjúkran og umhyggju fyrir öllum sem við vanheilsu eiga að stríða til líkama og sálar. Laga- vemd er stundum nauðsynieg en getur leitt til óæskilegrar einokun- ar og hroka. Á pólitíska sviðinu sækja heiid- ræn sjónarmið fram. Að því mun koma, að þeir, sem helga sig þjón- ustu við lífið, hljóti atkvæðin og kosninguna, en hinum sem era á valdi eiginhagsmuna verði hafnað. Víst er þetta óskhyggja, en vand- séð er, hvernig mannkynið getur setið þessa blessuðu jörð öllu leng- ur, ef annað verður uppi á teningn- um. Við trúum því, að ísland geti um framtíð orðið öðram þjóðum til fyrirmyndar um heilbrigðis- kerfí, sem eflir einstaklingana til fijálsrar, fullábyrgrar sóknar til síbatnandi heilsu á lífi og sál. Með vinsemd og virðingu. Ævar Jóhannesson er raunvtsmdamaður, Einar Þorsteinn Ásgeirsson er hönnuður, Úlfur Ragnarsson er læknir. Hvernig má leysa vanda Lífeyris- j sj óðs starfsmanna ríkisins? í FYRRI greinum mínum gerði ég grein fyrir þeim ógreiddu ofur- skuldbindingum, sem ríkið og aðrir opinberir launagreiðendur hafa tek- ið á sig vegna lífeyrisréttinda opin- berra starfsmanna og bar saman lífeyrisréttindi þeirra og þau lífeyr- isréttindi, sem almennir lífeyrissjóð- ir veita. Hér á eftir íjalla ég um samkomulag það, sem fjármála- ráðuneytið gerði nýverið við fulltrúa opinberra starfsmanna, áhrif þess á vinnumarkaðinn og bendi á aðra lausn á vandanum. Misræmi á vinnumarkaði Samkomulag fjármálaráðuneyt- isins og fulltrúa opinberra starfs- manna um framtíð lífeyrismála op- inberra starfsmanna felur í sér að úrelt ofurdýr lífeyrisréttindi verða áfram í gildi fyrir flesta núverandi starfsmenn ríkisins. Iðgjaldið á samt að vera áfram 10% eins og hjá almennu lífeyrissjóðunum og þannig verður áfram safnað skuld- bindingum, sem ekki verða greidd- ar. Áfram verður óljóst hver er skipting ábyrgðar á milli fjölda launagreiðenda, sem greiða til sjóðsins. Þetta kerfi mun halda velli í 30 til 40 ár! Hvernig getur fólk borið saman laun sín og kjör á vinnumarkaði, þegar sumir fá slíkar duldar tekjur í formi ógreiddra líf- eyrisréttinda en aðrir ekki? Hvemig ber fólk saman þessi gjörólíku llf- eyrisréttindi? Vinnumarkaðurinn verður áfram klofínn í tvennt, opin- beri geirinn og hinn almenni. Opin- ber starfsmaður, sem verður að, taka þessum afargóða lífeyrisrétti hvort sem hann viíl eða ekki, mun segja: Ég sætti mig ekki við lægri laun vegna góðs lífeyris. Ég bað ekkert um svona góðan lífeyri. Áhrif á vinnumarkaðinn í samkomulaginu er opnað á aðild allra félagsmanna Bandalags háskólamanna að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins ef vinnuveit- endur þeirra samþykkja. Jafnvel þó þeir séu ekki og hafi aldrei verið opinberir starfsmenn. Þetta á við verkfræðinga, tæknifræðinga, arki- tekta o.s.frv. Ekki mun þetta ákvæði stuðla að friði á vinnumark- aði. Stórir hópar ASÍ fólks, sem starfar hjá ríkinu, njóta ekki þess- ara góðu lífeyrisréttinda. Þetta starfsfólk ríkisins mun að sjálf- sögðu krefjast og fá sama lífeyris- rétt. Þá er komin upp sú staða að félagsmenn í sama verkalýðsfélagi eru með lífeyrisréttindi, sem byggja ýmist á 6% iðgjaldi launagreiðanda og 11,5% iðgjaldi launagreiðanda. Nú þegar era verkalýðsfélögin farin að krefjast sambærilegra lífeyris- réttinda. Þannig er hætt við að þessi ofurgóðu lífeyrisréttindi breið- ist út um vinnumark- aðinn án þess að spurt hafi verið þeirrar grandvallarspumingar hvað fólk vilji tryggja og hvort það vilji fóma t.d. einum mánaðar- launum á ári til þess að fá betri lífeyrisrétt. Iðgjald launagreið- andans er að sjálf- sögðu á endanum greitt af launþegan- um. Það mætti einfald- lega hækka launin hjá honum um iðgjalds- hluta launagreiðand- ans og láta hann greiða allt iðgjaldið. Ekkert breyttist. Samkomulagið virkar á vinnu- markaðinn eins og bensín á eld. Nú er búið að sýna hversu miklu betri lífeyrisréttindi opinberra starf- manna eru og hafa verið án þess að gerð sé tilraun til að minnka muninn. Þessu til viðbótar kemur ofurskuldbindingin, sem enn er ógreidd og vex áfram og verður á endanum að miklu leyti greidd af félagsmönnum ASÍ. Opinberir starfsmenn mættu vissulega hafa áhyggjur af þessari ógreiddu kröfu. Hvort hún verði greidd. Þeir, sem létu sig dreyma um að hægt verði að leyfa fólki að velja um aðild að lífeyrissjóði geta gleymt því. Ann- aðhvort yrði að halda Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins utan við það kerfi eða allir mundu velja hann. Verðið Fyrir þetta makalausa samkomu- lag íjármálaráðuneytisins við full- trúa opinberra starfsmanna þarf rík- ið aukinheldur að borga. Núverandi starfsmenn geta valið um það hvort þeir vilja halda gömlu réttindunum eða greiða til nýju A-deildarinnar. Yngra starfsfólk, konur, ógift starfs- fólk og það starfsfólk, sem vinnur mikla yfirvinnu hefur hag af því að greiða í A-deildina því þangað er greitt af öllum launum en makalíf- eyrir er lakari. Þetta starfsfólk mun líklega flytja sig í A-deildina sér til hagsbóta en á kostnað launagreið- enda. Ekki hefur verið reiknað út hvað þetta muni kosta en sá kostn- aður hleypur líklega á milljörðum. Hvers vegna þarf að greiða þetta verð fyrir það eitt að veita opinber- um starfsmönnum sambærilegan rétt og þeir höfðu áður. Önnur lausn Fyrir ári lagði ég fram á Alþingi frumvarp um breytt lífeyrisréttindi þingmanna. Þar var gengið út frá eftirfarandi lausn, sem ætluð var sem fyrirmynd að lausn á vanda Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins: Metið verði hversu mikils virði lífeyrisrétt- ur opinberra starfs- manna umfram al- mennan lífeyrisrétt er sem hlutfall af öllum launum. Nýtt starfsfólk fengi hærri laun, sem þessu næmi, og greiddi ið- gjald í almennan lífeyr- issjóð án ríkisábyrgð- ar. Núverandi starfs- menn gætu valið hvort þeir vildu áfram góðan lífeyrisrétt og óbreytt laun eða venjulegan lífeyrisrétt og hærri laun. Það er svo samningsatriði hvort þessi hækkun launa er reiknuð fyr- ir hvem einstakling, starfshópa, aldurshópa eða alla opinbera starfs- menn. Ekki mun þetta ákvæði, segir Pétur Blöndal, stuðla að friði á vinnumarkaði. Á þennan hátt er ljóst að nýir starfsmenn rikisins og þeir, sem veldu launahækkun, væra með laun og iífeyrisréttindi, sem væru alger- lega sambærileg við almennan vinnumarkað. Auðvelt væri að meta laun hinna og bera þau saman við laun á almennum vinnumarkaði. Engin vandkvæði væra á því að skipta skuldbindingunni á milli V hinna ýmsu launagreiðenda. Allur vinnumarkaðurinn væri samræmdur Til viðbótar benti ég á að heim- ila mætti opinberum starfsmönnum, , þeim sem þess óskuðu, að selja rík- inu yfirréttindi sín aftur í tímann I gegn eingreiðslu í spariskírteinum. : Þar mætti nota hærri vexti (t.d. 4%) en gengið er út frá í trygginga- 1 fræðilega matinu og lækka þannig skuldbindingu ríkisins. Starfsmað- ■ urinn teldi sig eflaust geta ávaxtað i féð betur en það og hann nyti áfram í almennra iífeyrisréttinda. Þessi lausn hefur þann kost að hún er algerlega valkvæð. Enginn [ er þvingaður til neins. Hvorki til ; að vera í flottu en dýra lífeyris- kerfi né til að afsala sér því. Nýir j starfsmenn geta valið um hvort þeir hefja yfirleitt störf hjá ríkinu. Núverandi starfsmenn geta valið um óbreytt laun og góðu dýra líf- \ eyrisréttindin eða hærri laun og venjuleg lífeyrisréttindi. Sumir mundu vilja selja áunninn yfirrétt sinn og njóta venjulegra lífeyris- kjara og ávaxta sitt pund og það mega þeir. Þessi lausn gefur opin- \ beram starfsmönnum val og þeir munu _að sjálfsögðu velja skynsam- lega. Ég skil ekki hvers vegna for- ystumenn opinberra starfsmanna höfnuðu þessari lausn og lýstu þannig vantrausti á dómgreind eig- J in félagsmanna. Höfundur er tryggingafræðingur ' i og alþingismaður. Glæsilegur samkvæmisfatnaður fvrir öll tækifæri. J Fataleiga Garðabæjar, Garðatorgi 3, T 565 6680. Opið frá kl. 9 - 18 og 10 -14 a laugardögum. Pétur H. Blöndal I I 1 Góður í samanburði ’m' i:v;- •• M • • -v 3,..,-4 *-• ISamanburöurinn hjálpar þér aö velja rétt 3 dyro bílar HYUNDAI Acrent LSi vw GolfCl TOYOTA Corolla XU OPEl AstraGl NISSAN Almera LX Rúmtak vélar sm2 1341 1398 1330 1389 1392 Hestöfl 84 60 75 60 87 Lengd 4103 4020 4095 4051 4120 Breidd 1620 1696 1685 1691 1690 Vökva- og veltistýri J J J J J Utvarp + segulb. J J N J/N J VERÐ m-m 1.220.000 1.164.000 1.199.000 1.248.000 Neqld vetrardekk fylqja öllum Accent bílum. HYunnni lil framtiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.